Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 skiptafræði frá Háskóla Íslands 1967 var honum boðin staða hjá Seðlabankanum og starfaði hann þar síðan allan sinn starfsferil. Oft vitnaði hann um það sem áþreifanlegt bænasvar að hann náði því að standa sig svona vel í náminu og fá góða vinnu. Hann hafði heitið því að þjóna Guði með lífi sínu ef hann fengi þetta bænasvar. Það heit hélt hann svo sannarlega því hann t.d. vitnaði um trú sína á Lækjar- torgi og á götum Moskvuborgar og það á meðan kristið trúboð var ekki vel séð í Rússlandi. Eiði voru falin mikil ábyrgð- arstörf í Seðlabankanum. Hann hafði lengi það hlutverk að reikna gengi dagsins og voru engin gjaldeyrisviðskipti hafin fyrr en hann hafði lokið þeim reikningi. Hann hafði einnig yf- irlit yfir erlend lán annarra bank og stórfyrirtækja. Var það fyrir tíma tölvanna og var spjaldskrá- in yfir þessi lán á hans borði. Einnig var mikið af því skriflega efni sem var ætlað til birtingar látið til hans í yfirlestur til að koma í veg fyrir að frá bank- anum færu villur í texta eða töl- um. Mörgum kristilegum störfum hefur Eiður lagt lið. Fyrst skal nefna KFUM þar sem hann naut kennslu og persónulegrar vináttu sem hélst óskert þó leið- ir skildi. Hann var ásamt okkur sem þá höfðum átt bænasam- félag einn af stofnendum kristi- legu samtakanna Ungs fólks með hlutverk. Þar var hann var í forustusveit í mörg ár. Í ára- raðir var Eiður í Gideonfélaginu og í stjórn einnar deildar þess um skeið. Eiður ferðaðist mikið og eign- aðist marga vini erlendis. Sér- stakt dálæti hafði hann á Sví- þjóð og fór þangað oft á sumarmót hjá Livets Ord. Hann hafði verið þar í biblíuskólanum ásamt mér í tvö ár. Þessi ár bjuggum við nálægt hvor öðrum og vorum samferða í og úr skól- anum. Þar naut Eiður mikils álits og var persónulegur vinur margra kennara og einkanlega skólastjórans og fjölskyldu hans. Eiður var biblíufróður og eft- irsóttur kennari. Hann var lengi öldungur í Veginum og forstöðu- maður um skeið og vann þá einnig hálfan daginn í Seðla- bankanum. Orð Páls í 2. Tím. 4.7-8 finnst okkur eiga vel við um Eið: „Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins sem Drott- inn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér heldur og öllum sem þráð hafa endurkomu hans.“ Við hjónin viljum með þessum orðum þakka Guði fyrir það sem Eiður hefur verið okkur. Kristján Gissurarson og Þórunn Magnúsdóttir. Góður vinur og trúbróðir er látinn. Fyrstu fundir okkar voru í „Ungu fólki með hlutverk“ fyr- ir um 35 árum. Það er því af mörgu að taka og margs að minnast. Eiður var einn af þeim sem blómstruðu í hinni svonefndu Náðargjafavakningu, en út frá henni greru ýmsar greinar, m.a. Fríkirkjan Vegurinn þar sem Eiður gerðist félagi og var mikill máttarstólpi. Í Veginum starfaði Eiður árum saman, sem öldung- ur og forstöðumaður um tíma. Hann var líka gjarnan valinn í samstarfsnefndir kristinna trú- félaga enda þekkti hann víða vel til kirkjudeilda og var mjög dug- legur að sækja samkomur og fylgjast með öllu því sem gerðist best innan kristnu samfélag- anna. Eiður var ljúflingur, glaðvær og góður félagi og alltaf hinn góði andi sannkristinna gilda hvar sem hann var. Hann gerði ekki mannamun, var eins við alla og vinur allra. Í Biblíunni stend- ur að Guð elski glaðan gjafara og er óhætt að segja að Eiður hafi tekið þann boðskap alvar- lega. Hann var greiðugur og gjafmildur og safnaði ekki auði „sem mölur og ryð fær grand- að“, eins og í Orðinu segir. Síðustu ár var Eiður heilsu- veill en þrá hans eftir að fræða aðra um boðskap Biblíunnar var hans gleði. Við hjónin viljum botna þessa kveðju með því að minnast þeirra frábæru stunda sem við höfum átt á biblíulestr- um í Veginum vikulega undan- farna vetur. Þar sá Eiður um fræðslu á meðan hann gat. Hann fór í kennslunni um víðan völl. Útlagði ritninguna, skýrði sögu kristninnar og lýsti ávöxtum margra trúarvakninga í kristinni sögu. Yfir fræðslu Eiðs sveif jafnan andi sannleika og rétt- lætis hins fullreynda og sann- trúaða þjóns Drottins Jesú Krists. Við þökkum þeim Hjalta og Ernu ásamt öðru góðu fólki sem sá um að undirbúa þessar stundir fyrir hann og enda þær með vöfflum, rjóma og sultu. Andlegar og holdlegar veitingar sem næra og gleðja enda gjarn- an í þægilegu spjalli um líf þessa heims og Himnaríkis. Eiður naut sín vel í þeim samræðum, hann er nú fluttur til þess staðar sem honum var svo kært að vísa til í fræðslu sinni og nýtur þar lífsins. Við þökkum þeim sem veittu Eiði samfélag og hjálp eftir að heilsu hrakaði og dró að lokum hans jarðneska lífs. Drottinn Jesús blessi minningu góðs vin- ar og farsæls leiðtoga. Við vottum aðstandendum innilega samúð og biðjum þeim Guðs friðar. Ársæll Þórðarson og Eygló Karlsdóttir. „Eiður er farinn heim.“ Þann- ig bar mér sameiginlegur vinur okkar þau leiðu tíðindi. Þetta var nákvæmlega sama orðalag og Eiður hafði hvað oftast notað þegar hann talaði um endi síns jarðneska lífs. Hann tók jafnan í sama streng og Páll postuli, sem sagði: „Já, vér erum hughraustir og langar öllu fremur að hverfa burt úr líkamanum og vera heima hjá Drottni.“ Eiður var einn af helstu framámönnum Ís- lands í kristilegu starfi og trúar- lífi allt frá áttunda áratug síð- ustu aldar. Hvarvetna þar sem uppgangur var í trúarlífi var Eið að finna; hvetjandi, uppörvandi og miðlandi af þeirri visku og gæsku sem Guð hafði gefið hon- um. Eiður var heiðarlegur, ein- lægur og sagði ávallt hreint út hvað honum fannst. Það var hægt að ræða öll mál við hann frá hinum ýmsu sjónarhornum á gagnrýninn og nytsamlegan hátt. Það var ávallt mikil gleði í kringum hann og stutt í mikinn hlátur. Af öllum þeim forsvars- mönnum í kristilegu starfi sem ég hef kynnst var Eiður mér einna nánastur. Eiður var mjög fróður, ekki einungis hafði hann dúxað í sínu fagi við Háskóla Ís- lands heldur skipti litlu hvert málefnið var; Eiður þekkti vel til á öllum sviðum. Mannkynssagan var þar síst undantekning, það skipti ekki máli á hvaða öld eða í hvaða litla heimshorni atburðir höfðu átt sér stað, Eiður gat ávallt sagt frá þeim vel og ít- arlega. Það er mikill missir og söknuður að Eiður skuli vera horfinn á braut. Eiður horfðist oft í augu við dauðann á lífsleiðinni, hvað eftir annað var honum ekki hugað líf, en aftur og aftur reis hann upp og aldrei varð ég var við að það örlaði á nokkurn hátt á ótta við dauðan hjá honum. Hann var fullviss og sannfærður um að frelsarinn Jesús Kristur, sem hann þekkti svo persónulega í anda og sannleika, myndi vel fyrir sjá. Hann margítrekaði að hann vildi enga sorgarstemn- ingu þegar hann hyrfi í faðm Föðurins. Hann sagði oft í léttu gríni að ef það yrði einhver sorgarstemning og drungalegur orgelleikur við jarðarförina sína kæmi hann kannski til baka og myndi sparka upp kistulokinu, standa upp og mótmæla. Því að kjarninn í boðskap frelsarans væri jú sigur yfir dauðanum, upprisuhátíð og eilíft líf í Guðs- ríki fyrir alla þá sem það vilja þiggja. Eiður var stórkostleg persóna. Hans nánustu votta ég innilega samúð mína við missinn og Guði þakka ég fyrir þau for- réttindi að hafa þekkt Eið og þá auðlind að hafa átt hann sem vin. Arnljótur Davíðsson. Kær bróðir kvaddur: Sá var trúr á sinni leið sem er kvaddur núna. Kærleikurinn kringum Eið kynnti mörgum trúna. Glaður hann í Guði var, gekk með sóma Veginn. Krossinn sinn til sigurs bar, sæll til frelsis þveginn. Margir vinir, menn og víf, munu ei honum gleyma. Ennþá fyrir allt hans líf elskulækir streyma. Er við höldum heim á leið heil í gegnum trúna, verður sælt að sjá hann Eið, sem við kveðjum núna! Rúnar Kristjánsson og Guðrún Hrólfsdóttir. Eiður vinur minn til 40 ára er allur. Þegar Eiður var ungur maður í Háskóla Íslands og nam við- skiptafræði veiktist hann og var óöruggur um að ná prófum. Þá gerði hann samning við Guð, hann sagði: „Ef ég læknast, næ góðum prófum og fæ góða vinnu þá skal ég fara á eina kristilega samkomu.“ Þetta gekk allt eftir, hann læknaðist, dúxaði í skól- anum og Seðlabankinn hafði samband og réð hann í vinnu, sem entist allan hans starfsald- ur. Guð hafði staðið við sinn hluta samningsins og nú var komið að Eiði að efna sinn hluta. Hann valdi að fara á samkomu hjá KFUM og Guð náði tökum á lífi hans. Eiður hafði lífbætandi áhrif á alla sem hann umgekkst. Hann var hreinlyndur og trúr, vildi öll- um mönnum vel og var aufúsu- gestur hvar sem hann kom. Hann kom oft á heimili okkar hér á árunum áður, hann hafði frá mörgu að segja og miðla úr ritningunni. Hann hafði alltaf nægan tíma, og var manna fróð- astur um kirkjusöguna frá post- ulatímanum fram á okkar daga. Eiður fylgdist vel með hvað var að gerast í hinum kristna heimi á okkar tímum, og þekkti vel sögu mótmælenda alveg frá Lúther fram til dagsins í dag. Hann kenndi marga vetur síð- degis á miðvikudögum í Veg- inum við góðan orðstír. Hann var næmur fyrir heilögum anda og var oft á tíðum góður leiðari hans, til þeirra sem andinn hafði erindi til (hann kom með þekk- ingarorð). Um verslunarmannahelgina síðustu fórum við Eiður saman á Kotmót. Við fórum snemma á laugardeginum, vorum þar allan daginn og höfðum að sjálfsögðu mjög gaman af. Á leið okkar heim vorum við svo ekki alveg búnir að fá nóg, og fórum í kvöldkaffi á Kaffi Krús á Sel- fossi með vinum okkar. Eiður talaði oft um þessa ferð þegar við hittumst, því hann var mikil félagsvera en hann gat ekki far- ið mikið á mannamót undir það síðasta vegna veikinda sinna. Síðasta skipti sem hann kom á heimili okkar Bjargar var í febrúar síðastliðnum. Við höfð- um samsæti fyrir sameiginlega vini okkar sem búa í Perú, þær Janet og Tracey, svo þær gætu hitt sem flesta af vinum sínum. Þar var Eiður í essinu sínu og naut hverrar mínútu, kom fyrst- ur og fór með þeim síðustu heim. Hann var bæði öldungur um langan tíma í Veginum og einnig ólaunaður forstöðumaður um tíma. Ég minnist hans óeigingjarna starfs fyrir guðsríkið með gleði og söknuði, en umfram allt þakklæti til Guðs fyrir þennan góða bróður. Blessuð sé minning hans. Halldór Pálsson. Þegar ég hóf störf á tölfræði- sviði Seðlabankans hitti ég þar fyrir vinalegan samstarfsfélaga, Eið Einarsson, sem starfað hafði við bankann í áratugi. Eiður var alla tíð með létta lund og mikill gleðigjafi. Fljótlega kom í ljós að minn ágæti samstarfsfélagi var sann- kristinn maður og ötull við að boða fagnaðarerindið. Hann tjáði mér að hann hefði komist til trúar á Jesúm Krist þegar hann var að ljúka háskólanámi og veikst illilega. Á þeim tíma gerði hann samning við Guð al- máttugan um að ef hann næði bata myndi hann einsetja sér að boða kærleika Guðs, fagnaðar- erindið um frelsarann. Við það stóð hann svo sannarlega því við tók um hálfrar aldar starf með trúarhópum, s.s. Gideonfélaginu í Reykjavík, Kefas, KFUM og K, Krossinum, Kristniboðssam- bandinu, Orði lífsins, Ungu fólki með hlutverk og Veginum þar sem hann var virkur við kennslu og prédikun á samkomum. Eiður stjórnaði þáttum á út- varpsstöðinni Alfa og sat fyrir svörum á sjónvarpsstöðinni Omega. Á Omega fræddi hann áhorfendur m.a. um Ísrael, en ferðir hans til fyrirheitna lands- ins gerðu hann að einum af bestu vinum Ísraels. Eiður gerði töluvert af því að ferðast og fyr- ir utan Ísrael fór hann m.a. í kristniboðsferðir til Bandaríkj- anna, Mexíkó, Norðurlandanna og Rússlands. Hann átti góðar minningar frá ferðum sínum í Biblíuskólann Livets Ord í Sví- þjóð og ræddi oft dvöl sína þar með mikilli gleði. Segja má að meginpólarnir í lífi hans hafi annars vegar verið trúmálin og hins vegar Seðla- bankinn. Kandídatsritgerð Eiðs frá viðskiptadeild Háskóla Ís- lands árið 1967 hét „Ríkis- ábyrgðir á lánum“ og ýtti hún við mönnum í fjármálaráðuneyt- inu. Í ritgerðinni var vakin at- hygli á of miklum ríkisábyrgðum og sjálfskuldarábyrðum ríkis- sjóðs á lánum til einkaaðila, en töluverðar ábyrgðir höfðu þá fallið á ríkissjóð. Eiður starfaði í 39 ár í Seðla- bankanum við erlend lán og uppgjör greiðslujafnaðar og er- lendrar stöðu þjóðarbúsins. Hann bjó að ágætri kunnáttu í Norðurlandamálunum og því kom það oft í hans hlut að sækja norræna samstarfsfundi fyrir bankann. Eiður fór á eftirlaun þann 1. desember 2006. Það var meðal annars eftir því tekið þar sem ávarp hans um Gleðilegan mánudag hljómaði ekki lengur. Eiður var bindindismaður á vín og tóbak en mikill sælkeri og voru vínarbrauðin í miklu uppá- haldi hjá honum. Eiður var vel heima í heims- málunum þannig að þegar t.d. heimsstyrjöldina fyrri eða seinni bar á góma rak hann ýmsa á gat. Einnig fylgdist hann með fótboltanum og þá sérstaklega með gengi sinna manna hjá ÍA enda fæddur og uppalinn á Akranesi. Það var áhugavert að fræðast hjá Eiði um þá fjölmörgu trúar- hópa sem hann með einum eða öðrum hætti tók þátt í, svo mikil var gróskan á köflum að und- irritaður átti erfitt með að fylgja því öllu eftir. Eftir hið mikla starf Eiðs í trúmálum er ég þess fullviss að vel verður tekið á móti honum í himnaríki. Blessuð sé minning góðs drengs. Pétur Örn Sigurðsson. Eiður H. Einarsson starfaði í Seðlabanka Íslands frá 1967 til ársins 2006. Hann var því nán- ast alla starfsævi sína í bank- anum, í tæp 40 ár. Hann var samviskusamur og nákvæmur starfsmaður og því þótti við hæfi að fela honum að halda bókhald um erlend lán Íslands. Lengst af þess tímabils voru erlendar skuldir þjóðarbúsins mun minni en þær urðu í aðdraganda falls bankanna og lengi vel hafði Eið- ur skráningarspjald um sérhvert lán. Til er saga sem lýsir þeirri al- úð sem Eiður lagði í starf sitt. Þetta gerðist áður en bankinn flutti í það Seðlabankahús sem flestir landsmenn þekkja. Starfsmenn voru í raun dreifðir á þrjár byggingar. Yfirstjórn og fleiri voru í gamla Landsbanka- húsinu. Við á hagfræðisviðinu ásamt bankaeftirliti og gjaldeyr- iseftirliti vorum í Austurstræti 14 en Eiður og fleiri voru í við- byggingu við gamla Lands- bankahúsið sem var við Hafn- arstræti. Á þessum tíma voru gögn að jafnaði skráð á pappír enda tölvunotkun ekki orðin almenn. Eiður skráði því upplýsingar um hvert erlent lán samviskusam- lega á pappaspjöld og kom spjöldunum fyrir í þar til gerð- um öskjum. Eitt sinn þegar hann var að vinna með lánin hafði hann komið einni öskjunni fyrir í gluggakistu við hliðina á skrifborðinu. Sem oftar hafði Eiður gluggann opinn og sat svo yfir talnagögnunum sem vera bar. Þá gerðist það fyrir ein- skæra óheppni að hann rak oln- bogann í öskjuna í gluggakist- unni svo að erlendu lánin feyktust út um gluggann og svifu til jarðar, en skrifstofan var á þriðju hæð. Hafði einhver á orði að erlendar skuldir lands- manna hefðu aldrei lækkað jafn hratt á svo skömmum tíma. Eið- ur var hins vegar ekki á því að tapa gögnunum heldur spratt upp af stólnum á skrifstofunni, hljóp niður stigana og náði að safna öllum spjöldunum saman aftur. Sagt var að aldrei hefði maður áður sést hreyfa sig jafn hratt í bankanum og héldu sum- ir því fram að Eiður, sem annars var almennt ekki mikið gefinn fyrir íþróttir eða mikla hreyf- ingu, hefði verið kominn út og náð að grípa spjöldin áður en þau féllu til jarðar. Eiður var hvers manns hug- ljúfi, enda ákaflega geðgóður og dagfarsprúður. Það var ætíð létt yfir honum, brosið á sínum stað og stutt í hlátur. Við sem störf- uðum með Eiði vissum að hann hafði sínar skoðanir um sam- félagsmál og hann hafði valið sér ákveðinn trúarlegan vettvang sem hann helgaði líf sitt utan Seðlabankans. Hann var þó ekki að flíka skoðunum sínum sér- staklega en var þó tilbúinn að ræða samfélags- og trúmálin ef eftir því var gengið. Í slíkum umræðum var það þó einkenn- andi fyrir Eið hversu velviljaður hann var í garð manna, hvaðan sem þeir komu eða hvaða skoð- anir sem þeir höfðu. Á síðari árum varð lífsgangan Eiði stundum erfið vegna heilsu- brests. Þrátt fyrir það var Eiður áfram glaðsinna og jákvæður. Ég minnist þess að gamla brosið var á sínum stað þegar við hitt- umst í mötuneyti bankans eða við önnur tilefni og aðrir gamlir starfsfélagar hans upplifðu það sama. Eiðs verður saknað en eftir stendur minningin um góð- an starfsfélaga og vel gerðan mann. Már Guðmundsson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Geysi Hallgrímur Magnússon gekk til liðs við okkur í Lionsklúbbn- um Geysi árið 2008. Þarna var kominn í okkar hóp þjóðkunnur maður og ekki var laust við eft- irvæntingu meðal okkar um hvernig hann myndi falla í hóp með okkur sveitaköllunum. Það duldist engum að þarna var ekk- ert venjulegur maður annars vegar. Það fylgdu Hallgrími strax nýir og jákvæðir straumar inn í klúbbinn. Hans viðhorf og gildi voru nokkuð ólík því sem gerðust í klúbbnum. Hann var Hallgrímur Þor- steinn Magnússon ✝ HallgrímurÞorsteinn Magnússon fæddist 29. september 1949. Hann lést 21. apríl 2015. Útför Hallgríms Þor- steins var gerð 7. maí 2015. þekktur fyrir að liggja ekki á sínum skoðunum og var maður til fylgja þeim eftir. Þó þær færu ekki alltaf saman við skoðanir annarra, virtu menn hann og hann virti okkur hina. Sá sem þetta ritar fann fljótt að Hallgrími fylgdi hlýja og um- hyggja fyrir náunganum. Trúin var honum mikils virði. Hann var húmoristi þó hann bæri það ekki utan á sér. Grunnurinn að hans lífsgildum voru manngæska og hjálpsemi. Í litla samfélaginu í Tungunum eru fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi um stórkost- legar framfarir í líðan og heil- brigði fólks sem þakka má Hall- grími. Hallgrímur stundaði starfið í klúbbnum vel og hefðu síðast liðin sjö ár í sögu klúbbs- ins verið mun tómlegri án hans, skarð hans verður erfitt að fylla. Hann lagði mikið af mörkum í að uppfræða okkur á klúbbfundum með fróðlegum erindum, má þar nefna magnesíum, sykursýki, há- þrýsting og kandídó-sveppinn. Hafðu hjartans þökk okkar, kæri Hallgrímur, fyrir þessa stuttu og dýrmætu samfylgd og þann svip sem þú settir á okkar starf. Mestur er missir Sigurlaugar og fjölskyldunnar, þeim eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Geysis, Kristófer Tómasson, formaður. HINSTA KVEÐJA Víðsýnn læknir og mannvinur er horfinn á braut. Ósérhlífinn og staðfastur maður sem nýtti sér hefð- bundnar sem óhefðbundn- ar lækningar ásamt heilsu- ráðum alþýðunnar til að hjálpa þeim sem til hans leituðu. Ég er afar þakklát- ur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að njóta leiðsagnar hans og fræðslu. Innilegar samúðakveðj- ur til fjölskyldu og ástvina. Kristján Jóhannesson sjúkranuddari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.