Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 Í aðsendri grein 13. maí sl. benti Jón H. Guðmundsson á nauð- syn þess að koma á sér- stökum málsvara eða hagsmunafélagi sjúk- linga, því hagsmunir heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstétta eru allsráðandi. Nokkrir hugrakkir sjúklingar hafa stigið fram: Krabbameins- sjúklingar fá ekki svör úr rann- sóknum eða tímabæra meðferð. Fólk er veikt af lifrarbólgu C vegna rangr- ar blóðgjafar og fær ekki réttu lyfin. Félagar í Viljaspori, áhugafélagi um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigðisþjónustu, hafa rætt og rit- að um umboðsmann sjúklinga síðustu tvö árin án þess að fá hljómgrunn. Í lok janúar sl. skipaði heilbrigð- isráðherra starfshóp til að gera til- lögur að verklagi í tengslum við til- kynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla sem má rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í meðferð sjúklings. Hópurinn var stofnaður að frumkvæði stjórnenda LSH í kjölfar ákæru. Embættismenn og sérfræðingar LSH skipa þar öll sæti – þeir sem eiga að setja reglurnar og framfylgja þeim. Að- standendur með reynslu af óvæntu dauðsfalli vegna alvar- legs atviks eiga sér eng- an talsmann í þessum starfshópi. Í félaginu Viljaspori eru aðstandendur með þessa reynslu, þeir vita hvernig er að eiga sam- skipti við heilbrigð- iskerfið. Fólk sem á það sameiginlegt að þekkja hvernig verklagsreglur kerfisins virka í raun og veru. Tilhneigingin virðist vera sú að kerfið hefur vald til að verja sig, sem dæmi má nefna breytingu á lögum um sjúkraskrá (6/ 2014) sem tók gildi 22. janúar 2014, en þá var aðstandendum meinaður aðgangur að sjúkraskrám látinna ást- vina. Reynsla mín er að stundum er betra að gefast upp en að fara í gegn- um óendanlega niðurlægingu, von- brigði, höfnun og hvítþvott heilbrigð- issamfélagsins sem skilar engu. Í ofanálag er það bara kostnaður og tímasóun sem betur er varið í að skapa góðar minningar með fjöl- skyldu og vinum. Lái mér hver sem vill. Viðbrögð stjórnenda LSH vegna opinberrar ákæru á hendur sér, fel- ast í að skipaður er starfshópur til að gera tillögur að verklagi um skrán- ingu óvæntra dauðsfalla, án þess að aðstandendur eða ríkislögreglustjóri, sem fer með rannsókn slíkra mála, komi að þeirri vinnu. Þannig skapast sú hætta að komið verði enn frekar í veg fyrir það að hægt verði að gera heiðarlega rannsókn á óvæntum dauðsföllum vegna verklagsreglna og hugsanlegra lagabreytinga í kjölfar- ið. Er ekki eitthvað bogið við það að ákærði fær að breyta lögum sem henta honum ekki lengur, á sama tíma og þolendur og rannsakendur hafa ekkert um það að segja? Það er rótgróin villa í öryggis- menningu heilbrigðiskerfisins að úti- loka rödd sjúklinga. Það sem skiptir máli hér er að sjúklingar hafa ekki mikla burði til að blanda sér í um- ræðuna eða standa í baráttu vegna veikinda og áfalla. Ef þeir gera það þurfa þeir að upplýsa um viðkvæm, persónuleg mál í leiðinni. Því er nauð- synlegt að þeir fái sinn málsvara sem ekki þarf að bera tilfinningar og einkamál mál á torg. Málsvari sjúklinga er mikilvægur því þolendur þurfa fjarlægð frá þeim sem braut á þeim. Þeir þurfa stuðn- ing við að vinna að réttlátri lausn og fylgja eftir lærdómi svo sömu mistök- in endurtaki sig ekki. Þetta hlutverk hefur umboðsmaður sjúklinga í þeim löndum sem við berum okkur saman við og er hluti af réttlætinu. Allar heilbrigðisstéttir taka sér hlutverk talsmanns/umboðsmanns sjúklinga og vísa í siðareglur sínar. Sjálfsögð réttindi sjúklinga að fá að taka þátt í eigin málefnum eins og lög segja til um – virka einfaldlega ekki. Allir þessir umboðsmenn klikka á einu bretti og vísa ábyrgðinni hver á annan, stjórnvöld eða skattgreið- endur. Undirrituð sat opinn fund hjúkr- unarráðs LSH, þ. 21. apríl. Umræðu- efnið var „Flæði sjúklinga“. Ég spurði hvers vegna enginn fulltrúi sjúklinga væri meðal frummælenda. Svarið var að hjúkrunarráð lítur svo á að hjúkrunarfræðingar séu talsmenn sjúklinga og beri hag þeirra fyrir brjósti. Þetta viðhorf er torskilið, þannig eru sjúklingar sviptir rétt- inum til samskipta eða að tjá sig sjálf- ir án forræðis starfsmanna. Eina skýringin er að það þurfi að halda umræðunni á „faglegum“ nótum. Fagráð um öryggi sjúklinga hjá Embætti landlæknis er eingöngu skipað fagfólki, það ráð hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við þegar mistök verða. Hvað þarf marga hópa sérfræðinga til að leysa þetta? Í 20. grein laga um heilbrigðisþjón- ustu (40/2007) stendur að ráðherra skuli skipa 9 manna ráðgjafanefnd fyrir forstjóra og framkvæmdastjóra LSH. Þessi nefnd á m.a. að vera skip- uð fulltrúum notenda. Hverjir skipa hana? Stjórnendur spítalans velja frekar að kaupa þjónustu erlendra ráðgjafa, þannig breyttust sjúklingar í flæðisvandamálið sem hefur verið og er allsráðandi í allri umræðu. Óháður umboðsmaður sjúklinga ætti að vera eðlilegt mótvægi við það ægivald fjármagns og þekkingar sem heilbrigðisþjónustan býr yfir, slíkur umboðsmaður er víða fjármagnaður á fjárlögum. Embætti landlæknis hefur því miður ekki virkað sem óháður fulltrúi sjúklinga hingað til, þótt lögin segi til um að það. Því tekur félagið Viljaspor heilshugar undir orð Jóns og skorar á stjórnvöld að hlusta á sjúklinga. Umboðsmaður sjúklinga er réttlætismál Eftir Auðbjörgu Reynisdóttur » Í félaginu Viljaspor eru aðstandendur með þessa reynslu, þeir vita hvernig er að eiga samskipti við heilbrigð- iskerfið. Auðbjörg Reynisdóttir Stjórnarformaður Viljaspora Fyrir tæpri hálfri öld deildu þeir um það Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson hvort þingmennskan ætti að vera fullt starf eða einungis hluta- starf. Bjarni taldi að þingmennskan ætti aldrei að verða fullt starf; það væri nauð- synlegt fyrir þing- menn að gegna samhliða öðrum störfum úti í þjóðlífinu. Að mati Bjarna mætti ekki rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þing- menn að atvinnustjórnmálamönn- um. Þvert á móti bæri að ýta undir að til þingstarfa veldust menn sem áunnið hefðu sér traust, hver á sínu sviði þjóðlífsins. Því miður varð sjónarmið fram- sóknarmanna ofan á í þessu efni og eftir því sem árin liðu jókst atvinnu- mennskan á Alþingi. Nú er svo komið að langflestir þingmenn hafa lífsframfæri sitt eingöngu af stjórn- málavafstri. Raunar hafa þessi mál gengið enn lengra því allir borgar- fulltrúar í Reykjavík eru sömuleiðis orðnir atvinnumenn, en slík skipan þekkist ekki einu sinni í milljóna- borgum Norðurlanda. Ég þekkti vel Pál heitinn Gíslason, lækni og borg- arfulltrúa, og leyfi mér að fullyrða að hann hafi gert meira gagn í borg- arstjórn á sama tíma og hann sinnti starfi yfirlæknis á Landspítalanum heldur en margt það fólk sem nú er borgarfulltrúar í fullu starfi. Ég ætla einnig að gerast svo djarfur að halda því fram að þarna liggi ein helsta meinsemd íslenskra stjórnmála. Þingið og borgarstjórn hafa einangrast frá hinu raunverulega starfslífi í landinu og kjörnir fulltrúar margir hverjir misst tengslin við fólkið. Ríflega þrjú hundruð þúsund manna samfélag þarf ekki á svo miklum fjölda at- vinnustjórnmálamanna að halda. Fjöldi hæfileikaríks fólks víðs vegar í þjóð- lífinu myndi gjarnan vilja leggja sitt af mörkum til samfélagslegra verk- efna á borð við þátttöku í stjórn- málum, en vitaskuld er ekki fýsi- legur kostur fyrir dugandi fólk í atvinnurekstri eða góðum stöðum að hverfa frá störfum sínum al- gjörlega fyrir þingmennsku eða setu í borgarstjórn. Undanfarið hefur fólkið í landinu mátt horfa upp sífellt lágkúrulegri stjórnmál, þar sem allt logar í harð- vítugum deilum um keisarans skegg, en fáir ræða kjarna málsins. Með hæfara fólki í betri tengslum við almenning og með mun styttri samkomutíma yrði afrakstur stjórn- málanna betri. Almennar stjórn- málaumræður geta farið fram úti í bæ og kjörnir fulltrúar þá einbeitt sér að þeim störfum sem þeir eru kjörnir til. Þannig mætti auka til muna traust og trúnað almennings á íslenskum stjórnmálum. Rjúfum einangrun stjórnmálanna Eftir Björn Jón Bragason Björn Jón Bragason » Þingið og borgar- stjórn hafa einangr- ast frá hinu raunveru- lega starfslífi í landinu. Höfundur er sagnfræðingur. Við Íslendingar megum vera stolt af framlagi okkar til Fen- eyjatvíæringsins árið 2015. Fyrir okkar hönd höfum við sent einn af tengdasonum þjóð- arinnar, Seyðfirðinginn og Svisslendinginn Christoph Büchel, sem með verki sínu „Mosk- unni“ hefur rækilega vakið athygli á íslenskri list en inn- setningin hefur fengið ákaflega lof- samlega dóma í erlendum list- tímaritum og þekktustu fjölmiðlum heims, m.a. í stórblaðinu New York Times. Listaverkið er sett upp í húsi sem fyrir mörgum áratugum hýsti kirkju en sú var aflögð og afhelguð og húsið hefur ekki verið opið almenningi í 40 ár. Listaverkinu er ætlað að tala til þeirra þúsunda múslima í Feneyjum sem ekki hafa neinn opinberan bæna- stað, en einnig að bjóða velkomna heimamenn og ferðamenn, eins og segir í kynningu. Það er friðsæl tákn- mynd um hvernig trúarbrögð geta lif- að saman og hvernig öllum ætti að vera frjálst að leita til síns Guðs án yf- irgangs eða afskipta annarra. Þeir sem heimsótt hafa íslenska skálann hafa haft á orði að þar ríki ein- stök friðsæld og fegurð sem meðal annars helgast að því að verkið er óður til opinna samskipta milli manna, skilnings og umburðarlyndis. Büchel hefur unnið verkið með samfélögum múslima á Íslandi og í Feneyjum og hefur verið haft á orði í umfjöllun fjöl- miðla að þarna skapist vettvangur til samræðna og samkenndar milli ólíkra menningarheima, sem þó eru svo líkir þegar öllu er á botninn hvolft. Nú hafa borgaryfirvöld í Feneyjum ákveðið að loka íslenska skálanum með lögregluvaldi og bera fyrir sig að ekki hafi öll tilskilin leyfi verið fengin á réttum tímum og stöðum, auk þess sem einhver eyðublöð hafi ekki verið fyllt út. Öllum slíkum tilmælum og á stundum röngum fullyrðingum hefur verið svarað af Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar sem hefur umsjón með verkefninu fyrir Íslands hönd, eins og vandlega er útskýrt á heima- síðu þeirra. Og þrátt fyrir að Íslend- ingar hafi átt fundi með búrókrötum borgarinnar og skilað inn hverju því formi sem beðið hefur verið um hafa yfirvöldin stöðugt fundið nýja fleti á máli sínu: Listaverkinu skal lokað! Erfitt er að verjast þeirri hugsun að ástæður yfirvalda hafi meira að gera með kreddur, fordóma og tilhæfulausa viðkvæmni frekar en umhyggju fyrir velferð borgaranna, hvað þá að réttur listamanns til frjálsrar tjáningar sé virtur. Listaverkið „Moskan“ er einmitt það: listaverk. Verkið hefur vissulega mikilvægar skírskotanir til samtímans og nýtist sem samkomustaður á með- an á listahátíðinni stendur, en þegar á öllu er á botninn hvolft er það lista- verk. Það að banna fulltrúa Íslands að sýna verk sitt á jafn sögufrægum og mikilvægum menningarviðburði og Feneyjatvíæringurinn er er móðgun við íslenska menningu og tjáning- arfrelsi listamanna um heim allan. Nú ríður á að ráðuneyti menningar- mála og íslenskir ráðamann tali skýrt og krefjist þess að ofsóknum fen- eyskra borgaryfirvalda gagnvart framlagi Íslands til tvíæringsins ljúki. Sjálfir höfum við sent borgarstjór- anum, Vittorio Zappalorto, bréf þessa efnis en betur má ef duga skal. Einnig er eðlilegt að samtök listamanna og aðrir sem láta sig tjáningarfrelsið varða standi við bakið á þessu merka framlagi Íslands. Hér þurfa Íslend- ingar að standa saman og berjast gegn órétti. Verndum íslensku moskuna Eftir Njörð Sig- urjónsson og Guðna Tómasson » Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa að ósekju lokað íslenska skálanum á Feneyja- tvíæringnum en mikil- vægt er að Íslendingar standi með málfrelsinu. Njörður Sigurjónsson Njörður er dósent í menningar- stjórnun við Háskólann á Bifröst. Guðni er listsagnfræðingur. Guðni Tómasson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Ég get ekki orða bundist en tek und- ir með Páli Steingrímssyni í grein í Velvakanda um daginn. Hraðfréttir eru ömurlega ómerkilegur og leið- inlegur þáttur og ekki lagaðist það þegar Drekasvæðið hófst, sem var búið að margsegja okkur áhorf- endum hvað væri skemmtilegur. Auðvitað vonaði maður það besta, en hvílíkt rugl. Ekki einu sinni hægt að brosa út í annað munnvikið. Er ekki sjónvarpið alltaf í fjárþröng? Eina afsökunin væri ef þessir þættir kost- uðu þá ekki neitt og verið væri að reyna að fylla upp í dagskrána með ókeypis efni með aulafyndni í viðbót við allar glæpamyndirnar, sem þeir hella yfir okkur. Þannig að eina ráð- ið fyrir áhorfendur er að afloknum fréttum og veðurfregnum að skoða hvað N4, Hringrás og ÍNN hafa upp á að bjóða til þess að losna við allan hryllinginn í Ríkissjónvarpinu, sem hefur ekki gott uppeldislegt gildi fyrir ungu kynslóðina en er ágætis kennsla í afbrotum af öllu tagi. Margrét K. Sigurðardóttir. Meira um Hraðfréttir Mikið er ég sammála Páli í Velvak- anda 19. maí sl. Ríkisútvarpið gæti sparað mikinn pening með að hætta þessari vitleysu í strákunum í Hrað- fréttum, þvílíkt bull sem þeir bjóða fólki upp á. M.a.s. unglingunum blöskrar. Skora á ykkur að stöðva þetta. Kona á besta aldri. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sammála Páli Drekasvæðið Bréfritari er ekki hrifinn af þeim þáttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.