Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 41
AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fór að fletta vínylplötusafnimínu á dögunum af sömuástæðu og Forrest Gump reis á fætur og hljóp af stað yfir Bandaríkin þver og endilöng – sumsé engri sérstakri. Þar kennir margra grasa. Sumt af þessu efni hefur staðist tímans tönn, annað ekki. Eins og gengur. Svo er þarna inn á milli efni sem ég man satt best að segja lítið sem ekkert eftir. Fyrsta hljóðversplata breska málmbandsins Samson, Survivors, heyrir til síðastnefnda flokknum en sú ágæta sveit er líklega frægust fyrir að hafa gefið einum mesta leðurbarka sögunnar sitt fyrsta tækifæri í hljóðveri, Bruce Dick- inson, sem síðar gekk í raðir Iron Maiden. Í þá daga gegndi kappinn raunar nafninu Bruce Bruce eins undarlega og það hljómar. Dickinson kom til liðs við Sam- son um það leyti sem Survivors var gefin út, 1979, og átti því ekki aðild að upptökum á plötunni. Leiðtogi sveitarinnar, Paul Samson, sá sjálf- ur um sönginn ásamt gítarleik. Eigi að síður er mynd af Dickinson á framhlið albúmsins, ásamt hinum þremur meðlimum bandsins. Það er einmitt téð umslag sem er tilefni þessa pistils, fremur en tónlistin sem slík. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd er það nefnilega afar undarlegt. Svo ekki sé fastar að orði kveðið.    Samsynir standa þar borgin-mannlegir ofan á haugi manna. Má þar greina Jesú Krist, Jimi Hendrix, Adolf Hitler, Elvis Presley og Charlie Chaplin svo ein- hverjir séu nefndir. Lítil stemning er í haugnum enda flestir búnir að færa sig yfir á annað tilverustig. Ef ekki allir. Samsynir eru, frá vinstri, bassafanturinn Chris Aylmer, Bruce Bruce, Paul Samson og trymbillinn Thunderstick, eða Stuðkjuði. Flestir stoppa líklega fyrst við hann enda er Stuðkjuði í einkennisklæðum sínum með latex- grímu á höfði. Þannig kom hann iðulega fram á tónleikum lokaður inni í málmbúri. Nema hvað? Mað- ur kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort Quentin Tarantino hafi verið og sé jafnvel ennþá aðdáandi Samson. Ekki get ég sagt að Survivors hafi náð málmsögulegum hæðum en þar er að finna lög á borð við Wrong Side of Time, Big Brother og I Wish I Was the Saddle of a Schoolgirls Bike. Þeir verða varla meira hrollvekjandi, lagatitlarnir. Samsynir voru að vísu ungir að ár- um á þessum tíma og eigum við ekki að gefa skáldinu að það hafi verið um sextán ára aldurinn þegar ljóðið varð til. Þannig sleppur þetta! Eða hvað?    Upphaflega stóð til að endur-útgefa Survivors með söng Dickinsons en það dankaðist og á endanum var blönduð útgáfa látin duga, upprunalega útgáfan kom út óbreytt 1990 að viðbættum fimm lögum sungnum af leðurbarkanum. Dickinson söng inn á tvær breiðskífur með Samson, Head On (1980) og Shock Tactics (1981). Raunar var sú síðarnefnda hljóð- rituð á sama tíma og í sama hljóð- verinu og Iron Maiden var að taka upp Killers, sína síðustu plötu með upprunalega söngvaranum, Paul Di’Anno. Iron Maiden-tengingarnar eru fleiri en Clive heitinn Burr lamdi á sinni tíð húðir í báðum böndum, fyrst Samson og síðan Maiden, og Stuðkjuði var einnig til skamms tíma í Maiden. Var látinn fara eftir að hann sofnaði – í miðju giggi. Samson átti erfitt uppdráttar eftir brotthvarf Dickinsons og gaf síðast út plötu árið 1993. Bandið leystist svo upp níu árum síðar er Paul Samson lést af völdum krabbameins. Fjórum árum síðar varð Aylmer bassaleikari sama skaðvaldi að bráð. Sjálfur hefur Dickinson glímt við krabbamein undanfarin misseri en hefur, sam- kvæmt nýjustu fréttum, náð sér af þeim veikindum. Stuðkjuði ku vera við hestaheilsu. Morgunblaðið/Þorkell Svalir Dickinson, Stuðkjuði og félagar í Samson á haugnum á Survivors. Að juða og puða með Stuðkjuða » Stuðkjuði var einn-ig til skamms tíma í Maiden. Var látinn fara eftir að hann sofnaði – í miðju giggi. Leðurbarki Bruce Dick- inson með Iron Maiden í Egilshöll fyrir tíu árum. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Leikkonur eru að meðaltali fjór- um og hálfu ári yngri en karl- arnir sem leika á móti þeim í rómantískum kvikmyndum, skv. könnun kvikmyndafram- leiðandans Stephens Foll- ows sem dag- blaðið Guardian segir frá. Er þar átt við leik- konur og leikara í aðalhlut- verkum rómantískra kvikmynda á árunum 1984 til 2014 sem skil- uðu yfir milljón dollurum í miða- sölu, 422 alls. Aldursmunurinn er ögn minni í þeim myndum sem konur leikstýrðu, skv. niður- stöðum Follows. Follows komst einnig að því að aldursmunurinn hefur minnkað með árunum en að ákveðnir leik- arar hafi leikið á móti sér miklu yngri leikkonum, m.a. Robert Redford, Dudley Moore og Rich- ard Gere. Leikkonurnar voru að meðaltali 18-20 árum yngri en þeir samkvæmt könnuninni. 4½ árs aldurs- munur á kynjum Robert Redford Glæpakvendið Pussy Galore, sem leikið var af Honor Blackman í James Bond- myndinni Gold- finger frá árinu 1964, kemur aft- ur við sögu í væntanlegri bók um njósnara hennar hátignar, Trigger Mortis, eftir rithöfund- inn Anthony Horowitz. Horo- witz hefur greint frá því að sagan hefjist árið 1957, tveimur vikum eftir sögulok bókar Ians Flemings, Goldfinger. Bókin verður gefin út 8. september nk. Þá kemur ný kvenpersóna einnig við sögu, Jeopardy Lane, sem og nýtt kóreskt illmenni, Jai Seung Sin, sem Bond þarf að kljást við. Trigg- er Mortis hefst á hugmynd frá Fleming heitnum, æsilegum bílaelt- ingaleik sem hann skrifaði fyrir sjónvarpsþætti sem voru aldrei framleiddir. Haft er eftir Horowitz á vef BBC að hann sé himinlifandi yfir því að hafa fengið leyfi til að láta Galore snúa aftur. Pussy Galore snýr aftur í Bond-bók Honor Blackman sem Pussy Galore.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.