Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á gildandi deiliskipulagi í Suður-Mjódd og felur það meðal ann- ars í sér frekari uppbyggingu á íþróttasvæði ÍR. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Raunhæft þykir að skipulagið verði samþykkt fyrir áramót. Breytingin á deiliskipulaginu er unnin á vegum Reykjavíkurborgar og hefur Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt hjá Teiknistofunni Storð, unnið að breytingartillögunni á svæðinu fyrir borgaryfirvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg gætu fram- kvæmdir hafist að hluta til á þessu ári og því næsta. Svæðið í heild af- markast af Reykjanesbraut í norðri, Breiðholtsbraut í austri og Skógar- seli í suðri. Fyrirhugað uppbygging- arsvæði er þrískipt. Frjálsíþróttavöllur byggður Í fyrsta lagi er um að ræða íþrótta- svæði ÍR, svæði A. Á vestasta hluta svæðisins er áformað að byggja upp frjálsíþróttavöll ásamt áhaldahúsi og mögulegum áhorfendastæðum. Á svæðinu er áfram gert ráð fyrir fjölnota íþróttahúsi sem yrði tengt við núverandi ÍR-hús og fótboltavelli. Mun það geta rúmað allt að tvo hand- boltavelli. Suðvestan við ÍR-húsið og fjölnotahúsið er gert ráð fyrir áhalda- húsi og norðan við fjölnotahúsið gæti risið stúka fyrir allt að 1.500 áhorf- endur. Stúkan verður við aðal- keppnisvöll félagsins í knattspyrnu, norðaustur af gervigrasvellinum sem nú er í notkun. Felur þessi tilhögun í sér að aðalkeppnisvöllur félagsins færist til norðausturs á svæðinu. Þá hafa lóðarmörk alls svæðisins verið endurskoðuð og lóðin stækkuð. Í öðru lagi er um að ræða svæði B, svonefnt miðsvæði og stofnanasvæði, sem Árskógar til- heyra. Á því svæði munu rísa fjögur fjögurra til fimm hæða fjöl- býlishús með húsnúmerunum Árskógar 1 til 7 (hvítlituð hús fyr- ir miðju neðri myndarinnar á þessari síðu). Þar er gert ráð fyrir 104 íbúðum og verð- ur fimmta hæðin inndregin, en í gild- andi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 100 íbúðum. Bílakjallarar verða und- ir húsunum. Íbúðir fyrir eldri borgara Hluti íbúðanna í Árskógum 1 til 7 verður fyrir eldri borgara og er gert ráð fyrir að nýir íbúar geti nýtt sér aðstöðuna í þjónustumiðstöðinni við Árskóga, handan götunnar. Hafa borgaryfirvöld nýverið lýst yfir vilja til að úthluta lóð til Félags eldri borg- ara með byggingarrétti fyrir fjöl- býlishús með allt að 50 íbúðum. Byggt verður við núverandi þjónustumiðstöð í Árskógum. Sú bygging verður á einni hæð og suð- vestan við þjónustumiðstöðina. Þá verður reist þriggja hæða álma með hjúkrunarrýmum norðaustan við nú- verandi hjúkrunarheimili. Hvað varðar svæði ÍR er uppbygg- ing á frjálsíþróttavellinum framar- lega í röðinni. Einnig liggur fyrir að töluverð eftirspurn er eftir íbúðum á þessu svæði og má út frá því leiða lík- ur að því að uppbyggingu íbúða á svæðinu verði hraðað. Í þriðja lagi er um að ræða svæði C, sem liggur að hluta meðfram Reykjanesbraut til norðurs. Nyrst á því svæði, norður af fyrirhuguðum aðalkeppnisvelli ÍR, er gert ráð fyrir samhangandi háreistum húsum, fimm til sjö hæða, og verða þau tengd með tengibyggingum og einnar hæð- ar byggingum. Þessar byggingar eru skilgreindar sem skrifstofu- og at- vinnuhúsnæði. Gjörbreytir aðstöðu ÍR-inga  Reykjavíkurborg kynnir breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður-Mjódd  Áformað er að byggja frjálsíþróttavöll og fjölnota íþróttahús á svæði ÍR  Sjö háhýsi munu rísa meðfram Reykjanesbraut Tölvuteikning/Teiknistofan Storð Drög að nýrri Suður-Mjódd Fyrirhugaður frjálsíþróttavöllur er lengst til vinstri á myndinni. Fjölnota íþróttahúsið er sýnt sem grátt hús við knattspyrnuvellina. Stúkan verður tengd við húsið. Núverandi íþróttahús ÍR er á sömu lóð. Mannvirki Hér má sjá hvernig fyrirhuguð stúka verður suður af kappvellinum. Fjær á myndinni er fyrirhugað skrifstofu- og atvinnuhúsnæði meðfram Reykjanesbraut. Fyrir miðju myndarinnar eru áformuð fjölbýlishús (hvít). Hermann Georg Gunnlaugsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tveir fyrrverandi þingmenn VG taka undir þau ummæli Lilju Mós- esdóttur að Steingrímur J. Sigfús- son, þáverandi formaður VG, hafi ekki leitað samþykkis þingflokksins við framsal á eignarhlut ríkisins í Ís- landsbanka og Arion banka. Lilja tjáði sig um málið í Morgun- blaðinu í gær í tilefni af þeirri um- fjöllun Bankasýslu ríkisins að Stein- grímur J. hafi sem þáverandi fjármálaráðherra ekki haft laga- heimild til að framselja hlutinn til slitabúa föllnu bankanna. „Steingrímur J. fór aldrei fram á að þingflokkur VG samþykkti fram- sal eignarhluta ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til slitabúa föllnu bankanna,“ sagði Lilja sem var þingmaður VG og formaður við- skiptanefndar Alþingis 2009 til 2011. „Hans stíll, ær og kýr“ Atli Ingibjargar Gíslason hæsta- réttarlögmaður var þingmaður VG frá 2007 og þar til í mars 2011 er hann og Lilja sögðu sig úr þingflokki VG og urðu óháðir þingmenn. Atli segir Steingrím J. ekki hafa borið málið fyrirfram undir þing- flokk VG til umræðu. „Hann lék ein- leik sem var hans stíll, ær og kýr,“ segir Atli og rifjar upp þessa þýð- ingarmiklu ákvörðun. „Þegar ákvörðunin var kynnt [20. júlí 2009] var boðað til skyndifundar hjá þingflokki VG í alþingishúsinu. Þangað mættu Þorsteinn Þorsteins- son og Steingrímur J. Þá var búið að taka ákvörðunina. Manni var eins og oft áður og síðar stillt upp við vegg og gert til málamynda að samþykkja þegar teknar ákvaðanir,“ segir Atli. „Þessi ákvörðun var þvert á stefnu flokksins. Steingrímur boðaði það ávallt að við myndum fara norsku leiðina í bankamálunum, þ.e.a.s. að ríkið ætti allavega hlut sem myndi skipta máli, til dæmis þriðjungs hlut. Það var talað um þessa norsku leið. Svo allt í einu birtist tillaga um að tveir bankar skyldu fara til slitabúa en ríkið halda einum, þ.e. Landsbankanum. Ég heyrði síðar að ástæðan hefði meðal annars verið sú að Landsbankinn hefði ekki verið góð söluvara, að engin hefði boðið í bankann,“ segir Atli og svarar því aðspurður til að tenging Landsbankans við Icesave- reikningana kunni að hafa átt þátt í máli. „Þetta var því þvert á norsku leiðina sem Steingrímur boðaði. Hefði ríkið átt ráðandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka hefði það haft betri vígstöðu í þágu heimil- anna.“ Hagnast á kostnað almennings Atli telur reynslu síðustu ára sýna að ákvörðunin hafi verið röng. Bank- arnir hafi hagnast „yfirgengilega“ á kostnað almennings. „Vel að merkja þurfti að bregðast við. Það þurfti að endurreisa bank- ana, fyrir utan þrotabúin, samhliða því að þau færu í gjaldþrot. Hvort þeir yrðu tveir eða þrír var ekki mikið atriði. En það þurfti að end- urreisa þetta kerfi,“ segir Atli. Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar ákvörðunin um framsalið var kynnt. Hann tekur aðspurður undir með Lilju og Atla að Steingrímur hafi ekki leitað samþykkis þingflokksins fyrir þessari þýðingarmiklu ákvörð- un. „Um sumarið 2009 kemur þetta mál án fyrirvara inn á ríkisstjórnar- fund. Þá kom fram að til stæði að af- henda tvo banka til kröfuhafa gömlu bankanna. Rökin voru þau að í því fælist minni áhætta fyrir ríkissjóð og að kröfuhafarnir yrðu þannig líka meira ábyrgir fyrir því hvernig úti- standandi kröfur innheimtust, og svo framvegis,“ segir Jón. Samrýmdist ekki stefnu VG „Ég lýsti strax yfir fullri andstöðu minni við þetta mál og sagði að það gengi þvert á þau markmið sem sett höfðu verið og þær forsendur sem gefnar voru fyrir stofnun þessara nýju banka. Við værum hvorki búin að setja ný bankalög né heldur gera aðskilnað á milli fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Auk þess væri fráleitt að afhenda kröfuhöfum gömlu bankanna eign- arhluti í þessum nýju bönkum sem voru auk þess í raun að stórum hluta með ríkisábyrgð. Það væri ekki einu sinni ljóst hvort gömlu bankarnir yrðu settir í gjaldþrot eða ekki. Að þetta væri fráleit aðgerð sem sam- rýmdist ekki stefnu VG.“ Segir Steingrím J. hafa „leikið einleik“ í framsali til kröfuhafa  Atli Gíslason segir Steingrím J. hafa gengið gegn áformum um „norsku leiðina“ Atli Ingibjargar Gíslason Jón Bjarnason Kvikmyndavefurinn YouTube og ís- lensku höfundarréttarsamtökin STEF hafa gert með sér samning þess efnis að meðlimir STEFs, sem og erlendra systursamtaka, munu geta fengið greitt fyrir notkun tón- listar sinnar á YouTube hér á landi. Í því felst að meðlimir STEFs og tengdir aðilar munu geta fengið greitt þegar tónlist þeirra aflar tekna með spilun eða birtingu aug- lýsinga á YouTube. „Þessi nýja tekjuleið eykur möguleika á fjárhagslegum ávinn- ingi rétthafa af notkun verka þeirra á YouTube á Íslandi. Það að ná samningi við YouTube markar þáttaskil í að skapa ný tækifæri fyrir okkar rétthafa,“ er haft eftir Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, fram- kvæmdastjóra STEFs, í fréttatil- kynningu. Þar er haft eftir Gudrun Schweppe, framkvæmdastjóra leyf- ismála hjá YouTube EMEA, að fyr- irtækið sé mjög ánægt með samn- inginn við STEF. STEF semur við YouTube

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.