Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 Ég kveð Skúla Alexandersson með innilegu þakklæti í huga fyrir langa samfylgd. Skúla hef ég þekkt allt frá því að ég var ungur drengur. Honum fylgdi hressilegur andblær og engin lognmolla og allir höfðu á honum skoðun. Voru með honum eða á móti. Dugnaður eða öllu heldur óþrjótandi eljusemi einkenndi hann alla tíð. Einlægur og staðfastur vilji hans til að láta til sín taka, vinna í þágu þjóðar og heima- sveitar en einnig lands og nátt- úru, aflaði honum virðingar bæði stuðningsmanna og and- stæðinga. Skúli flutti til Hellis- sands rétt eftir miðja síðustu öld en þá hafði verið viðvarandi fólksfækkun í Neshreppi utan Ennis frá aldamótunum 1900. Léleg hafnarskilyrði voru aðal- ástæða þess hvert stefnt hafði. Um svipað leyti fluttu tveir aðr- ir ungir menn með fjölskyldur sínar á Sand. Þetta voru þeir Matthías Pétursson, sem varð kaupfélagsstjóri, og Teitur Þor- leifsson, sem skólastjóri barna- skólans. Heimamenn fólu þess- um mönnum fljótlega forystu í hreppnum. Skúli tók að sér oddvitastarfið og varð farsæll forystumaður í Neshreppi upp frá því. Jafnvel stráklingur eins og ég þá var fylgdist vel með því umróti og átökum sem fylgdu því að nýjum mönnum voru falin hin pólitísku völd, sennilega enn betur þar sem faðir minn tók þátt í baráttunni með Skúla og þeim félögum. Þá gerði ég mér að einhverju leyti grein fyrir mikilvægi fé- lagshyggju og samvinnu við að leysa staðnað samfélag úr álög- um. Því það var það sem raun- verulega gerðist, Hellissandur blómstraði á ný. Matthías og Teitur hurfu á brott en Skúli ílentist og á Sandi kynntist hann Hrefnu sem hefur farsæl- lega fylgt honum á langri ævi- leið. Skúli reyndist byggðarlag- inu happafengur og staðfastur baráttumaður fyrir hagsmunum þess alla tíð. Félagshyggjufólk á Vesturlandi tók auðvitað eftir árangri Skúla og kaus hann til þings, í fyrstu til varamanns fyrir Jónas Árnason en síðar þingmann sinn í tólf ár eftir það. Á þingi nýttust eiginleikar Skúla vel og þjóðin tók eftir einlægum baráttumanni fyrir hagsmunum þjóðar og lands- byggðar til sjávar og sveita. Barátta hans gegn einokunar- áhrifum kvótakerfisins er mörg- um enn í minni. Alþýðubanda- lagið og síðar Samfylkingin fékk sannarlega að njóta krafta hans í pólitísku starfi um langa tíð. Hann var alltaf upplífgandi og baráttuglaður og húmorinn og hláturinn hans Skúla gleym- ist ekki. Fari hann vel. Við Guðbjörg sendum inni- legar samúðarkveðjur til Hrefnu, Ara, Huldu, Drífu og fjölskyldna þeirra. Jóhann Ársælsson. Hann stóð í anddyrinu heima, stór, glaðvær maður með þunnt hárið greitt yfir skallann. Honum lá hátt rómur og hló hrossahlátri svo berg- málaði um allan stigaganginn. Þannig er mín fyrsta minning um Skúla. Ég sem barn var Skúli Alexandersson ✝ Skúli Alexand-ersson fæddist 9. september 1926. Hann lést 23. maí 2015. Útför hans fór fram 31. maí 2015. óttaslegin til að byrja með við þennan háværa mann, en það hvarf fljótt þegar ég skynjaði að já- kvæðni, hvatning og uppörvun var það sem hann skildi eftir hjá for- eldrum mínum á erfiðum tímum. Skúli var stór maður í margvíslegum skiln- ingi. Hann var mikill hugsjóna- maður fyrir byggðarlagið sitt og lét til sín taka á mjög mörg- um sviðum. Hann var fram- kvæmdasamur og fylgdi eftir sínum hugmyndum og kom þeim í verk. Skúli var kröftug- ur, framsýnn og hvatamaður margra verka. Hann studdi við bakið á foreldrum mínum þegar þau stigu sín fyrstu skref með eigin útgerð og reyndist þeim ómetanlegur bakhjarl. Í byrjun árs 1987 kom Skúli að máli við mig, hann vildi koma upp gistihúsi á Hellis- sandi, en lítil ferðaþjónusta var á staðnum og engin gisting. Verbúðin Gimli hafði staðið auð á sumrin og hann hafði með út- sjónarsemi séð að með lagfær- ingum væri hægt að útbúa snot- urt gistihús í Gimli. Ég sló til og þar með hófst samstarf og vinátta okkar Skúla sem aldrei bar skugga á. Við tókumst stundum á, Skúli var stjórn- samur og sagði umbúðalaust það sem honum þótti. Skamm- aði þegar ekki nógu vel var gert en var óspar á hrós þegar hon- um vel líkaði. Alltaf var hægt að leita til hans um ráð eða að- stoð. Skúli var hvatamaður að upp- byggingu Hótels Hellissands. Hann safnaði saman hópi hlut- hafa af miklum sannfæringar- krafti, sá um lánsfjármögnun og var framkvæmdastjóri bygging- ar þess. Í þessu verkefni komu fram hans öflugu eiginleikar; eljusemi, þrautseigja og kraft- ur. Hann átti auðvelt með að ná til fólks og sannfæra það. Ferðaþjónusta og uppbygging fyrir byggðarlagið, hvort tveggja hans ástríða, samein- aðist í uppbyggingu hótelsins. Friðun gamalla hús var Skúla hjartfólgin. Hann keypti elsta húsið á Hellissandi, Lár- usarhús, og lét gera það upp í upprunalegri mynd svo mikill sómi er að. Honum var hug- leikin varðveisla sagna liðinnar tíðar. Hann tók m.a. saman sögu Lárusar Skúlasonar og fleiri einstaklinga sem voru at- kvæðamiklir í uppbyggingu byggðanna undir Jökli. Þá var Skúli hvatamaður að ritun nokkurra verka um forna tíð. Hvatning Skúla og uppörvun hefur verið mér mikilvæg í gegnum tíðina. Hann reyndist mér góður vinur og fyrir það vil ég þakka. Hrefnu, Ara, Huldu, Drífu og fjölskyldunni allri sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Erla Kristinsdóttir. „Ert þetta þú?!“ Þetta sagði Skúli í símann þegar hann þurfti að fá mig til að vinna eitthvert verk sem hann hafði í huga. Þegar ég svo fann ein- hverja afsökun fyrir að hafa ekki tíma til að fara strax, þá kom á eftir: „Þú ert nú meiri trallinn.“ Skúli hafði sérstakt lag á að fá fólk til að vinna með sér til að koma ýmsum hugmyndum sínum og annarra í fram- kvæmd. Ungmennafélagsandinn var sennilega fundinn upp af honum. Þegar hugmyndin kom upp um að gera nýjan knatt- spyrnuvöll á Hellissandi kom hann strax með hugmyndir um hvernig best væri að sækja um styrki og hvernig væri best að vinna verkið og hvatti okkur tengdasynina, mig og Hallgrím, til dáða. Þannig hefur hann staðið með öllum verkefnum sem hafa verið framkvæmd á Hellissandi á síðari tímum. Ég er viss um að sumum þótti jafn- vel stundum nóg um hve dug- legur hann var í því að gefa ráð. Hlátur hans hljómaði þar sem hann var þannig að létt- leikinn var einhvern veginn í öndvegi þó svo að undir niðri væri kannski verið að fjalla um mál sem í eðli sínu voru alvar- leg. Þannig endaði hann þetta líf, léttleikinn var í öndvegi þó svo að síðustu klukkutímarnir á ævinni væru grafalvarlegir. Það var ótrúleg heppni hjá mér að kynnast svo merkilegum og ósérhlífnum manni sem Skúli var og þakka ég honum m.a. að hafa kennt mér að meta okkar dýrmætu náttúru. Hann var eins og sagt var um mik- ilmenni í Íslendingasögunum: Drengur góður. Viðar Gylfason. Mig langar að minnast sam- skipta okkar Skúla Alexand- erssonar á mínum yngri árum, þegar ég réð mig sem háseta á Arnkel SH sem Skúli gerði út þá, 17 ára. Skúli tilkynnti mér seinnipart sumars eða í ágúst þegar ég kom til hans til að fá uppgert fyrir síldarvertíðina, að ég yrði að fara vel með aurana því að ég væri að fara í skóla. Ég svaraði því til að það stæði ekki til, hann hélt það nú því hann hefði sótt um skólavist fyrir mig í Vélskólanum og ég hefði fengið inni og líka á heimavistinni. Þannig að ég ætti að mæta í september. Þar með var Skúli búinn að leggja drög að mínu ævistarfi sem vél- stjóri. Þótt ég hafi ekki verið honum alveg sammála á þeirri stundu sem ungur og óráðinn unglingur er ég honum þakk- látur í dag og mun minnast hans með hlýhug. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Hafsteinn Þórarinn Björnsson. Það kom mér dálítið á óvart þegar hringt var í mig síðasta laugardag og mér var sagt að Skúli Alexandersson hefði látist þá um nóttina 23. maí sl. Við gerðum ráð fyrir því, skóla- félagarnir, að hittast heilir á húfi í afmæli Hjálmars Styrk- árssonar þennan dag en það fór öðruvísi og við söknuðum sann- arlega eins glaðværasta og hressasta félaga okkar um langt árabil. Það var um miðja síðustu öld sem ég kynntist Skúla fyrst, en vinir hans og skólabræður úr Samvinnuskólanum voru skóla- bræður mínir í Reykholti í Borgarfirði. Á skólaárunum héldum við hópinn alla tíð. Við stofnuðum Reykhyltingafélagið í Reykjavík, sællar minningar, og Skúli sótti þær skemmtanir vegna vinskapar við okkur. Strákarnir úr Samvinnuskólan- um fóru síðan út á land hver í sína áttina þegar skóla lauk. Skúli til Sauðárkróks og seinna út á Hellissand til Matthíasar Péturssonar, sem þá var orðinn kaupfélagsstjóri þar. Matthías varð síðar kaupfélagsstjóri á Stórólfshvoli. Ingólfur fór til Keflavíkur til Kaupfélags Suð- urnesja, en tók síðan við Kaup- félagi Reykjavíkur, KRON. Hjálmar fór til Þorlákshafnar og stýrði uppbyggingu kaup- félagsins, útibúi KÁ þar í mörg ár. Það er margs að minnast frá þessum tíma fyrir utan pólitíska baráttu þessara ára en þar haslaði Skúli sér svo sannarlega völl á Alþingi Íslendinga og grundvöllur hans var auðvitað Neshreppur utan Ennis eins og hann nefndi oft sínar slóðir. Það voru hins vegar margskonar ferðalög sem leiddu okkur Skúla meira saman en pólitíkin þótt hún væri náttúrlega alltaf til staðar. Það byrjaði með Búk- arestförinni 1953 og Ingólfur var þar með okkur í þeirri frægu ferð. Þá ferðuðumst við fyrst í lest í Arnarfellinu yfir Atlantshafið og síðan með járn- braut yfir þvera Evrópu til Rúmeníu. Þetta var byrjunin og mikil reynsluför. Veturinn eftir missti ég vinn- una vegna verkfallsátaka og leitaði fyrir mér á sjónum sem endaði í miklu ævintýri á Snæ- fellsnesi eða nánar tiltekið í Ólafsvík. Ég varð þar eiginlega skipreika og þá var gott að geta leitað til Skúla sem þá var kom- inn á Hellissand og reyndist mér góður vinur í raun og lán- aði mér peninga til þess að geta komist til Reykjavíkur. Svona hlutir gleymast ekki. Sumarið næsta fórum við svo í mjög eftirminnilega ferð um mestallt landið en fyrsti áfang- inn var á heimaslóðir Skúla, Djúpavík á Ströndum. Ferðin var farin til að fagna sextugs- afmæli föður Skúla, Alexanders Árnasonar bónda í Kjós, en þau Sveinsína Ágústsdóttir, foreldr- ar hans, höfðu byggt bæ sinn og bústað í Djúpuvík. Djúpavík er í landi Kjósar, en þar ólst Skúli upp. Það er ekki pláss hér til að rekja alla þessa ferða- sögu, en hún var markverð að einu leyti. Þetta var í fyrsta sinn sem farið var á bíl yfir Trékyllisheiði, Willys-jeppa ár- gerð 1946 með skráningarnúm- erið P-158. Bíllinn var í eigu Skúla og hann var bílstjóri og fararstjóri. Það var oft búið að ráðgera af okkur Skúla að skrifa eitthvað um þetta ferða- lag og loksins tókst það á síð- asta ári og meiningin var að það kæmi út í næsta hefti af Strandapóstinum. Ég veit ekki hvort af því hefur orðið en það verður þá vonandi á næstunni. Ég vil svo þakka Skúla Alex- anderssyni samfylgdina. Hann var góður félagi og vinur í raun og hafði sérstaklega góða nær- veru. Ég votta aðstandendum öllum samúð okkar Rögnu. Svanur Jóhannesson. Skúli Alexandersson og Hell- issandur verða ætíð samofnir í mínum huga. Hann unni staðn- um einlæglega og vildi hag hans og byggðarinnar allrar sem mestan og bestan. Skúli hafði mikinn áhuga á umhverfismál- um og vann að þeim á ýmsan hátt svo sem í landgræðslu og skógrækt, verndun menningar- minja og náttúrunnar. Á þeim vettvangi kom hann að málefn- um þjóðgarðsins en Skúli sat í ráðgjafarnefnd hans frá upphafi haustið 2002 til vors 2014. Hann vann að málefnum hans af elju og þrautseigju en fannst stund- um skriffinnskan fullmikil í kringum verkefni og fram- kvæmdir. Skúli hafði sterkar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Þótt við værum ekki alltaf sammála gátum við skipst á skoðunum og það er gott og menntandi að heyra skoðanir þeirra sem segja það sem þeim býr í brjósti. Einhverju sinni þegar við vorum að ræða málin sagðist Skúli ekkert skilja í þessari þvermóðsku í mér. Í gengum árin leitaði ég iðu- lega í þekkingarbrunn Skúla um hvaðeina sem viðkom Snæ- fellsnesi. Hann þekkti vel til manna og málefna og var alltaf boðinn og búinn að leiðbeina og aðstoða. Fyrstu árin mín í starfi var Skúli duglegur að bjóða mér í bíltúr með sér og Hrefnu. Hann ók í rólegheitunum um þjóðgarðinn og benti mér á það sem betur mætti fara, hvað þyrfti að gera og örnefnin flutu með. Smám saman síuðust upp- lýsingarnar inn og minnist ég þessara ferða með hlýju. Skúli var duglegur við bíltúrana og fór daglega inn í þjóðgarð, oftast tvisvar á dag. Hann var mjög vakandi yfir breytingum á land- inu og náttúrunni og lét okkur vita ef eitthvað óeðlilegt var á seyði eða þarfnaðist eftirlits. Síðastliðinn vetur vann Skúli að nokkrum skiltum með mér en því miður verður hann ekki við- staddur þegar þau verða sett upp. Við hjá þjóðgarðinum eigum eftir að sakna þess að hann líti inn hjá okkur og segi þegar hann kveður og er ánægður með hlutina: „Þetta er gott.“ Ég þakka Skúla samfylgdina og stuðninginn við þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðbjörg Gunnarsdóttir. Skúli og Snæfellsjökull voru eiginlega bræður; útverðir Breiðafjarðar að sunnan með bjarta og hlýja útgeislun. Þeir kölluðust á við Látrabjarg hin- um megin. Við hin innar í firð- inum hjúfrum okkur í skjóli þessara risa. Skúli kom inn á þetta svæði norðan af Ströndum. Stór og myndarlegur og kjarkmikill, breytti auðn í atvinnu, góður fé- lagi, hlýr vinur, öflugur forystu- maður með einbeittan og sterk- an vilja. Var oddviti á Hellissandi, lengur en nokkur annar maður. Sósíalisti fram í fingurgóma og rak fyrirtækið á þeim forsendum; minnti á Norð- firðingana. Þegar hann hætti að reka fiskvinnslufyrirtæki sneri hann sér að umhverfismálum og hvað annað? Einmitt á Snæfells- nesi á að vera þjóðgarður og það er afrek Skúla fremur en flestra, kannski allra, annarra manna. Það var reyndar sama að hvers konar félagsstarfi hann kom; hann var alltaf tilbúinn til þess að leggja lið. Síðast talaði ég við hann um tímaritið Breiðfirðing. Hann sagði mér hvernig ég ætti að tala við auglýsendur. Skúli skrifaði reyndar ítarlega grein í næstsíðasta hefti Breiðfirðings um Lárus Skúlason. Í næsta hefti Breiðfirðings verður skrif- að um Skúla Alexandersson. Hann fór með okkur Guðrúnu um allt útnesið haustið 2012 þegar ég var að afla efnis um Haraldínu Haraldsdóttur lang- ömmu mína. Það var skemmti- legt og við fengum að gista í bíl- skúrnum sem Skúli hafði breytt í svítu eins og það heitir á hót- elmáli. Gaman að vera með þeim Hrefnu sem óminnishegrinn hef- ur nú heimsótt og Skúli sinnti á fallegan og aðdáunarverðan hátt. Síðast voru þau á Hrafn- istu í Hafnarfirði og þar hitti ég þau nokkrum sinnum að und- anförnu. Lifi byltingin, sagði ég þegar ég kvaddi dyra hjá þeim síðast og hláturinn ógleymanlegi ískraði í höfðingjanum. Þannig vil ég muna Skúla og flyt hans góða fólki samúðar- kveðjur og þakkir. Veit að kostir Skúla og Hrefnu búa í þeim öll- um. Svavar Gestsson. Síminn hringdi og í símanum var Skúli Alexandersson og þurfti hann að ræða ýmis mál við mig. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig nánast hvern einasta dag þau ár sem ég hef gegnt starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ í hartnær 17 ár. Þó komu pásur inn á milli á fjögurra ára fresti en þær stóðu ekki lengi, rétt fyrir og eftir sveitarstjórnarkosningar hverju sinni. Annars hringdi Skúli nán- ast dag hvern á milli kl. 10 og 11 og þurfti að fara yfir fjölmörg framfaramál sem honum fannst að þyrfti að koma af stað eða fylgja eftir og þær voru ófáar bílferðirnar sem hann fór með mig til að sýna mér það sem um var rætt eða til að fræða mig um svæðið og stundum var stoppað fyrirvaralaust og skipti þá engu máli hvernig umferðin var hverju sinni. Stundum fór um mig í þessum bílferðum og nú síðari árin hafði ég á orði við starfsfólkið á skrifstofunni að ég væri að fara í áhættuferð með Skúla. Skúli hafði áhuga á fjölmörgu sem sneri að heimabyggðinni og ætla ég ekki að telja það allt upp hér en langar að nefna að hann hafði forystu um að stofna Guðríðar- og Laugabrekkuhóp- inn sem stóð að því að reisa styttu af Guðríði Þorbjarnar- dóttur á Laugabrekku, hennar fæðingarstað, árið 2000 og jafn- framt fór þessi góði hópur með styttu af Guðríði til Páfagarðs árið 2011 ásamt forseta Íslands. Skúli var virkur í starfi Lionsklúbbs Nesþinga, var einn af stofnfélögum klúbbsins og það var gaman að starfa með honum á þeim vettvangi. Skúli var fjölmörg ár í hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis og gegndi stöðu oddvita um árabil og jafnframt sat hann á Alþingi. Skúli var Strandamaður og var honum mjög hlýtt til æsku- slóðanna og fór þangað oft. Skúli var fljótur að tengja okk- ur Vestfirðingana og sagði mér að langafi minn, séra Sveinn í Árnesi, hefði fermt sig. Ætli megi ekki segja að Skúli hafi verið ákveðinn maður, hann fylgdi sínum málum fast eftir og dáðist ég að þeim mikla áhuga sem hann hafði á byggð- inni sinni. Aldrei ræddum við stjórnmál og sjálfsagt höfðum við báðir skilning á því að það yrði til lítils og létum það ekki trufla okkar samskipti. Horfinn er úr okkar byggð mikill höfðingi sem var vakinn og sofinn yfir fjölmörgum fram- faramálum samfélagsins. Hrefnu, börnum og afkomend- um votta ég mína dýpstu samúð um leið og ég vil þakka Skúla fyrir hans framlag til byggð- arinnar, blessuð sé minning hans. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. „Ertu búinn að heimsækja skrifstofu verkalýðsfélagsins?“ spurði Skúli Alexandersson, þegar leið að lokum heimsóknar minnar í Ólafsvík haustið 2013. Ég var á fyrstu yfirreið minni um landið eftir að ég var kjör- inn formaður Samfylkingarinn- ar og fundur á Grundarfirði var næstur á dagskrá. Ég hafði þrætt vinnustaði fyrr um dag- inn, en skrifstofa verkalýðs- félagsins hafði orðið útundan í skipulaginu. Skúli benti mér þá í áttina að skrifstofunni og við örkuðum þangað saman. Skúli Alexandersson kenndi mér þarna dýrmæta lexíu, sem ég hef síðan ávallt fylgt á ferð- um mínum um landið: Það er hvergi betra að koma á ferðum um land en á skrifstofu verka- lýðsfélagsins á viðkomandi stað. Þar færðu bestu upplýsingarn- ar um stöðu atvinnumála, um húsnæðismál á staðnum og um félagsleg úrlausnarefni. Þar skynjar þú æðaslátt samfélags- ins best. Þegar ég fór fyrst um Snæ- fellsnes í pólitísku fundavafstri fyrir nærri 30 árum bar öllum saman um að Skúli sæist oftast á ferð af þingmönnum og hann sæktist eftir að tala við venju- legt fólk. Ég skildi þá strax að Skúli átti djúpar rætur meðal kjósenda sinna og hann sinnti þeim af alúð. Skúli var ekki fæddur Snæfellingur en var eft- ir langa búsetu orðinn meiri Snæfellingur en flestir aðrir. Á síðustu árum fylgdi hann hóp- um ferðafólks um svæðið og kynnti sögu og mannlíf af þeim krafti og skemmtilegheitum sem einkenndu hann. Á langri samferð í stjórnmál- um kynntist ég Skúla vel. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.