Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 ✝ Stefanía fædd-ist á Nöf á Hofsósi 17. októ- ber 1926. Hún andaðist á dval- arheimilinu Barmahlíð, Reyk- hólasveit 25. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðni Þórarinsson, f. 1.8. 1888, d. 25.9. 1967, og Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir, f. 11.7. 1889, d. 20.10. 1965, sem búsett voru í Nýjabæ á Hofsósi. Systkini Stefaníu: Sigfríður Ingibjörg (dóttir Guðna af fyrra hjónabandi), f. 22.6. 1912, látin, Guðmundur Helgi, f. 9.9. 1918, látinn, Sesselja Engilráð, f. 2.3. 1920, Guð- laug Anna, f. 9.12. 1921, látin, Guð- björg, f. 3.3. 1924, látin, og Björn Finnbogi, f. 27.4. 1929, látinn. Eiginmaður Stefaníu var Hjálmar Jónsson, f. 26.3. 1922 í Stóra-Holti í Holtshreppi í Skagafirði, d. 18.1. 2009. Þau giftu sig 1950 og bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Jón Ingi, maki Svan- hvít Jónsdóttir, þau eiga þrjár dætur, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Elva, hennar maður var Kristinn Sigurðsson, þau slitu sam- vistir, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn og eitt barna- barnabarn. 3) Þráinn, maki Málfríður Vilbergsdóttir, þau eignuðust fjögur börn, eitt þeirra er látið, og fimm barnabörn. 4) Stefán Ragnar, hans kona var Edda Sóley Óskarsdóttir, þau slitu sam- vistir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Guðný, maki Ellert Ingason, þau eiga eina dóttur, fyrir átti Guðný son með fyrri manni sínum, þau eiga tvö barnabörn. Útför Stefaníu verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag, 3. júní 2015, kl. 15. Efst í huga mér þegar ég minnist mömmu er umhyggju- semi, það að hugsa um aðra og mest þá sem voru veikir eða áttu um sárt að binda. Mamma hringdi daglega og kom ef erf- iðleikar steðjuðu að. Alltaf boðin og búin að hjálpa, meðal annars að skipuleggja sjúkrahúsferðir fjölskyldunnar til mín. Hún var mjög góður hlustandi og stakk inn hughreystandi gullmolum og oft var ég brosandi og vongóð eftir símtöl frá mömmu. Mamma vaknaði fyrst á morgnana og fór síðust í rúmið og sleppti aldrei verki úr hendi. Hjá henni var heimilið griðastaður og horn- steinn þjóðfélagsins. Hún var því sem næst fullkomin húsmóð- ir sem hugsaði mest um að öll- um liði vel í kringum sig. Hver vildi ekki eiga mömmu sem tæki alltaf á móti þeim með heima- bakaðar kleinur eða snúða að loknum skóladegi? Hún var ein- staklega þrifin, það mátti gera skurðaðgerð á eldhúsgólfinu hjá henni! Þótt hún væri að vinna í eldhúsinu sá aldrei á neinu, það var alltaf gengið frá öllu jafn- óðum. Þegar við fjölskyldan fluttum á Sogaveginn vorum við tvö systkinin, en eftir fimm ára hlé á barneignum komu nú þrjú börn í röð, hvert á sínu árinu. Auk þess bjuggu afi og amma í föðurætt hjá okkur en afi var því sem næst rúmliggjandi og blindur. Fyrsta barnið fæddist um það leyti sem eldhúsið var tilbúið, en það var einmitt skil- yrði fyrir frekari barneignum að það yrði klárað, fram að því var borðað í niðurgröfnu þvottahúsi. Í húsinu var lítil sparistofa sem var læst hversdags en opnuð þegar eitthvað stóð til. Þegar mamma og vinkonur hennar héldu saumaklúbb klæddu þær sig upp og mættu með handa- vinnu, bornar voru fram glæsi- legar veitingar, glatt var á hjalla og mikið spjallað um börnin og brauðstritið. Á skákmótum pabba komu eiginmennirnir úr nágrenninu og mamma hafði mikið við. Töluverður gesta- gangur var á vetrum á Sogaveg- inum þegar fólkið úr sveitinni fékk að gista, tekið var í spil og notið veitinga fram að miðnætti. Mamma var ekki allra en eignaðist góðar vinkonur, þar má nefna Distu ljósmóður, Gunnhildi í næsta húsi, Önnu hans Palla og Siggu á Sogaveg- inum sem jafnframt var uppeld- issystir hennar. Hún var í góðu sambandi við systur sínar Lellu og Imbu sem bjuggu í bænum og komu í heimsókn á jóladag ár hvert með fjölskyldur sínar en ég átti afmæli þann dag og fékk því aukaafmælisgjafir. Ég má til með að segja ykkur frá ferð- unum í sveitina á vorin og haustin, en afi, amma og strák- arnir voru keyrð í Fljótin á vor- in eftir skólalok og sótt á haust- in. Mamma var glöð þegar hún heimti strákana heim, þá sló hún sér á lær svo skall í og sagði þessa skemmtilegu setn- ingu: „Og eruð þið nú komn- ir“ … tvítók og skellihló. Þá var nú gaman að lifa, þegar mamma hló. Elsku mamma mín, þú skilur eftir stóra eyðu í mínu lífi og ég mun minnast þín um alla eilífð. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Barmahlíð fyrir að sinna mömmu af einskærri alúð fram til dauðadags. Enginn vissi að þú værir svona snjöll, og heimilið þitt hvítþvegin höll. Og þú svo hrein yst sem innst, það komst bara ekki inn í kollinn minn, fyrr en nú. Elva Hjálmarsdóttir. Þá er mamma búin að fá hvíldina. Hún er farin til „Sum- arlandsins“ þar sem pabbi og fleiri vinir og samferðamenn Stefanía Guðrún Guðnadóttir ✝ Þóra Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. desember 1942. Hún lést á líkn- ardeild LSH 23. maí 2015. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Þórð- ardóttur, f. 27.3. 1921, d. 17.8. 2013, og Kristins Níls Guðmundssonar, f. 7.11. 1909, d. 13.10. 1972. Systur Þóru eru: 1) Guðrún, f. 1948, maki Jó- hann Guðmundsson, f. 1948. Synir þeirra eru: a) Kristinn, maki Erla Björk Ágústsdóttir, dætur þeirra eru Hekla Dís og Vaka Líf. b) Ólafur, sambýlis- kona Margrét Sigvaldadóttir, dóttir Ólafs er Lísa. c) Guð- mundur, maki Kristín Viktors- dóttir, dætur þeirra eru Mar- grét Dúna og Guðrún Eva. 2) Erna, f. 1962, maki Elías Bragi Sólmundarson, f. 1961. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Guðrún, sambýlismaður Helgi Rúnar Halldórsson, og b) Kolfinna. Þann 11. ágúst 1962 giftist Þóra Árna Ingólfssyni húsa- fæðingu barna þeirra fluttu þau í Eyjabakka 10 en byggðu sér síðan hús í Grjótaseli 17 og bjuggu þar í 21 ár. Árið 1998 minnkuðu þau við sig og fluttu í Rauðagerði 10 og síðar í Ár- sali 1 í Kópavogi. Þóra lauk gagnfræðiprófi af bóknáms- deild árið 1959 og fór síðar á ýmis námskeið, m.a. hjá Dale Carnegie. Hún vann allan sinn starfsferil hjá sama vinnuveit- anda, Pósti og síma, og síðar þeim fyrirtækjum sem urðu til við skiptingu hans. Hún var unglingur þegar hún hóf störf sem sendill á sumrin en var í fullu starfi frá 17 ára aldri og starfaði lengst af á fjármála- sviði fyrirtækisins: í að- albókhaldi, innflutningsdeild og sem skrifstofustjóri á aðal- gjaldkeraskrifstofu. Fljótlega eftir uppskiptingu fyrirtækisins árið 1998 hóf hún störf hjá Hraðflutningsdeild TNT hjá Ís- landspósti uns hún lét af störf- um vegna veikinda árið 2006. Þóra sinnti ýmsum félagsstörf- um, m.a. með Kvenfélagi Selja- sóknar þar sem hún var for- maður 1986-1988 og var gjaldkeri Bandalags kvenna í Reykjavík á sama tíma. Þóra verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 3. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 15. smið, f. 5.12. 1935, frá Flugustöðum í Álftafirði. Hann er sonur hjónanna Stefaníu Stef- ánsdóttur, f. 29.8. 1907, d. 2.3. 1992, og Ingólfs Árna- sonar, f. 11.10 1895, d. 2.3. 1972. Börn Þóru og Árna eru: 1) Ingólfur, f. 10.7. 1966, synir hans og fyrrverandi eiginkonu hans, Ragnheiðar K. Laufdal Ólafsdóttur, eru a) Ketill Árni Laufdal, f. 19.4. 1996, b) Tómas Kristinn Laufdal, f. 20.1. 1998, og c) Hinrik Ari Laufdal, f. 29.6. 2001. 2) Kristrún, f. 10.10. 1967. Þóra ólst upp í Reykjavík mestan hluta ævi sinnar fyrir utan sex ár sem foreldrar henn- ar bjuggu á Seyðisfirði þegar hún var barn. Hún var í sveit nokkur sumur hjá systkinunum á Grjóti í Þverárhlíð í Borg- arfirði. Hún var 18 ára þegar hún kynntist Árna eiginmanni sínum og hófu þau búskap ný- gift árið 1962 í Grundargerði og síðar á Háaleitisbraut. Eftir Elsku hjartans mamma mín hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Allt of snemma þurfum við að sjá á eftir yndislegri konu og svo stuttu eftir að hafa kvatt ömmu. Mamma mín var einstök, hún var kletturinn í fjölskyld- unni og eftir stöndum við hálf ráðalaus. Hún var svo hlý, góð, hjálpsöm og glaðlynd og umvafði okkur með ást sinni og vildi allt fyrir okkur gera. Hún var snill- ingur í höndunum, saumaði á okkur systkinin föt þegar við vorum börn og prjónaði og hekl- aði flíkur á fjölskyldumeðlimi og fleiri til. Mamma og pabbi voru frá- bærir foreldrar, það var agi og reglur en alltaf hlýja og leiðbeint á vingjarnlegan hátt. Ef ég rak mig á beið opinn faðmur til huggunar en aldrei sagt: ég sagði þér þetta. Veikindi mín hafa verið foreldrum mínum erf- ið en þau hafa staðið eins og klettur við hlið mér og gert allt fyrir mig sem í þeirra valdi stendur. Mamma spurði alltaf frétta af vinum mínum og þegar ég var í háskólanum var oft lært fyrir próf í Grjótaselinu og auð- vitað passað upp á að við fengj- um nóg að borða og drekka. Mamma var heimakær og vildi helst fá alla fjölskylduna til sín og nutum við góðs af því að amma mín bjó með foreldrum mínum í rúman aldarfjórðung. Öll móðurfjölskyldan hittist hjá þeim og þar var alltaf fullt af kræsingum og það þurftu að vera afgangar svo öruggt væri að allir hefðu fengið nóg! Enginn matur var eins góður og mömmumatur og alltaf smakk- aðist tekex með osti betur þar en annars staðar. Við mamma vorum góðir vinir og það var fátt sem ég sagði henni ekki frá. Bönd okkur styrktust enn frekar með Du- blin-ferðum sem við fórum í bara tvær, en þær ferðir urðu alls sex og var yndislegt að versla og dóla sér með henni. Ég vann lengi á sama vinnustað og mamma, hjá Pósti og síma, og sá þannig sjálf hve virt hún var og öllum líkaði vel við hana. Ég var aðeins 16 ára þegar ég hóf störf á sumrin og var lengi þekkt sem „dóttir hennar Þóru“. Ég hafði lúmskt gaman af því þegar hlut- irnir snerust við, þegar hún hóf störf hjá Hraðflutningsdeild TNT þekkti ég þar alla fyrir en hún ekki og var þá sagt „mamma hennar Krissu“. Gullmolarnir þrír, bróðursynir mínir, hafa veitt foreldrum mín- um ómælda gleði, þau nutu þess að hafa þá hjá sér og ömmu- hlutverkið átti vel við mömmu. Góðar minningar frá síðasta sumri eru dýrmætar núna þar sem við litla fjölskyldan eyddum saman viku í Vestmannaeyjum og viku í Svignaskarði. Mamma sýndi ótrúlegt æðruleysi í veik- indum sínum og hún lést í frið- sælu umhverfi líknardeildarinn- ar þar sem hugsað var um hana af einstakri hlýju, alúð og virð- ingu. Pabbi sér nú á eftir lífs- förunauti til 55 ára og það eru þung skref fyrir hann. Systur mömmu og fjölskyldur þeirra slógu skjaldborg um okkur litlu fjölskylduna í veikindum mömmu og hefur það verið okk- ur ómetanlegt. Ég trúi því að mamma sé nú hjá ömmu og afa og þau vaki yfir okkur öllum. Elsku hjartans mamma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Kristrún. Nú hefur móðir mín kvatt þetta líf allt of snemma. Í hennar spor verður erfitt að fara og ennþá erfiðara að skrifa í fáum orðum eitthvað um hana, en ég ætla að nefna nokkra punkta. Þau sem voru svo heppin að fá að kynnast henni þurfa ekki svona skrif til að muna hvers lags gimsteinn hún var. Ég held mér sé óhætt að segja að hún hafi verið horn- steinn þessarar litlu fjölskyldu. Hún var límið sem hélt fjöl- skyldunni saman. Til að nefna nokkur dæmi héldu hún og amma alltaf veislu fyrir alla móðurfjölskylduna mína á ann- an í jólum, páskadag og bollu- dag. Þá nutum við hin kræsinga sem þessar góðu konur reiddu fram og unnu hörðum höndum að því að gleðja okkur hin. Mamma var svo umhyggjusöm og sá fyrir öllu, hún var alltaf að hugsa um aðra. Til að mynda eru enn púðursykurbotnar uppi í skáp sem vantar bara að setja rjómann á. Þannig átti mamma alltaf eitthvað til ef óvænta gesti bar að garði. Hún naut þess að gera vel við aðra og var ein- staklega gestrisin kona. Mamma var líka mikil handa- vinnukona og naut ég sem sonur hennar góðs af því. Bæði prjón- aði hún á mig og strákana mína, og hafa margir dáðst að prjóna- skap hennar. Ég gat líka alltaf farið til mömmu ef mig vantaði sængurgjafir, þá átti hún alltaf eitthvað á lager hvort sem um var að ræða stelpu eða strák. Og sem dæmi um hugulsemi móður minnar er tilbúin framlenging á rúmteppi sem hún prjónaði handa einni frænku sinni þegar sú litla fær stærra rúm. Ömmuhlutverkið tók móðir mín alvarlega og var Ketill, elsti drengurinn minn, ekki margra daga gamall þegar hún talaði um að fara að fá hann sem nætur- gest. Síðan hafa strákarnir mínir notið þeirrar blessunar að eiga margar dýrmætar minningar með mömmu og pabba, því þau hafa verið einstök í ömmu- og afahlutverkinu. Á hverju ári var farið í sumarbústaðaferð sem var vikuferð og drengirnir mínir nutu og biðu með mikilli eftir- væntingu. Þá var dekrað við gaurana án eftirlits foreldra. Síð- asta sumar náðum við góðri viku saman en það rétt slapp því stuttu síðan veiktist mamma al- varlega. Móður mín tók veikindum sín- um og föður míns með æðruleysi og stakri ró allt til dauðadags. Ég get ekki lýst því hvað ég og strákarnir mínir eigum eftir að sakna hennar mikið. Með djúpri þökk vil ég segja um mömmu: Takk fyrir allt og allt, blessuð sé minning þín að eilífu, þú varst gimsteinn og perla og þú varst móðir mín, fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Þinn sonur, Ingólfur Árnason. Tíminn var of stuttur, amma. Hann leið of fljótt og áður en við vissum af varstu farin. Við get- um aldrei endurgoldið ykkur afa þá ást og umhyggju sem þið haf- ið alltaf sýnt okkur. Það er erfitt að ímynda sér hlýrri manneskju en þig. Þessi orð eru okkur þung því sorgin ristir enn djúpt. Þrátt fyrir það getum við minnst þess hversu þakklátir við erum fyrir þær stundir sem við áttum með þér og undir hið síðasta vorum við þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja. Takk fyrir kökurnar sem þú bakaðir fyrir okkur, amma. Takk fyrir peys- urnar sem þú prjónaðir. Takk fyrir skiptin sem við fengum að gista. Takk fyrir hlýjuna og ást- ina, henni munum við aldrei gleyma. Takk fyrir árin, elsku amma. Ketill, Tómas og Hinrik. Ég vildi rita nokkrar línur um Þóru, sem var tengdamamma mín í ótalmörg ár. En við skilnað er eins og við vitum ekki lengur hvernig við eigum að hegða okk- ur við fólk sem hefur verið svo stór partur af lífi okkar. Ég er ein þeirra sem fengu að njóta þess góða sem Þóra Kristins- dóttir gaf í þessum heimi. Hún var með eindæmum gestrisin og góð kona, alltaf tilbúin að hugsa um aðra og veita öðrum skjól á heimili sínu. Ég get ekki minnst bara á Þóru heldur er Árni eiginmaður hennar svo mikill hluti af því lífi sem ég þekkti með þeim. Þau eru og voru einstakir tengdafor- eldrar, afi og amma. Það eru ekki allir sem eiga svo gott að og ég reyndi um árabil að tjá mig með orðum við þau í jólakortum en ég veit ekki hvort þau hafa al- mennilega vitað hvað ég er þeim þakklát í hjarta mínu. Það tók mig svo sárt að heyra að rúm- lega mánuði eftir að ég var kom- in til náms í Bandaríkjunum veiktist Þóra alvarlega með heilakrabbamein. Ég hef beðið mikið fyrir henni en verð að trúa því að Guð hafi leyft henni að enda þetta stríð við krabbamein- ið. Það er ekki auðvelt að skilja allt í þessum heimi og dauðinn er eitt af því. Svo við reynum ef til vill í lengstu lög að horfa á annað en dauðann því hann er svo sárs- aukafullur, en þegar kemur að honum er enginn tilbúinn. Ég á svo margar góðar minn- ingar með fjölskyldunni hans Ingó, og Þóra var alltaf sú sem hélt öllu saman. Ég dáðist alltaf að henni og ömmu Dúnu. Þær voru ósérhlífnar konur og unnu saman sem heild og voru alltaf boðnar og búnar að vera til stað- ar, hvort sem um var að ræða að passa börnin mín eða bjóða okk- ur í mat og kaffi. Þetta eru ekki bara orðin ein, þetta er sannleik- urinn um yndislegar konur. Hvernig er hægt að skrifa um tilfinningar án þess að finnast mann vanta orð? Guð gefi að með lífi Þóru lærum við öll hvað það þýðir að vera til staðar fyrir aðra og hvað það þýðir að hugsa um velferð annarra. Það sýndi hún og sannaði af kostgæfni í sínu lífi. Hún var hjartagóð og við- kvæm kona og mátti ekkert aumt sjá. Guð blessi hana fyrir kærleik sinn til okkar allra, við fengum svo margs góðs að njóta. Ég bið algóðan Guð um að styrkja afa Árna í þessum erf- iðleikum. Guð veit að ég finn til með honum frá hjartans rótum. Ég bið Guð líka að styrkja Ingó og Krissu, en þau áttu móður sem þau geta verið meira en stolt af og þvílíkar blessanir sem þau hafa notið frá foreldra hendi, það er mikið að þakka fyrir. Ég bið líka Guð um að styrkja drengina mína, Ketil, Tómas og Hinrik, þeir hafa misst svo mikið og ég veit að Guð gaf þeim bestu ömmu og besta afa sem völ er á. Þá vil ég einnig senda samúðar- kveðjur til allra ættingja og vina sem sakna Þóru sárt. Það er mikið skarð höggvið í fjölskyld- una og minningin um Þóru Þóra Kristinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Þóra, það er svo erfitt að kveðja þig. Þú hef- ur alltaf verið okkur svo dýrmæt. Þú hefur verið hjartað í fjölskyldunni, næstráðandi á eftir ömmu Dúnu, og sýnt fjölskyld- unni svo mikinn áhuga og væntumþykju. Þú hefur verið okkur systrum sem amma og við erum svo heppnar að hafa átt þig að. Takk fyrir gleðina og hlýjuna sem þú gafst okkur svo skilyrðislaust. Minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okkar, skír eins og gull. Sigríður Guðrún Elíasdóttir og Kolfinna Elíasdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.