Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Undanþága fékkst frá verkfalli BHM fyrir sendingu af býflugum, sem gat því komist í gegnum tollafgreiðslu og inn í landið fyrir skömmu. Býflug- urnar eru nauðsynlegar fyrir tómata- bændur í landinu til að frjóvga plönt- una. „Býflugnabúin duga í nokkrar vik- ur. Við vorum búin að taka vel inn af býflugnabúum áður en verkfallið byrjaði og vorum komin á tæpasta vað þegar nýju flugurnar komu,“ seg- ir Axel Thorsteinsson hjá garðyrkju- býlinu Brún, sem er einn stærsti ræktandi kirsuberjatómata í landinu. Öll ræktun á búinu er vistvæn, án eiturefna, en býflugur sjá um frjóvg- un og vespur sjá um skaðlegar flugur. Flugurnar eru því nauðsynlegar búinu. Ekki lengur eitrað Mikil aukning hefur orðið meðal garðyrkju- og blómabænda á notkun lífrænna varna þar sem ýmsum skað- völdum nytjaplöntunnar er eytt með ákveðnum tegundum nytjadýra sem lifa meira eða minna á skaðvöldunum og halda þeim þannig í skefjum. Er- lendis hefur mikil vinna verið lögð í að finna þær lífverur sem gagnast í þessari baráttu og að þróa aðferðir við fjölgun og notkun þeirra. Í þessu sambandi má nefna nokkrar tegundir skordýra, maura, baktería, sveppa, þráðorma og vírusa, en enn er ein- ungis leyfilegt að flytja hluta þessara nytjadýra hingað til lands. Hjónin Sigurdís Edda Jóhannes- dóttir og Gunnar Þorgeirsson garð- yrkjufræðingur reka garðyrkjustöð- ina Ártanga í Grímsnesi. Þar eru ræktaðar 17 tegundir af krydd- jurtum, mest af basilíku, kóríander, grænni myntu, steinselju, rósmarín og timjan. Edda segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á verkfallinu. „Húsin mín eru að verða tóm af blóm- um. Við erum með blandaða ræktun. Kryddjurtirnar halda þessu gangandi en sumarblómin eru ekki eins blóm- leg núna og oft áður. Við höfum verið að fá upp lús í kryddjurtinar, því að lífrænar varnir hafa ekki verið nógu miklar. Það hef- ur komið hik í sölu á sumum teg- undum. Ég hef þurft að henda stein- selju en engu öðru. Við höfum fengið undanþágu og erum að vonandi að fá aftur af lífrænum vörnum sem bjarga mér fyrir horn,“ segir hún. Býflugurnar flugu inn í landið  Lífræn ræktun hefur rekist á verkfallsvegginn  Undanþágur voru veittar fyrir lífrænar varnir  Flugur, skordýr, maurar og bakteríur streyma inn  Flugurnar nauðsynlegar tómatabændum Getty Images/iStockphoto Býfluga Býflugurnar eru nauðsyn- legar fyrir tómatabændur í landinu til að frjóvga plöntuna. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þeir [samninganefnd SA] eru búnir að búa sér til hjúp um það að for- sendur kjarasamninganna sem skrifað var undir fyrir helgi séu óhagganlegar. Þeir fela sig á bak við hann,“ segir Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM - Fé- lags vélstjóra og málmtækni- manna. Samn- inganefndir sam- flots sex sambanda iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hittust á samningafundi hjá Ríkissáttasemj- ara í gærmorgun. Fundurinn var stuttur og gjörsamlega árangurs- laus að mati Guðmundar. Iðnaðarmannafélögin sætta sig ekki við að samningarnir sem gerðir voru fyrir helgi við Flóabandalagið, verslunarmenn og Starfsgreinasam- bandið verði fyrirmynd samninga við iðnaðarmenn nema með miklum breytingum. Iðnaðarmenn hafa lagt áherslu á að ná samningum þar sem taxtar yrðu færðir nær greiddum launum. Guðmundur segir að gengið yrði í þveröfuga átt með samningum á grundvelli samninga verkalýðsfélag- anna. „Það er algerlega ómögulegt fyrir okkar að skrifa undir samning þar sem taxtar okkar myndu gefa enn frekar eftir á samningstíman- um,“ segir Guðmundur. Samkvæmt útreikningum VM minnkar verulega launamunur á milli iðnaðarmanna og almenns verkafólks, samkvæmt þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið. Það grundvallast á áherslu samninganna á hækkun lægstu launa, meðal ann- ars með tekjutryggingu. Guðmund- ur segir að grunnlaun manns með iðnnám að baki og fimm til sjö ára starfsreynslu séu nú liðlega 40% hærri en lágmarkslaun ófaglærðs aðstoðarmanns samkvæmt töxtum verkalýðsfélaganna. Laun iðnaðar- mannsins hækki hlutfallslega mun minna á samningstímanum og minna í krónutölu en laun aðstoð- armannsins. Í lokin verði munurinn um 25%. Næst fundað á föstudag Þá sýna útreikningar VM að kaupmáttur iðnaðarmanna á mark- aðslaunum, til dæmis vélfræðinga hjá orkufyrirtækjum með um 700 þúsund króna heildarlaun, myndi standa í stað á samningstímanum. Samninganefndirnar hittast næst á föstudag. Ef ekki semst hefst vikulangt verkfall iðnaðarmanna- félaganna 10. júní, á miðvikudaginn í næstu viku. Ómögulegt að semja þannig Morgunblaðið/Ómar Viðhald Iðnaðarmenn vilja gera við taxtakerfið en telja að samningar á nót- um stóra samflotsins gangi í þveröfuga átt. Þeir segjast ekki semja þannig. Guðmundur Ragnarsson  Árangurslaus samningafundur iðnaðarmanna og SA  Iðnaðarmenn vilja færa taxta að greiddum launum en segja að tilboð SA gangi í þveröfuga átt Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Maður sér á samskiptavefnum hjá okkur að það er stór hópur sem er að sækja um starfsleyfi núna, bæði í Noregi og Sví- þjóð,“ segir Ólaf- ur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, en aukist hefur að ís- lenskir hjúkrun- arfræðingar sæki um starfsleyfi á Norðurlöndum. Ekkert hefur enn þokast í kjaradeilu hjúkrunar- fræðinga við ríkið en boðað hefur verið til fundar í dag. „Við erum enn að bíða eftir að það komi raunhæft útspil frá ríkinu. Við vonum að það komi í dag. Ég er því hóflega bjart- sýnn.“ Ólafur segir að undanþágubeiðnir hafi borist jafnt og þétt. Heildar- beiðnirnar frá upphafi verkfalls séu nú 261 talsins og þar af 184 frá Land- spítalanum. 42 beiðnum hefur aftur á móti verið hafnað en rekja megi það til formgalla beiðnanna í flestum til- vikum. „Munu ekki sætta sig við það“ Aðspurður hvort aukninguna megi rekja til verkfalls hjúkrunar- fræðinga, segir Ólafur svo vera. „Í ljósi umræðunnar nýverið um að setja lög á verkfallið þá hef ég heyrt það á fólki að það muni ekki sætta sig við það. Margir líta á það sem næsta skref að vinna erlendis.“ Segir hann jafnframt að verið sé að reyna að stemma stigu við land- flótta hjúkrunarfræðinga sem ein- angrast ekki við verkfallið því um 450 hjúkrunarfræðingar hafi sótt um hjúkrunarleyfi í Noregi frá árinu 2011. „Markmið okkar í þessum samningum er að gera laun hjúkr- unarfræðinga samkeppnishæf bæði við aðrar háskólastéttir hér á Íslandi og hjúkrunarfræðinga annars staðar á Norðurlöndum. Það kemur von- andi í veg fyrir að fólk fari utan til starfa.“ Erfiðara með hverjum deginum „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega,“ segir Ragna Gústafs- dóttir, deildarstjóri bráðadeildar Landspítalans. Aðsóknin reyndist minni fyrstu dagana eftir að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst, eða um 25%. Tímaspursmál var hins vegar að margra mati hvenær fólk hætti að halda að sér höndum og sækti sér að- stoð. Telur Ragna að sá tími sé kom- inn enda sé aðsóknin yfirleitt um 80 manns á sólarhring en sé nú komin í 110 manns. Starfað er á grundvelli undanþága á öllum vöktum. „Þannig gátum við afstýrt óviðráðanlegu ástandi,“ segir hún. „Þetta verður erfiðara með hverj- um deginum og við höfum þungar áhyggjur af næstu dögum. Um leið og það myndast stífla á einum stað lenda aðrir í vandræðum. Þetta er keðjuverkun“ segir Ragna að lokum. Næsta skref að vinna erlendis  Samningafundur hjá FÍH og ríkinu í dag  Hjúkrunarfræðingar sækja um starfsleyfi erlendis vegna umræðu um lög á verkfall þeirra  „Róðurinn þyngist“ Morgunblaðið/Golli Verkfall Aukning er í ásókn hjúkrunarfræðinga í starfsleyfi á Norðurlöndum vegna verkfallsins sem nú geisar. Fundur er boðaður í deilunni í dag. Ólafur G. Skúlason „Það er í rauninni lítið að frétta. Við vorum á fundi með samn- inganefnd rík- isins og þeim fundi var frestað til klukkan þrjú á morgun [í dag],“ sagði Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður BHM, að loknum samningafundi BHM og ríkisins í gærkvöldi. „Það var ákveðið að fresta fundi og ekkert annað var til umræðu en ákveðnar hugmyndir sem við höfum skipst á skoðunum um í dag,“ sagði hún um efni fundarins. Vildi hún ekki staðfesta að samnignanefnd ríkisins hefði lagt fram tilboð á fund- inum í gær. Fulltrúar BHM áttu fund með Bjarna Benediktssyni fjármála- ráðherra í fyrradag. „Okkur þótti já- kvætt að fjármála- og efnahags- ráðherra boðaði okkur til fundar og við fórum og ræddum stöðuna ít- arlega við hann. Svo verður að sjá hverju það skilar.“ Samninga- fundi BHM frestað  „Lítið að frétta“ Þórunn Svein- bjarnardóttir „Staðan er erfið, það fer enginn í verkfall að gamni sínu,“ segir Gyða Hrönn Einars- dóttir, formaður Félags lífeinda- fræðinga. Þeir félags- menn sem starfa hjá ríkinu hafa verið í verkfalli frá 7. apríl. „Það sem undrar okkur mest og okkur finnst mest vanvirðing er að ríkið telji okk- ur ekki mikilvægari starfsmenn en svo að þeir geti bara haft okkur í verkfalli í svona langan tíma,“ segir Gyða. Töluvert af undanþágubeiðn- um hafi borist félaginu sem hafi orðið við þeim flestum. Félag háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríksins hóf ótímabundið verkfall á miðnætti í gær og segir Ragnheiður Bóasdóttir, formaður félagsins, það geta haft slæmar afleiðingar. Hún segir engar undanþágubeiðnir hafa borist enn. laufey@mbl.is Vanvirðing fólgin í löngu verkfalli Gyða Hrönn Einarsdóttir  Erfitt hjá aðild- arfélögum BHM Samningar á vinnumarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.