Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Fyrir viku kom upp fordæma-laust mál þar sem forsætis-
ráðherra var hótað vægðarlausri
umfjöllun reiddi hann ekki af hendi
háar fjárhæðir til þess sem setti
fram hótunina.
Málið komst uppþar sem for-
sætisráðherra
kærði fjárkúgunina
til lögreglu en þá
brá svo við að ýmsir
ákváðu að fylgja eft-
ir fyrrnefndri hótun
og hófu umfjöllun
um málið í samræmi
við hótunina.
Breytti engu þóað forsætisráð-
herra hefði sérstaklega lýst því yfir
að fullyrðingar sem fram komu í
hótuninni væru rangar.
Forsætisráðherra brást umhelgina við framgöngu
tveggja þingmanna í málinu og
sagði: „Ég hefði þó ekki trúað því
að óreyndu að formaður eins stjórn-
málaflokks og þingflokksformaður
annars myndu leggjast svo lágt að
reyna að nýta sér hótanir í garð
ættingja annars stjórnmálamanns í
pólitískum tilgangi, eins og nú hef-
ur gerst. Þótt ég og aðrir höfum
þegar svarað málinu afdráttarlaust
þykir þeim sér sæmandi að taka
undir textann í hótunarbréfinu og
dylgja þannig um leið um vensla-
fólk mitt sem hafði þó liðið nóg
fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það
er ljóst að þessir þingmenn Pírata
og Bjartrar framtíðar eru reiðu-
búnir að innleiða nýja tegund af
lágkúru í íslensk stjórnmál og tal
þeirra um nýja og betri stjórnmála-
menningu reyndist ekki annað en
öfugmæli.“
Getur verið að þetta sé nýjastjórnmálaumræðan sem
boðuð hefur verið?
Birgitta
Jónsdóttir
Nýir flokkar með
nýja umræðu?
STAKSTEINAR
Róbert Marshall
Veður víða um heim 7.6., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 12 skýjað
Nuuk 2 súld
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 13 skýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 20 heiðskírt
París 21 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 18 skýjað
Montreal 18 alskýjað
New York 22 heiðskírt
Chicago 21 skúrir
Orlando 29 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:07 23:47
ÍSAFJÖRÐUR 2:05 24:59
SIGLUFJÖRÐUR 1:43 24:47
DJÚPIVOGUR 2:25 23:29
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Rafræn atkvæðagreiðsla VR-félaga um nýgerða
kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og
Félag atvinnurekenda hefst 10. júní 2015 kl. 9:00
og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn
með nánari upplýsingum berast félagsmönnum
á næstu dögum. Frekari upplýsingar má einnig
nálgast á vr.is eða í síma 510 1700.
Kjörstjórn VR
Út er komið ritverkið Saga
Garðabæjar I-IV, eftir Steinar
J. Lúðvíksson, sem er liðlega
1.900 blaðsíður í fjórum bind-
um. Verkið er búið fjölmörgum
ljósmyndum af fólki, byggð og
náttúrufari.
Í fyrsta bindi er rakin saga
Álftaneshrepps hins forna,
annað bindið lýsir því hvernig
sveitahreppur þróaðist í þétt-
býli, þriðja bindið fjallar um
það hvernig þessi vaxandi kaupstaður blómstrar
og stækkar og fjórða bindið lýsir einstæðu
náttúrufari sveitarfélagsins og rekur sögu Vífils-
staða, sem kallaðir voru Borgríki vonarinnar.
Í tilkynningu segir: „Steinar rekur á aðgengi-
legan hátt breytingar á búsetu, atvinnuháttum,
lærdómi, menningu og samfélagi, sem þróaðist frá
kotbúskap og smábátaútgerð í öflugan kaupstað. Í
verkinu eru raktar sögur af einstaklingum og hóp-
um sem glæða frásögnina lífi og mennsku.“
Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, var
afhent fyrsta eintakið af verkinu við athöfn á
Bessastöðum á laugardag, en verkið fer í almenna
dreifingu í haust. Í ritnefnd sátu: Laufey
Jóhannsdóttir formaður, Ólafur G. Einarsson,
Sigurður Björgvinsson og Hilmar Ingólfsson.
Saga Garðabæjar í fjórum bindum
Ljósmynd/Hanna Kristín Gunnarsdóttir
Verklok Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garða-
bæjar, afhendir forseta Íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni, fyrsta eintakið af Sögu Garðabæjar.
Steinar J.
Lúðvíksson
Umfangsmikil talning á hvölum í
Norðaustur-Atlantshafi hefst á
morgun. Bæði skip Hafrann-
sóknastofnunar, Bjarni Sæmunds-
son og Árni Friðriksson, verða not-
uð auk einnar flugvélar. Talningin
stendur fram í ágúst.
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun,
stjórnar þessu verkefni. Haft hefur
verið eftir honum að í ljósi breyt-
inga á vistkerfinu verði spennandi
að sjá hvernig útbreiðsla og fjöldi
hvala hafi breyst á þeim átta árum
sem eru liðin frá því að hvalir voru
síðast taldir á svæðinu.
Talningin verður gerð í samstarfi
við Færeyinga, Norðmenn og
Grænlendinga. Reiknað er með að
Evrópusambandið og Bandaríkin
fari í hvalatalningu árið 2016.
Talning á
hvölum að
hefjast
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hvalir Steypireyðar í Skjálfanda.