Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íkjölfar kosn-ingasigurssíns í upphafi
maímánaðar hefur
David Cameron,
forsætisráðherra
Bretlands, lagt aukinn þunga á
kosningaloforð sitt um að sam-
ið verði upp á nýtt um aðild
Breta að Evrópusambandinu,
helst þannig að ýmsum stofn-
sáttmálum sambandsins verði
breytt fyrir alla. Í kjölfarið
verði aðildin að sambandinu
lögð fyrir Breta í þjóðar-
atkvæði.
Þessi viðleitni Camerons til
þess að óskir Breta um framtíð
sambandsins heyrist virðist
hins vegar ekki ætla að skila af
sér neinum alvöru árangri.
Sum ríkin í sambandinu leggj-
ast þver gegn hvers kyns
breytingum, til dæmis þeim
sem gætu leitt af sér að frjálsri
för þegna þeirra til annarra
ríkja sambandsins sé ógnað.
Enn fremur er ljóst að flestar
þær breytingar sem Cameron
hefur nefnt eru til þess fallnar
að hægja á samrunaferli Evr-
ópu, en embættismannakerfið í
Brussel vill frekar auka hrað-
ann þar en hitt, óháð því hvað
Evrópubúar sjálfir vilja.
Og hvað skyldu þeir vilja? Í
nýlegri skoðanakönnun sem
gerð var meðal danskra kjós-
enda kom fram að 46% að-
spurðra voru á því að Danir
ættu að reyna að semja upp á
nýtt líkt og Bretar vilja gera,
en einungis um
33% voru því and-
víg. Þegar niður-
stöður könnunar-
innar voru
greindar nánar
sást að afstaðan í málinu fór
ekki nema að nokkru leyti eftir
flokkslínum og að meðal stuðn-
ingsmanna tveggja stærstu
flokkanna eru fylkingarnar
tvær nokkurn veginn jafn-
stórar.
Skoðanakönnunin er ein-
ungis enn ein birtingarmynd
þess sem sést hefur í undan-
förnum kosningum til Evrópu-
þingsins, þar sem flokkar sem
hafa efasemdir um ESB og
gjalda varhug við frekari sam-
runa taka til sín sífellt fleiri
þingmenn. Leiðtogar og emb-
ættismenn ESB láta eins og
ekkert hafi í skorist og geta
því búist við að fyrrnefnd þró-
un í afstöðu almennings haldi
áfram.
Þó að líklegt sé að umbóta-
tilraunir Camerons muni ekki
enda í öðru en því að hann fái
einhverja smádúsu í skiptum
fyrir áframhaldandi velvilja
breskra stjórnvalda gagnvart
sambandinu væri það fyrir sitt
leyti merkilegt ef ferlið yrði til
þess að opna fyrir óánægju
fleiri ríkja innan sambandsins
með þróunina. En bregðist
sambandið ekki við óskum íbú-
anna er hætt við að efasemd-
irnar um gildi sambandsins
muni breiðast enn frekar út.
Stór hluti Dana vill
breytta aðild að
Evrópusambandinu}
Efasemdir breiðast út
Í tengslum við ný-gerða kjara-
samninga tilkynnti
ríkisstjórnin um
breytingar á skött-
um sem meðal ann-
ars fela í sér lækk-
un á tekjuskatti almennra
launamanna. Ríkið metur það
svo að tekjutap ríkissjóðs verði
um 10 milljarðar króna á ári
vegna þessara aðgerða, sem
þýðir með öðrum orðum að al-
menningur hefur 10 milljörðum
meira á milli handanna. Þetta
er fagnaðarefni og tímabært
eftir miklar skattahækkanir
vinstristjórnarinnar.
Eitt er umhugsunarvert þeg-
ar kemur að kjarasamningum
og þeim kröfum sem gerðar eru
um aðkomu hins opinbera, en
það er að sveitarfélögin hafa
verið stikkfrí þegar kemur að
því að liðka til fyrir gerð kjara-
samninga. Þetta kann að hafa
verið eðlilegt á árum áður þeg-
ar umsvif sveitarstjórna voru
mun minni en nú og skatt-
heimta mun hóflegri. Nú er
hins vegar svo komið að meiri-
hluti staðgreiðslu skatta, sem
samanstendur af
tekjuskatti til ríkis-
ins og útsvari til
sveitarfélaga, fer
til sveitarfélag-
anna.
Þrátt fyrir þetta
hafa litlar eða engar kröfur ver-
ið gerðar til sveitarfélaganna
um að lækka álagningu sína í
tengslum við kjarasamninga,
og raunar er skattheimta
sveitarfélaganna furðu sjaldan
til umræðu yfirleitt.
Með auknum umsvifum
sveitarfélaganna og eftir því
sem þau hafa hækkað hlutdeild
sína í beinni skattheimtu af al-
menningi er sjálfsagt að sjón-
um verði frekar en áður beint
að þeim og kröfur gerðar til
þeirra um að stilla skattheimtu
í hóf.
Þetta getur átt við í tengslum
við kjarasamninga en einnig al-
mennt. Umtalsverður hluti
tekna almennings fer í gegnum
hendur sveitarstjórnarmanna
og eðlilegt er að gerðar séu
kröfur til þeirra vegna skatt-
heimtu, ekki síður en til ann-
arra sem með opinbert fé fara.
Umsvif sveitar-
stjórna hafa aukist
og til þeirra þarf að
gera meiri kröfur}
Eiga ekki að vera stikkfrí
Þ
að hefur verið sérstakt, eða
kannski miklu frekar grátlegt, að
fylgjast með því hvernig þeirri
furðulegu ákvörðun að halda
Heimsmeistaramótið í fótbolta í
Katar eftir sjö ár hefur verið haldið til
streitu. Ákvörðunin kom af stað flókinni at-
burðarás þar sem beygja og sveigja þurfti
reglur til að hægt væri að halda mótið sem,
að sögn mannréttindasamtaka, hefur þegar
kostað 1.200 verkamenn lífið. Úrslitaleikur
HM um miðjan desember – hver átti von á
því?
Þetta og svo margt, margt fleira í fótbolt-
anum síðustu árin má rekja til þess hversu
rotið Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA,
virðist vera. Síðast í gær greindi Sunday
Times frá því að hugsanlega hefðu forsvars-
menn FIFA vísvitandi talið vitlaust í
atkvæðagreiðslunni um hvort HM 2010 ætti að vera í
Marokkó eða Suður Afríku – þar virðist hafa ráðið úr-
slitum hvort landið mútaði betur.
Frásögnum af græðgi forsvarsmanna FIFA virðist
því bara fjölga með hverjum deginum sem líður og
smám saman er að flettast ofan af spillingu háttsettra
embættismanna sambandsins.
Af öllum þeim dúndursögum sem í boði eru af sam-
bandinu hlýtur sú að vera í sérstöku eftirlæti þegar
Chuck Blazer, ofurstóri maðurinn á pínuponsu vesp-
unni, var eltur um götur New York þar sem hann
reyndi að stinga alríkislögregluna, FBI, af.
Og þegar í ljós kom að hann var kattakarl
sem átti séríbúð á besta stað í borginni fyr-
ir hjörð kisulóra.
Svo má ekki gleyma Jack Warner, sem
notaði mútugreiðslur til að lækka VISA-
reikninginn sinn og gerði sig að fífli á Face-
book þegar hann hélt að grín bandarískra
„Baggalúta“ væri heilagur sannleikur; Að
Bandaríkjamenn væru í þessari áróð-
ursherferð í þeim tilgangi að fá sjálfir að
halda HM, ekki bara í fjarlægri framtíð,
heldur bara strax í sumar.
Og loks er það myndin – já, kvikmyndin –
sem FIFA lét framleiða um eigið ágæti.
Skemmst er frá því að segja að breska blað-
ið Telegraph gefur henni eina stjörnu,
myndin kostaði 24 milljónir evra, FIFA
lagði til 20 milljónir og það mættu tveir á
fyrstu sýningu myndarinnar í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir allt þetta nær FIFA ekki að eyðileggja
hversu einstakt fyrirbæri knattspyrna er – án FIFA
hefur hún auk þess að vera skemmtiefni á hverjum
degi náð að vera sáttasemjari lífsins; fengið jafnvel Ír-
ana og Bandaríkjamenn til að etja kappi án líkams-
meiðinga.
Með eða án FIFA verður knattspyrna áfram þessi
ákaflega fína og einfalda íþrótt – ellefu gegn ellefu og
Þjóðverjar vinna eitt núll.
julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Endalaus vitleysa
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fjöldi ferðamanna umsunnaverða Vestfirði hef-ur aukist verulega á síð-ustu árum. Á sama tíma
hefur mikil uppbygging verið í ferða-
þjónustu á svæðinu. Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri í Vest-
urbyggð, segist eiga von á enn frek-
ari aukningu á þessu ári. Spurð að
því hvað fólk sé að sækja vestur segir
hún að það sé einfalt. „Hér er mikil
náttúrufegurð og skemmtilegt fólk.“
Ásthildur segir að uppbyggingin
hafi verið hröð og hún hafi fyrst og
fremst verið í höndum einkaaðila.
Sveitarfélagið hafi stutt við með þeim
leiðum sem því séu færar og hafi
jafnframt unnið að því að gera sveit-
arfélagið meira aðlaðandi.
Hún segir mikla fjölbreytni vera
í ferðaþjónustunni. Á Patreksfirði sé
gott úrval gistingar; Fosshótel, Hótel
West, Ráðagerði hostel, gistiheimilið
Stekkaból og góðir veitingastaðir;
Heimsendi, Stúkuhúsið, Besti bitinn
og veitingastaðurinn á Fosshótelum.
Á Bíldudal er gistiheimilið Stiklu-
steinar og Bíldudalur Hostel auk
gistimöguleika í frístundahúsum og
ekki síst góður matur á Vegamótum.
Í Breiðavík er eitt stærsta hót-
elið á sunnanverðum Vestfjörðum og
mikill fjöldi hefur viðkomu þar á
hverju sumri, að sögn Ásthildar. Þar
hafi herbergjum verið fjölgað og veit-
ingasalur verið stækkaður. Hótel
Látrabjarg í Örlygshöfn sé sömuleið-
is í vexti og í Flókalundi sé einnig
verið að stækka.
Ferðamannatíminn lengist
Yfirleitt sé sama hvert sé litið,
flestir hafi uppi áform um að geta
veitt vaxandi fjölda ferðamanna
aukna þjónustu; afþreyingu, mat og
drykk en fram undir þetta hafi skort
á aðstöðuna. „Staðreyndin er sú að
ferðamenn eru farnir að koma hingað
vestur í auknum mæli, ekki síst út-
lendingar, og tímabilið er orðið
lengra en það var áður,“ segir Ást-
hildur.
„Vandamálið er að ríkisvaldið
fylgir ekki með og innviðir eins og
flug og vegakerfið eru ekki í lagi.
Vissulega er það frábært hversu mik-
ið hefur verið unnið að vegabótum í
Reykhólasveit og víðar á leiðinni
hingað vestur og nú eygjum við að
framkvæmdir klárist á næstu árum.
Það segir þó aðeins hluta sög-
unnar því vegirnir út á Látrabjarg,
sem er fjölsóttasti ferðamannastað-
urinn, og niður á Rauðasand eru
stórhættulegir. Fjöldi slysa á erlend-
um ferðamönnum á þjóðvegum
landsins á stuttum tíma er eitthvað
sem ríkisvaldið þarf að hugsa alvar-
lega um. Vegakerfið er ekki nógu
gott og viðhaldið er fyrir neðan allar
hellur, sérstaklega á fjölsóttum mal-
arvegum.“
Tímamótadeiliskipulag
Ásthildur segir að nýlega hafi
tímamótadeiliskipulag verið sam-
þykkt í bæjarstjórn Vesturbyggðar
fyrir Látrabjargssvæðið. „Við vitum
að með fjölgun ferðamanna verður
samtímis að byggja þannig upp að
náttúran verði ekki fyrir skaða. Það
er okkar vilji að svæðið frá Keflavík,
Látrabjargi að Bjargtöngum, Látra-
vík og yfir í Breiðavík verði friðlýst
sem þjóðgarður enda mun það verða
til þess að viðkvæm náttúra svæðis-
ins njóti enn frekari verndunar og þá
opnast fjölmörg tækifæri í ferðaþjón-
ustu samhliða því.
Þetta verkefni hefur tekið langan
tíma enda hafa bæjaryfirvöld viljað
vanda sig sérstaklega við verkefnið
vegna þess hversu viðkvæmt land-
svæðið er og vegna fjölda landeig-
enda. Með friðlýsingunni teljum við að
hægt verði að koma í veg fyrir eyði-
leggingu á þessu stórfenglega land-
svæði, en sú hætta blasir við ef ekkert
verður að gert,“ segir Ásthildur.
Uppbygging og fjölg-
un en ríkið situr eftir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útvörður í vestri Látrabjarg hefur löngum verið matarkista með fjöl-
breyttu fuglalífi, en hefur nú einnig mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur
Umhverfisstofnunar á Patreks-
firði, segir að í júlí 2013 hafi
landverðir á Látrabjargi gert
könnun á fjölda ferðamanna. Í
þeim mánuði hafi um 11 þúsund
manns lagt leið sína á Bjarg-
tanga og reiknað yfir á sumar-
mánuðina í heild, þ.e. júní, júlí og
ágúst, hafi niðurstaðan verið að
um 30 þúsund ferðamenn hafi
komið á Látrabjarg. Aðilar tengd-
ir ferðaþjónustu séu sammála
um að fjöldinn hafi verið veru-
lega meiri í fyrrasumar og búist
sé við fjölgun ferðamanna í ár.
Hákon segir að sambærileg
könnun hafi ekki verið gerð fyrir
Rauðasand, en áætlað hafi verið
að rúmlega helmingur fjöldans
sem fór á Bjargtanga hafi farið á
Rauðasand eða 15-20 þúsund
manns.
Þegar rætt var við Hákon fyrir
helgi var hann staddur í Látravík.
Hann sagði það mikið hagsmuna-
mál fyrir landeigendur að veg-
urinn út á Bjargtanga yrði færð-
ur frá sumarhúsabyggðinni á
Látrum. Vegurinn er mjór mal-
arvegur, sem Hákon sagði að
bæri engan veginn alla umferð-
ina sem fer um hann á sumrin,
þar á meðal stórar rútur. Í deili-
skipulagi er gert ráð fyrir að veg-
urinn verði færður upp fyrir
byggðina, en slík framkvæmd er
ekki á vegaáætlun.
Um 30 þúsund manns 2013
VAXANDI UMFERÐ Á LÁTRABJARGI OG RAUÐASANDI