Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 14

Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 14
14 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Auglýsendur eru ekki öfunds- verðir. Fjölmiðlalandslagið hefur aldrei verið flóknara og virðist að með hverjum deginum verði erfið- ara að ná athygli neytenda. Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnar- götunnar, segir að í þessu um- hverfi sé mjög hættulegt að staðna. Jafnt stórir sem smáir auglýsendur verði að hafa kjarkinn til að fara nýjar leiðir í markaðs- málum. Tjarnargatan er framleiðslufyrirtæki sem starfar með öllum helstu auglýsingastofum landsins. Lesendur þekkja Tjarnargötuna fyrir herferðir sem tvinna saman marga miðla og nota möguleika internetsins á hugvits- samlegan hátt. Af nýlegum verk- efnum má nefna Öruggborg.is fyr- ir Símann og UN Women þar sem vakið er til umhugsunar um kyn- bundið ofbeldi, og gagnvirkan vef Pepsi-deildarinnar, Pepsideildin.is. Vakti líka mikla athygli á sínum tíma þegar Tjarnargatan gerði herferðina #höldumfókus fyrir Samgöngustofu og Símann þar sem varað var við hættunni af því að nota snjallsímann undir stýri. Hefur jafnað þá stóru og litlu Einar segir að nýju miðlarnir bjóði upp á áhugaverða möguleika og á vissan hátt minnki þeir bilið á milli stórra og smárra auglýsenda. „Það þarf t.d. ekki endilega að kosta mikið að gera gott efni fyrir netið, og ef markaðsefnið byrjar að dreifa sér sjálft –verður „viral“ – er hægt að ná til fjölda fólks fyrir brot af því verði sem það myndi kosta að kaupa pláss í sjónvarpi, útvarpi eða prentmiðlum. Á móti kemur að það er æ meira af góðu efni sem ratar á netið og erfiðara að fanga athyglina.“ Fyrir vikið verða auglýsendur að vera reiðubúnir að fara frumlegar leiðir, bæði hvað varðar framsetn- ingu og miðlanotkun en ekki síður hvað snýr að innihaldi. „Fólk vill ekki lengur horfa á auglýsingar. Það er að segja; áhorfendurnir heima í stofu, eða við tölvuskjáinn, hafa ekki áhuga á „harðri sölu“ og hafa litla þolinmæði fyrir markaðs- efni sem er ekki að segja þeim sögu, framkalla einhverja upplifun eða tilfinningar.“ Þar með er ekki sagt að fyrir- tæki sem hafa haft sín auglýsinga- mál í föstum skorðum um árabil þurfi endilega að taka U-beygju. Einar leggur á það áherslu að fyr- ir suma geti verið skynsamlegt að halda áfram á sömu braut. „Ef það hefur sýnt sig að ákveðin nálgun virkar þarf ekki endilega að breyta til. En auglýsendur ættu að vera á verði, fara reglulega yfir hvaða skilaboð það eru sem þeir vilja koma áleiðis og hvort einhvers staðar megi gera betur. Stigið út í óvissuna Að taka nýja stefnu í markaðs- efni kallar síðan á ákveðinn kjark. Að hugsa auglýsingar og birtingar á allt aðra vegu en áður er óneitanlega spor út í óvissuna. Einar segir íslenska auglýsendur almennt vera nokkuð viljuga og til- búna að prufa nýjar leiðir. Hann segir hyggilegast, fyrir þá sem vilji lágmarka áhættuna, að leita til þeirra sem hafi bestu feril- skrána. „Að ætla t.d. að gera markaðsefni „viral“ á netinu er ákveðið lotterí. Er þá vænlegast til árangurs að vinna efnið með þeim sem hafa áður sýnt það í verki að þeir geta gert efni sem stendur undir væntingum.“ „Fólk vill ekki lengur horfa á auglýsingar“  Markaðsefni þarf að segja sögu og vera upplifun fyrir áhorfandann  Að fara nýjar leiðir getur margborgað sig en útheimtir kjark af hálfu auglýsandans Morgunblaðið/Ómar Athygli „Áhorfendurnir heima í stofu, eða við tölvuskjáinn, hafa ekki áhuga á „harðri sölu“ og hafa litla þolinmæði fyrir markaðsefni sem er ekki að segja þeim sögu,“ segir Einar Ben um kröfurnar á auglýsingamarkaði. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði á föstudag eftir að fréttir bárust af töluverðri fjölgun starfa í maímánuði. Atvinnumálaráðuneytið vestra segir um 280.000 ný störf hafa orðið til í síðasta mánuði. Í skoðanakönn- unum kom í ljós að hagfræðingar bjuggust við 210.000 störfum í mán- uðinum. MarketWatch segir lækkun hlutabréfa koma til vegna þess að markaðurinn túlki atvinnutölurnar sem svo að auknar líkur séu á hækkun stýrivaxta, sem svo myndi laða fjármagn á markaði frá hluta- bréfum og yfir í aðra fjárfestingar- kosti. Bæði S&P 500 og Dow Jones- vísitölurnar lækkuðu um brot af prósenti á föstudag en Nasdaq-vísi- talan hækkaði um 0,2%. Yfir vikuna lækkaði S&P 500 0,7% og Dow Jones missti 0,9% á meðan Nasdaq rýrnaði um 0,1%. ai@mbl.is AFP Vinnandi Fjölgun starfa í BNA í maí var meiri en vænst hafði verið. Sterkar atvinnu- tölur vestanhafs  Fréttir af fjölgun starfa veiktu hlutabréfavísitölur Bankaráð alþjóðlega þýska risa- bankans Deutsche Bank hefur ákveðið að fela reksturinn í hendur nýs framkvæmdastjóra. John Cryan tekur við starfinu, en hann var áður fjármálastjóri hjá UBS. Anshu Jain og Jürgen Fitschen deildu með sér framkvæmdastjóra- stólnum en þeir þykja hafa misst traust hluthafa að undanförnu. Fyrir mánuði kynntu þeir nýja stefnu sem ætlað er að auka ávinning hluthafa, en rekstur bankans hefur gengið brösuglega vegna hárra sekta, erf- iðra markaðsaðstæðna og strangara regluverks. Er stutt síðan bankinn var sektaður um 2,5 milljarða dala fyrir aðild sína að Libor-svindlinu svokallaða. Financial Times greinir frá því að á aðalfundi bankans fyrir tveimur vikum greiddu hluthafar með sam- tals 39% eignarhald gegn sitjandi framkvæmdastjórn og kölluðu margir fjárfestar eftir afsögn Jain og Fitschen. Jain mun láta af störfum í lok júní en Fitschen verður framkvæmda- stjóri fram að hluthafafundi árið 2016. Eftir það verður Cryan einn í framkvæmdastjórahlutverkinu. John Cryan er 54 ára gamall breskur ríkisborgari og hefur setið í stjórn Deutsche Bank síðan 2013. Á síðasta ári lét hann af störfum sem stjórnandi Evrópuarms singapúrska fjárfestingarfyrirtækisins Temasek. ai@mbl.is Deutsche Bank skiptir um framkvæmdastjóra  Hluthafar óánægðir með frammistöðu bankans AFP Búið Fráfarandi framkvæmdastjórar DB, Jurgen Fitschen og Anshu Jain. Kínverskt tölvu- leikjafyrirtæki varð hlutskarp- ast í uppboði þar sem hægt var að vinna kvöldverð með milljarðamær- ingnum og stjörnufjárfest- inum Warren Buffett. Dalian Zeus Entertainment Co. greiddi 2,35 milljónir dala fyrir kvöldstund með Buffett. Stendur Buffett árlega fyrir uppboði af þessum toga og rennur ágóðinn til góðgerðafélagsins Glide Fo- undation sem starfar í San Franc- isco og aðstoðar bágstadda á svæðinu. Hæstbjóðandi má taka með sér allt að sjö matargesti og er mál- tíðin snædd á Smith & Wollensky steikhúsinu í New York. Má spyrja Buffett spjörunum úr yfir máltíðinni og þannig mögulega fá einstaka innsýn inn í fjárfest- ingapælingar „véfréttarinnar frá Omaha“. ai@mbl.is Kínverjar munu snæða með Buffett Warren Buffett  Buðu jafnvirði 314 milljóna króna ● Hanna Dögg Marínósdóttir hef- ur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra hjá Bústólpa. Mun Hanna einnig gegna starfi að- stoðarfram- kvæmdastjóra fyr- irtækisins og vera staðgengill framkvæmdastjóra í fjar- veru hans. Í tilkynningu segir að um nýtt starf sé að ræða hjá fyrirtækinu. Hanna Dögg er sjávarútvegsfræð- ingur, menntuð við Háskólann á Ak- ureyri. Hún hefur unnið við sölu- og markaðsstörf, fyrst sem sölustjóri hjá Norðurmjólk og síðar hjá MS á Akur- eyri. Undanfarin þrjú ár hefur Hanna verið gæðastjóri MS á Akureyri. ai@mbl.is Nýr aðstoðarfram- kvæmdastjóri Bústólpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.