Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 11

Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 11
Neðangreindan fróðleik um Bern- höftstorfuna má lesa á vefnum bern- hoftsbazaar.net: Bernhöftstorfan var upphaflega í landi Stöðlakots. Torfan var neðsti hluti Ingólfsbrekku, sem svo var nefnd á 19. öld, en það nafn hefur ekki verið notað lengi. Bern- höftstorfan dregur nafn af T.D. Bern- höft bakara í Banka- stræti 2. Íbúðar- húsið var reist nyrst á lóðinni 1834 ásamt brauðgerðar- húsi, móhúsi, korn- hlöðu og öðrum geymsluhúsum. Var þetta fyrsta bakarí á landinu og starf- aði hér til 1931. Bernhöft ræktaði skrautgarð neðan við íbúðarhúsið og lét setja upp vatnspóst sem var mikið notaður og nefndur Bakarapóstur eða Bernhöfts- póstur. Íbúðarhúsið stendur enn lítt haggað en hin húsin skemmdust í eldi árið 1977. Hafa þau verið endurgerð og útlit þeirra fært til fyrra horfs. Næst fyrir sunnan bakarahúsin er Gimli, sem reist var 1905 sem íbúðar- hús Knuds Ziemsen borgarstjóra. Það var nánast reist í auglýsingarskyni því að í bygginguna voru notaðir steyptir steinar frá verksmiðjunni Mjölni, en Knud Ziemsen var einn af eigendum hennar. Syðsta húsið, Amtmanns- stígur 1, var reist 1838 sem íbúðarhús Stefáns Gunnlaugssonar bæjar- og landfógeta og var kallað Gunnlaugsenshús. Síðar bjó þar lengi Guð- mundur Björnsson landlæknir og var húsið þá nefnt Landlæknishús. Húsaröðin er merkur hluti af byggingarsögu höfuðstaðarins. Í skipu- lagstillögum frá 1967 var gert ráð fyrir að reisa stóra stjórnarráðsbygg- ingu á torfunni og flytja húsin sem þar stóðu í Árbæjarsafn. Um svipað leyti reis upp hreyfing húsafriðunarfólks sem stofnaði Torfusamtökin til að berjast fyrir varðveislu húsanna. Eftir langvinnar deilur um framtíð Bernhöftstorfunnar samþykkti ríkisstjórnin árið 1979 að leigja samtök- unum tvö húsanna og friðlýsa þau öll. Útitaflið var sett upp árið 1981. Bernhöftstorfan Friðlýst hús við fagran garð Bernhöftstorfan árið 1975 Happdrættisbíll Fær- eyska sjómannahappdrættisins fyrir fjörutíu árum þar sem Bernhöfts bazaar verður settur upp í sumar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Eggert Verkefnastjórarnir Þórey Björk Halldórsdóttir og Laufey Jónsdóttir ætla að brydda upp á ýmsum nýjungum á útimarkaðnum Bernhöfts bazaar sem haldinn verður sex laugardaga í sumar, í fyrsta skipti 20. júní. skiptast á afleggjurum á plöntu- markaðnum, önnur að bjóða krökk- um að selja gömlu leikföngin sín eða halda tombólu á leikfangamark- aðnum og fleira mætti tína til. „Á bretta- og reiðhjólamarkaðnum get- ur fólk fengið hjólin sín þvegin og pússuð og gerð upp gegn vægu gjaldi,“ tiltaka þær líka sem dæmi um margbreytileikann. Laufey og Þórey hafa haft í mörg horn að líta að undanförnu og hafa enn þegar tvær vikur eru til stefnu. Núna eru þær að kalla eftir umsóknum í básana og vonast þær til að umsækjendur verði margir, ólíkir og hvaðanæva. Auk fjölda praktískra atriða sem þurft hefur að leiða til lykta var töluverð vinna fólgin í að skapa markaðnum list- rænt og aðlaðandi yfirbragð og um- gjörð. Stíllinn í ætt við torfbæi „Við höfðum staðsetningu og sögu svæðisins til hliðsjónar við hönnun básanna. Stíllinn er í ætt við gömlu torfbæina en efniviðurinn nú- tímalegur og liturinn nýstárlegur – svona miðað við torfbæi að minnsta kosti,“ segja þær. Þótt básarnir dragi dám af torf- bæjum er umgjörð markaðarins og kynningarefni með nútímalegu sniði, en þær stöllur eiga heiðurinn af lógóinu og vefsíðu markaðarins. Og vitaskuld stofnuðu þær Facebook- síðu og gerðu markaðinn sýnilegan á Twitter. Þær segjast hafa hannað lógóið út frá formi básanna og lit- irnir eigi að undirstrika hugmynd um útimarkað undir berum himni. „Að öðru leyti höfðum við sterklega í huga að lógóið gæti þjónað sem fáni markaðarins. Við ætlum að flagga til bazaars!“ Nánari upplýsingar um þemu, þátttökugjald o.fl. á www.bern- hoftsbazaar.net. Umsóknir sendist á bernhoftsbazaar@gmail.com. Hægt er að sækja um á einum eða fleiri mörkuðum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Er ekki kominn tími á Tiguan? VW Tiguan er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að jeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Volkswagen Tiguan kostar frá: 5.380.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.