Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Fyrstu myndirnar af Karlottu prinsessu, dóttur Katrínar hertoga- ynju af Cambridge og Vilhjálms Bretaprins, litu nýverið dagsins ljós. Á myndunum sést Georg prins, tuttugu og tveggja mánaða, kyssa hina eins mánaðar Karlottu á enn- ið. Eftir því sem kemur fram á BBC News verður prinsessan skírð þann 5. júlí næstkomandi í kirkju Maríu Magðalenu á óðali Elísabetar drottningar í Sandringham. Myndirnar af systkinunum, sem eru fjórar talsins, tók móðir þeirra, Katrín hertogaynja, í Anmer Hall í Norfolk á Austur-Englandi. Þær voru teknar um miðjan maí- mánuð en eru fyrst núna orðnar opinberar, mörgum til mikillar gleði. AFP Fyrstu myndirnar af Karlottu prinsessu Prins og prinsessa Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti leiðtoga G7-iðnríkjanna til að bjóða Rússum birginn vegna að- gerða þeirra í Úkraínu. Þetta gerði hann á fundi leiðtoganna í Bæjaralandi í Þýskalandi um helgina, eftir því sem kemur fram á vef Reuters-frétta- stofunnar. Bæði David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, og Donald Tusk, forseti Leiðtogaráðs ESB, sögðust binda vonir við að G7-ríkin myndu sýna samstöðu í viðskiptaþvingunum gegn Rúss- landi. Rússum var ekki boðið á fundinn vegna aðkomu þeirra að málum í Úkraínu. Hvetur til aðgerða gegn Rússlandi  Obama á fundi G7-iðnríkjanna Barack Obama Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Alþýðuflokkurinn (AHP), sem er kúrdískur að upplagi, tryggði sér í fyrsta skipti sæti inn á tyrkneska þingið í þingkosningunum í gær. Kosningarnar eru sagðar þær þýð- ingarmestu í Tyrklandi í áratugi. Al- þýðuflokkurinn þurfti að ná 10% fylgi til þess að komast inn á þingið en þegar 96,8% atkvæða höfðu verið talin hafði Alþýðuflokkurinn hlotið 12,8% atkvæða. Flokkurinn þykir m.a. höfða til frjálslyndra Tyrkja. Flokkur Erdogans forseta, Rétt- lætis- og framþróunarflokkurinn (AKP), fékk 40,6% atkvæða, en það þýðir að óvíst er hvort hann nái til- skildum meirihluta til að breyta tyrknesku stjórnarskránni. Erdogan vill með breytingunum auka völd sín verulega á kostnað þingsins. Erdogan var kjörinn forseti lands- ins í fyrra en þar áður hafði hann verið forsætisráðherra í þrjú kjör- tímabil. Hann bætti efnahagslega stöðu landsins verulega sem for- sætisráðherra en aukið atvinnuleysi hefur bitnað á fylgi flokks hans. Flokkurinn hefur verið einn í ríkis- stjórn frá árinu 2002 en nú verður einhver breyting þar á. AKP er sem fyrr segir stærsti flokkur landsins, með 40,6% at- kvæða í þingkosningunum. Þar á eftir kemur Repúblikanaflokkurinn (CHP) með 25,3% atkvæða og svo Þjóðernisflokkurinn (NHP) með 16,55% atkvæða. Er Alþýðuflokkur- inn því fjórði stærsti flokkur lands- ins með 12,8% fylgi. Hann gæti haft veruleg áhrif á tyrknesk stjórnmál í framtíðinni. Áform Erdogans gætu mistekist Kosningar Alþýðuflokkurinn, flokkur Kúrda, nýtur æ meira fylgis.  Flokkur Kúrda hlaut 12,8% fylgi AFP Umfangsmikil leit stendur yfir að tveimur dæmdum morðingjum sem tókst að strjúka úr öryggisfangels- inu Clinton Correctional Facility í New York-ríki. Um 200 lögreglu- menn taka þátt í leitinni, eftir því sem kemur fram í frétt Washington Post um málið. Þar er flóttanum lýst sem „sannarlega ótrúlegum“ og „þaul- skipulögðum“. Mennirnir, Richard Matt 48 ára og David Sweat 34 ára, sem voru í klefum hlið við hlið, munu hafa borað gat á vegg og skriðið út í gegnum skólpgöng til að flýja. Minnir flóttinn því óneitanlega á kvikmyndina The Shawshank Redemption. Þeir tróðu fötum og öðrum eigum undir sængur sínar til að villa um fyrir vörðum. Báðir eru þeir álitnir hættulegir. Matt var að afplána 25 ára dóm fyrir að ræna manni og berja hann til dauða. Sweat hafði hins vegar verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án mögu- leika á reynslulausn fyrir að myrða lögreglumann. Skildu eftir ögrandi miða Í frétt Indian Times um málið seg- ir að þeir hafi skilið eftir miða með ögrandi orðunum „Eigið góðan dag“, en flótti þeirra kom í ljós við daglegt eftirlit fangavarða klukkan hálfsex að morgni. Þá sé óvíst hvort þeir séu vopnaðir eða hafi fengið aðstoð við flóttann. Hins vegar sé ljóst að vegfarendur eigi alls ekki að nálgast strokufang- ana, verði þeir varir við þá, heldur beri að hringja rakleiðis í Neyðarlín- una. Matt er sagður um 180 cm á hæð, svarthærður og með fjölmörg húð- flúr, m.a. áletrunina „Mexico For- ever“ á bakinu, hjarta á bringunni og merki bandaríska sjóhersins á hægri öxl. Sweat er örlítið lægri, með brúnt hár og græn augu, með húðflúr á fingrum og vinstri upphandlegg. brynja@mbl.is AFP Á flótta Fangarnir Richard Matt og David Sweat eru álitnir hættulegir.  Í fyrsta sinn sem flótti úr öryggis- fangelsinu tekst að sögn ríkisstjóra Morðingar flúðu út um skolpgöng Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á því að enn greinist ein- staklingar með ebólu í Gíneu og Síerra Leóne þótt dregið hafi úr fjölda greindra tilfella. Þetta kemur fram á heimasíðu Land- læknis. Þann 9. maí sl. lýsti Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) því yf- ir að Líbería væri laus við ebólu. Alls hafa um 27.000 einstaklingar verið greindir með ebólu í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne og rúm- lega 11.000 látist. Sóttvarnalæknir hvetur sem fyrr til þess að einstaklingar ferðist ekki að nauðsynjalausu til landa þar sem ebóla greinist. Fyrri ráðleggingar um ferðalög til landa þar sem ebólu verður enn vart séu enn í fullu gildi. Er fólk sem kemur frá löndum þar sem ebóla greinist hvatt til að hafa samband við smitsjúkdóma- lækni á Landspítala. Um 11.000 hafa látist úr ebólu. Ebóla enn í Gíneu og Síerra Leóne GÍNEA OG SÍERRA LEÓNE Þingkosningar, þar sem kosið er um hluta þing- sæta, hófust í Mexíkó í gær. Sex ára kjörtímabil forsetans Enrique Pena Nieto er nú hálfnað og litið er á kosningarnar sem prófstein á það traust sem borið er til hans, ef marka má frétt BBC um málið. Ofbeldi og mótmæli eru áberandi þar nú, en eiturlyfjagengi eru sögð bera ábyrgð á dauða fjölmargra frambjóðenda. Áttatíu milljónir manna eru á kjörskrá, en Pena Nieto hefur sætt mikilli gagnrýni vegna spillingar og vanrækslu, m.a. í tengslum við sporlaust hvarf 43 háskólanema í september í fyrra. MEXÍKÓ Kveikt í kosn- ingaefni í Tixtla. Ofbeldi litar þing- kosningar í Mexíkó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.