Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Greiddi af kreditkortum og láni 2. Fjölnir Þorgeirsson trúlofaður 3. Fyrstu myndirnar af systkinunum 4. Vann Marokkó HM 2010 »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýningin Hjarta Hróa hattar eftir David Farr í íslenskri þýðingu Garðars Gíslasonar verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins 12. september í samstarfi við Vesturport. Selma Björnsdóttir leikstýrir sýningunni, en hún var aðstoðarleikstjóri Gísla Arnar Garðarssonar þegar sýningin var heimsfrumsýnd hjá Royal Shake- speare Company í nóvember 2011 auk þess að semja danshreyfingar. Salka Sól Eyfeld semur tónlistina fyrir sýn- inguna og leikmynd hannar Börkur Jónsson. Með hlutverk Marion og Hróa fara Lára Jóhanna Jónsdóttir og Þórir Sæmundsson. Í öðrum hlutverkum eru Guðjón Davíð Karlsson, Oddur Júlíus- son, Sigurður Þór Óskarsson, Stefán Hallur Stefánsson, Stefán Karl Stef- ánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Baltasar Breki Samper, en Katrín og Baltasar eru bæði nýút- skrifuð af leikarabraut LHÍ. Miklir loftfim- leikar prýða sýninguna, en umsjón með þeim hefur Jóhannes Níels Sig- urðsson. Salka Sól semur við Hjarta Hróa hattar  StepByStep- leikhópurinn í London setur upp íslenska útvarps- verkið Spor, eða Moments, eftir Starra Hauksson á leiklistarhátíð í Crouch End í Norður-London í júní. Leikarahópurinn er alíslenskur og þýðing er í höndum Arons Trausta. Um sviðsútsetningu og leikstjórn sér sænski leikstjórinn Maya Lindh. Listrænn stjórnandi leikhópsins er íslenski leikstjórinn og leikarinn Vala Fannell. Íslenskt útvarpsverk sett upp í London Vala Fannell Á þriðjudag Suðvestan 8-13 m/s og skúrir en léttskýjað að mestu fyrir austan. Degur úr vindi seinni partinn. Hiti 5 til 12 stig. Á miðvikudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 13-20 m/s hvassast fyrir norð- vestan. Víða talsverð rigning á Vesturlandi, einkum síðdegis, en hægari og úrkomulítið fyrir norðaustan. Hiti 7 til 14 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar Stjörn- unnar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi þegar Fjölnismenn skelltu þeim í Garðabæ, 3:1. Þar með er liðið fallið niður í miðja deild. Fjölnir er hins vegar kominn í hóp efstu liða. FH er á toppnum eftir sigur á Víkingi. Breiðablik er áfram taplaust í öðru sæti, stigi á eftir FH. Þá vann Valur KR. »2 Annað tap Ís- landsmeistaranna Ísland vann til flestra verð- launa á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni, en þeim lauk á laugardagskvöldið. Íslensku íþróttamennirnir unnu til 115 verðlauna; 38 þeirra voru gull, 46 silfur og 31 brons. Þar með er Ísland orðið sigursælasta þátttökuland Smáþjóðaleikanna frá upp- hafi. »8 Íslenskt íþróttafólk var sigursælast allra Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði með níu marka mun, 28:19, fyrir Svartfellingum í fyrri leik liðanna í undankeppni heimsmeist- aramótsins í gær. „Ég er hundfúll yfir þessum úrslitum því í 40 mínútur lék liðið heilt yfir nokkuð vel,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðs- þjálfari. Íslenska liðið var um skeið með með sex marka forskot. »1 Níu marka tap fyrir Svartfellingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Þetta er frábær staður og hvergi betra að vera. Kyrrðin, fegurðin og hafið. Maður er hvergi eins langt í burtu og á Hornbjargs- vita,“ segir Halldór Hafdal Hall- dórsson, staðarhaldari Ferðafélags Íslands. Halldór er að fara sitt fjórða sumar í vitann hinn 27. júní þegar hann, ásamt fjölda annarra félaga í Ferðafélagi Íslands og sjálfboða- liða, heldur þar vinnuhelgi. Hann snýr aftur til síns heima 10. ágúst. „Ég fer með nesti og nýja skó,“ segir hann og hlær. „Þarna er bát- ur og ég veiði töluvert og svo er borðað það sem til er eins og skarfakál og hvönn – eitthvað úr náttúrunni.“ Örstutt er í gjöful þorskmið, en staðarhaldarinn veiðir á sjóstöng og mokar upp aflanum. Fiskbollurnar hans Hall- dórs eru rómaðar og þykja af- bragðsgóðar. Hann býst við að gera vel yfir hundrað hnefastórar bollur á meðan vinnuhelgin stend- ur yfir. Hundrað ára túrbína Vitinn er með sína eigin orku- framleiðslu, en hundrað ára gömul túrbína annast framleiðsluna og tryggir birtu og yl. „Allur búnaður í vitanum er enn nánast eins og þegar vitaverðirnir voru þarna. Allar vélar og tæki eru enn í lagi og við viðhöldum þessu.“ Síðasti vitavörður með fasta bú- setu var Ólafur Þ. Jónsson, betur þekktur sem Óli kommi. Halldór er arftaki hans þá tæpu tvo mán- uði sem vitinn er opinn yfir sumarið. Pólitískar skoðanir eru þó ekki eins eldrauðar og voru í tíð Óla, sem nefndi herbergin Síberíu, Kalíníngrad, Volgu og Moskvu meðal annars. „Júlímánuður er frekar þétt setinn af ferðalöngum. Júní og ágúst hafa verið rólegri en við er- um að reyna að breyta því með því að auka siglingar á Hornstrandir. Í sumar verður fyrirtækið Strandferðir í Norðurfirði með áætlun á föstudögum og sunnu- dögum. Þetta á vonandi eftir að auka ferðamannastrauminn.“ Vitað mál um veðrið Halldór er ekki í neinum vafa um að besta veðrið verði við vit- ann í sumar. „Þetta er drauma- staður til að vera á. Þarna verður góða veðrið í sumar. Það er vitað mál,“ segir hann og hlær. Langt í burtu á Horni  Fjórða sumar staðarhaldarans í Hornbjargsvita Ljósmynd/Ferðafélag Íslands Staðarhaldarinn Halldór þykir lunkinn veiðimaður og gerir afbragðs fiskbollur sem rómaðar eru fyrir stærð og gæði. Hér er hann lengst til vinstri, ásamt félögum sínum á vinnuhelginni í fyrra að laga rennu fyrir farangur. Ferð félagsmanna Ferðafélags Íslands í Hornbjargsvita við Látravík í lok júní er sambland af skemmtun og vinnu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, og Halldór leiða ferðina og starf sjálfboðaliða. Gera á vitann kláran fyrir ferðamannavertíðina. Aðalvinnan felst í því að koma upp stiga og rennu í fjörunni til að koma farangri ferðalanga til og frá. Þá þarf að þrífa húsið og snurfusa eftir veturinn. Milli þess sem sjálfboðaliðar ferðafélagsins hlúa að húsi og umhverfi þess er farið í gönguferðir í grenndinni. Gjarnan er gengið á sjálft Hornbjarg og Kálfstindar skoðaðir. Víst er að margir munu leggja leið sína á þessar slóðir í sumar. Snurfusað og gengið um leið VINNUFERÐ FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.