Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 ✝ Daniel fæddistí Finnlandi 30. júlí 1927. Hann lést 26. maí 2015 á hjúkrunardeild H-2 á Hrafnistu við Brúnaveg. Foreldrar hans voru Edvin og Evi Glad. Daníel átti einn bróður, Börje, sem er látinn. Daniel ólst upp í Solberg í Finnlandi, útskrifaðist úr verslunarskóla í Helsinki. Þaðan lá leiðin í herþjónustu, þar sem hann kynntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Marianne Glad, f. 1932. Daniel fór í Biblíu- skóla í Svíþjóð á árunum 1950– 1952, fyrst í Stokkhólmi og síðar í Gautaborg. Hann flutti til Ís- urðssyni, börn þeirra: Arnar, d. 2000, Daníel, Sara og Marianne. Langafabörnin eru sjö talsins. Daniel og Marianne hófu bú- skap á Sauðárkróki haustið 1952 þar sem þau sáu um Hvíta- sunnukirkjuna ásamt öflugu barnastarfi. Eftir mörg ár á Króknum fóru þau til Finnlands í tæp tvö ár. Eftir heimkomuna tók Daniel við forstöðu í Hvíta- sunnukirkjunni í Stykkishólmi. Árið 1970 fluttu þau til Reykja- víkur vegna skólagöngu barna sinna. Samhliða því að halda ut- an um kirkjulegt starf, bæði fyr- ir fullorðna og börn, ferðaðist Daniel oft einn en stundum með Dagbjarti trúbróður sínum ásamt fleirum. Ófáir eru þeir bæir til sjávar og sveita sem hann hefur heimsótt í þessum trúboðsferðum sínum. Oftar en ekki var gítarinn hafður með og sungnir kristilegir sálmar. Útför Daniels fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag, 8. júní 2015, kl. 13. lands í apríl 1952 þar sem hann fékk köllun til að starfa sem trúboði innan Hvítasunnuhreyf- ingarinnar, Mari- anne fylgdi í kjöl- farið nokkrum mánuðum síðar. Þau giftu sig 13. september 1952. Saman eignuðust þau fjögur börn: 1) Sam, f. 1953, giftur Ruth Anne, börn þeirra: Rebekka, Davíð, Jóhannes, Elísabet og Ester. 2) Róbert, f. 1954, d. 2012, börn hans: Anna Rakel, Ágúst Ró- bert, Vigdís Marianne og Ísak. 3) Clarence, f. 1956, börn hans: Karen Áslaug og Harpa Rún. 4) Barbro, f. 1959, gift Sigurði Sig- Þegar ég hef kynnt mig með nafni í gegnum tíðina hafa afar margir borið upp spurninguna hvort ég sé skyld manni að nafni Daniel Glad. Ég hef alltaf svarað um hæl með stolti að ég sé vissu- lega barnabarnið hans. Þá hef ég oftast í kjölfarið fengið einhverja góða sögu um afa þegar hann kíkti í heimsókn á sveitabýli landsins og spjallaði við heima- menn ásamt því að boða orð Drottins. Svona hef ég alltaf þekkt afa. Hvert sem ég fór með honum virtist hann alltaf þekkja alla og spjallaði glaðlega við hvern sem vildi. Eitt skiptið fór ég með afa í strætó. Hann spurði hvort ég vildi ekki fara heilan strætóhring og ég, sem hef ekki verið miklu meira en sex ára, gat ekki hugs- að mér neitt meira spennandi á þessum tíma. Hins vegar breytt- ist viðmót mitt fljótlega þegar ég áttaði mig á því hvað afi þekkti marga, en hann talaði við hverja einustu manneskju sem kom inn í strætóinn, að mér fannst. Þetta varð lengsti strætóhringur sem ég hef farið. Afi var alltaf glaður að sjá mig og heyra af mér fréttir hvar sem ég var stödd í heiminum, enda ferðalangur sjálfur. Það var ávallt stutt í húmorinn og oft mátti heyra frá honum hnyttin svör sem maður bjóst ekki endi- lega við. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera barnabarn Daniels Glad, stolt af því hvaðan ég kem og segi hverjum sem vill heyra söguna af því hvernig afi minn fékk köllun frá Guði um að koma til Íslands og boða trú og að þar hafi hann búið í 63 ár. Afi, ég kveð þig í dag með sorg og sökn- uði en fagna því að eiga yndis- legar minningar um þig og fal- legar myndir af okkur saman. Vonandi heyrir þú mig syngja til þín þar sem þú ert hjá Guði. Ég lofa að passa ömmu. Þitt barnabarn, Harpa Rún. Þegar ástvinir hverfa á braut er gott að eiga margar og góðar minningar sem lifa áfram með okkur. Þannig er því farið með afa minn. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en talandi, syngjandi eða predikandi orð Guðs. Hann var hermaður fyrir Guðsríki af einlægni og sannfæringu. Hvar sem hann kom var það skylda hans að benda fólki á leiðina sem hann hafði valið að ganga. Hann vildi svo gjarnan hafa alla með. Þegar ég var unglingur gisti ég oft heima hjá ömmu og afa í Mið- túninu og afi skutlaði mér allt sem ég þurfti að fara. Kvöldin fóru oft í spjall um heima og geima og við enduðum svo gjarn- an helgarnar á rúnti og sam- komu. Ég minnist afa með hlýju og söknuði, þó er ég þess fullviss að við munum hittast aftur. Eft- irfarandi sálmur er úr Hörp- ustrengjum, sálmabók Hvíta- sunnukirkjunnar. Með þeim orðum vil ég kveðja afa og jafn- framt senda ömmu sem eftir sit- ur sem huggunarorð. Ævibraut vor endar senn, er vér hljótum sjá, Allir Drottins munu menn mætast heima þá. Ef ei dauðinn undan fer, ástkær Frelsarinn kemur senn og burt oss ber beint í himininn. Margir, er vér unnum heitt, undan fóru heim, hafa stríð til lykta leitt, ljúft vér fögnum þeim. Þar er sérhvert þerrað af þeirra sorgartár. Arf á himnum Guð þeim gaf, gleðjast allra brár. Varðveit klæðin helg og hrein Herrans blóði í, svo þér ekkert mæti mein myrkursins á ný. Lúður Drottins hljómar hátt, hver er viðbúinn? Jesús kemur, kemur brátt. Kom þú, Drottinn minn! (Sigríður Halldórsdóttir) Elsku afi minn hvíl í friði. Þitt barnabarn, Daníel Sigurðsson Glad. Þau stöldruðu við hjá okkur Ástu á Selfossi sumarið 1967, finnsku trúboðarnir, hjónin Daniel og Marianne Glad. Þau voru á leið frá Stykkishólmi austur í Kirkjulækjarkot á Kots- mót Hvítasunnumanna. Sjaldan höfðum við séð jafn fríð og falleg hjón og geislandi lífsgleði í fasi. Og birtan sem fylgdi þeim var af þeirri gerð sem erfitt er að lýsa nema með tilvitnunum í helgirit. Einmitt þannig var það. Þau fögnuðu okkur eins og systkin- um og sýndu okkur mikla mann- elsku. Við vorum feimin og óvön að taka við slíkri hlýju af ókunnugu fólki. Ekki síst af fólki sem getið hafði sér góðan orðstír og allir töluðu um með virðingu. En á þeim degi tókst með okkur vinátta, trúsystkinavinátta, sem entist allar götur síðan. Þau höfðu komið frá Finn- landi. Ungar manneskjur. Höfðu fengið köllun til að starfa fyrir Drottin sem trúboðar og fyrir valinu varð Ísland. Og þau sett- ust hér að og gerðust Íslending- ar. Daníel ferðaðist um landið ár eftir ár og breiddi út boðskapinn með blöðum og bókum sem Bókaforlag Fíladelfíu gaf út á meðan það var og hét. Má þar nefna m.a. Aftureldingu og Barnablaðið ásamt ýmsum bók- um um trúarleg efni, Raddir fólksins og barnabækurnar Perl- ur, sem voru á þeim tímum til á hverju heimili, svo að segja. Daníel knúði dyra á flestum húsum landsins. Ár eftir ár fór hann um sýslur, sveitir, þorp og bæi og eignaðist með sínu hlýja viðmóti kunningja og vini hring- inn í kringum landið. Þá voru aðrir tímar og önnur viðhorf til kristinnar trúar. Nú til dags leggjast ýmsir stjórnmálamenn á móti trúboði og til eru félög sem rækta hatur og sundrungu og hafa aldrei skilið kjarna boð- skapar frelsarans Jesú frá Nas- aret. Myndu vafalaust setja lög- bann á farandsölu og hús til húss-trúboð. Þannig breytast tímarnir og þannig hafa þeir allt- af breyst í gegnum kynslóðirnar enda „ekkert nýtt undir sólinni“. Nú hefur Daniel verið kallað- ur heim í það ríki sem hann helg- aði hjarta sitt ungur maður. Þar mun honum fagnað og ætla má að yfirskriftin við Perluhliðið sé: „Hversu fagrir eru fætur þeirra, sem boða fagnaðarerindið um hið góða.“ Vissulega er sú yf- irskrift táknræn fyrir ævistarf Daniels. Að leiðarlokum kveðjum við trúboðann með þakklæti og virð- ingu og vottum eftirlifandi eig- inkonu hans, Marianne og af- komendum öllum einlæga samúð og hluttekningu. Óli Ágústsson, Ásta Jóns- dóttir. Yndislegur vinur fjölskyld- unnar, Daniel Glad, er farinn heim til Drottins. Ógleymanleg- ur maður, fallegur, trúr og sann- ur. Geislandi af innri fegurð og kærleika til allra þeirra sem á vegi hans urðu og þeir voru margir. Guð kallaði hann til Ís- lands til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Hann hlýddi þeirri köllun og fór til Íslands í apríl 1952. Ung og falleg stúlka; unnusta hans, Marianne Nyq- vist, varð eftir í Finnlandi. Dani- el ætlaði að koma til baka eftir þrjá mánuði og giftast henni áð- ur en þau flyttu saman til Ís- lands. Fljótlega fékk Marianne bréf frá Daniel þar sem hann biður hana að koma með næstu ferð til Íslands. Í september 1952 kom Marianne til Íslands eftir fimm sólarhringa ferð með Gullfossi. Með henni var í för faðir hennar, Edwin Nyqvist. Daniel og Marianne giftu sig 13. september 1952. Nýlátinn eigin- maður minn, Árni Arinbjarnar- son, spilaði við brúðkaup þeirra, þá 18 ára gamall. Var það fyrsta brúðkaupið sem hann spilaði við. Alla ævi minntist Daniel af og til á þennan dag, með blik í auga. Upp frá þessu og alla tíð síðan var djúp og einlæg vinátta milli þeirra og okkar allra. Daniel og Árni voru kallaðir heim til Drott- ins með aðeins tæplega þriggja mánaða millibili. Nú eru þeir í dýrðinni hjá Drottni, lausir við sjúkdóma og þjáningar. Daniel var þjónn Drottins alla ævi. Hann knúði dyra hjá fólki um allt land og færði því gleði- fréttirnar – fagnaðarerindið um Jesú Krist. Hann var trúr sinni köllun. Á vissum árum bauðst honum starfsvettvangur erlend- is, en hann hafnaði því – „Drott- inn kallaði mig til Íslands“, var svarið hans. Það var mikil gæfa fyrir Dani- el að eiga Marianne sem lífsföru- naut. Hún var honum stoð og styrkur allt til enda. Síðustu ár hafa verið þeim báðum erfið. Marianne fór flesta daga til Daniels þar sem hann dvaldi á Hrafnistu á annað ár. Hún hlúði að honum, las fyrir hann og fór með honum út að ganga þegar heilsa hans og veður leyfði. Það hefur verið okkur mikil gleði að eiga Marianne og Daniel sem vini í gegnum árin. Elsku Marianne og fjölskylda. Guð blessi ykkur og styrki og umvefji ykkur kærleika sínum. Mættum við sem eftir lifum og syrgjum og söknum Daniels til- einka okkur hans einlægu gleði í Drottni og löngun til að segja öðrum frá Jesú Kristi. Guð blessi minningu Daniels Glad. Dóra Lydia Haraldsdóttir. Mér er til efs að nokkur ein- staklingur hafi heimsótt fleiri ís- lensk heimili en Daníel Glad trú- boði gerði á sínum tíma. Hann þekkti landið betur en flestir landsmenn, kunni skil á bæjar- nöfnum og örnefnum víða um land. Hann átti vini og kunningja í hverri sveit. Ferðirnar urðu margar og langar og oft erfiðar. Daníel sagði mér að hann hefði gjarnan haft með sér heima- gerða krækiberjasaft og dreypt á henni í ferðunum sér til styrk- ingar. Daníel ferðaðist gjarnan í fé- lagi við aðra. Á meðal ferða- félaga hans voru Sigurmundur Einarsson, afi minn, Þorsteinn Einarsson, Dagbjartur Guðjóns- son og Hallgrímur Guðmannsson svo nokkrir séu nefndir. Þeir knúðu dyra á heimilum lands- manna og buðu upp á kristileg blöð, bækur og hljóðritanir. Auk þess var boðið upp á guðrækn- istundir þar sem lesið var úr Guðs orði, stundum sungið og síðan beðið fyrir heimilinu og heimilisfólki. Margir þáðu þessa þjónustu og hlutu blessun af og uppörvun. Í gömlu viðtali greindi Daníel til dæmis frá því að á meðan eldgosið stóð í Vest- mannaeyjum hefðu þeir heimsótt meira en 500 heimili á Suður- landi og haldið 249 guðrækn- istundir. Ég fór einu sinni til Finnlands í fylgd Daníels ásamt föður mín- um Einari J. Gíslasyni og Kristni M. Óskarssyni, frænda mínum. Erindið var að fara á Evrópumót Hvítasunnumanna sem haldið var í Helsingfors. Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferðalag. Við heimsóttum æsku- slóðir Daníels. Hann sagði okkur frá þeim hræðilegu hörmungum sem þjóð hans leið í vetrarstríð- inu og voru honum í fersku minni. Hann kynnti okkur einnig fyrir vinum sínum og venslafólki. Við heimsóttum m.a. æskufélaga Daníels sem átti hlut í einni stærstu fyrirtækjasamsteypu Finnlands. Það voru fagnaðar- fundir þegar þeir hittust gömlu félagarnir, föðmuðust og rifjuðu upp gamlar minningar. Þeir urðu ungir í annað sinn, brettu upp ermar og reyndu með sér í grjót- kasti eins og þeir höfðu gert á yngri árum. Steinvölurnar voru vandlega valdar og svo köstuðu þeir til skiptis trúboðinn frá Ís- landi og finnski forstjórinn! Auð- vitað hafði Daníel betur. Daníel var mikill keppnismað- ur, fylginn sér og ákaflega dug- legur. Því kynntist ég vel á með- an við störfuðum saman. Mér finnst að orð Páls postula í Fyrra Korintubréfi eigi vel við Daníel: „Sérhver sem tekur þátt í kapp- leikjum leggur hart að sér. Þeir sem keppa gera það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig en við óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamað- ur sem engin vindhögg slær.“ Þannig nálgaðist Daníel þjón- ustuna í guðsríkinu. Hann lagði hart að sér, vann mjög markvisst og náði miklum árangri. Daníel var mannasættir og nálgaðist erfið viðfangsefni af þeirri mildi og manngæsku sem honum var í blóð borin. Þegar málin voru snúin lagði Daníel gjarnan til að biðja um lausn og fékk hann oft bænasvör. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þjónustu Daníels Glad og ákaflega gott samstarf um árabil um leið og ég blessa minningu þessarar trúarhetju og ötula verkamanns í víngarði Drottins. Guðni Einarsson. Tungumál trúaðra er, á stund- um, mönnum framandi. Þeir hafa á orði að hinn látni sé „farinn heim“! Þá er vísað til orða Ritn- inganna að vér séum í þessu jarðlífi „að heiman frá Drottni“ og okkur sé fyrirbúið það sem er miklu betra „að vera með Drottni alla tíma“. Þessi orðnotkun felur í sér þá kenningu að líf hins kristna manns heldur áfram og tilvera hans eigi engan endi. Þannig eru hinu eilífa lífi gerð skil og vonin verður ríkjandi þáttur hins trúaða manns sem ýmist er nefndur pílagrímur eða trúboði. Daníel Glad var trúboði. Hann fæddist í Finnlandi 1927 og kom hingað til lands sem trúboði um 1950. Fljótlega eftir komuna hingað hitti hann konu frá Finn- landi sem var komin hingað sem trúboði á vegum Hvítasunnu- safnaðarins og þau „unnu hjörtu hvort annars“, giftust settust að og hafa unað sér vel á þessu landi. Þau hjón, Maríanna og Daníel, hafa borið síðan hið sam- eiginlega nafn Glad. Þau upp- lifðu bæði að „heima“ var á Ís- landi. Ég held að ekki sé til sá sveitabær sem hafi sloppið við heimsókn frá Daníel Glad. Hann hafði ávallt meðferðis lesmál og lagði landanum til hollt og gott veganesti til kristilegs hugar- fars. Það sem þjóðkirkju- presturinn bað gjarnan að yrði árangurinn af messugjörðinni að taka „daglega framförum í kristilegu hugarfari“ var efnið hjá Daníel Glad. Vinna Daníels var lík starfi farmannsins. Hann var langdvöl- um fjarri heimili sínu og kom stundum rétt til að fá hrein föt og endurnýja kynnin við fjöl- skylduna og svo var hann farinn á ný. Markmiðið var að útbreiða „ilm þekkingarinnar“ á Jesú Kristi meðal okkar þjóðar. Fyrstu árin sín settust þau að á Sauðárkróki og veittu Hvíta- sunnusöfnuðinum þar forstöðu. Síðan lá leiðin til Stykkishólms og varð hann æskustöðvar barnanna sem Maríanna og Daníel eignuðust en það voru þau: Sam, Róbert, Clarens og Barbro. Svo fluttust þau til Reykjavík- ur þaðan sem Daníel fór sínar trúboðsferðir og varð til fjölda ára drifkraftur í trúboði Fíladel- fíusafnaðarins hér innanlands. Jafnframt var hann í stjórn þess safnaðar. Daníel fór aldrei í skóla til að læra íslensku, hann dreif sig af stað til að boða trú á Jesú og engan tíma mátti missa fyrir ná- kvæmnisatriði íslenskunnar. Þess vegna talaði hann ævinlega sína blæbrigðaríku tungu og varð aldrei hik á þó svo að beyg- ingar eða kyn orða hafi ekki ver- ið honum alveg ljós. En mér var það svo mikið tákn og vitnisburð- ur um elju þessa trúbróður að láta ekkert aftra því að koma boðskapnum út sem öllu öðru er æðra að fyrir „trú á Jesú eigum vér fyrirgefningu syndanna og eilíft líf“. Þessum boðskap var komið til hvers sem á hlýddi. Rættist þannig spádómsorðið: „með stamandi vörum eða ann- arlegri tungu mun hann láta tala til þessarar þjóðar“ segir Jesaja. 28:11 Með þessum orðum vil ég kveðja vin minn Daníel Glad og votta fjölskyldu hans virðingu mína við þessi tímamót. Daníel var talandi tákn frá Guði til okk- ar lands um að Guðs ríkið hefur okkur staðið til boða eins og ritn- ingarnar árétta með friði, fögn- uði og gleði sem einkenndu lynd- iseinkunn þessa blessaða trúbróður. Snorri Óskarsson. Daniel Johannes Glad Ástkær eiginmaður minn, GUNNAR HELGASON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. júní síðastliðinn. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Katrín Magnúsdóttir. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð vegna andláts ERLINGS HELGASONAR, elskulegs eiginmanns, föður, afa og langafa. Samkennd ykkar er okkur mikils virði. . Þórunn Beinteinsdóttir og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR frá Hjalteyri, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, er látin. . Þóra Sigurbjörnsdóttir, Þórður Valdimarsson, Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Valrós Sigurbjörnsdóttir, Halldór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.