Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 1
Mun betur fór en á horfðist þegar mikill eldur kviknaði í lager við verk- smiðjuna Set á Selfossi í gærkvöldi. Eldurinn var fljótur að verða mikill og sagði Sigmundur Sigurgeirsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Sel- fossi, að fólk hefði fundið fyrir hita í tuga metra fjarlægð. Vitni sáu ung- menni hlaupa frá svæðinu í þann mund sem eldurinn kviknaði og leik- ur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sets, segir að tjónið hlaupi á milljónum. „Þetta var tölu- verður lager sem var þarna og tjónið gæti hlaupið á 10 til 15 milljónum,“ sagði Bergsteinn í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins sendi mikinn mannafla á staðinn, en óttast var að sprengi- hætta gæti orðið á svæðinu og var fólki gert að halda sig frá því. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Bruni Vegfarendur gátu fundið fyrir hita í tuga metra fjarlægð frá eldinum, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins. Réðu niðurlögum mikils elds  Grunur leikur á um íkveikju ungmenna Morgunblaðið/Golli Frumvarpið kynnt Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mælir fyrir frumvarpinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alþingi samþykkti laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi breytingar á reglum um gjaldeyrismál sem ætlað er að loka fyrir sniðgönguleiðir framhjá reglum um gjaldeyrishöft. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er þar meðal annars horft til lánveitinga milli samstæðna. Mjög óvenjulegt er að þing sé kallað saman á sunnudegi og var ástæðan sú að breytingarnar tækju gildi fyrir opnun markaða í dag. Þingfundur hófst klukkan 22 og var frumvarpið samþykkt með 56 samhljóða atkvæðum klukkan 22.47. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndarmenn hafa samþykkt frum- varpið einróma á fundi í gær. Seðlabankinn skýrði málið Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, á sæti í efnahags- og við- skiptanefnd. Hann sagði starfsmenn Seðlabankans hafa komið fyrir nefnd- ina og upplýst um ástæðu þessarar óvenjulegu tímasetningar. „Það þarf að koma hér fram, herra forseti, að Seðlabankinn tilgreindi sérstaklega sem ástæðu fyrir nauð- syn þessarar lagasetningar hér í kvöld … leka í DV, á föstudags- morguninn var, þegar þar var slegið upp að í vændum væri frumvarp um 40% stöðugleikaskatt á eignir fallinna fjármálafyrirtækja, jafnvel þar sem skattandlagið væri allar eignir þeirra búa. Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið og menn hafa fundið síðan auk- inn þrýsting á það að hjáleiðir væru í undirbúningi eða skoðaðar til þess að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði aðspurður að þessi túlkun væri ekki rétt. „Mark- miðið var alltaf að hafa þetta eins ná- lægt kynningu hinna málanna og kostur væri,“ sagði hann. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði „ámælisvert“ að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið upplýsingar um tvö boðuð frumvörp um afnám hafta, sem kynnt verða í dag. Lögmaður sem rætt var við eftir að frumvarpið var kynnt sagði að- gerðirnar beinast fyrst og fremst að slitabúunum, þá meðal annars samn- ingsbundnum útgreiðslum. Loka fyrir hjáleiðir fyrir afnám haftanna  Forsætisráðherra segir alltaf hafa átt að herða reglur áður en frumvörp kæmu MStoppað upp í glufur... »4 M Á N U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  132. tölublað  103. árgangur  MARKAÐUR Á BERNHÖFTS- TORFUNNI METUR MEST VIÐBRÖGÐ ALMENNINGS EINSTAKUR ÁRANGUR Í STRANDBLAKI INGUNN LJÓÐSKÁLD 26 ÍÞRÓTTIR 8HUGMYNDASMIÐIR 10  Að öllu óbreyttu munu 1.100 félags- menn Matvís fara í verkfall á miðvikudaginn. Munu þá m.a. kokkar, þjónar, bakarar og kjöt- iðnaðarmenn leggja niður störf, sem getur haft víðtæk áhrif á veitingarekstur víðs vegar um land. Níels S. Olgeirsson, formaður Matvís, segir að hótel og veitinga- staðir muni þurfa að vísa gestum frá. Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir samtökin hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum sem væntanlegt verkfall kunni að hafa í för með sér. »2 Hótel gætu þurft að vísa gestum frá  Framfærslulán námsmanna er- lendis voru árið 2009 hækkuð um 20% án þess að fram færi greining á þörf þeirrar hækkunar. Kemur þetta fram í greiningu Analytica fyrir stjórn LÍN. Þá voru lánin hærri en hjá sænska lánasjóðnum og munaði allt að tugum prósenta. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem gegndi emb- ætti menntamálaráðherra árið 2009, segir í samtali við Morgun- blaðið að heilbrigð skynsemi hafi verið látin ráða för. „Ég held að þetta snúist nú ekki um annað en ólíka sýn á forgangsmál. Það var okkar forgangsmál að bæta stöðu námsmanna,“ segir Katrín. »6 LÍN Deilt er um skerðingu námslána. Greining sýnir millj- arða óþarfa hækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.