Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 1. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 135. tölublað 103. árgangur
FRÆÐSLA UM
SEXTING OG
HRELLIKLÁM FOCUS KOMIN TIL ÍSLANDS
SPENNA AÐ
AUKAST
Í HAGKERFINU
TVENNIR TÓNLEIKAR 33 VIÐSKIPTAMOGGINNHUGSJÓNIR ÞÓRDÍSAR ELVU 10
Síðustu ár hafa steinvörður sprottið upp víða í nágrenni Þing-
valla og skipta þær nú hundruðum, ef ekki þúsundum.
Að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar eru
vörðurnar að mestu utan þjóðgarðsmarka en teygja sig líka
inn í garðinn. „Fólk hefur stansað á útsýnisstöðum og þarna
hleður það vörður. Þessi ósiður smitast inn í þjóðgarðinn og
við höfum töluverðan starfa við það að fella niður misstórar
grjóthrúgur,“ segir Ólafur, en vörðugerð er ekki leyfð innan
marka þjóðgarðsins. Hann bætir við að töluvert beri á því að
hlaðið sé ofan á fornar vörður innan þjóðgarðsmarka. „Fornu
vörðurnar eru auðvitað hluti af sögulegu menningarlandslagi
Þingvalla,“ segir Ólafur. Viðbætur við þær séu ekki leyfilegar
og merkingar séu á Þingvöllum þess efnis.
Töluvert hefur borið á nýjum vörðuhleðslum víða um land
með stórauknum straumi ferðamanna.
Ferðamenn skilja eftir sig minnisvarða í Þingvallaþjóðgarði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tugir útlends
göngufólks sem
hafði bókað sig í
gönguferðir um
Laugaveginn í
næstu viku, frá
Landmannalaug-
um niður í Þórs-
mörk, gætu þurft
að ganga að
sunnanverðu ef
ástand breytist
ekki. Ferðaskipuleggjendur segja
þetta líklega snjóþyngsta vorið í
seinni tíð en vegurinn í Land-
mannalaugar er enn lokaður, mikill
snjór er á gönguleiðinni og kuldi í
veðurkortunum. »6
Ófærð á vegi á með-
an fjöldi er á leið í
Laugavegsferðir
Ganga Kuldalegt
er á Laugaveginum.
Keppnisleið hjólreiðakeppninnar
WOW Cyclothon, sem haldin verður
23.-26. júní, hefur verið breytt til að
valda ekki umferðaröngþveiti og
mun keppnin hefjast í Laugardal og
enda á Krýsuvíkurvegi í Valla-
hverfinu í Hafnarfirði. Þátttak-
endur eru um 1.100 talsins.
Í keppninni er hjólað hringinn í
kringum landið, rúma 1.300 kíló-
metra, og hefur samráð verið haft
við Vegagerðina og lögregluna
varðandi skipulag keppninnar til að
valda ekki umferðaröngþveiti á
fjölförnum leiðum. »4
Breyttu keppnisleið
WOW Cyclothon
Benedikt Bóas
Hjörtur J. Guðmundsson
„Við þurfum að velta því mjög alvar-
lega fyrir okkur hvort það séu ein-
hverjar líkur á að samningar geti
náðst eftir níu vikna verkfall,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra í gærkvöldi þegar hann var
spurður hvort sett yrðu lög á kjara-
deilu BHM við ríkið.
Ríkissáttasemjari sleit viðræðum
skömmu fyrir klukkan 22 í gær eftir
13 klukkustunda viðræður í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara. „Það er
kjarnaatriði í þessari deilu að það er
verið að óska eftir kjarabótum sem
eru talsvert umfram það sem almenni
markaðurinn hefur samið um,“ sagði
Bjarni.
Fundi í kjaradeilu hjúkrunarfræð-
inga var einnig slitið í gær og hefur
annar fundur ekki verið boðaður.
Spurður um stöðuna í kjaradeilu
þeirra segir Bjarni að þær viðræður
séu mjög erfiðar. „Það er mjög erfitt
þegar menn koma að samningaborð-
inu með væntingar um að fá það sama
og aðrir og því til viðbótar leiðrétt-
ingu á uppsafnaðri skekkju undanfar-
inna ára, jafnvel upp á tugi prósenta.
Það einfaldlega gengur ekki upp í nú-
verandi efnahagsástandi,“ segir
Bjarni. Hann bendir á að ríkið hafi
lagt mikið af mörkum til að reyna að
leysa þá deilu.
„Við höfum lagt mikið af mörkum
og haft miklar áhyggjur af því verk-
falli. Það vita allir að það hefur haft al-
varlegar afleiðingar. Við höfum nálg-
ast þær viðræður með þeim hætti að
við viljum að fólk skynji að við kunn-
um að meta störf þess og berum virð-
ingu fyrir stétt þess og mikilvægi
hennar innan heilbrigðiskerfisins.“
Sátu undir hótunum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM, var allt annað en sátt
þegar fundi var slitið.
„Við sátum fund undir hótunum um
lagasetningu. Það hefur verið sagt
skýrt af ráðamönnum að það verði að
binda enda á þessar verkfallsaðgerðir
með lögum. Auðvitað óttumst við það.
En ég segi það sama og ég hef áður
sagt, það væri versta hugsanlega
niðurstaðan,“ sagði Þórunn.
Frá árinu 1985 hafa verið sett 15
lög á verkfallsaðgerðir, þar af þrisvar
á árinu 2014. Viðræður BHM og rík-
isins hófust í desember 2014. Núna,
sex mánuðum síðar, er enn himinn og
haf á milli og því var viðræðum slitið
af ríkissáttasemjara og enginn fundur
boðaður. „Við höfum allan þennan
tíma verið reiðubúin að semja, unnið
mikla vinnu, lagt okkur fram að reyna
að ná samningum en það hefur varla
þokast hinum megin við borðið,“
sagði Þórunn.
„Lög eru versta
niðurstaðan“
Fundi BHM slitið af ríkissáttasemjara Lög yfirvofandi
Bjarni
Benediktsson
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Beint stöðugleikaframlag Lands-
bankans (LBI) nemur um 9% af
heildarframlaginu sem ríkissjóður
tekur við þegar höftum verður aflétt
af slitabúum föllnu bankanna. Kröfu-
hafar Glitnis greiða tæp 60% og
kröfuhafar Kaupþings um 31%.
Í tillögu lykilhóps kröfuhafa LBI
sem afhent var fjármálaráðherra í
upphafi vikunnar kemur fram að hið
lága framlag skýrist af því að kröfu-
hafar LBI hafi lagt töluvert af mörk-
um með samkomulagi við stjórnvöld
á síðasta ári. Það fól meðal annars í
sér hagstæðari endurgreiðsluáætlun
á hinu svokallaða Landsbankabréfi,
sem dregur úr gjaldeyriskaupaþörf
Landsbankans á næstu árum. Sam-
komulagið fól auk þess í sér að veitt-
ur var 37% afsláttur af gengi krónu
gagnvart evru við útgreiðslu fjár-
muna til forgangskröfuhafa.
»Viðskiptamogginn
Minnst
frá LBI
Greiða mishátt
stöðugleikaframlag