Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 8

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Fjármálaráðherra segir í samtalivið Morgunblaðið að bætt staða ríkissjóðs, vegna aðgerða í tengslum við afléttingu haftanna, skapi svigrúm fyrir áframhaldandi skattalækkanir en þær þurfi að tímasetja mjög vel.    Eftir heilt kjör-tímabil af skattahækkunum vinstristjórnar er jákvætt að rætt sé um skattalækkanir.    Og vissulega hafa ákveðnirskattar verið lækkaðir eða látnir renna út í tíð núverandi ríkis- stjórnar og frekari lækkanir verið kynntar.    Engu að síður er ljóst að vinstri-stjórnin var mun afkastameiri í skattahækkunum en núverandi ríkisstjórn í skattalækkunum.    Þess vegna er enn verk að vinna.    Sjálfsagt er að tímasetja skatta-lækkanir en meginatriðið er að eftir gegndarlausar hækkanir í fjögur ár, vel á annað hundrað hækkanir, er brýnast að ráðist sé í lækkanir.    Skattahækkanir vinstristjórnar-innar voru til mikillar óþurftar og hafa farið illa með fjárhag heim- ila og atvinnulífs.    Þessir háu skattar eru enn tilóþurftar og þeir sem óbreyttir standa hafa ekkert batnað þó að skipt hafi verið um ríkisstjórn.    Skattgreiðendur eiga skilið aðlosna sem fyrst úr álögum vinstristjórnarinnar. Bjarni Benediktsson Skattgreiðendur losni úr álögum STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 7 rigning Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 21 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 20 heiðskírt London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 20 skýjað Madríd 23 þrumuveður Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 22 súld Winnipeg 20 skýjað Montreal 21 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 30 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 23:54 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:19 23:36 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Með þessu erum við að styrkja farmsvæðin til lengri tíma litið,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Fyrir dyrum stend- ur stórverkefni við stækkun í Sundahöfn á næstu þremur árum með gerð hafnarbakka utan Klepps. Fyrstu framkvæmdir við jarð- vegsvinnu, efnisöflun, grjótvörn o.fl. hafa þegar verið auglýstar í út- boði á vegum Verkís en meiri þungi kemst í framkvæmdirnar á næsta ári, að sögn Gísla. ,,Við erum enn í forleiknum og verður annað svipað útboð haldið í haust en ekki hefur verið tímasett hvenær verkið sjálft verður boðið út. Það gæti orðið undir áramót,“ segir hann. 400 metra viðlegubakki „Þetta verkefni mun taka um þrjú ár og verður örugglega byrjað á bakkagerðinni á næsta ári. Um er að ræða 400 metra viðlegubakka, sem kemur í stað gamla Klepps- bakka. Þarna munum við geta tekið á móti djúpristari skipum en í dag,“ segir Gísli. Hann bendir á að Kleppsbakki sé kominn til ára sinna og því sé þessi framkvæmd nauð- synleg en meginástæðan sé þó sú að Faxaflóahafnir séu að búa sig undir að geta á næstu árum og ára- tugum tekið á móti næstu kynslóð- um vöruflutningaskipa með auknu dýpi við höfnina. Á að geta dugað næstu 60 árin Verkefninu á að ljúka á árinu 2018 og segir Gísli að viðlegumann- virkin eigi að geta dugað næstu 60 árin. Menn hugsi í 50 til 100 ára tímaskeiðum þegar unnið sé að þró- un hafnarsvæða og hafnarbakka. Gísli segir að skemmtiferðaskipin risti ekki eins djúpt og stór vöru- flutningaskip. Eftir samtöl við sér- fróða menn í skipaflutningum sjái menn fram á að á næstu árum muni koma fram stærri og burðarmeiri skip sem verði með meiri djúpristu. Í dag yrði ekki hægt að taka á móti svo stórum skipum á farmsvæðum Eimskipa og Samskipa að sögn Gísla. Kostar 2 til 2½ milljarð Framkvæmdirnar eru með stærri verkefnum sem Faxaflóa- hafnir hafa staðið fyrir á síðari ár- um og er áætlaður kostnaður á bilinu tveir til tveir og hálfur millj- arður króna. Stækkun Sundahafnar Heimild: Faxaflóahafnir Hafnarbakki utan Klepps. Verktími 2015-2018. Undirbúa framkvæmdir við stækkun í Sundahöfn  Geta tekið á móti djúpristari flutningaskipum í framtíðinni Morgunblaðið/RAX Þörf á stækkun Skemmtiferða- og vöruflutningaskip liggja við Klepps- bakka í Sundahöfn. Nýr 400 metra viðlegubakki kemur í stað Kleppsbakka. „Við erum með þessu að þétta rað- irnar og sameinast um bætt skipulag sérnámskennslu í heimilislækn- ingum,“ segir Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í endurnýjuðu samkomulagi Landspítala (LSH) og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er kveðið skýrar á um skipulag kennslunnar. Er með því leitast við að styrkja enn frekar við sérnám í heimilislækn- ingum sem samfellds námstíma á heilsugæslustöðvum og LSH. Að sögn Ófeigs Tryggva er með samkomulaginu meðal annars komið á auknu samráði og umsjón með námi og kennslu sérnámslækna í heimilislækningum innan LSH. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir bæði okkur og spítalann,“ segir hann. Fram kemur í tilkynningu vegna samkomulagsins að skipaðir verða umsjónarlæknar, einn frá hvorum aðila, sem sameiginlega munu bera ábyrgð á kennslu og námi sérnáms- lækna innan LSH. Er þeim ætlað að vinna náið með sérnámslæknum, mentorum, kennslustjóra og fleirum innan LSH. Í sumar hefst svo vinna við að móta nánar starfshlutverk þessara lykilaðila sem m.a. á að treysta mjög stöðu sérnámslækna í heimilislækningum innan LSH. Morgunblaðið/Eggert Læknir Heilsugæslan er mikilvæg. Bæta fyr- irkomulag kennslu  LSH og heilsu- gæslan þétta raðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.