Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Samkaupum Strax í Kórahverfi hef- ur verið lokað og verður húsnæðið nýtt fyrir nýja Nettóverslun sem verður opnuð í lok mánaðar. Rým- inu verður breytt og verslunin verð- ur heldur stærri en Samkaupaversl- unin. Um ástæður þessa breytinga segir Ómar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, að Nettó sé einfaldlega sterkara merki en Samkaup. „Nettó er sterkara merki. Það er nóg af verslunum þarna og nóg af samkeppni. Við erum að koma til móts við unga neytendur með nýrri og glæsilegri verslun,“ segir Ómar. Aðspurður hvort erfitt sé að reka matvöruverslanir sem ekki eru lágvöruverslanir segir Óm- ar verslunarrekstur alltaf vera áskorun. „Það er eiginlega sama hvernig búð þú ert með, það er alltaf áskorun að reka verslanir. Það sem við höfum verið að fylgjast með er að fylgja þróun í nágrannalönd- unum og í Bandaríkjunum, þar eru menn að draga sig út úr stórversl- unum og verslun er að færast aftur nær íbúunum og inn í hverfin. Það er kannski sú þróun sem við erum að svara þarna í Kópavoginum. Kúnn- inn vill hafa búðirnar nær, fara oftar í búðir og gera minni innkaup hverju sinni,“ segir Ómar. Nettó í stað Samkaupa  Merki Nettó sterk- ara en Samkaupa Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Í sumar verða sett upp fræðsluskilti í Öskjuhlíð í Reykjavík sem fjalla um stríðsminjar með áherslu á minjar sem tengjast flugsögunni. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti verkefnið einróma í vikunni. Verkefnið er unnið af starfshópi um menningarmerkingar sem vinn- ur í samvinnu við Isavia. Tillagan að stríðsminjaskiltunum kom fram á samráðsvefnum Betri Reykjavík, þar sem íbúar geta lagt til hug- myndir að umbótum á borginni. Helstu áhersluatriði skiltanna eru mörg; Reykjavíkurflugvöllur og saga hans, enda var hann upp- runalega byggður af breska hern- um, eldsneytistankarnir og gryfjan sem þeim fylgir, rafstöðin og ýmiss konar varnarviðbúnaður, t.d. vél- byssuvígi, koma við sögu. Jafn- framt er áætlað að setja upp skilti á fjórum stöðum í Öskjuhlíð þar sem stríðssagan er sögð með áherslu á mannlíf. Uppsetning þeirra skilta er áætluð í október eða nóvember 2016. Einnig verður gerður göngu- stígur upp frá Litluhlíð og hugað að bekkjum og tengslum skilta við án- ingarstaði í hlíðinni. Stefán Benediktsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar, segir eftirspurn hafa verið eftir merkingum stríðsminja í Öskjuhlíð- inni. Þá hafi fólk verið að spyrja um sögu einstakra minja og því sé lagt í þetta verkefni. Reisa skilti um stríðsminjar Mynd/Sigurður Bogi Sævarsson Saga Margir hafa áhuga á stríðsminjunum í Öskjuhlíð, t.d. vélbyssuvígjum.  Skiltin verða sett upp í Öskjuhlíð í samstarfi við Isavia Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort fjárhæð atvinnuleysisbóta verður hækkuð til samræmis við launahækkanir í þeim kjarasamn- ingum sem skrif- að hefur verið undir. Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, segir að- spurður að ekki hafi verið föst regla í gegnum tíðina að atvinnuleysis- bætur hækki í kjölfar kjarasamn- inga ,,en það er gjarnan tekið tillit til einhverra verðlagshækkana á milli ára“, segir hann. Á árum áður voru grunnbæturnar bundnar við ákveð- inn taxta fiskvinnslufólks. ,,Það er það ekki lengur og er þetta metið hverju sinni. Ég hef ekki átt samtöl við ráðuneytið um hvort þetta stend- ur til.“ omfr@mbl.is Engin ákvörð- un um hækk- un bótanna Gissur Pétursson LEIÐRÉTT Synti frá Drangey Vegna myndatexta í blaðinu í gær með umfjöllun um tónlistarhátíðina Drangey Music Festival skal það leiðrétt að Grettir gamli Ásmund- arson synti úr Drangey að Reykja- strönd, en ekki öfugt. Beðist er vel- virðingar á rangherminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.