Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 10

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 UMBOÐSAÐILI: www.danco.is Sölustaðir: Fjarðarkaup, Byko, apótek, Fríhöfnin, og öllum helstu leikfangaverslunum um land allt Safnaðu þeim öllum! TM Ný jir vinir bætast í hópinn Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frá því fyrir þremur árumþegar 14 ára íslenskstúlka sendi ein-staklingi, sem hún þekkti og treysti, myndskeið af sér nakinni og með kynferðislega tilburði, hefur það dreifst á 16.200 netsíður. Og ábyggilega enn fleiri á morgun eða hinn. Hins vegar voru þær 16.200 þegar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sló nafni stúlkunnar upp í leitarvél Google áður en hún hélt hringinn í kring- um landið með fræðslufyrirlestr- ana, Ber það sem eftir er, með stuðningi Vodafone. Markmiðið var að fræða for- eldra grunnskólabarna um hug- tökin sexting og hrelliklám. „Ég tók sögu stúlkunnar, sem enn er á barnsaldri, sem dæmi um hvort tveggja, og sýndi jafnframt glæru með skjáskoti af þessari sláandi leitarniðurstöðu. Ekki aðeins leka slíkar myndir á netið og fara þar á flakk, oftast á afar ógeðfelldar klámsíður af myrkasta toga, held- ur eru þær oft taggaðar með fullu nafni og öðrum persónuupplýs- ingum. Að öllu óbreyttu verður myndskeiðið af stúlkunni órjúfan- legur þáttur í hennar stafrænu framtíð. Líkur eru á að mynd- skeiðið verði aðgengilegt atvinnu- veitendum hennar í framtíðinni og þeim sem gúggla nafnið hennar, jafnvel maka og börnum. For- eldrum var að vonum brugðið, en frásögnin er samt lýsandi fyrir hvernig ein mynd eða myndskeið sem fellur í rangar hendur getur orðið mikið kúgunartæki,“ segir Þórdís Elva. Vitundarvakning nauðsynleg Hún hóf fræðsluleiðangurinn um landið í ársbyrjun og lauk hringnum í lok maí. Þá hafði hún haldið fundi með 65 foreldra- félögum og álíka marga með ung- lingum. „Ég var með fyrirlestrana fyrir foreldrana samfleytt í fjóra mánuði fjögur kvöld í viku og ætl- aði að sinna öðrum hugðarefnum á daginn, en var nánast undan- tekningarlaust beðin um að halda samskonar fundi fyrir krakkana auk þess sem fyrir- spurnum frá fag- félögum, til dæmis skólahjúkr- unarfræðingum og öðrum stéttum með mismunandi snertifleti við börn, rigndi inn. Ég hélt hátt á annað hundrað fyrirlestra og hef líklega náð eyrum um þrettán þús- und manns.“ Þórdís Elva kveðst hafa verið svona áfjáð í að svara kallinu vegna þess að rík þörf sé á vitund- arvakningu og að upplýstir for- eldrar séu besta forvörnin. Sex- ting, eins og það tiltæki er kallað að skiptast á kynferðislegum smá- skilaboðum og nektarmyndum á netinu, og börn og unglingar gera í síauknum mæli, getur haft gríðar- lega alvarlegar afleiðingar ef ekki er brugðist við í tæka tíð. Nútíma daður? „Fleiri börn geta lent í því að vera ber á netinu það sem eftir,“ segir hún og vís- ar í yfirskrift fyr- irlestranna og viðhorfskönnun sem sýni að ung- lingar líti á send- ingar nektar- mynda sín á milli sem daður. „Og daðrið fæddist ekki með netinu, hver kynslóð hef- ur daðrað með sínum hætti í ár- þúsundir. Þegar maður áttar sig á að eðlilegar kenndir og daður er hvatinn að baki þessum sendingum er erfiðara en ella að vera dóm- harður. Foreldrar eiga oft erfitt með að skilja þann rafræna heim sem unglingarnir lifa og hrærast í og hvaða hættur leynast í honum. Sjálfir döðruðu þeir með allt öðr- Sexting er daður unga fólksins Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur síðustu mánuðina farið um landið og frætt ung- menni, foreldra og fagfólk með mismunandi snertifleti við börn og unglinga, um hugtökin sexting og hrelliklám. Yfirskrift fyrirlestranna, Ber það sem eftir er, vísar í að nektarmyndir á netinu eru ekki afturkræfar frekar en annað sem þangað ratar. Getty Images/iStockphoto Nettengd Börn og unglingar eru alltaf með farsíma, alltaf nettengd og eng- in leið fyrir foreldra þeirra að vera yfir öxlunum á þeim allan sólarhringinn. Í tengslum við málþing um stríðið í Sýrlandi á Fundi fólksins verður boðið upp á sýrlenskan mat milli kl. 16 og 18 í dag í tjaldi á lóð Norræna hússins. Sýrlenski flóttamaðurinn, Jamil Kouwatli, reiðir fram gómsæta, sýr- lenska rétti og Sveinn Kjartansson, veitingamaður á Aalto Bistro, verður honum innan handar. Á boðstólum verður sambærilegur matur og dag- lega er borðaður í Sýrlandi. Fyrir hverja keypta máltíð eru greiddar 3.000 kr. sem skiptist í 1.500 fyrir máltíðina og 1.500 kr. fyrir börn á flótta. Allur ágóði af matarsölunni rennur til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn í Sýrlandi og í nágrannaríkjunum. Milljónir manna eru á flótta innan- lands vegna stríðsátakanna eða hafa leitað skjóls í nágrannaríkjunum. Helmingurinn er börn. Framlögin munu hjálpa börnum á flótta undan stríðinu í Sýrlandi og börnum á átakasvæðinu. UNICEF legg- ur áherslu að dreifa hreinu vatni og hreinlætisgögnum, veita heilsugæslu, sinna barnavernd, veita sálrænan stuðning og sjá til þess börn á flótta detti ekki út úr námi. Fundur fólksins er þriggja daga há- tíð um samfélagsmál í og við Norræna húsinu dagana 11.-13. júní. Málþing um stríðið í Sýrlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Flóttamenn Jamil Kouwatli kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands 2013. Sýrlenskur flóttamannamatur Nú þegar fólk er orðið langeygt eftir íslensku sumri og nánast búið að missa alla þolinmæði í biðinni er gott að tileinka sér æðruleysi, anda djúpt og hætta að ergja sig yfir því sem ekki er á valdi okkar mannfólksins að bæta. Löngum hefur hjálpað til í slíkri mæðu sem sumarbiðin kallar fram að bregða sér í Pollýönnuleikinn og beina hugsunum sínum fremur að því sem gott er en því sem slæmt er. Hugsa sér hvað við erum nú heppin að búa ekki í landi þar sem eru kæf- andi þurrkar og vatnsskortur! Það er mikil blessun að búa í landi þar sem gnótt vatns er slík sem raun ber vitni. Nú er lag að rækta grænmeti í garð- inum. Haskið ykkur út, gott fólk, og takið til hendinni, njótið rigningar- innar, hún vökvar jörðina og hraðar fyrir því að allt grænt vaxi. Fátt er meira gefandi en taka upp sínar eigin matjurtir og bera á borð fyrir gesti. Endilega … …látið ekki bugast Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðyrkja Gríðarlega gefandi. Umboðsmaður skuldara hefur gefið út upplýsingabæklinginn Tékkheftið með upplýsingum um ýmis ráð þegar bregðast þarf við greiðsluvanda. Óháð ástæðu greiðsluvanda er mikilvægt að bregðast við sem allra fyrst og afla sér upplýsinga um þau úrræði sem standa til boða. Í mörgum tilvikum geta skuldarar sjálfir samið við kröfuhafa vegna minniháttar vanskila. Ef greiðsluvand- inn er mikill getur hins vegar verið rétt að leita til umboðsmanns skuld- ara sem veitir skuldara ókeypis að- stoð. Í Tékkheftinu eru upplýsingar um vanskil og vanskilakostnað, mögu- leg úrræði umboðsmanns fyrir hvern og einn, og hvernig hægt er að bregð- ast við skuldum af ýmsum toga, t.d. vegna opinberra gjalda, meðlags, námslána, eða skulda við fjármálafyr- irtæki og Íbúðalánasjóð. Einnig eru í Tékkheftinu leiðbeiningar um hvernig hægt er að sækja um lækkun útsvars. Trúlega mun Tékkheftið gagnast mörgum, en kannski mest þeim sem hafa lent í vanskilum með reikninga á síðastliðnum tólf mánuðum, eru í van- skilum með fasteignalán, hugsanlega á vanskilaskrá eða eiga yfir höfði sér fjárnám eða nauðungarsölu. Umboðsmaður skuldara gefur út upplýsingabækling Nokkur góð ráð í Tékkheftinu Enginn vill vera berrassaður á netinu að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.