Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 11

Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 11
Morgunblaðið/Golli Vitundarvakning Þórdís Elva segir ríka þörf á vitundarvakningu og að vel upplýstir foreldrar séu besta forvörnin. um hætti, laumuðust kannski á sama aldri til að krota nafn kær- ustunnar eða kærastans á klósett- vegg og þvíumlíkt.“ Langflestir unglingar eiga snjallsíma og geta tekið myndir hvar sem er, hvenær sem er og af hverju sem er. Þórdís Elva segir símana tvímælalaust mesta áhættuþáttinn. „Margir foreldrar eiga erfitt með að setja börnum sínum mörk varðandi samfélags- miðla, t.d. Snapchat og Instagam, sem eru með 13 ára aldurs- takmark. Á fyrirlestrunum kynni ég fyrir þeim lista með spurn- ingum til að auðvelda þeim að ræða við börnin um sexting og hrelliklám. Í byrjun er best að ræða á almennu nótunum við ung- linga um hugtök eins og sexting og fikra sig síðan inn í reynsluheim þeirra. Næg er þörfin því 75% krakka á aldrinum 12 til 15 ára sem ég hef frætt höfðu verið beðin um nektarmyndir eða þekktu jafn- aldra sem höfðu verið beðnir um slíkar myndir.“ Fölsk öryggiskennd Þótt foreldrum gangi gott eitt til og reyni sitt besta, segir Þórdís Elva þá alls ekki vera nægilega upplýsta um afleiðingar myndbirt- inga í netinu. „Oft sló þögn á hóp- ana þegar ég dró upp raunsæja en myrkra mynd af veruleikanum. Ekkert foreldri vill að barnið þeirra lendi berrassað á netinu,“ segir Þórdís Elva og bendir á að hafa skuli varann á forritum sem bjóði upp á falska öryggiskennd. Fyrrnefnt Snapchat leyfi not- endum til dæmis að senda mynd eða myndskeið sem virðist gufa upp innan 10 sekúndna en í raun- inni sé mjög auðvelt að afrita skilaboðin. Þórunn Elva segir að hún hafi næstum fengið áfall þegar hún leit- aði heimilda fyrir fræðsluerindin og las um þann breytta heim sem börn og unglingar alast upp í. „Þau eru alltaf með farsíma, alltaf nettengd og engin leið fyrir for- eldra að vera yfir öxlunum á þeim allan sólarhringinn. Hvers kyns sí- ur eru gagnlegar en aðallega þurf- um við að byggja síur inn í höfuð barnanna okkar þannig að þau læri umgengnisreglur, fái siðferðisvið- mið um hvernig eigi að koma fram við aðra og hvaða afleiðingar hegð- un þeirra getur haft á netinu. Það stendur upp á okkur sem fullorðin erum að aðlaga okkur og ná tökum á þessum nýja veruleika, setja okkur inn í vandamál sem börnin okkar glíma við til þess að geta hjálpað þeim að fóta sig í þeim frumskógi sem netið og smáfor- ritin eru. Slíkt forvarnarstarf er affarsælast innan veggja heim- ilanna.“ Þótt núorðið ætti flestum að vera ljóst að það sem einu sinni fer á netið verður ekki aftur tekið seg- ir Þórdís Elva að oft séu ákvarð- anir um nektarmyndir teknir í hita leiksins. Nýmóðins kynfræðsla „Mér dettur ekki í hug að ljúga því að börnum að þeim sé bannað um aldur og ævi að taka af sér nektarmyndir eða myndir sem sýna hold, enda ráða þau því sjálf þegar þau verða 18 ára. Rétt eins og kynfræðslu er háttað ganga fyr- irlestrar mínir ekki út á að banna kynlíf, heldur að fólk viti hvað það er að fara út í og geti tekið örugg- ar og upplýstar ákvarðanir,“ segir Þórdís Elva. „Ég segi stundum að fyrirlestrar mínir séu nýmóðins kynfræðsla vegna þess að sam- skipti kynjanna fara mikið fram í gegnum öpp og netmiðla. Við verð- um að geta kynfrætt unglingana um þann þátt heimsins til að fyr- irbyggja að þau fari sér að voða þar rétt eins og í svefnherberginu í raunheimum,“ bætir hún við. Þar sem nektarmyndatökur og -sendingar eru orðin liður í kyn- hegðun ungs fólks telur Þórdís Elva að margir, sérstaklega stúlk- ur, alist upp við þá þöglu og allt- umlykjandi ógn að myndirnar fari á flakk um netið. „Stundum þarf ekki mikið til að slettist upp á vin- skapinn þegar búið er að skiptast á nektarmyndum,“ segir hún. Í fyrirlestrum sínum segist hún hafa lagt ríka áherslu á að þeir sem brjóti trúnað og dreifi viðkvæmum myndum og efni á netið séu hinir raunverulegu gerendur, sem eigi að axla ábyrgðina og sitja uppi með skömmina. Brjóstabyltingin til höfuðs hrelliklámi Henni finnst brjóstabyltingin, Free The Nipple, þegar konur streymdu berbrjósta út á götur og birtu um tólf þúsund íslenskar brjóstamyndir á netinu, fyrst og fremst hafa snúist um að vísa skömminni þangað sem hún átti heima og sýna þolendum hrellik- láms samstöðu. „Ég var stödd fyrir norðan með fimm fyrirlestra daginn sem brjóstabyltingin reið yfir í lok mars. Foreldrarnir urðu margir hverjir hálf ráðvilltir og sumum gramdist svolítið, enda kannski ný- búnir að útlista fyrir börnum sín- um að það væri ekki það skyn- samlegasta sem maður gerði að birta slíkar myndir á netinu.“ Þórdís Elva hefur fullan skiln- ing á því úr hvaða jarðvegi brjóstabyltingin er sprottin; ungar konur vilji taka málin í sínar hend- ur, gera mögulegar nektarmyndir af þeim á netinu að bitlausu vopni, sem ekki sé hægt að nota til að níða þær og niðurlægja. „Mín lokaorð í fyrirlestrunum eru tilmæli til þeirra foreldra sem hugsanlega hafa eða eiga eftir að hafa með mannaráðningar að gera að láta leitarniðurstöður á Google ekki hafa áhrif á stöðu umsækj- anda. Margar sögur geta búið að baki nektarmyndum á klámsíðum, algengastar eru trúnaðarbrestur og svik eða að myndirnar séu bein- línis falsaðar, en sumir hafa gert sér að leik að setja annað andlit á búk klámmyndaleikkonu. Eina leiðin til að slá vopnin úr höndum spellvirkjanna er að leyfa þeim ekki að hafa áhrif og svipta þol- endur tækifærum í lífinu. Barátt- unni gegn netníðingum er ekki lok- ið,“ segir Þórdís Elva og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja. Hún hefur ýmislegt á prjónunum og fleiri fyrirlestrar eru á döfinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 TWIN LIGHT GARDÍNUR Láttu sólina ekki trufla þig í sumar Betri birtustjórnun Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Í Tékkheftinu eru ýmis dæmi um hvernig skuldir í vanskilum geta hækkað. Tíu mánaða vanskil á síma- reikningi, sem upphaflega var 8.530 kr. verða 22.914 kr. að viðbættum vöxtum, kostnaði kröfuhafa og inn- heimtukostnaði. Morgunblaðið/Eggert Margar ástæður Allir geta lent í því að ráða ekki við fjárhags- skuldbindingar sínar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er leikkona, leikskáld og rithöf- undur, fædd árið 1980. Hún hefur undanfarin ár starfað mikið að fræðslu- og forvarnarmálum. Bók hennar, Á mannamáli, kom út 2009 og fjallar um kynbundið of- beldi. Bókin var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna það ár og þótti varpa nýju ljósi á þetta hljóðláta samfélagsmein. Á sviði leikritunar liggja m.a. eftir Þórdísi verkin Brotið, Hungur og Fýsn. Þórdís Elva hefur leikið aðal- og aukahlutverk í sjónvarpsþátt- um og bíómyndum. Nýverið skrif- aði hún handrit að tveimur verð- launuðum fræðslumyndum um kynferðismál, annars vegar myndinni Stattu með þér fyrir 10-12 ára börn og hins vegar Fáðu já fyrir 13-15 ára unglinga. Vitundarvakning, samstarfsverk- efni á vegum þriggja ráðuneyta, fjármagnaði báðar myndirnar. 95% allra 15 ára unglinga á land- inu sáu síðarnefndu myndina og samkvæmt viðhorfskönnun með- al þeirra sögðust 70% þeirra skilja betur muninn á kynlífi og klámi og vera betur í stakk búnir til að tala um kynferðismál, sam- þykki og mörk við bólfélaga sína í framtíðinni. „Þótt myndin hafi unnið til verðlauna þótti mér vænst um að heyra að svona mörg börn töldu myndina hafa breytt hugarfari sínu,“ segir hugsjónakonan. Hugsjónakona ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR Sexting Sexting er enskt orð sem samanstendur af orðunum „sexual“ og „texting“. Um er að ræða kynferðisleg smá- skilaboð, oft ljósmyndir, sem sýna nekt eða eru með kyn- ferðislegum undirtóni. Skila- boðin eru yfirleitt ætluð einni manneskju, þótt raunin sé sú að sexting myndir fari í mörg- um tilvikum á flakk. Hrelliklám Hrelliklám, eða hefndar- klám, er ljós- eða hreyfimyndir sem sýna nekt og eru settar í dreifingu á netinu án sam- þykkis þess sem sést á mynd- unum. Sumar hrelliklámmyndir eru settar á netið af ein- staklingi í hefndarhug, t.d. fyrrverandi maka. Sumar myndir eru afleiðing kúgunar, sumar eru falsaðar og búnar til í myndvinnsluforritum, aðrar fara í dreifingu á netinu eftir að hafa verið stolið. Hver sem uppruninn er brýtur hrelliklám gegn friðhelgi og er gróf innrás í einkalíf þess sem fyrir því verður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.