Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
BAKSVIÐS
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma (KGRP) og formaður Kirkju-
garðasambands Íslands, telur stöðu
garðanna alvarlega þar sem ekki sé
hægt að sinna sumarviðhaldi garð-
anna eins og skyldi. Grípa þurfti til
þess að ganga á eftirlaunasjóð, 65
milljónir króna, til þess að sinna við-
haldi og endurnýja nauðsynlegan
tækjabúnað. Ekki voru gerðar at-
hugasemdir við það í ársreikningi.
KGRP rekur kirkjugarðana við Suð-
urgötu, í Fossvogi, Kópavogi og
Gufunesi auk smærri verkefna. Ár-
lega eru um 1.000-1.100 manns lagðir
til hinstu hvílu í görðum KGRP og
vex sá fjöldi ár frá ári.
Ríkið lagði KGRP til rúmar 500
milljónir kr. á síðasta rekstrarári skv.
ársreikningi frá apríl síðastliðnum.
Þar af dragast um 50 milljónir kr.
sem framlag í Kirkjugarðasjóð, eins
konar jöfnunarsjóð kirkjugarða. Þór-
steinn telur þetta framlag þurfa að
vera 30-40% hærra, eða sem nemur
150-200 milljónum króna. Framlög
hafi farið þverrandi að teknu tilliti til
verðbólgu frá bankahruni og var
KGRP rekið með 36,1 milljónar kr.
tapi á síðasta ári. Garðarnir hafi þurft
að draga saman seglin hvað varðar
viðhald og þjónustu, fyrir hrun voru
um 165 manns ráðnir þar til sumar-
starfa en nú eru þeir um 110. Garð-
arnir hafi þó stækkað á þessum tíma
þar sem ný svæði hafi verið tekin í
nýtingu. Að mati Þórsteins þyrfti um
180 starfsmenn svo sinna mætti al-
mennilega viðhaldi þeirra 90 hektara
sem garðarnir spanna.
Þjónustuskerðing að óbreyttu
Spurður hvort ekki þurfi eitthvað
undan að láta ef rekstrarforsendur
breytist ekki segir Þórsteinn svo
vera. Skert sumarviðhald sé þegar
raunin en á endanum verði að tak-
marka starfsemina við lögbundin
verkefni. Þar nefnir Þórsteinn til
dæmis kapellu og líkhús sem KGRP
rekur en hefur ekki getað haft tekjur
af og yrði líklega það fyrsta sem yrði
lagt af ef nauðsyn krefur. Þar sé um
að ræða þjónustu sem kirkjugörðum
er heimilt en ekki skylt að veita, en
flestar útfararstofur á svæðinu nýta
sér líkhúsið. Innanríkisráðuneytinu
hafi margsinnis verið gert viðvart um
þessa stöðu en engin viðbrögð hafi
fengist þaðan.
Breyttur veruleiki kirkjugarða
Þórsteinn segir svipaðar aðstæður
að finna í kirkjugörðum um land allt.
Tíðkast hafi t.d. að gröfumenn og
aðrir sem starfi við garðana gefi
vinnu sína alfarið eða starfi á
óeðlilega lágum taxta. Mönn-
um hlaupi blóðið til skyldunnar
að þessum málum sé vel sinnt
en garðarnir geti bæði ekki
gengið að þessu vísu og þróun-
in sé í áttina frá þessu. Fjár-
framlög þurfi að
mæta þessum að-
stæðum og taka
viðmið af kostn-
aðaraukningu
garðanna.
Fjársvelti plagar kirkjugarða
Viðvarandi rekstrarhalli hefur heft starfsemi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Færri
sumarstarfsmenn og styttri starfstími til viðhalds Gætu þurft að loka líkhúsinu í Fossvogi
Morgunblaðið/Jim Smart
Kirkjugarðar Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri KGRP, segir ekki hægt að sinna viðhaldi kirkjugarðanna.
Bálfarir og duftgreftranir hafa
færst mjög í vöxt. Sérstakir
duftreitir eru nú starfræktir í
þremur kirkjugörðum KGRP: í
Gufunesi, Kópavogi og Foss-
vogi. Duftgreftranir taka minna
pláss en kistugrafir, en sex
duftgrafir komast á sama skika
og ein kistugröf. Þórsteinn seg-
ir þó óverulegan sparnað felast
í þessari þróun í krónum talið
þar sem kostnaður sé mikið til
fastur, m.t.t. til þess að stærsti
hluti landsins sé eldri grafir.
Ein bálstofa er hér á landi og
hún er í Fossvogskirkjugarði.
Þar þjónar enn sænskur IFÖ-
líkbrennsluofn frá árinu 1948
en til hefur staðið að flytja
starfsemina í Gufunes og kaupa
þá nýjan ofn. Ofninn sem nú er í
notkun er illa búinn hreinsibún-
aði og myndi ekki uppfylla
strangari kröfur um
mengunarvarnir.
Nýjum kirkjugarði hefur
verið fundið stæði viðÚlfars-
fell og er vonast til að fram-
kvæmdir þar hefjist á næsta
ári, en 6-8 ár tekur að
standsetja jarðveg fyrir
nýjan kirkjugarð.
Bálfarir tíðar
í borginni
67 ÁRA GAMALL OFN
Þórsteinn
Ragnarsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
segist aðspurður ekki hafa komið að
jafn umfangsmiklu verkefni og gerð
áætlunarinnar um afnám hafta.
Þetta verkefni sé ekki líkt neinu sem
hann eða samstarfsmenn hans í
Seðlabankanum hafi reynslu af.
„Í fyrsta lagi hafa ekki marga
þjóðir sem haft fjármagnshöft á
seinni árum. Í öðru lagi er umfangið
hér nánast fordæmalaust enda er
verið að gera upp þriðja stærsta
gjaldþrot í sögu mannkynsins innan
eins minnsta ríkis Evrópu. Það
blandast saman við okkar greiðslu-
jöfnuð og okkar litla gjaldmiðil.
Það hefur alla tíð legið fyrir að á
sama hátt og vandinn er fordæma-
laus yrðu aðgerðirnar að einhverju
leyti að vera fordæmalausar líka,
þótt reynt sé eftir megni að standa
við alþjóðlegar skuldbindingar, og
það verður gert. Það er því erfitt að
finna hliðstæðu,“ segir Már og ber
verkið saman við alþjóðlega reynslu
sína.
Mjög stórt í hlutfalli við landið
„Ég hef komið að ýmsu sem lýtur
að peningamálum, bæði hér innan-
lands og erlendis. Ég hjálpaði einu
sinni Kínverjunum á bak við tjöldin
að breyta sveigjanleika gengisstefn-
unnar hjá sér. Auðvitað var það
náttúrulega stórt á sögulegan mæli-
kvarða, hefur miklu meiri áhrif á
heimsbúskapinn en það sem við er-
um að gera hér. Það sem hér er stórt
er hlutfallið við landið. Þannig að
svarið er nei. Ég held að ég hafi ekki
fordæmi,“ segir Már, sem var áður
aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Al-
þjóðagreiðslubankanum í Basel.
Spurður hversu stór hluti af tíma
hans hafi farið i verkefnið og hversu
margir hafi komið að því innan
Seðlabankans segir Már að farið hafi
„feikilega mikill tími í málið“. „Svo
verður áfram. Ég hef þurft að sjá af
fólki sem er mjög atkvæðamikið í því
að stýra bankanum almennt sem
hefur þurft að draga úr því og vinna
í þessu verkefni. Við erum með 16
manna gjaldeyriseftirlit. Mjög stór
hluti vinnunnar hjá því fólki hefur
farið í þetta verkefni. Við erum með
sérstakan greiðslujafnaðarhóp
þriggja sérfræðinga sem hefur unn-
ið að málinu dag og nótt. Fjármála-
stöðugleikasvið og hagfræðisvið
okkar hafa komið mikið að verkefn-
inu, til dæmis með því að móta texta
og búa til útskýringar sem geta
hjálpað gagnvart því að útskýra
þetta erlendis. Svona gæti ég haldið
áfram. Það hefur í raun farið meiri
vinna í þetta hjá mér en sjálfa
peningastefnuna. Ég verð því glaður
að geta farið að snúa mér í meiri
mæli að einhverju öðru, en það er
enn mikið eftir í þessu,“ segir Már
Guðmundsson.
Segir haftaáætlunina
fordæmalausa aðgerð
Már aðstoðaði einu sinni Kínastjórn „á bak við tjöldin“
Morgunblaðið/Golli
Seðlabankastjóri Már á blaðamannafundi í Hörpu um afnám hafta.
„Að sjálfsögðu skoðum við það, en
eðli bréfa er þó þannig að þau eru
órekjanleg,“ segir Brynjar Smári
Rúnarsson, markaðsstjóri Íslands-
pósts, spurður hvort Íslandspóstur
rannsaki nú hvort annar póstur en sá
sem fannst í vikunni í þremur pokum
í Gufuneskirkjugarði hafi ekki ratað
á réttan stað.
Íslandspóstur vinnur nú að því að
koma póstinum sem fannst í kirkju-
garðinum á mánudaginn til skila.
Íslandspóstur mun ekki auglýsa
sérstaklega eftir ábendingum en
Brynjar segir að sem betur séu við-
skiptavinir Íslandspósts athugulir
og duglegir við að koma ábendingum
til skila.
„Það er verið að bera saman
ábendingar til þess að sjá hvort ein-
hverjar gætu átt við málið,“ segir
Brynjar en tekur þó fram að lang-
stærstur hluti þess pósts sem berast
hafi átt í umrædd póstnúmer á þessu
tímabili hafi komist til skila.
Íslandspóstur ákvað að kæra mál-
ið til lögreglu, sem rannsakar nú
hvernig pósturinn endaði í Gufunes-
kirkjugarði og hvort að einhver frek-
ari póstur hafi ekki borist móttak-
endum.
Viðbragðsferlar settir í gang
Íslandspóstur biður alla hlutaðeig-
andi afsökunar en Brynjar segir að
viðbragðsferlar séu til staðar þegar
svona atvik koma upp.
„Starfsmannastjórinn fundaði í
[gær]morgun með starfsmönnum á
þessum dreifingarstöðvum og mun
svo í kjölfarið funda með starfs-
mönnum annarra dreifingarstöðva
til þess að ítreka alvarleika málsins,
en pósturinn tekur skyldur sínar
mjög alvarlega,“ segir Brynjar og
bætir við að þegar svona alvarleg at-
vik komi upp séu verkferlar endur-
skoðaðir og allt gert sem hægt er til
þess að koma í veg fyrir að slíkt end-
urtaki sig.
Þriðja tilvikið á árinu
Fyrr á árinu komu upp tvö tilvik
þar sem póstberar brugðust skyld-
um sínum og lágu á pósti sem þeir
áttu að bera út. Að sögn Brynjars
voru þau mál leyst innanhúss en ekki
leitað eftir aðkomu lögreglu eins og
nú hefur verið gert.
Þetta er því þriðja tilvikið í ár þar
sem umtalsvert magn af pósti er
skilið eftir á röngum stað.
Skoða hvort
meiri póst vantar
Verið að bera sam-
an ábendingar
Verkferlar endur-
skoðaðir
Valdís Þórðardóttir
Póstberi að störfum Þrír pokar af
pósti fundust í kirkjugarði.