Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinndrengja-legi for- sætisráðherra Breta, David Cameron, hefur reynst klókari stjórnmálamaður en margur hugði. Óvæntur þingmeirihluti í Bretlandi eftir síðustu kosn- ingar þykir staðfesta það. Flokkur breskra sjálfstæðis- sinna, UKIP, var lengi talinn útiloka að Cameron næði að tryggja sér meirihluta á þingi, enda voru flestir forystumenn UKIP áður í Íhaldsflokknum eða stóðu hvað næst honum í breskum stjórnmálum. Flokkur Nigel Farage náði í senn glæsi- legum og ömurlegum árangri í kosningunum í síðasta mánuði. Flokkurinn hlaut tæp 13% at- kvæða og varð þar með þriðji stærsti flokkur Bretlandseyja. Það var frábær árangur. En flokkurinn fékk aðeins einn þingmann kjörinn. Það var mikil háðung. Hefðu sömu kosningaregur gilt á Bretlandi og á Íslandi hefði UKIP fengið eina 80 þingmenn! En hvernig stóð þá á því að svo hátt atkvæðahlutfall skað- aði ekki Íhaldsflokkinn svo mikið að Verkamannaflokknum tækist þess vegna að ná meiri- hluta á þingi? Ýmsar ástæður eru fyrir því. Ein er sú að Verkamannaflokk- urinn hrundi til grunna í Skot- landi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 56 menn kjörna á þingið í London, þótt hann væri aðeins með tæp 40 prósent af at- kvæðastyrk UKIP. Í annan stað gerði UKIP ekki einvörð- ungu út á efasemdir sínar um ágæti ESB. Flokkurinn spilaði einnig á vaxandi undirliggjandi andúð á vaxandi straumi inn- flytjenda til Bretlands. Á dag- inn kom að sú áhersla dró ýmsa kjósendur að UKIP og þeir komu í ríkari mæli frá hefð- bundnum stuðningsmönnum Verkamannaflokksins en frá þeim sem oftast halla sér að Íhaldsflokknum í kosningum. En Cameron hafði einnig sýnt klókindi í aðdraganda kosninganna. Hann lofaði því að fengi hann meirihluta á þingi, sem hann bjóst alls ekki við að fá, myndi hann efna til þjóðaratkvæðis í landinu eigi síðar en árið 2017. (Fyrir kosn- ingarnar 2010 lofaði hann þjóðaratkvæði um Lissabon- sáttmálann en kom sér undan því að efna það.) Þá gæfist Bretum tækifæri til að ákveða hvort þeir færu út úr ESB eða yrðu þar áfram. Cameron sjálf- ur myndi krefjast þess af öðr- um leiðtogum ESB að Bretar fengju til baka verulegan hluta af þeim fullveldisrétti sem þeir hefðu glatað til Brussel. Eftir sigur í því kröfumáli myndi for- sætisráðherrann, gamli ESB- andstæðingurinn, berjast víg- reifur fyrir áfram- haldandi veru Breta í ESB. At- kvæði greitt UKIP frá Íhaldsflokknum gæti tryggt að sá flokkur næði ekki meirihluta og þá yrði engin atkvæðagreiðsla um veruna í ESB. Í áróðri hljómaði rök- semdin svo að atkvæði greitt UKIP væri ávísun á valdatöku Milibands og útilokun þjóðar- atkvæðis um ESB. Cameron hefur í tvígang lof- að mönnum þjóðaratkvæði um mál sem hann er andvígur og hefur sigrað í þeim báðum. Fyrst samþykkti hann úrslita- kost Frjálslyndra fyrir þátt- töku í ríkisstjórn. Sá snerist um hlutfallskosningar ein- menningskerfis. Þegar breskir kjósendur fengu loks tækifæri til að velja með fullgildu at- kvæði hvers og eins kjósanda um kosningakerfi endurkusu þeir glaðbeittir gamla kerfið yfir sig. 1-0 fyrir Cameron. Næst samþykkti hann að Skotar einir fengju að ákveða í almennu þjóðaratkvæði hvort þeir slitu sambúð við ríkis- valdið í London, að bústýrunni í Buckingham-höll þó undan- skilinni. Kannanir höfðu sýnt Cameron að öllu yrði óhætt í þjóðaratkvæði af þessu tagi. Þegar fáeinir dagar voru til kosninga sýndu kannanir á sér aðra hlið. Cameron ákvað, stífur af ótta, í samráði við Miliband sem einnig var farinn á taugum, að lofa Skotum öllu fögru höfnuðu þeir sjálfstæði. Það hafðist. 2-0 fyrir Cameron. Og nú er þriðja atkvæða- greiðslan ein eftir. Það lítur út fyrir að hún verði sú þeirra þriggja sem Cameron fari létt- ast með. Hann er búinn að grafa allar þær alvörukröfur sem hann kalsaði áður að láta Brussel- valdið standa frammi fyrir. Að- eins hreinar málamyndakröfur standa eftir. Leiðtogum þeirra ESB-landa sem ein skipta máli í því sambandi hefur verið gert ljóst að þeir verði að stynja, dæsa og stórfurða sig á óbil- gjörnum og óraunsæjum kröf- um Breta. Það yrði svo í tólftu lotu slagsins sem David Cass- ius Cameron Clay kýldi alla andstæðinga sína kalda með óvæntum krók. Í sæluvímu sig- ursins samþykkja Bretar að vera í ESB um aldur og ævi og kyngja tilskipunum þaðan hraðar en ókeypis bjór á bar. 3-0 fyrir Cameron. ESB-andstæðingar óttast að þessi verði niðurstaðan. Cameron sanni enn og aftur að hann sé of snjall fyrir þá. Ein- hverjir halda þó enn í þá vonar- glætu að í þetta sinn sannist á Cameron hið fornkveðna, að yfirsnilld geti orðið flinkum mönnum að falli. Slík dæmi eru til. Breski forsætisráð- herrann þykir hafa sýnt klókindi á velli stjórnmála} Verður hann of snjall? Y firskrift þessa pistils er tilvitnun í samtal sem átti sér stað á vinnu- stað í miðbæ Reykjavíkur þar sem karlmaður ræddi við unga samstarfskonu sína á vinnutíma sem gegnir starfi þjóns. Þetta var endapunkt- urinn á annars langri og nákvæmri grafískri lýsingu á því hvernig hann vildi að rassar og brjóst á konum ættu að vera með viðeigandi skýringum á hvað væri handfylli og hvað ekki. Hann bætti við í lokin að hann væri nú meiri „rassamaður“ en „brjóstamaður“. Viðeigandi? Nei. Kynferðisleg áreitni? Já. Í nýrri rannsókn sem kynnt var í vikunni á ráðstefnu SGS, MATVÍS og systursamtökum á Norðurlöndum kemur fram að helmingur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í þjónustustörfum. Birtingarmynd áreitni get- ur verið með ýmsum hætti, t.d. svipbrigði, látbragð, óvið- eigandi athugasemdir eða snerting. Samkvæmt rann- sókninni eru flestir á aldrinum 18-24 ára þegar áreitnin á sér stað. Í 57% tilvika er það viðskiptavinur sem áreitir, í 31% tilvika er um samstarfsfélaga að ræða og í 25% til- vika er yfirmaður gerandinn. Það er rétt að hrósa þeim sem stóðu að rannsókninni fyrir framkvæmdina og draga þar með upp á yfirborðið að því er virðist stórt vandamál. Það getur ekki með nokkru móti þótt eðlilegt að svo stórt hlutfall hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunni. Hverju er um að kenna? Er það samfélagið okkar sem myndar umgjörð þar sem þetta þykir sjálf- sagt? Viðgengst þetta af því að það er aldrei gripið almennilega í taumana og áreitnin stöðvuð? Er þetta uppeldi? Skólakerfið? Það er hægt að láta sér detta ýmislegt í hug. Við megum alls ekki að yppta öxlum og segja að svona hafi þetta alltaf verið. Það verður að bregðast við þessu og útrýma þessari hegðun með öllum mögulegum ráðum. Kannski er ráð að rannsaka næst þá sem beita áreitn- inni? Það má spyrja sig hvar ábyrgð atvinnurek- enda liggur. Hvaða úrræði eru önnur en að reka þá sem eru staðnir að því að áreita sam- starfsfólk sitt ítrekað eða vísa viðskiptavinum út sem þannig haga sér? Því miður er það lík- legra að starfsmennirnir sem fyrir áreitninni verða hætti án þess að atvinnurekandi hafi gripið til nokkurra ráðstafana. Stjórn norrænna samtaka starfsfólks í ferðaþjón- ustugreinum vill auka skilning á þessu alvarlega máli og ætlar að krefjast aðgerða af hálfu atvinnurekenda með því meðal annars að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og með- höndla vandamálin sem fylgja kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Ég hvet stjórnina til þess að standa við orð sín og finna úrbætur. Hversu lengi finnst ykkur að unga konan sem minnst var á í upphafi pistilsins eigi að umbera áreitnina? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill „Þú ert með fullkominn rass“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ærdauði í sauðburði ívor er útbreiddari enáður hefur verið talið.Mesta tjónið hefur orðið á Vesturlandi en einnig eru mörg dæmi um að ær hafi drepist í stórum stíl á sauðfjárbúum á Norðurlandi og Austurlandi. Landssamtök sauðfjárbænda standa fyrir kortlagningu á tjóninu og rann- sókn á ástæðum þess. Þau telja unnt að fullyrða að þúsundir kinda hafi drepist. Landssamtökin hafa óskað eftir því að fjárbændur sem fyrir tjóni hafa orðið láti samtökin vita og tí- undi jafnframt allt sem þeir telja hafa verið óvenjulegt í ár, svo sem varðandi fóðrun og einkenni. Það er liður í að kortleggja vandann og leita að ástæðum hans. Léleg hey á sunnan- og vestan- verðu landinu eru nærtækasta skýr- ingin og sú sem sérfræðingar hafa til þessa helst hallast að. Heyin séu orkulítil og í þau vanti ef til vill stein- efni. Kalt vor hafi aukið á vandann. Ekki fullnægjandi skýring Forystumenn sauðfjárbænda segja að tíðarfar, vanhöld eða léleg fóðrun virðist ekki vera fullnægjandi skýring. „Ég veit ekki hvað þetta ætti að vera. Þegar kindur svara því ekki þegar þeim er gefin fóður- blanda, lýsi og þess háttar er eitt- hvað skrítið í gangi. Íslenski fjár- stofninn væri löngu útdauður ef menn hefðu bara getað fóðrað á úr- valsheyi. Bændur hafa oft átt léleg hey en kindurnar hafa þá meðtekið það þegar menn hafa gefið þeim fóðurblöndur og önnur efni með. Því er ekki að heilsa nú,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Svavar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, bætir því við að vandamálið sé ekki ein- ungis hjá bændum sem lentu illa í því með heyskap í fyrrasumar; bor- ist hafi sömu fregnir frá bændum á Norður- og Austurlandi sem hafi náð góðum heyjum. Þá séu fyrir- myndarbændur að lenda í þessum vandræðum og ekki hægt að tala um það sem vandamál búskussa. Sauð- fjárbændur hafa átt erfitt með að segja frá fjárdauðanum og þess vegna hefur ekki verið tekið á mál- inu fyrr. „Menn eru með lifandi dýr og finnst slæmt að tala um þegar þeir missa eitthvað. Það er lenskan og menn hafa verið hræddir um að fá á sig búskussa- eða vanfóðrunar- stimpil. Almennt er það ekki þannig nú enda brugðust menn hraustlega við, strax í byrjun febrúar, en það gekk ekki neitt,“ segir Þórarinn. Margrét Katrín Guðnadóttir, dýralæknir í Borgarnesi, sem að- stoðar sauðfjárbændur við rann- sóknina, tekur fram að bændur virð- ist vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að ærnar drepist. „Féð er þeirra hjartans mál og þetta er ekki þeim að kenna. Þeir virðast ekki ráða við ástandið,“ segir hún. Á mörgum bæjum hafa drepist 20-40 ær, ýmist skömmu fyrir burð eða fljótlega eftir burð, en mörg dæmi eru um mun meiri afföll. Kortleggja ærdauð- ann og leita skýringa Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gefið úti Sauðfjárbændur trúa ekki á þá skýringu á fjárdauðanum að heyin séu svo léleg frá síðasta sumri. Þeir telja að fleira hljóti að koma til. Svavar Halldórsson Þórarinn Ingi Pétursson Byrjað er að taka blóðsýni af vanfóðr- uðum ám. Æskilegt er að það sé gert áð- ur en þeim er hleypt út. Sýn- in verða send til rannsóknar í Svíþjóð. Margrét Katrín Guðna- dóttir dýralæknir segir að búast megi við svörum daginn eftir að sýnin berist til rannsóknarstof- unnar. Margrét vonast til að fá svör við því hvað hrjái kindurnar. Hún gerir sér vonir um að úr því fáist skorið hvort skortur sé á einhverjum efnum eða ofgnótt, til dæmis af vítamínum eða steinefnum. Ef ekki, þá svar um það hvort merki séu um bólgur og þar með sýkingar, en það finnst henni þó ólíkleg skýring. „Sá möguleiki er fyrir hendi að þetta skili okkur engu. Við verð- um þá bara að kyngja því.“ Sýni send til Svíþjóðar RANNSÓKN LS Margrét Katrín Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.