Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 17

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Háskólalíf Um 350 nemendur á aldrinum 12-16 ára mættu í gær í Háskóla Íslands þegar hinn árlegi Háskóli unga fólksins var settur. Krakkarnir fóru í leiki á lóð Háskólans og var mikið fjör. Kristinn Lögum samkvæmt eru Þingvellir við Öxará og grenndin friðlýstur helgistaður allra Íslend- inga. Land þjóðgarðsins skal vera friðað í því skyni að varðveita ásýnd þess og viðhalda eins og kostur er hinu upp- runalega náttúrufari. Allt jarðrask, m.a. byggingar, vegagerð og rækt- unarframkvæmdir eru óheimilar nema með samþykki Þingvallanefndar. Dagana 26.-27. maí sl. sagði Morg- unblaðið frá drögum að endurskoðun á stefnumótun Þjóðgarðsins á Þingvöll- um og birti viðtöl við þjóðgarðsvörð, yf- irlandvörð og aðalráðgjafa þjóðgarðs- ins. Þar komu fram miklar áhyggjur yfir sívaxandi straumi ferðamanna sem heimsæki þjóðgarðinn við ófullnægj- andi aðstæður auk gífurlegrar gegn- umumferðar og hraðaksturs. Þing- vallanefnd sem fer með yfirstjórn þjóðgarðsins hefur til skoðunar drögin sem vísað er til. Ljóst er að róttækra breytinga er þörf í málefnum Þingvalla og kemur það ekki á óvart þeim sem lengi hafa fylgst með þessum stað. Verndun hafi forgang Lögin um þjóðgarðinn (nr. 47/2004) kveða á um að það er verndun náttúru og menningarminja sem eiga að hafa forgang við allar skipulagsákvarðanir á Þingvöllum í bráð og lengd. Þegar nýr vegur var lagður frá Hrafnagjá að Leirum í aðdraganda þjóðhátíðar 1974 voru forsendur hans þær að hann lag- aði sig að landslagi og aksturshraði væri takmarkaður við 50 km hámark. Þegar svonefndur Lyngdalsheiðar- vegur var undirbúinn fyrir nokkrum árum greindi Vegagerðin svo frá að „í gögnum málsins sé skýrt kveðið á um að hámarkshraði innan þjóðgarðsins sé 50 km/klst. og það komi ekki til með að breytast með nýjum vegi.“ (Úrskurður Skipulagsstofnunar 24. maí 2006, s. 9.) Í sambandi við fyrirhugaðar viðhalds- framkvæmdir á þessari leið, virðist Vegagerðin nú þrýsta á um aukinn há- markshraða úr 50 í 70 km og breikkun öryggis- svæða í 5 m út frá veg- brún. Að mati þjóðgarð- svarðar myndu því fylgja mikil náttúruspjöll og slysahætta. Því verður ekki trúað að Þingvalla- nefnd ljái máls á slíku. Jafnframt er brýnt að með stöðugu eftirliti sé tryggt að ekki sé farið fram úr leyfðum umferð- arhraða. Nýtt stórhýsi á Efrivöllum? Þjóðgarðsvörður upplýsir að verið sé að ræða um „að reisa hús við furulund- inn þar sem gengið er upp að Öxarár- fossi og þar gæti Alþingi m.a. haft að- stöðu. En það yrði ekki eingöngu fyrir þingfundi, heldur væri þetta hús fyrir þing og þjóð“. Sem sjá má af þessum orðum er hér ekkert smáhýsi til um- ræðu, þar sem fyrir 1929 stóð Valhöll og Konungshús Friðriks 8. Það er með ólíkindum, ef slíkar hugmyndir um stórhýsi á Völlunum eru nú ræddar af alvöru árið 2015. Vilja menn gleyma því að við erum þarna á jarðfræðilega kviku svæði og mengunarhætta frá slíkum umsvifum er mikil? Ég vissi ekki betur en sammæli væri um það að halda Völlunum fríum af varanlegum mannvirkjum. Þannig segir í stefnu- mörkun Þingvallanefndar 1988: „Stefnt er að því, að engin óþarfa þjónusta, sem laðar að fólk og bíla, verði neðan gjár.“ Til þess sama er einnig vísað í gildandi stefnumörkun fyrir tímabilið 2004-2024 þar sem segir m.a.: „Útilokað má telja að almenningur á Íslandi geti fellt sig við verulega uppbyggingu innan þjóð- garðsins, einkum nálægt þinghelginni sjálfri.“ Útihátíðir á Þingvöllum má halda nú sem fyrr með aðfluttum bún- aði sem auðvelt er að fjarlægja að þeim loknum. Stækka ætti þjóð- garðinn að Langjökli Á síðustu áratugum hefur oft komið til tals að stækka Þingvallaþjóðgarð samhliða því sem hert verði á ákvæðum um verndun Þingvallvatns. Minna má á varnaðarorð Péturs M. Jónassonar í því sambandi. Í gildandi stefnumörkun er á það bent að Þingvellir og umhverfi hafi ómetanlegt gildi sem jarðfræði- legur minnisvarði. Mikilvægt er að inn- an þjóðgarðsins verði eldstöðvakerfin sem teygja sig norð-norðaustur frá sig- dældinni með eldhraunum og glæstum sýnishornum gosstöðva. Þannig yrðu innan garðsins m.a. Skjaldbreiður, Tindaskagi, Þjófahraun og móbergs- staparnir Skriða og Hlöðufell. Allt er þetta svæði þjóðlenda og um leið afrétt Þingvalla o.fl. jarða. (Sjá úrskurði Óbyggðanefndar og Hæstaréttardóm í máli 67/2008.) Með slíkri stækkun opn- ast mikil færi á að dreifa álagi ferða- manna á svæðinu samhliða náttúru- vernd. Jafnhliða er einboðið að færa þjóðgarðinn undir almenna þjóðgarða- stjórn, jafnhliða því sem Þingvallnefnd yrði ráðgefandi um sjálfa þinghelgina. Skýra stefnumörkun um svæðið allt þarf að lögfesta, svipað og gert er í Vatnajökulsþjóðgarði. Lærum af sögu og mistökum Margt má læra af sögu Þingvalla fyrr og síðar. Friðlýsingin 1930 var já- kvætt skref en margar aðgerðir stjórn- valda í framhaldinu einkenndust af skammsýni, m.a. með úthlutun lóða innan þjóðgarðs undir sumarbústaði. Stefnumörkun frá 1988 og síðar eru skref í rétta átt sem fylgja þarf eftir með mun skýrari verndunarstefnu. Í kvæðinu Alþingishátíðin frá 1930 minn- ir Halldór Kiljan Laxness okkur á það sem máli skiptir þegar prjáli og tildri sleppir á þessum þjóðhelga stað: Sögulaus auðnin, ímynd allrar gnægð- ar, andar á ný um skóginn dularbláan og Þingvöll. Það er aftur hún sem á hann ósnortinn traðki þúsund ára frægðar. Eftir Hjörleif Guttormsson »Ég vissi ekki betur en sammæli væri um að halda Völlunum fríum af varanlegum mannvirkjum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Tryggja verður verndun Þingvalla Ég hóf að fjalla um útgreiðslur til er- lendra kröfuhafa föllnu bankanna á opinberum vettvangi í ársbyrjun 2012. Þá miðuðu allar áætlanir að því að greiða þeim út erlendan gjaldeyri og leyfa þeim að skipta íslenskum eignum á gengi sem væri 135-155 krónur á móti evru. Það voru þessar áætlanir sem gerðu það að verkum að ég hóf að skrifa um hrunið 2016, þegar ís- lenska ríkið myndi gjaldfalla á er- lendum skuldbindingum sínum, enda væri þá landið þurrausið af gjaldeyri, en erlendir kröfuhafar hefðu fengið allt sitt til baka. Haustið 2012 leit allt út fyrir að ríkisstjórnin myndi samþykkja nauðasamninga gömlu bankanna. Það hefði verið stórslys, en því var sem betur fer forðað þegar almenn umræða hófst um hvílíkt óréttlæti það væri að greiða erlendum að- ilum út, að fullu, en skilja íslensk fyrirtæki, sjóði og almenning eftir með reikninginn. Það voru tvær ástæður fyrir því að menn voru nærri því búnir að gera þessi hrap- allegu mistök. Sú fyrri var að margir virtust telja að kröfuhafar slitabúanna ættu að hafa forgang á aðra íslenska borgara vegna þess tjóns sem þau höfðu orðið fyrir vegna kaupa á skuldbindingum einkafyrirtækja. Þetta sjónarmið leit framhjá því að aðrir Íslend- ingar höfðu einnig orðið fyrir miklu tjóni og alveg óháð því að þá eiga allir að vera jafnir fyrir lög- um. Seinni ástæðan er sú að menn kerfisbundið vanmátu vandann. Seðlabankinn gaf út rit þar sem því var ranglega haldið fram að er- lend staða þjóðarbúsins hefði í annan tíma ekki verið betri í febr- úar 2012, nokkrum vikum fyrir kosningar um IceSave. Þeir hafa síðan smám saman uppfært mat sitt og leiðrétt rangfærslurnar. Þegar Seðlabanki Ís- lands hóf loks árið 2013, fáeinum vikum eftir alþingiskosning- ar, að viðurkenna að skuldabréf nýja Landsbankans við gamla fallna bankann væri ein helsta ógn fjármálastöðugleika höfðu orðið vatnaskil. Við tók ný ríkisstjórn sem skildi ójafnvægið sem var í gjaldeyris- málum þjóðarinnar, þar sem skuldir voru langt umfram eignir. Í ljósi þess farvegs sem þetta mál var í í tíð fyrri stjórnar eru fréttir vikunnar mikið gleðiefni. Þó að ég hefði gjarnan vilja ganga lengra sjálfur er niðurstaðan ásættanleg fyrir alla hlutaðeigandi. Ég tel reyndar að krafa mín um gjaldþrotaskipti gömlu bankanna hafi skipt miklu um samningsvilja kröfuhafa enda hefðu þeir þá borið enn skarðari hlut frá borði. Núverandi ríkisstjórn tryggir að ógnin við fjármálastöðugleikann er ekki lengur fyrir hendi og erlendir kröfuhafar skilja allt að 500 millj- arða eftir á landinu umfram það sem áætlanir gengu út á árið 2012. Ef nauðasamningar nást ekki fyrir árslok verður fjárhæðin nær 700 milljörðum og ef kröfuhafar ákveða að setja búin í þrot þá get- ur fjárhæðin nálgast 1.000 millj- arða. Það er ekki annað hægt en að fagna árangrinum. Stórslysi afstýrt Eftir Heiðar Guðjónsson »Núverandi ríkis- stjórn tryggir að ógnin við fjármála- stöðugleikann er ekki lengur fyrir hendi og er- lendir kröfuhafar skilja allt að 500 milljarða eft- ir á landinu umfram það sem áætlanir gengu út á árið 2012. Heiðar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.