Morgunblaðið - 11.06.2015, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
Það segja á þriðja
hundrað mynda undir-
ritaðs o.fl. teknar
reglulega frá vorinu
2010. Myndavélin seg-
ir varla ósatt. Aðeins
svokallað Fasteigna-
svið Hörpu svaraði
undirrituðum (nafn-
laust með rýr og full-
yrðingasöm svör frá
Hörpu sem birtust í
Morgunblaðinu 16.5.
sl.).
– Ryðmyndanirnar: Fasteigna-
sviðið segir ryðpunkta á einstaka
stað og margbrotið varnarkerfi sé til
hjálpar hjúpi. En til er fjöldi mynda
af ryðstöðum (síðar yfirmáluðum) í
safninu. Kostnaðurinn við gallavegg-
inn fyrri: Verktaki greiddi ekki bara
einn. Við skattborgarar greiddum
líka milljónahlut í gallaveggnum
samkvæmt svari frá fv. ráðherra
menntamála á Alþingi (22/3/ 2011)
um kostnað vegna tjóns verkkaupa
(fyrirspurn M.Á. 15/2/2011). Fjórir
aðilar áttu að fylgjast með vegg-
„smíðinni“: Verktakar og aðilar í eft-
irliti og prófun, en brugðust.
– Ófagrar málmsuður, málmsmíði
og samsetningar: NB: Það er fast-
eignasvið sem gerir lítið úr þessu!
Hörð var gagnrýni málmtækni-
manna (VM okt. 2011): „Hrákasmíði
í Hörpu.“ (VM okt. 2011). Aðspurðir
verk- og tæknifræðingar í stáltækni
og fagmenn í járnsmíði eru heldur
ekki hrifnir. Sílikonfúgurnar: Efna-
verkfræðingur taldi að fúgurnar
væru viðkvæmar fyrir sjávarsöltum
barningi, rykblæstri, bílasóti, sterku
sólskini o.fl. Sagði að við bestu að-
stæður entust sílikonfúgur um 20 ár.
Tekst það á versta illviðrastað borg-
arsvæðisins? Áfram sjást ófagrar
fúgur. NB: Margbrotna drenkerfið
undir fúgunum hefur stíflast.
– „Nokkrum rúðum“ var skipt út
vegna galla er sagt: Til eru myndir
af fjölda gallarúða. Fyrrverandi
gluggaþvottamaður
sagðist hafa séð margar
fínrispaðar og mattar
rúður.
– Bratti, langi aðal-
stiginn (neyðarstiginn):
Undanþágu bygging-
arfulltrúa á palllausum
stiganum og á hand-
riðum finnum við koll-
egar hvergi í upplýs-
ingaveitu hans:
„Erindreka“. Alþjóðleg
hönnunarbók, Neufert,
sem er hönnunarbiblía-
allra arkitekta, segir um leik- og tón-
listarhús: Ekki séu fleiri en 18 þrep
og svo komi pallur. Meira að segja
fulltrúi Vinnueftirlits sagðist hafa
áhyggjur af starfs- og ræstingafólki
við lágu handriðin. Hver er ábyrgur
ef gestur slasast vegna stigans eða
handriða? Eru til svör við því?
– Handriðin hættulegu: Það sætir
furðu að dönsku arkitektarnir
skyldu ekki fengnir til að leysa
fremstu röðina á svölunum betur
með meira rými fyrir framan til að
mynda aðlögun að löglegu hærra
handriði til öryggis (án skerðingar á
sjónlínu). Máttu þeir líta til nýrra
tónlistarhúsa þar sem vel hefur tek-
ist til. – Nú eru gerðar mun meiri
kröfur til öryggis fólks en á síðustu
öld. – Enginn er þess umkominn að
gefa afslátt á öryggi gesta í Hörpu.
Enda fann aðspurður fulltrúi bygg-
ingarfulltrúa ekkert í „Erindreka“
hans um undanþágu.
– Sjónsteypan ófagra: Sjón-
steypan er víða flekkótt og mis-
brýnd, skellótt, æðótt og ótútleg,
sérlega á austurhlið og sjávarvegg. –
Þessu eru margir verkfræðingar
sammála. Skyldu viðkomandi verk-
fræðistofur, NMÍ og Steypufélagið,
vera ánægðar með steypuna?
– Flísalögnin gagnrýnda: Myndir
eru til af mislögn í hæð og breidd og
flísavöntun í horn. Efla hefði átt að
skoða betur.
– Af fv. óvarlegum eldi í Eldborg-
arsal og um stóra vá: Eldur gerir
ekki boð á undan sér frekar en önn-
ur vá t.d. stór jarðskjálfti. – Vökull
verkfræðingur sendi undirituðum
mynd af hornpunki strendings galla-
veggjarins þar sem greinilega sést
sprunga. Getur þetta gerst í nýja
veggnum í stórum jarðskjálfa,
spurði sá sami?
– „Úttektin“ á aðgengi sjóndap-
urra: Aðspurður aðgengisfulltrúi
Blindrafélagsins (27/5) kannaðist
ekki við nefnda úttekt. Sjá líka um
sjóndapra: Byggingarreglur nýrrar
MVS: þar segir m.a.: Tröppunef
skulu merkt, aðalanddyri vel merkt
og fyrirstaða sé við stigavængi frá
220 cm h. og niður o.fl.
– Aðgengi og aðstaða fatlaðs fólks:
Ekkert er minnst á það enda finnst
ekki úttekt þar um. – Félög fatlaðs
fólks voru ekki höfð með í ráðum en
ung fötluð kona í hjólastól tók sig til
og framdi einskonar mótmæla-
„gjörning“ (m.a. varalitaði að-
finnslur á v.s.-spegla) um niðurlægj-
andi leið sína um húsið og sér-
staklega inn í Eldborgarsal með
lóðsun um sérhurð og lyftupall. Síð-
an um þreytandi hjólastólsetu í sal-
arhalla.
– Bómukranabílarnir fjölbreyttu:
Fjölmargar myndir eru til af þeim,
margskonar, með viðgerðarmenn í
körfum við hjúpstörf. Líka af ati við
þök og kanta. – Engin flutningalyfta
er í húsinu (stór galli) og þarf að hífa
ýmis efni inn utan frá.
– Af „Erindreka“ byggingarfull-
trúa: Fasteignasvið nefnir 3.000 svo-
kallaðar úttektir Eflu þar. Þetta
stenst ekki (ekki til): Undirritaður
og kollegi hans hafa reynt að fá um-
beðnar úttektir og upplýsingar um
ábyrgðir, án árangurs.
Nýlega var aftur komið að tómum
kofa embættisins í „Erindreka“
(tveir fulltrúar þess fundu ekki um-
beðin efni). – Sagt er að aðalvertak-
arnir hafi séð um hjúp, framkvæmd
og úttekt s.s. verið báðum megin við
borðið. Engar úttektir finnast um
hjúp í „Erindreka“. – NB: Pistill um
óveðursóþol Hörpu (t.d. óveðrin 2/
11/12-30/11/14 & 16/12/14) rúmast
ekki með hér. Sjá líka ósvarað efni í
fyrri grein. – NB: Enginn þriðji að-
ili, óháður verkinu, var fenginn til að
fylgjast með hraðri Hörpu„smíð-
inni“.
Eftir Örnólf Hall
Örnólfur Hall
Höfundur er arkitekt.
„Harpa er í mörgu
ekki vel byggð“
Ljósmyndir/Örnólfur HallHarpa Hjúpur krefst mikillar hjúkrunar.
»Meira að segja
fulltrúi Vinnu-
eftirlits sagðist hafa
áhyggjur af starfs- og
ræstingafólki við lágu
handriðin.
Ekki get ég, fremur
en margir aðrir, komist
hjá því að hafa áhyggj-
ur af framtíð íslensk-
unnar. Margar eru
hætturnar og sýnist
sitt hverjum, hver sé
mesta ógnin. Lítill vafi
er á því í mínum huga,
að spjaldtölvur, snjall-
símar og önnur viðlíka
tæki eiga mikinn þátt í
því að mörgum ungmennum lætur
betur að tjá sig á (hálf)ensku en ís-
lensku. Ekki sér fyrir endann á þró-
uninni á svona tækjum og vel get ég
tekið undir orð Eiríks Rögnvalds-
sonar prófessors, um að mesta ógnin
sem að íslenskunni stafi sé sú að ekki
takist að láta málið fylgja þeirri þró-
un. Á þann veg má einnig skilja orð
Reynis Vilhjálmssonar í grein sem
hann skrifaði í Morgunblaðið föstu-
daginn 29. maí sl. Þar telur hann líka,
að of mikið sé gert af því að finna „al-
íslensk“ orð yfir erlend. Ég get vel
tekið undir þessi orð hans, þótt í þeim
efnum hafi margt verið afbragðsvel
gert, t.d. orðið veira, sem er þýðing
Vilmundar Jónssonar á orðinu virus,
sem annar ágætur maður taldi sóma-
samlegt orð, t.d. beygðist það eins og
prímus – sem líklega hefur enn ekki
verið þýtt á „góða“ íslensku, en er
eins og flestir sem komnir eru yfir
miðjan aldur vita eldunartæki. (Var
reyndar í annarri útfærlsu notaður í
mínu ungdæmi meðal annars til að
svíða kindahausa og hita tól til
brennimerkingar sauð-
fjár).
Tilefni þessara skrifa
minna er þó einkum
orðið ‚ísótóp‘, sem Vil-
hjálmur nefnir í grein
sinni. Þetta er orð sem
kannski skiptir ekki
miklu máli fyrir þróun
málsins, því að fæstum
er það tamt á tungu og
ekki margir vita hvað
það í raun stendur fyrir.
Jafnvel „innvígðir“, eins
og starfsfólk Ísótópa-
stofu Landspítalans, geta átt erfitt
með að skýra hvað um er að ræða, en
ósjaldan kemur fyrir að sjúklingar
sem leita á áðurnefnda stofnun
spyrji, hvað þetta orð merkir. Þetta
orð hefur, eins og Vilhjálmur bendir
á, verið þýtt sem samsæta. Þá er vís-
að til þess að ísótópar hafa sama
„sæti“ eða númer í lotukerfinu (ágætt
orð yfir The Periodic System), þar
sem talin eru upp öll frumefni sem
þekkt eru. Þetta númer hefur svo
verið kallað sætistala (e. Atomic
Number, eða ‚atómnúmer‘), og segir
það til um fjölda róteinda (e. protons)
í kjarna frumefnisins. Ísótópar eru
þannig mismunandi afbrigði sama
frumefnis, hafa allir sömu sætistölu
og sama fjölda róteinda, en mismun-
andi fjölda nifteinda (e. neutrons
(‚hlutlausar‘ agnir)), og eru því mis-
þungir. Eru þannig allir á sama stað í
lotukerfinu og þannig er enska heitið
‚isotope‘, tilkomið (úr grísku: isos =
sami; topos = staður). Þannig mætti
þýða orðið ísótópur sem samstaða
eða samstæða, allt eins og samsæta.
Á því er þó sá hængur, að þessi orð
eru fyrir í málinu í annarri merkingu
(vissulega eru þó dæmi þess að sama
orðið sé til í mismunandi merkingu í
málinu). Jafnstæða eða jafnstaða
kæmi einnig til greina.
Þegar Ísótópastofa Landspítalans
var stofnuð var orðið samsæta held
ég ekki komið til sögunnar fyrir orðið
ísótópur, en eftir að það varð til komu
auðvitað upp hugmyndir um – og
jafnvel þrýstingur á – að nafni Ísó-
tópastofunnar yrði breytt. Mér og
fleirum hugnaðist hins vegar ekki að
kalla hana Samsætustofu, fannst að
það orð gæti leitt til hugrenninga um
að þarna sætu menn bara og drykkju
kaffi – eða jafnvel eitthvað sterkara –
og kjöftuðu. Jafnstæðustofa eða
Jafnstöðustofa hefði verið litlu betra,
og Samstöðustofa eða Samstæð-
ustofa hefði líka getað leitt til mis-
skilnings, þótt segja megi e.t.v. að
síðasta orðið sé hvað skást af þessu
öllu. En þá hefði líka orðið að breyta
þýðingunni á orðinu ísótópur úr sam-
sætu í samstæðu.
Þetta var svo sem ekki ýkja mikið
rætt á sínum tíma, Ísótopastofan stóð
óhögguð „undir nafni“, og ekkert
nema gott við það, að þeir sem þang-
að þurftu að leita veltu því fyrir sér
hvað ísótópur væri. Ein lítil saga ber
þó vitni um framandleika orðsins.
Eitt sinn hringdi ég á skrifstofu flug-
félags eins, sem hét Flugleiðir, og
bað um að mér yrði send sum-
aráætlun félagsins á Ísótópastofu
Landspítalans. Stuttu seinna barst
mér bréf með svofelldri utanáskrift:
Eysteinn Pétursson, Ís- og tóbaks-
stofan, Landspítali, Reykjavík. (Var
það kannski hugmyndin um samsæti,
sem olli nafnbrengluninni?)
Að síðustu, og það sem kannski
varð kveikjan að þessari grein: Reyn-
ir hefur þetta merkilega fyrirbæri,
ísótóp, í hvorugkyni í grein sinni. Það
líkar mér engan veginn. Ég hef
ávallt, alveg frá því að ég kynntist
þessu orði í menntaskóla, haft það í
karlkyni og svo hygg ég að flestir hafi
löngum gert. Enda þótt mörg orð
endi á -óp í íslensku finnst mér sú
ending frekar snautleg, og þótt orðið
frumefni sé hvorugkyns og ísótópur
ein gerð frumefnis finnst mér fyrstu
þrjú atkvæðin svo keimlík að það
þurfi að bæta aðeins við þau. Á þenn-
an hátt fær orðið líka á sig meiri ís-
lenskan blæ, þ.e. sker sig meira úr
nágrannalandamálunum, þar sem
þetta heitir yfirleitt isotop eða iso-
tope (frb. æsótóp). Á grísku er heitið
isotopo, sem sagt fjögur atkvæði í
framburði, og þannig er ísótópur nær
upprunanum en ísótóp. Auk þess
fæst þarna skýr munur á eintölu og
fleirtölu, og hlýtur það að vera til
bóta.
Ísótópar og samsætur
Eftir Eystein
Pétursson »… finnst mér fyrstu
þrjú atkvæðin svo
keimlík að það þurfi að
bæta aðeins við þau. Á
þennan hátt fær orðið
líka á sig meiri íslensk-
an blæ …
Eysteinn Pétursson
Höfundur er eðlisfræðingur með
áhuga á íslenskri tungu o.fl.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morg-
unblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is. Þeg-
ar smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið.
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.