Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 20

Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 ✝ Þorbjörg Vil-hjálmsdóttir fæddist 19. apríl árið 1921 í Sand- fellshaga í Öxar- firði í Norður- Þingeyjarsýslu. Hún lést 22. maí 2015. Foreldrar Þor- bjargar voru hjón- in Vilhjálmur Benediktsson bóndi og Júlíana Sigurðar- dóttir húsfreyja og fósturfor- eldrar Guðmundur Ingimund- arson og Þorbjörg Sigurðardóttir. Systkini henn- ar voru; Þóra Sigurveig, Jó- hanna, Aðalbjörg, Björn, Mar- grét Helga og Hulda Júlíanna. Þau eru öll látin. Samfeðra átti hún systkinin; Sigurpál og Maren. Maren lifir systkini sín. Eiginmaður Þorbjargar var Einar Loftsson. Hann var fæddur 20. júní árið 1916 að Neðra-Seli í Landsveit. For- eldrar hans voru hjónin Loftur Einarsson, bóndi á Neðra-Seli í Landsveit og Anna Þorsteins- dóttir. Einar lést á nítugasta aldursári sínu 25. febrúar árið 2006. Þorbjörg og Einar eign- uðust ekki börn en Einar ól upp Þóru Benedikts- dóttur, dóttur Þorbjargar, sem sína eigin dóttur. Þóra á tvö börn með fyrri eigin- manni sínum Karli S. Karlssyni. Þau heita Einar Þór og Ísól Björk. Ein- ar Þór er kvæntur Karitas Bergsdóttur. Börn þeirra heita Elías Karl og Vic- toría Dís. Fyrir átti Einar Þór dótturina Ísold. Móðir hennar heitir Ásdís Björk Jónsdóttir. Ísól Björk er gift Snorra Gunnarssyni. Þau eiga þrjú börn, Óskar Jósúa, Ísabellu Ósk og Rebekku Ósk. Maki Þóru Benediktsdóttur er Skjöldur Kristinsson, hann á tvö börn af fyrra hjónabandi. Þau heita Kristinn Þór og Kristín. Maki hennar er Jón Gunnar. Þau eiga einn son, Friðrik Daða, sem Þorbjörg leit á sem eitt af ömmubörnum sínum. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu hinn 5. júní 2015. Amma, elsku amma mín er dáin. Ég fór kvöldið áður með Elías Karl og Victoríu Dís að hitta ömmu, eiginlega til að þau gættu kvatt ömmu sína, hún var ósköp þreytt orðin og mað- ur vissi að hinsta stundin var ekki langt undan. Sjálfur var ég á leið í vikuferð út og sagði við ömmu þegar ég kvaddi að ég kæmi svo aftur að hitta hana um leið og ég kæmi að utan. „Ef ég verð þá ekki dáin,“ sagði amma en ég bað hana nú að bíða þar til ég kæmi aftur. En svo varð ekki. Og er það eiginlega fyrsta skipti sem ég man að amma hafi ekki látið það eftir mér sem ég bað hana um. Ekki að hún hafi spillt mér með eftir- læti heldur þvert á móti – hún kenndi mér að taka sjálfur til hendinni, að leggja mitt af mörkum, að gefa frekar en heimta, að ætlast ekki til þess að aðrir geri það sem ég get gert. Þannig var hún sjálf, allt- af tilbúin að gera allt fyrir aðra, án þess að vera beðin um það eða ætlast til nokkurs í staðinn. Eðlilega varð sá líka hennar starfsvettvangur og frá því ég man eftir mér var það þannig sem amma vann við húshjálp, ekki bara fyrir launum heldur af öllu hjarta. Öll börnin sem hún hugsaði um voru hennar börn og ég veit að amma á sér stað í hjörtum þeirra. Sjálfur flutti ég til ömmu og afa þegar ég var á ellefta ári og bjó hjá þeim þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Ég fékk mitt herbergi og þar gekk oft mikið á og herbergið oftar en ekki í rúst en amma sagði aldrei orð, bara tók til, og það leið ekki á löngu þar til hún þurfti þess ekki lengur því ég var farinn að gera það sjálfur. Þegar ég eltist og komst á unglingsár og fór að hegða mér eins og unglingar gera var ekki verið að banna mér að gera eitthvað eða skamma mig fyrir einhverja vitleysu heldur sagði amma frekar: „Þú ert vitlaus og þér líður vel.“ Orð sem fá mann til að hugsa um hvað maður gerir og hvers vegna – hvernig mað- ur á að vanda sig í æði og orði. Væri ég að suða um eitthvað sagði amma stundum: „Of mikið af því góða gerir menn óða.“ Þannig var amma, ekki með læti eða leiðindi heldur með sinni framkomu og sínum gull- kornum sýndi mér og gaf mér svigrúm til að átta mig sjálfur á hvernig maður á að vera. Og ég ætla að lofa ömmu að eiga síðasta orðið. Amma bauð alltaf í mat í hádeginu á sunnudögum og við mættum þar oft systk- inin með fjölskyldur okkar. Maturinn var alltaf að hætti ömmu ómótstæðilegur og allir borðuðu yfir sig, enda varð allt- af einhverjum að orði að við- komandi væri búinn að borða svo mikið að hann væri alveg að springa, þá sagði amma: „Viltu þá ekki fá þér aðeins meira?“ Einar Þór Karlsson. Það er með miklum söknuði sem ég kveð elsku hjartans ömmu mína sem ég var svo heppin að eiga að. Hún átti ef- laust ekki von á því, á sextugs- aldri, að þurfa að taka að sér og ala upp barnabörnin sín tvö, okkur bróður minn þegar við vorum á fimmta og ellefta ári en hún gerði það af æðruleysi og umhyggju og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Amma var dugleg og ósérhlífin. Hún var barngóð enda vann hún lengst af við heimilishjálp, að gæta barna og heimila. Vinkonur og vinir okkar systkinanna voru alltaf velkomin á heimilið og var tekið vel á móti þeim með kök- um og kræsingum en í eldhús- inu undi amma sér best við að baka. Ég á margar góðar minningar úr eldhúsinu þar sem við spil- uðum, saumuðum öskupoka, bökuðum smákökur og kleinur og skárum út laufabrauð. Amma gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig en var alltaf til staðar fyrir okkur barna- og barna- barnabörnin. Hún var yndisleg amma og langamma. Takk fyrir allt, elsku amma, ég mun alltaf sakna þín en minningarnar munu lifa með okkur. Ég elska þig af öllu hjarta. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horf- ið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Þín Ísól. Hetja er fallin í valinn. Það er skrýtið hvaða störf við skil- greinum mikilvæg og hverju þau skila til samfélagsins. Þor- björg mín vann svo sannarlega mikilvægt starf sem leiddi til þess að við hjónin gátum sinnt okkar störfum án þess að hafa áhyggjur af börnunum. Þau voru mjög heppin að fá Þor- björgu til að gæta sín og veita þeim ást og hlýju. Hún var ósérhlífin og gerði miklu meira en til var ætlast. Obba kom til okkar þegar ég þurfti að fara að vinna í sex vik- ur eftir barnsburðarleyfi. Við óskuðum eftir konu til að koma heim í þessar sex vikur og mátti hún hafa með sér barn. Við töluðum við nokkrar en þegar Obba birtist var lausnin komin. Hún hafði Ísól barna- barnið sitt með sér, en hún og Jón Gestur eru jafn gömul. Freyja var fjögurra ára og Edda Rún var tveggja og hálfs mánaða. Stærri börnunum kom strax vel saman svo að öllum leið vel. Obba átti bara að gæta barnanna og gefa þeim að borða en ef bleyjur eða annar þvottur var á snúrum var hún búin að taka hann inn og ganga frá honum og setja í aðra vél þegar ég kom heim. Heimilið var eins og ég hefði verið heima allan daginn og gert það sem þurfti að gera. Ég sagði henni að hún þyrfti ekki að gera svona mikið, hún ætti bara að gæta barnanna, en þá sagði hún: „Hvað á ég bara að sitja og horfa á barnið sofa, mig munar ekkert um þetta.“ Svona var Obba. Um haustið kom hún til okkar og var í átta skólaár hjá okkur. Þetta þýddi að ég gat verið með krökkunum allan seinnipartinn og gefið þeim góðan tíma í stað þess að standa á haus í heimilisverkum. Ég útbjó að sjálfsögðu kvöld- mat sjálf en hún hefði alveg verið til í það. Á föstudögum þegar ég kom heim um eitt- leytið keyrði ég hana vestur í bæ þar sem hún ætlaði að fara að þrífa hjá lækni sem hún mat mikils. Þegar ég kom svo heim var búið að þrífa alla íbúðina og baka pönnukökur sem biðu okkar. Þegar Edda Rún varð tveggja ára fór hún að sjálf- sögðu á Barónsborg, en Obba átti heima á Njálsgötunni og tók stelpuna með í strætó. Þetta var mikill tímasparnaður sem seint verður fullþakkaður. Í tvígang fórum við hjónin til útlanda og þá voru stelpurnar hjá Obbu og Einari, en hann var ekki síður góður við þær. Hann smíðaði lítinn kistil undir smádót handa Eddu Rún og sá var sko geirnegldur, ekkert drasl. Á jólunum fengu þau leyfi til að opna einn pakka á meðan ég gerði matinn og alltaf urðu pakkarnir frá Obbu fyrir valinu. Þau vissu að það myndi vera eitthvað spennandi í þeim. Það er með innilegu þakklæti, hlýju og virðingu sem við kveðjum Obbu og þökkum sam- fylgdina í gegnum tíðina. Hún var börnum okkar eins og besta amma. Við Óli sendum Þóru, Skildi, Einari Þór, Ísól og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét F. Sigurðardóttir. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir ✝ Friedbert RolfErich Blischke fæddist 19. nóvem- ber 1947 í Chem- nitz í Saxlandi. Hann andaðist á heimili sínu í Berlín 28. mars 2015. Foreldrar hans voru Rolf og Inge Blischke. Eigin- kona hans er Mar- ion Blischke, nú bú- sett í Basdorf í Brandenburg. Dætur hans eru Anett Blischke, bú- sett á Akureyri, og Antje Blischke, bú- sett í Berlín. Dóttursynir hans eru Snæbjörn Rolf og Richard Örn, báðir búsettir á Ak- ureyri. Útför hans fór fram frá kapellunni í Ahrensfelde í Berlín 11. maí 2015. Við fyrstu kynni okkar Fried- berts mættust stífni offísersins og stirðleiki hins félagsfælna nörds, blanda sem ekki var lík- leg til stórræða við fyrstu sýn. Með tímanum urðum við þó kumpánar og er ég afskaplega þakklátur fyrir viðkynnin, því á bak við stífnina og innibyrgða reiðina út í ranglátan heiminn leyndist gullið hjarta kærleiks- ríks tengdaföður og afa, og göf- ugs baráttumanns sem ekki lét mótlæti heimsins buga sig. Það er nefnilega svo, að hversu mjög sem manni kann að þykja það eftirsóknarvert að líta heiminn jákvæðum augum og leita uppi eingöngu mannkosti samferða- fólks, þá þarf einnig að koma þar á móti hæfilegur skammtur af vandlætingu og vilja til að takast á við ranglátt samfélag. Að öðrum kosti er baráttan fyr- irfram töpuð. Friedbert fæddist í Saxlandi haustið 1947. Hann var glaðvær ungur drengur með sólskins- bros sem bræddi hjörtu jafnt ættmenna sem leikhúsgesta, en frá unga aldri mátti tíðum sjá hann á fjölum ríkisleikhússins í Karl Marx Stadt. Leiklistin átti þó ekki fyrir Friedbert að liggja, því leið hans lá um síðir í herlögregluna. Þar náði hann fyrir elju sakir og blóðborinnar skyldurækni skjótum frama, þrátt fyrir nokkra andstöðu frá ýmsum þeim sem ekki kunnu að meta skort hans á fylgispekt við yfirvöld, þar á meðal hina illræmdu öryggislögreglu Þýska alþýðulýðveldisins, Stasi. Í mínum augum var Fried- bert hetja. Hann var einn þeirra sem neituðu að opna leynileg vopnabúr herlögreglunnar í Austur-Berlín þrátt fyrir ákafan þrýsting þar um, á óróatímunum í lok árs 1989 þegar ógnarstjórn Honeckers var að líða undir lok. Þannig átti hann ríkan þátt í að tryggja friðsamleg stjórnarum- skipti í Austur-Þýskalandi og sameiningu Þýskalands sem á eftir fylgdi. Þýska þjóðin stend- ur því að mínu mati í verulegri þakkarskuld við Friedbert Blischke. Skuld sem því miður var aldrei greidd. Öðru nær, því hann varð fljótt fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum við upp- lausn austurþýska hersins og stóð uppi atvinnulaus. Það er svo til marks um skapgerðar- festu Friedberts, að hann lét ekki bugast við þessa höfnun, heldur hóf nýjan starfsferil frá grunni. Kominn vel á miðjan aldur lagði hann nótt við dag að öðlast réttindi löggilts endur- skoðanda og stofnaði eigin bók- haldsstofu sem hann rak af myndugskap allt til dánardæg- urs. Þrátt fyrir harða ævi náði ranglæti heimsins aldrei að má úr Friedbert þá manngæsku sem honum var í blóð borin. Þetta var hverjum ljóst sem varð vitni að því hvernig hann umgekkst dóttursyni sína tvo, en þá skein blíðan og væntum- þykjan úr hverjum drætti. Ef drengirnir höguðu sér eins og Íslendingar, í hrópandi ósam- ræmi við þýskan aga og Ernst- haftigkeit, þá dró hinn aldni off- íser sig í hlé fremur en að láta börnin heyra þann tón sem hon- um hefur ugglaust brunnið í skinni að viðhafa. Drengirnir litu mjög upp til afa síns og var hrein unun að fylgjast með þeim að módelsmíðum. Sérhver hlut- ur var tekinn fram og snikkaður vandlega til áður en leiðbeining- unum var fylgt út í ystu æsar á yfirvegaðan og skipulegan hátt. Ordnung muss sein. Oddur Vilhelmsson, Anett Blischke, Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson og Rich- ard Örn Blischke Oddsson. Friedbert Blischke Nú kveð ég hana Laugu eins og ég kallaði hana oftast, en hún hét Sigur- laug Jóhannsdóttir. Mér brá verulega þegar ég heyrði andlát hennar sem mér fannst alls ekki tímabært. Hún lést á heimili sínu 14. maí sl. Ég hitti hana tveimur dögum fyrr á tónleikum og þá sagðist hún vera í forgangi að komast í hjartaaðgerðina, sem ég vissi að hún beið eftir, og hún brosti. „Já hvað get ég annað gert en brosa,“ sagði Lauga. Kynni mín af Laugu hófust í gegnum sameiginlegt áhugamál Sigurlaug Heiðrún Jóhannsdóttir ✝ SigurlaugHeiðrún Jó- hannsdóttir fæddist 19. desember 1942. Hún lést 14. maí 2015. Útför hennar var 23. maí 2015. okkar sem voru fé- lagsstörf hér í Snæfellsbæ. Hún Lauga var mikill kokkur, alveg snill- ingur að elda mat og starfaði oft við eldamennsku utan heimilis síns. Það var fyrir rúmlega tuttugu árum að Lions- klúbbur Nesþinga, Leikfélag Ólafsvíkur og Slysavarnadeildin Helga Bárð- ardóttir hófu samstarf um að halda skemmtanir fyrir eldri borgara, svokölluð kúttmaga- kvöld. Þá sameinuðust þessir fé- lagar um að verka kúttmaga og elda þá. Einnig eru soðin hrogn, lifur, kinnar, gellur og siginn fiskur svo nokkuð sé nefnt, enn- fremur eru eldaðir fjölbreyttir réttir úr fiski svo úr verður glæsilegt veisluborð. Tilgangur- inn með þessum kvöldum var meðal annars að viðhalda þekk- ingunni sem felst í því að elda sjávarfang á þann hátt sem tíðkast hafði hér fyrr á árum. Hún Lauga varð strax ákveðinn fyrirliði í þessu starfi, hún kunni svo vel til verka. Hún mætti vöskust allra í að skafa og verka kúttmagana, var til staðar við pottana allan daginn sem undirbúningurinn fór fram og var seinust út úr húsi þegar gengið var frá næsta dag. Ég minnist þessarar samvinnu okk- ar, þetta var skemmtilegur tími, sannarlega ógleymanlegur tími, sem ég mun geyma í minning- um mínum. Hún hafði húmorinn í lagi, svona hógvær og jákvæð og vildi nú ekki láta mikið á sér bera. Já, hún Lauga var „Leik- félagið í Ólafsvík“. Það er alveg víst að kúttmagakvöldin verða ekki söm eftir að hún er farin. Ég er þakklát fyrir að hafa átt með henni þessa samleið. Henn- ar verður sárt saknað. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Ég bið Guð að blessa minn- ingu hennar. Þorbjörg Alexandersdóttir. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo góð við mig og alla í kringum þig. Þegar ég hugsa til þín hugsa ég um hvað þú varst alltaf hugulsöm og þá miklu góðmennsku sem bjó í þér og hvað þú tókst vel á móti Stefanía Guðrún Guðnadóttir ✝ Stefanía fædd-ist 17. október 1926. Hún andaðist 25. maí 2015. Útför Stefaníu fór fram 3. júní 2015. öllum sem komu til þín. Það var alltaf jafnnotalegt að vera hjá ykkur afa, alltaf nóg af góm- sætum mat enda vita allir sem þekktu þig að eng- inn fór svangur heim eftir að hafa verið hjá þér þar sem það var alltaf eitthvað gott á boðstólum. Lummurnar, hafra- kexið og hvíta kakan með súkkulaðikreminu var alveg ómótstæðileg, enda fannst þér gaman að gefa mér að borða. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar ég átti heima í Hraunbænum og var þá níu ára gömul, ég spurði mömmu mína hvort ég og vinkona mín gæt- um gist saman en ég fékk ekki leyfi fyrir því. Ég tók því eitt- hvað illa og pakkaði saman í litla tösku og sagðist vera flutt að heiman. Ég skottaðist þá til ömmu sem átti heima stutt frá og sagðist vera flutt inn til hennar og afa, amma sagði við mig „já vertu velkomin Elín- björg mín“ og bauð mér mola. Mamma þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur að níu ára gamla barnið sitt væri flutt að heiman, því ég var alltaf örugg hjá ömmu. Takk fyrir að hafa alltaf hugsað svona vel um mig amma mín. Blessuð sé minning þín elsku besta amma mín. Þín Elínbjörg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.