Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Nú hefur góður vinur, hann Palli, kvatt þetta mannlíf. Það verður ekki hjá því komist að maður hrökkvi við og sálin fari í hnút þegar svona dapurleg atvik gerast. Manni finnst þetta gerast langt á undan því sem væntingar standa til. Ég hef lengi horft á lífið sem fljót sem endar í fossi þegar dauðinn að lokum tek- ur við. Þegar við vorum ungir eygðum við ekki fossbrúnina, en núna vorum við komnir á þann aldur að það mátti kannski sjá úð- ann af vatnsfallinu í fjarska ef allt færi svona eins og hjá flestum. Því var ekki svo farið með bless- aðan hann Palla minn. Það kom slæm rifa á hans lífsfley sem sökkti því áður en í hefðbundinn foss var náð. En sá vágestur sem knúði dyra hjá þessu einstaka ljúfmenni lítur ekki á klukkuna né spáir í hvort ungur eða gamall á í hlut. Okkar leiðir lágu snemma saman, oft hittumst við á gras- flötunum við Smárahvamm, þá kornungir til að spila fótbolta á sumrin. Þar áttum við ófáar ánægjustundir og þær voru stundum bragðbættar þegar ein- hver sparkaði boltanum framhjá markinu, en þá átti boltinn það til að lenda í rófubeðum þeirra Smárahvammshjóna. Það kom fyrir að sá sem kom með boltann til baka hafði með sér eina og eina rófu sem við gæddum okkur á. Í eitt skiptið þegar vel stóð á hjá okkur fórum við upp að Smára- hvammsbænum til að kaupa róf- ur í stað þess að hnupla þeim. Þegar við komum að bænum og bönkuðum upp á tók frúin á móti okkur og seldi okkur nokkur stykki. Við bárum okkur manna- lega og spurðum hvort þetta væru ekki góðar rófur. Frúin leit brosmild á okkur og mælti þessi ógleymanlegu orð: „ Þær þykja víst góðar á kvöldin.“ Þegar heim var haldið á kvöldin eftir fótbolt- ann, var oftast stoppað í menn- ingarmiðstöðinni Drífu við Hlíð- arveg og var þar keypt eitthvað uppbyggilegt eins og t.d. Spur- cola, lakkrísrör og kókosbolla. ✝ Páll Eyvinds-son fæddist 4. júlí 1951. Hann lést 29. maí 2015. Útför Páls fór fram 9. júní 2015. Síðan var Bratta- brekkan tekin og við kvöddumst á Digra- nesveginum, en þar hélt Palli áfram yfir í Löngubrekkuna. Þetta var í þá daga þegar ungt fólk enn gekk. Palli líktist um margt honum Árna afa mínum. Hann hafði góðilm öðlings í skapgerð og fasi. Einstaklega bónfús og hjálplegur þegar leitað var til hans. Nú er ský sorgar yfir að- stæðum og orð mega sín lítils til huggunar þar sem fráfallið hefur mikið tekið á þá sem voru Palla tengdir. Erfitt er t.d. að horfa á andlit barnabarnanna, og þá einkum þeirra elstu, sem eru snortin mun dýpra af þessari eld- raun en hin yngri. Að sjá tárvot augun og tárin renna frá þeim út á ljósrauðar kinnarnar eru erfið- ar aðstæður að vera í, ekki síst vegna svarafæðarinnar sem er til staðar. Fyrir systur mína og börnin þeirra verður þetta fráfall þungt og erfitt, því hátt var reitt til höggs gagnvart honum sem var þeim svo undursamlega kær. Það svífa í gegnum hugann minn- ingar og ýmsar myndir af mínum elskulega mági og blanda af sökn- uði og undrun sækir á mann reglulega þessa fyrstu daga eftir andlát hans. Ég bið þess að gæskuríkur Guð gefi frið í hjörtu allra þeirra sem þurfa að takast á við að bera þessa þungu sorgar- byrði. Saknaðarkveðja Sverrir Gaukur. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn í þitt síðasta flug. Það vakna fjölmargar spurningar sem erfitt er að fá svör við. Að þú komir ekki til baka úr þessari ferð er eitthvað svo óraunverulegt. Okkar fyrstu kynni voru árið 1999 og síðan réðstu mig í vinnu sem flugmann. Það var ekki nóg að þú værir að kenna mér að fljúga þotu, heldur þurfti einnig að laga aðeins orða- forðann, það voru að detta orð sem þú kærðir þig ekki um, svo í hvert skipti sem maður henti út einhverju blótsyrði, gerðir þú at- hugasemd og sagðir alltaf, „af hverju ertu að nota þessi orð“. Eftir nokkur ár þá fór þetta nú allt að lagast og er ég nú orðinn nokkuð góður í þessu, enn ekki fullkominn. Nú ertu farinn og enn ertu að þjálfa mig, satt best að segja hefði ég vilja sleppa þessari þjálfun, því þetta eru erfið skrif. Bros og hlátur er eitthvað sem einkenndi okkar vináttu og vor- um við meiri vinir enn vinnufélag- ar. Við áttum rosalega margt sameiginlegt og golf var eitt af því. Þeir eru ófáir golfhringirnir sem við höfum labbað og keyrt, þó að það hafi nú ekki alltaf geng- ið stórslysalaust fyrir sig. Það var eins og Guð væri með þér á vell- inum, því oft varst þú í vonlausri stöðu en náðir einhvern veginn að redda þessu og náðir góðu skori. Við vorum byrjaðir að kalla þetta að taka einn „Eyvindsson“ á þetta. Nú ert þú farinn í þína síðustu ferð og væntanlega kominn í hóp annarra góðra manna. Þú ert og varst ein allra besta manneskja sem ég hef hitt. Eftir standa fjölmargar minningar um þig kæri vinur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og geta sagt að vinátta okkar hefur gert mig að betri manni, þú varst vin- ur minn og ég segi stoltur frá því. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Við fjölskyldan sendum fjöl- skyldu Palla samúðarkveðju. Góða ferð, minn kæri. Sé þig seinna. Grétar. Páll Eyvindsson, eða Palli eins og hann var alltaf kallaður, er fallinn frá eftir stutta en harka- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við í stjórn Fríkirkjunnar Kefas viljum minnast hans með nokkr- um orðum. Palli var hluti af starfi kirkj- unnar allt frá stofnun hennar og hefur spilað á bassa með lofgjörð- arsveitinni meira og minna öll ár- in, þegar hann átti frí frá fluginu. Hann tók þátt í gerð geisladisks, ótal tónlistarkvöldum, samkom- um, mótum og trúboðsferðum. Hann var alltaf tilbúinn að vera með og vildi styðja við bakið á sínu fólki. Hans skarð í lofgjörð- arsveit Kefas er mikið og hans verður sárt saknað. Palli var einnig öflugur liðsmaður þegar kom að ýmsum lagfæringum og vinnu við húsnæðið að Dalvegin- um og síðar við byggingu kirkj- unnar á Vatnsenda. Hann lagði sannarlega sitt á vogarskálina við að kom upp þessu fallega húsi sem kirkjan er í dag. Palli átti létta lund og var mik- ið ljúfmenni. Hann bar hag fjöl- skyldu sinnar fyrir brjósti og það var gaman að fylgjast með því hvað hann naut sín vel í afahlut- verkinu. Barnabörnin sóttu mikið til hans og honum var jafnan vel fagnað þegar hann kom í kirkj- una og þau hittu hann þar. Fyrir hönd Fríkirkjunnar Ke- fas þökkum við Palla samfylgdina og allar þær stundir sem hann gaf í starf kirkjunnar. Við trúum því að nú hafi hann gengið „í hlýjan faðm föðurins“ eins og segir í einu af hans uppáhalds lögum. Við vottum fjölskyldu og vinum samúð okkar og biðjum Drottin að hugga þá sem syrgja og sakna. Blessuð sé minning Palla. F.h. stjórnar Fríkirkjunnar Kefas, Guðrún Hlín Bragadóttir. Góður drengur, ljúflingur, fjöl- skyldufaðir, góður afi, skemmti- legur og hress. Þetta eru orð sem koma í hugann þegar ég minnist Palla. Það var þægilegt að vera í kringum hann og hann gat ein- hvern veginn oft létt andrúms- loftið þar sem hann var. Sem krakki fór ég gjarnan í heimsókn í Skólagerðið og síðar Digranes- veginn til frændsystkina minna, sem eru mér nánast eins og systkini, og á þaðan sælar minn- ingar. Palli var oft að heiman en ég man að það var alltaf mikil gleði þegar hann var heima. Í gegnum kirkjustarfið fékk ég að kynnast Palla betur en hann var alltaf jafn ljúfur og hress. Það er skrýtið að hugsa til þess að Palli eigi ekki aftur eftir að vera fyrir aftan mig á bassanum í bandinu í Kefas, spila af gleði, grínast smá á milli laga, ruglast á einstaka gripum og stinga upp á kaffipásu. Hann var léttur í lund og það smitaði út frá sér til okkar hinna. Það var átakanlegt að fylgjast með veikindum Palla og baráttu hans við þennan illvíga sjúkdóm. Ég trúi því þó að undir lokin hafi hann átt frið og fengið þann styrk sem Drottinn einn getur gefið. Skarð hans í fjölskyldunni er mikið og stórt og hans verður sannarlega sárt saknað. Elsku Helga, Björg mín, Ármann, Sverrir, Bagga, Sverrir og fjöl- skyldur. Ég bið Drottin að styrkja ykkur og hugga á þessum erfiða tíma. Við sjáum á eftir góð- um dreng en minningarnar ylja og kannski getum við séð fyrir okkur að hann sitji með foreldr- um sínum, systur, Ármanni afa og mömmu og hafi fengið frið frá veikindum sínum og streði. „Hinn veiki segi – ég á styrk“, segir í einu af hans uppáhaldslögum. Ég bið þess að Drottinn huggi og styrki þá sem syrgja og sakna, ekki síst litlu barnshjörtun sem sjá á eftir afa sínum. „Drottinn veitir lýð sínum styrk, Drottinn blessar lýð sinn með friði“. Sálm 29.11 Guðrún Hlín. Páll Eyvindsson Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Í dag kveð ég Þóru mína, kæra vinkonu og föðurömmu dóttur minnar. Samleið okkar stóð í 27 ár eða frá þeim degi er við hittumst fyrst sumarið 1988, nokkrum vik- um fyrir fæðingu Söru okkar. Í sameiningu hlúðum við að litlu skottunni okkar, fylgdumst með henni dafna og vaxa upp í þessa fallegu og hjartahlýju ungu konu sem hún er í dag, báðar svo stoltar af henni. Það var mér mikil gleði að sjá hversu nánar þær urðu strax frá upphafi. Þær áttu margt sameiginlegt og nutu góðra og einlægra samvista í gegnum árin og Aggi frændi var aldrei langt undan. Þóra og Aggi sýndu mér og mínu fólki mikla ræktarsemi og það var oft skrafað yfir kaffibolla og kökuhlaðborði á heimili hennar í Sólheimunum. Þóra var glæsileg kona og mikil dama, alltaf vel til höfð og vel klædd, og bar sig vel. Ég kveð hana með söknuði en trúi því að hennar bíði margar ham- ingjustundir þarna hinum megin. Ég er innilega þakklát fyrir okkar kynni og fyrir tryggð hennar gagnvart mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu Þóru Péturs- dóttur. Við sendum Agnari, Pétri og öðrum í fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún. Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar Þóra Jónheiður Pétursdóttir ✝ Þóra J. Péturs-dóttir fæddist 10. desember 1925. Hún lést 30. maí 2015. Útför Þóru fór fram 9. júní 2015. Þóru, sem nú er látin 89 ára að aldri. Amma var glæsi- leg kona og glettin og vakti víða eftir- tekt fyrir hlýlega framkomu og fallega brosið sitt. Hún hafði einstaklega góða nærveru og leið mér hvergi betur en á hlýlegu heimili ömmu og Agnars frænda í Sólheimum 10. Þaðan á ég margar af mínum allra bestu minningum, bæði úr barnæsku og fullorðinsárum. Amma gaf ætíð mikið af sér, bæði hlýju og vænt- umþykju og þakka ég henni inni- lega fyrir það. Amma átti aðeins þrjú barna- börn og tvö langömmubörn og elskaði hún okkur öll afar mikið. Hún fylgdist vel með öllum okkar áföngum, afmælum og persónu- legum sigrum og tók þátt í þeim eins og henni var unnt, allt fram í lokin. Allt var skipulega skráð í dagbækur og afmælisbækur svo hún gæti nú fylgst með og glatt okkur með gjöfum og hlýjum kveðjum þegar tilefni var til. Amma var líka mikill gestgjafi og minnist ég hennar í eldhúsinu í Sólheimunum með svuntuna sína um sig miðja að baka pönnukökur og útbúa heitt súkkulaði með handþeyttum rjóma. Yfirleitt bættust við stórar hnallþórur og dísæt vínarbrauð sem glöddu alla þá sem settust við borðið. Það var því erfitt að fara svangur frá ömmu Þóru. Hún vissi hvað okkur þótti gott og hafði alltaf úr nægu að velja. Ung að árum fór ég að dvelja hjá ömmu og Agnari frænda og lögðu þau sig ávallt fram við að gera heimsóknina eftirminnilega og ánægjulega. Samt á svo lát- lausan og eðlilegan hátt. Bara notaleg samvera sem einkenndist af kærleika og vináttu. Tímunum saman gátum við setið við eldhús- borðið og rætt daginn og veginn. Ýmist ræddum við hversdagsleik- ann eða fortíðina. En amma var nefnilega mikil sagnakona og Elsku fallegi Stefán Sölvi okkar. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farinn en um leið huggum við okkur við það að núna þarft þú ekki að þjást meira. Þú varst um- vafinn ást og bræddir alla sem voru svo lánsamir að kynnast þér. Hún Teresa Rós vinkona þín skilur ekkert í því að núna geti hún ekki hitt þig aftur og knúsað þig, þú varst í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún róast samt sem áður við það að núna sértu kannski hlaupandi um í skýjun- Stefán Sölvi Fjeldsted ✝ Stefán SölviFjeldsted fæddist 30. apríl 2013. Hann lést 28. maí 2015. Útför Stefáns Sölva fór fram 4. júní 2015. um hlæjandi og glaður, umvafinn englum. Við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér elsku kallinn, þú hefur gef- ið og kennt okkur svo mikið. Minning þín lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Við skulum gera okkar besta til að passa upp á mömmu þína, pabba, Amelíu og Hjört Karl. Hvíldu í friði elsku fallegi engillinn okkar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.)Þínir vinir María, Ari, Róbert Páll, Kara Petra og Teresa Rós. ✝ Sigurður Kon-ráð fæddist 9. ágúst 1942 í Reykja- vík. Hann lést 31. maí 2015 á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló Noregi. Móðir hans var Ásta Halldóra Kon- ráðsdóttir sem fæddist í Móum í Grindavík, 6.11. 1924, d. 25.4. 1944. Uppeldisforeldrar hans fæddust einnig í Grindavík en þau voru Konráð Árnason, f. 26.2. 1902, d. 22.12. 1975, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 1.9. 1895, d. 27.6. 1957. Hálfsystir Sigurðar Konráðs er Ásta Jóhanna Barker, f. 23.2. 1944. Uppeldissystkini (móður- systkini) hans eru: Guðbjörg, f. 21.11. 1922, d. 14. 2. 1923, Árni Jón, f. 16. 9. 1926, Sigríður Þóra, f. 15.11. 1928, d. 31.12. 1982, Jó- hanna, f. 12.7. 1930, d. 27.12. 2011, Eggert, f. 11.4. 1934, Ásdís Guðbjörg, f. 21.3. 1936 og Rafn, f. 14.12. 1937. Sigurður Konráð, sem var alltaf kallaður Siggi, giftist Bryndísi Kjartansdóttur og eignaðist með henni þrjú börn: Sigríði, f. 28.1. 1963, maki Eirík- ur Ingimagnsson, saman eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. Kjartan Brynjar, f. 9.4 1964, maki Unn- ur Erla Malmquist, börn þeirra eru tvö og tveir dóttursynir. Birgir, f. 4.9. 1965, hans maki er Hildur Loftsdóttir en sam- an eiga þau sex börn og fimm barnabörn. Siggi vann hin ýmsu störf á þessum árum, svo sem á sjó, sem ráðsmaður og fleiri verkamannastörf. Þegar Siggi og Bryndís skildu í kringum 1969 lá leið hans til Svíþjóðar og síðan til Noregs en þar kynntist hann Marit Håkonsen og eignaðist með henni Sigdis (Håkonsen) Haukåssveen, f. 19.2. 1972, maki hennar er Ove Haukåssveen og eiga þau saman tvo syni. Siggi og Marit bjuggu saman til ársins 1983. Í Noregi starfaði Siggi meðal annars hjá Volvo, við bíla- sprautun og síðan rak hann eigin vörubíl þar til veikindi stöðvuðu hann. Það var svo árið 1986 sem hann kynntist Else Marie Ped- ersen, f. 16.10. 1944 og bjó með henni þar til yfir lauk. Sigurður var jarðsunginn frá kapellu Ullevål sjúkrahússins í Osló 8. júní 2015. Ég kynntist Sigga tengdaföð- ur mínum fyrst árið 1983 þegar hann kom í heimsókn til Íslands, aðallega til að leita sér lækninga. Sigurður Konráð Konráðsson Þökkum vináttu og samúð vegna andláts og útfarar RAGNHEIÐAR EIDE BJARNASON. . Bjarni Ágústsson, Matthildur Kristinsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Svavar Gestsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REBEKKA GUÐMANN, Holtateigi 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 8. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 13.30. . Hermann Sigtryggsson, Anna R. Hermannsdóttir, Björgvin Steindórsson, Edda Hermannsdóttir, Andrew Kerr, Birkir Hermann Björgvinsson, Ágústa Sveinsdóttir, María Björk Björgvinsdóttir, Sverrir Karl Ellertsson, Rebekka Elizabeth Kerr, Freyja Dögg, Kristjana Birta og Aníta Bríet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.