Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 31

Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 » Litla gula hænan, barnaleikrit meðþungarokksívafi, gladdi börn jafnt sem fullorðna í Elliðaárdalnum í gær. Leikhópurinn Lotta stendur að sýn- ingunni sem byggð er á sögunum af litlu gulu hænunni og Jóa og bauna- grasinu en handritið samdi einn liðs- manna leikhópsins, Anna Bergljót Thorarensen. Verkið var frumsýnt 27. maí og verður sýnt um allt land í sum- ar, að jafnaði 5-6 sinnum í viku. Leikhópurinn Lotta sýndi Litlu gulu hænuna í Elliðaárdal í gær Bros á brá Börnin sátu í grasinu og voru alveg dolfallin þar sem þau fylgdust með leikritinu um litlu gulu hænuna og alla skrautlegu félaga hennar lenda í ýmsum ævintýrum. Ævintýr Rósa Ásgeirsdóttir í hlutverki risans, Baldur Ragnars- son sem Jói í baunagrasinu og litla gula hænan leika fyrir börnin. Hænan Sigsteinn Sigurbergsson í hlutverki hænunnar og einnig bílstjóri sem leiddi hópinn í lundinn góða þar sem allt lifnaði við. Sprell Rósa Ásgeirsdóttirí hlutverki Lettu lambs og Anna Berg- ljót Thorarensen í hlutverki Gilla gríslings, eitthvað að gantast. Galvösk Þessir krakkar voru heldur betur skelegg þar sem þau komu skundandi til fundar við leikpersónur. Gaman saman Fullorðnir skemmtu sér ekki síður en blessuð börnin og allir nutu þess að njóta leikrits saman úti í náttúrunni. Morgunblaðið/Eggert Paul Feig, leikstjóri og hand-ritshöfundur Spy, á að bakitvær vel heppnaðar gam-anmyndir, The Heat og Bridesmaids, báðar með Melissu McCarthy í einu af aðalhlutverkun- um og þær eiga auk þess sameigin- legt að aðalpersónur þeirra eru kon- ur. Í Spy fer McCarthy með burðar- hlutverkið og er að vanda bráð- fyndin. Í myndinni er stólpagrín gert að njósnamyndum og þá einkum kvikmyndunum um James Bond, þær stældar mjög augljóslega með gamansömum hætti. McCarthy leik- ur Susan Cooper, starfsmann banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, sem uppfyllir öll nauðsynleg skilyrði til að starfa sem njósnari á vettvangi en hefur þess í stað varið tíu árum í að aðstoða sjálfumglaða njósnarann Bradley Fine (Jude Law), tala í eyr- að á honum frá stjórnstöð og lóðsa um hættusvæði. Fine þessi myrðir fyrir slysni búlgarskan glæpakóng sem á kjarnorkusprengju og þarf í kjölfarið að hafa uppi á dóttur hans, Raynu Boyanov (Rose Byrne) þar sem hún ein veit hvar sprengjan er geymd. Boyanov reynist hið mesta skaðræðiskvendi og myrðir Fine. Cooper er þá send í sína fyrstu njósnaferð með það að markmiði að finna Boyanov og sprengjuna. Í stuttu máli fer Cooper ekki að til- mælum yfirmanns síns og vingast við Boyanov í því skyni að finna sprengj- una. Hinn mistæki njósnari Rick Ford (Jason Statham) er einnig á hælum Boyanov og þarf Cooper ítrekað að bjarga honum frá bráðum bana. Spy er hvort tveggja í senn hasar- og gamanmynd og kemur skemmti- lega á óvart hversu mikið er lagt í hasaratriðin og þá sérstaklega vel út- færð og spaugileg slagsmálaatriði. Eitt þeirra er með endemum hlægi- legt, þegar Cooper tekst á við morð- kvendi í eldhúsi á veitingastað þar sem eldhúsáhöld eru notuð með einkar frumlegum hætti. Þá er flakk- að milli borga líkt og í Bond-mynd og eltingarleikir um stræti Parísar og Rómar gefa alvöruhasarmyndum lít- ið eftir. McCarthy fer á kostum í hlutverki sínu sem hin vingjarnlega en óvænt stórhættulega Cooper og Law er sem sniðinn í hlutverk súkkulaðisæta njósnarans sem Coo- per hefur verið ástfangin af um ára- bil, án þess að hann hafi orðið þess var. Statham kemur líka skemmti- lega á óvart sem gamanleikari, að venju í hlutverki hörkutóls sem að þessu sinni er hraðlygið og mikill hrakfallabálkur. Ef typpa- og kúka- bröndurum hefði verið sleppt í mynd- inni hefði grínið orðið öllu betra og tekið skal fram að myndin hentar ekki barnungum áhorfendum þar sem nokkur illmenni eru drepin með heldur subbulegum hætti. Í Spy eru konurnar með tögl og hagldir, þær eru hörkutólin sem er kærkomin til- breyting frá öllum karla-njósna- myndunum þar sem kvenpersónur eru of oft heldur fyrirferðarlitlar og einkum notaðar til skrauts. Skopleg Melissa McCarthy, ein besta gamanleikkona Hollywood, í hlut- verki njósnarans Susan Cooper í Spy. Cooper er hér í dulargervi í Róm. Háskólabíó, Sambíó Egilshöll, Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Spy bbbmn Leikstjóri og handritshöfundur: Paul Feig. Aðalleikarar: Melissa McCarthy, Jude Law, Jason Statham og Rose Byrne. Bandaríkin, 2015. 120 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Bond berst samkeppni úr óvæntri átt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.