Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG KEMUR EIN FLOTTASTA MYND SUMARSINS POWERSÝNING KL. 10:35 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus TÓNLEIKAR Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Góðan dag. Ég er að hringja fyrir hollensku hljómsveitina Focus. Hún hefur áhuga á að koma og halda tón- leika hjá þér. Er það mögulegt?“ Einhvern vegin svona hófst símtal sem Haukur Tryggvason, tónleika- haldari á þessum þekkta stað á Akureyri, fékk fyrir nokkrum mán- uðum. „Ég hélt auðvitað að einhver væri að gera grín að mér. Focus er nefni- lega oft í spil- aranum á Græna hattinum, fyrir og eftir tónleika, og einhvern tíma þegar við vorum að spila þá á fullu blasti sagði ég við félaga minn: Djö... væri gam- an að fá þá til að spila hér. Þegar ég fékk símtalið var ekki liðinn mán- uður frá því ég nefndi þetta!“ segir Haukur við Morgunblaðið. Thijs van Leer og félagar hans í Focus eru komnir til landsins og halda hér tvenna tónleika á vegum Hauks. Þá fyrri í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld í samstarfi við Menningar- og listafélag Hafnar- fjarðar, og síðan á Græna hattinum á laugardagskvöldið. „Ég hafði séð þá auglýsta á nokkrum tónlistar- hátíðum í sumar og þessi hljómsveit var á fantasíuóskalistanum hjá mér, ef svo má segja.“ Haukur er með Hammond-orgel á staðnum svo van Leer þarf engu að kvíða. En tónleikahaldarinn veit ekki fyrir víst hvers vegna Focus vildi koma og halda tónleika. „Mér finnst tengingin við Færeyjar líkleg. Þeir voru að spila þar fyrir hálfu ári og nýlega var færeysk hljómsveit hjá mér sem spilaði lög með Uriah Heep. Focus kemur hingað í gegn- um umboðsmann sinn á Norður- löndunum.“ Haukur hefur lengi fylgst með og hlustað á þessa frægustu hljómsveit Hollands. Músíkin er flokkuð sem progressive rock upp á útlensku; prog-rokk, segja íslendingar stund- um. Framsækið rokk væri fallegra, hvað svo sem það nú þýðir... Focus var stofnuð árið 1969 og var starfandi til 1978, í fyrstu lotu. Thijs van Leer stofnaði bandið, en hann er aðalsöngvari auk þess að leika á org- el og þverflautu. Með honum nú eru gítarleikarinn Menno Gootjes, Bobby Jacobs bassaleikari og trommarinn Pierre van der Linden. Sá síðastnefndi var með nánast frá byrjun, kom í bandið 1970 áður en það sló í gegn. Hann hætti 1974 en gekk aftur til liðs við sveitina ári síð- ar og hefur setið sem fastað við trommusettið nánast óslitið síðan, þegar Focus hefur starfað. Sveitin lagði upp laupana 1978, kom saman í verkefni 1985, 1990 og 1999 en van Leer sló í klárinn af fullum krafti á ný 2002 og kvartettinn hefur verið iðinn við kolann síðan á tónleikum og gaf út plötu 2012. Focus var á tónleikaferðalagi frá því snemma árs og fram í maí, gerði þá stutt hlé þar sem þó verður staldrað við hérlendis, og tekur svo upp þráðinn síðar á árinu. „Ég hlustaði mikið á Focus á milli 1970 og 1980; það gerðu allir tónlistarnördar á þeim tíma!“ segir Haukur. „Hljómsveitin var í miklu uppáhaldi.“ Focus hafði áhrif á íslenskar hljómsveitir, ekki síst Þursaflokk- inn. „Tveir aðallagasmiðirnir í Focus eru klassískt menntaðir í músík og annar þeirra, van Leer, hefur gefið út nærri þrjátíu sólóplötur.“ Frægasta lag Focus er Hocus Pocus, sem mjög margir kannast við, þó að ekki sé víst að allir viti hver flytjandinn er. Lagið var nefni- lega notað í auglýsingu sem íþrótta- vörurisinn Nike lét gera fyrir heims- meistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku 2010 og enginn áhugamaður um íþróttina komast hjá að sjá og heyra ótal sinnum. Flestir kinka án efa einnig kolli þegar Sylvia er spilað. Þá hlýddu ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur árum saman á lag með Focus; upphafs- lagið á Stiklum, þeim vinsælu þátt- um Ómars Ragnarssonar. Haukur hlakkar mikið til að taka á móti van Leer og félögum. „Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á svona viðburð á Akur- eyri og í svona litlu húsi! Ég á varla eftir að toppa þetta.“ Haukur fékk þau skilaboð frá Focus að tónlistarmennirnir væru tilbúnir að hitta aðdáendur sína að tónleikum loknum. „Fólki er vel- komið að koma með gömlu plöt- urnar. Þeir eru til í að árita þær,“ segir Haukur. Má Focus koma og spila hjá þér?  Tónlist Focus er oft í spilaranum á Græna hattinum  „Djö... væri gaman að fá þá til að koma og spila“ sagði Haukur vert við félaga sinn eitt kvöldið  Ekki var liðinn mánuður þegar síminn hringdi Í dag Hljómsveitin Focus eins og hún er nú skipuð. Frá vinstri: Menno Gootjes, Thijs van Leer, Bobby Jacobs og Pierre van der Linden. Áttundi áratugurinn Hljómsveitin Focus árið 1974. Frá vinstri: Jan Akker- man, Bert Ruiter, stofnandinn Thijs van Leer og Colin Allen. Haukur Tryggvason Átta sóttu um embætti listdans- stjóra Íslenska dansflokksins (Íd), sem laust varð til umsóknar í lok mars og hefur nú verið greint frá því hverjir það eru: Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir, Cedric Lambrette, Erna Ómarsdóttir, Gunnlaugur Eg- ilsson, Hervé Palito, Jóhann Freyr Björgvinsson, Karen María Jóns- dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Viðtöl við umsækjendur fóru fram í síðustu viku og er gert ráð fyrir að listrænn stjórnandi taki við starfinu 1. ágúst nk. Samkomulag á milli Láru Stefáns- dóttur og mennta- og menningar- málaráðuneytis um starfslok hennar sem listdansstjóra Íd var undirritað í byrjun mars í fyrra og hefur enginn gegnt embættinu síðan. Erna Óm- arsdóttir, dansari og danshöfundur og einn umsækjenda um starf list- dansstjóra, var ráðin sem listrænn ráðgjafi dansflokksins fyrir leikárið 2014-15 í ágúst í fyrra. Listdansstjóri er forstöðumaður Íd og veitir dansflokknum listræna forystu og mótar listræna stefnu hans í samráði við stjórn, eins og því er lýst á vef dansflokksins. Hann ber einnig ábyrgð á daglegum rekstri dansflokksins og reikningsskilum og er skipaður til fimm ára í senn. Umsækjandi Erna Ómarsdóttir. Átta sóttu um starf list- ræns stjórnanda Íd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.