Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Kröftuglega var mótmælt á þjóð-
hátíðardaginn á meðan hátíðardag-
skrá Alþingis og Forsætisráðu-
neytisins fór fram. Á þriðja þúsund
manns gerði sér ferð niður á Aust-
urvöll en í þeim hópi voru bæði mót-
mælendur og áhorfendur. Þónokkrir
mættu með trommur og lúðra. Baul-
að var jafnt undir ræðu forsætisráð-
herra sem og undir þjóðsöngnum.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, segir á Facebook-síðu sinni
að það sé til marks um forkastanleg-
an hroka að velja 17. júní til að mót-
mæla. Guðrún Helga Stefánsdóttir
mótmælandi er ósammála Birni og
segir í samtali við mbl.is að gagn-
rýni á mótmælin sé byggð á mis-
skilningi. „Þetta er afmælisdagur
Jóns Sigurðssonar og hann sagði
vér mótmælum allir. Það er bara við
hæfi að mótmæla á þessum degi,
þetta er dagur sjálfstæðis,“ segir
Guðrún.
Mótmælendur höfðu í för með sér
langan trefil sem umlukti Austur-
völl. Var lengd trefilsins tákn um
hversu langan tíma stjórnarskrár-
málið hefur tekið, en félagsmenn
prjónuðu hann í sameiningu.
Trumbur, lúðrar og trefill
Töluverður
fjöldi mótmælenda
var á Austurvelli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mótmælin Fjöldi manns mætti á Austurvöll í gær. Sumir til þess að taka
þátt í hátíðardagskrá en aðrir til þess að mótmæla.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra flutti hátíðar-
ávarp á Austurvelli í gær undir
taktföstum trommuslætti og lúðra-
þyt mótmælenda. Í ávarpi sínu
sagði Sigmundur að Íslendingar
gætu litið björtum augum á fram-
tíðina, að dagurinn snerist um
sjálfstraust og að þjóðin þyrfti að
hafa trú á sjálfri sér. Hann sagði
jafnframt að aðgerðir ríkisstjórnar-
innar s.s. skuldalækkanir heim-
ilanna og vinna við afnám hafta
gæfu tilefni til þess að horfa fram á
veginn, að nú væri tíminn til þess að
nýta tækifærin, bæta kjör lands-
manna og ekki síst þeirra sem
minnst hefðu.
Sigmundur sagði einnig að Ís-
lendingum hefði auðnast að taka
stórar ákvarðanir og vera í farar-
broddi í stórum framfaramálum. Í
því samhengi nefndi hann sér-
staklega 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna. Þó væri vert að
minnast á það að árið 1915 hefðu
verkamenn og aðrir lágtekju-
karlmenn einnig hlotið kosninga-
rétt. Að sama skapi væri þjóðfáni
Íslendinga 100 ára og að á árinu
tækju ný lög um notkun fánans
gildi. Bætti hann við að Íslendingar
ættu að temja sér að nota fánann
meira.
Forsætisráðherra gerði Dan-
mörku einnig að umtalsefni og
sagði að ánægjulegt væri að sjá
hversu vel okkar fyrri herraþjóð
hefði gengið eftir aðskilnaðinn. Að
Danmörk fylgdi raunar næst á eftir
Íslendingum á hamingjulista Sam-
einuðu þjóðanna þar sem Ísland
væri í fyrsta sæti og að í því sam-
hengi hlyti þjóðin að vera sammála
um að Ísland væri nokkuð gott land.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð
flutti hátíðarávarp í tilefni dagsins.
„Líklega
bara mjög
gott land“
Ísland brautryðj-
andi framfara
Þjóðhátíðardagurinn
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Landsmenn skemmtu sér vel á
þjóðhátíðardaginn, en margt var um
manninn í miðborginni í gær. Fjöl-
breytt barna- og fjölskylduskemmt-
un var á dagskrá. Skátarnir héldu
uppi miklu fjöri með hoppköstulum
og öðrum leiktækjum í Hljóm-
skálagarðinum. Á Ingólfstorgi réð
Sirkus Íslands lögum og lofum, en
þar var starfrækt götuleikhús og
sirkusskóli. Klukkan fimm mátti svo
heyra ljúfa tóna af Arnarhóli þar
semhver hljómsveitin á fætur ann-
arri steig á svið, en meðal þeirra sem
komu fram voru Amabadama og
Reykjavíkurdætur. Fyrr um daginn
hafði verið fjölskylduskemmtun á
sama stað þar sem Lína Langsokkur
mætti og stuttu seinna komu íbúar
Latabæjar í heimsókn.
Þessu til viðbótar var mikil hátíð í
Hörpu þar sem finna mátti töfra-
menn, kóra og hljómsveitir ásamt
öðru. Á Bernhöftstorfu stóð Ská-
kakademía Reykjavíkur fyrir fjöl-
tefli við stórmeistara en einnig
bauðst gestum og gangandi að tefla
sín á milli.
Hér á síðunni má sjá nokkur
skemmtileg augnablik sem ljós-
myndari Morgunblaðsins fangaði.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Línan gengin Það skiptir máli að vera með einbeitinguna í lagi þegar línan er gengin, en Sirkus Íslands var með Sirkusskóla á Ingólfstorgi í gær.
Mikil skemmt-
un á 17. júní
Fjölbreytt dagskrá víða um land
Leiktæki Margs konar afþreying var í boði fyrir fólk á öllum aldri. Krakk-
arnir skemmtu sér konunglega í leiktækjum og hoppköstulum.
Fjallkonur Hundrað hafnfirskar konur í þjóðbúningum brugðu sér í hlut-
verk fjallkonunnar í tilefni af hundrað á afmæli kosningaréttar kvenna.
Heiðursvörður Við hátíðarathöfnina var heiðursvörður lögreglunnar ein-
ungis skipaður konum. Stjórnandi heiðursvarðarins var einnig kvenkyns.