Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
ráða dagskrá þingsins og því séu
miklir hagsmunir undir á fund-
unum, en sá fyrsti er 22. júní. „Það
þarf gífurlegan pólitískan þrýsting
til þess að koma málinu á dagskrá,“
segir Auður. Fyrir liggur að Alþingi
samþykkti þingsályktunartillögu
um að Ísland ætti að beita sér fyrir
því að rannsóknir á taugakerfinu
kæmust á lista yfir þróunarmark-
miða SÞ. Hún segir að stofnað hafi
verið til samstarfs á vettvangi
Norðurlandaráðs um slíkar rann-
sóknir. Í kjölfar fundar aðstandenda
átaksins með Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni forsætisráðherra
hafi ráðuneytið sent bréf til Norð-
urlandaþjóðanna þar sem þær eru
beðnar um liðsinni við að koma mál-
inu áfram.
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Átakinu „Stattu með taugakerfinu“
er nú lokið, en þar ritaði 26.131 nafn
sitt við bréf sem sent hefur verið
aðalritara Sameinuðu Þjóðanna þar
sem biðlað er til hans að rannsóknir
á taugakerfinu verði eitt af þróunar-
markmiðum SÞ. „Nú veltur allt á
því hvað stjórnvöld gera“ segir Auð-
ur Guðjónsdóttir, formaður Mænu-
skaðastofnunar Íslands, en nú í
september fer fram allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúar
Íslands sitja. Fyrir þingið verða
þrír undirbúningsfundir þar sem
dagskrá þingsins verður ákveðin.
Auður segir að útkoma undir-
búningsfundanna muni að mestu
„Það eru gífurleg tækifæri fyr-
ir litla þjóð að vera í forsvari fyrir
svona mikilvægt verkefni, en á
heimsvísu hefur um milljarður
manns orðið fyrir taugakerfisskaða.
Ímyndaðu þér heiður Íslands ef
rannsóknirnar bera árangur, það
gæti jafnvel orðið til Nóbels-
verðlauna,“ segir Auður og bætir
við að nú séu fáir aðrir að beita sér í
þessu máli sem snerti þó svo marga.
Ef rannsóknir á taugakerfinu
komast á lista SÞ yfir þróunarmark-
mið mun taugakerfið fá töluverða
athygli á heimsvísu en einnig um-
talsvert fjármagn. Auður segir að
undanfarin ár hafi komist hreyfing
á hlutina í þessum málaflokki en
þetta sé hennar síðasta rimma í
þessari baráttu eins og málin standi
núna. Hún hugsi sér að loka
Mænuskaðastofnuninni þegar í ljós
komi hvort takmarkið náist eftir
allsherjarþingið en hún voni með
öllu hjarta að það takist.
Mikið tækifæri fyrir Íslendinga
Morgunblaðið/Kristinn
Baráttukona Auður Guðjónsdóttir,
formaður Mænuskaðastofnunar.
Rúmlega 26 þúsund vilja taugakerfið í forgang Undirskriftir sendar til
Ban Ki-moon aðalritara Sameinuðu þjóðanna Boltinn er hjá stjórnvöldum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fiskistofa auglýsir í dag eftir um-
sóknum um leyfi til makrílveiða,
samkvæmt nýrri reglugerð um
stjórn makrílveiða íslenskra fiski-
skipa árið 2015. Reglugerðin var gef-
in út 16. júní sl.
Þau nýmæli eru helst í nýju reglu-
gerðinni að nú hefur öllum flokkum
skipa verið lokað gagnvart makríl-
veiðum. Þetta er 6. reglugerðin um
stjórn makrílveiða, en þær hafa verið
gefnar út frá 2010. Í fyrstu var ein-
ungis 4. flokki lokað, þ.e. til skipa
sem veitt höfðu makríl í flottroll og
nót á árunum 2007, 2008 og 2009, og
var kvóta þeirra úthlutað á einstök
skip. Tveimur árum seinna var 3.
flokki, sem nær til vinnsluskipa, einn-
ig lokað og makrílkvóta úthlutað á
einstök vinnsluskip.
Nú var stigið það skref að loka
einnig 1. flokki, flokki smábáta sem
veiða makríl á handfæri eða línu, og
2. flokki, flokki ísfiskskipa.
Jóhann Guðmundsson, skrif-
stofustjóri í Atvinnuvegaráðuneyt-
inu, sagði að allir bátar sem nú
fengju að veiða makríl hefðu áunnið
sér veiðireynslu og fengju úthlutað
aflaheimildum samkvæmt því. Hann
sagði að veiðiheimildum í 2. flokki,
flokki ísfiskskipa, hefði alltaf verið
skipt niður á skip en allir getað kom-
ist inn í flokkinn sem það hefðu vilj-
að.
Veiðiheimildum hefur ekki verið
skipt niður á skip í 1. flokki, smábáta-
flokknum, fyrr en nú. Smábátarnir
hafa getað veitt að vild þar til heild-
arafla flokksins var náð. Mjög hefur
fjölgað í þessum flokki á undan-
förnum árum. Jóhann sagði að það
hefði verið mat sjávarútvegsráðherra
að tímabært væri að loka þessum
flokki. Í reglugerðinni er kveðið á um
ákvörðun aflaviðmiðunar hvers
skips. Það er nánast sama regla og er
í frumvarpi til laga um makrílveiðar,
sem lagt var fram í vor, en þar var
gert ráð fyrir að smábátar féllu undir
kvótasetningu í makríl líkt og önnur
fiskiskip. Jóhann sagði að gert hefði
verið ráð fyrir að makrílfrumvarpið
yrði að lögum fyrir sumarið en ekki
hefur enn orðið af því.
„Nú fara makrílskipin að halda á
miðin og það var ekki hægt að bíða
lengur með að setja þessa reglu-
gerð,“ sagði Jóhann.
Stærri makrílkvóti en í fyrra
Heildarkvótinn í makríl verður nú
172.964 lestir, þar með taldar 20.000
lestir á samningssvæði NEAFC utan
lögsögu ríkja.
Jóhann sagði að Íslendingar
styddust við sömu viðmið og strand-
ríkin, þ.e. ESB, Færeyjar og Nor-
egur, sem gert hafa samning sín á
milli um makrílveiðar. Þá er miðað
við fiskveiðidánartölu 0,26 og hlut Ís-
lands upp á um 16,6%. Út úr því
koma 174.964 lestir en teknar eru frá
2.000 lestir sem ekki er úthlutað í bili.
Heildaraflinn í makríl eykst frá því í
fyrra, þegar var fyrst miðað við
147.721 lestar heildarafla en hann var
síðan aukinn í 167.826 lestir.
Makrílkvóti
einnig gefinn út
fyrir smábáta
Heildarmakrílkvótinn eykst á
milli ára og verður nú 172.964 lestir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Makríll Reglugerð um stjórn makríl-
veiða kom fyrir makrílvertíðina.
Makríllinn
» Makríll hefur gengið í vax-
andi mæli á Íslandsmið undan-
farin ár og fór að veiðast sem
meðafli fyrir Austurlandi árið
2006.
» Beinar makrílveiðar byrjuðu
árið 2007 og hefur aflinn auk-
ist ár frá ári. Makrílafli Íslend-
inga í fyrra var 173.000 tonn.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfshópur sem skipaður var um
hreindýraeldi var sammála um að
mæla ekki með hreindýraeldi eða
stórfelldum hreindýrabúskap í
hreindýrahögum á Austurlandi ef á
sama tíma ætti að standa vörð um
villtan stofn hreindýra í landinu.
Umhverfis- og auðlindaráðherra
skipaði starfshópinn 11. febrúar
2014. Honum var falið „að fjalla um
hugmyndir um hreindýraeldi og
hreindýraræktun sem nýja búgrein
á Íslandi“ eins og segir í skýrslu
hópsins. Starfshópnum var falið að
skoða málið frá öllum hliðum og
draga fram þau atriði sem gætu
skipt máli fyrir villt hreindýr hér á
landi, veiðar þeirra og verndun, bú-
fjársjúkdóma og landbúnað og land-
nýtingu. Þá átti hópurinn að fjalla
um áhrif þess að taka stóran hóp
dýra úr stofni villtra hreindýra til að
koma upp hjörð eldisdýra. Einnig
hver áhrif þess yrðu að skila sam-
bærilegum fjölda eldisdýra aftur inn
í villta stofninn.
Í áliti starfshópsins segir m.a. að
hreindýraeldi gæti hugsanlega kom-
ið þeim til góða sem fengju að taka
hreindýr úr íslenska stofninum.
Hreindýrastofninn, eins og aðrir
stofnar villtra dýra, sé ekki háður
beinum eignarrétti eins eða neins í
einkaréttarlegum skilningi. Löggjaf-
inn geti þó sett reglur um meðferð og
nýtingu verðmæta eins og hrein-
dýra. „Starfshópurinn hefur hins
vegar ekki fundið nein önnur rök eða
ástæður sem gerir það að verkum að
hann telji rétt að mæla með hrein-
dýraeldi,“ segir í álitinu.
Þá telur starfshópurinn að verði
tekinn upp stórfelldur hreindýra-
búskapur aukist líkur á útbreiðslu
sjúkdóma og beitaráhrif séu óviss.
Eins þyrfti að breyta fjölmörgum
lögum og reglugerðum og óljóst sé
hver ætti að bera kostnað af því.
„Starfshópurinn telur að hreindýra-
eldi sem ný búgrein geti haft umtals-
verð áhrif á stöðu villtra hreindýra
og getur ekki mælt með því að það
skref verði tekið. Afstaða starfshóps-
ins miðast fyrst og fremst við stór-
fellt eldi hreindýra en ekki hvort
heimila eigi að dýr séu höfð í haldi í
„dýragörðum“ af svipuðu tagi eða
minni og fjölskyldugarðurinn í
Reykjavík.“
Þegar vegnir eru saman kostir
þess annars vegar að viðhalda villt-
um hreindýrastofni og nýtingu hans
eins og gert er í dag og hins vegar að
heimila stórfellt hreindýraeldi, með
óvissu um áhrif þess á náttúru lands-
ins, þar með talið á hreindýrastofn-
inn sjálfan og aðra þætti lífríkisins,
telur starfshópurinn farsælast að
viðhalda núverandi sjálfbærri nýt-
ingu og vernd villtra hreindýra á Ís-
landi.
Áætlanir um ferðaþjónustu
Stefán Magnússon, hreindýra-
bóndi á Grænlandi, og Björn
Magnússon, áhugamaður um hrein-
dýraeldi, sóttu um leyfi til hreindýra-
eldis 2013. Starfshópurinn var skip-
aður í framhaldi af umsókn þeirra.
Björn sagði í samtali við Morgun-
blaðið að niðurstaða starfshópsins
ylli sér vonbrigðum. Hann kvaðst
vera ósáttur við að þeir Stefán hefðu
aldrei fengið að koma á fund starfs-
hópsins til að gera grein fyrir hug-
myndum sínum og áætlunum.
„Við höfum kynnt okkur vel
hvernig þetta er gert erlendis,“ sagði
Björn. „Okkar áætlanir snertu ekki
síst ferðaþjónustuna, það voru
kannski stærstar vonirnar þar. Í
Skotlandi eru þeir t.d. með 150 full-
tamin hreindýr sem eru bara notuð
fyrir ferðaþjónustu. Þar bera þau
klyfjar ferðamanna upp á hæstu fjöll.
Það vantar svona á Íslandi.“
Morgunblaðið/RAX
Í Kringilsárrana Starfshópur um hreindýraeldi telur farsælast að viðhalda núverandi nýtingu og vernd hreindýra.
Starfshópur leggst
gegn hreindýraeldi
Umsækjendur um leyfi hugðust nota dýrin í ferðaþjónustu
Landhelg-
isgæslunni
barst fyrir
hádegi í gær
beiðni um
aðstoð frá
rússneskum
togara sem
var við veið-
ar á Reykja-
neshrygg,
um 200 sjó-
mílur frá
landi. Sjó-
maður um
borð hafði
veikst, en hann varð að sögn Land-
helgisgæslunnar fyrir lömun í and-
liti.
Þyrla Gæslunnar var send til
móts við skipið og mætti því um sjö-
leytið. Sjómaðurinn var síðan kom-
inn á slysadeild skömmu fyrir níu
og var líðan hans þá talin stöðug.
TF-Líf sótti
mann á togara