Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Nýjar vörur Engjateigi 5 • Sími 581 2141 20% afsláttur af peysum og bolum Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 GERRYWEBER – TAIFUN – BETTY BARCLAY SUMARSALAN HAFIN 20–30% AFSL. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gaf á dögunum út brotatölfræði fyr- ir maímánuð. Tilkynnt kynferðis- brot í maí voru 33, voru 16 í apríl en í maí í fyrra voru þau sautján. Mála- fjöldi það sem af er árinu er einnig meiri en á sama tímabili annarra ára frá 2010, að árinu 2013 undanskildu, en það ár var fjöldi mála miklu hærri en hefur tíðkast fyrr og síðar. Í ár og í fyrra hefur fjöldinn sótt aftur í svipaðan farveg og árin fyrir 2013. Þá komu tæp 400 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu en hin árin eru þau á bilinu 200-240. Í þessum tölum eru vændismál undanskilin. Rannveig Þórisdóttir, yfirmaður upplýsinga- og áætlanadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þekkt að tilkynningar taki kipp á þessum árstíma. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega valdi þessu en hugsanlega tengist það fjölda frí- daga í maí. Kristján Ingi Kristjáns- son, yfirmaður kynferðisbrotadeild- ar, tekur í sama streng; hugsanlega tengist þetta vorinu og skólalokum. Bæði segja að sveiflur í tilkynning- um geti verið miklar, þar sem ekki þurfi þurfi mörg brot til þess að kalla fram stóra hlutfallslega sveiflu. Sé litið á tilkynningafjölda sé heldur ekki gengið að brotafjölda þar sem eldri mál séu reglulega til- kynnt. Sum þeirra eru jafnvel fyrnd, en Rannveig segir þau ná allt að 40% tilvika. Fjöldi vændismála breytilegur Annað veigamikið atriði í þessum tölum er fjöldi vændismála, sem heyra undir málaflokk kynferðis- brota. Þau mál komi nær alfarið til vegna frumkvæðis lögreglu við rannsókn þeirra og ekki hægt að tengja beint við aukin umsvif vænd- isstarfsemi. Stundum sé lagt fé og mannafli í að koma upp um þau mál og stundum ekki. Árið 2013, síðasta árið sem árs- skýrsla ríkislögreglustjóra um brotatíðni liggur fyrir um, voru 175 mál skráð vegna vændis en meðaltal áranna þriggja á undan var 25. Þessi fjölgun er til komin vegna breyttrar nálgunar lögreglunnar það árið frekar en undirliggjandi raunveru- legrar fjölgunar brota, en nýlega voru kaup á vændi gerð refsiverð. Tengd mál koma í bylgjum Kristján Ingi segir einnig algengt að mörg mál komi fram í kjölfar þess að umræða myndist um mála- flokka eða þá að ákveðnir menn með mörg brot á bakinu komist í sviðs- ljósið og þá stígi fleiri fram og leggi fram kærur. Hvorki Rannveig né Kristján vilja þó tengja nýlega fjölgun mála við umræðu tengda Beauty Tips-hópn- um á Facebook, kennda við #þögg- un. Of snemmt sé að skera úr um það enn. Afar erfitt að spá um þróun Sami fyrirvari er settur um allar staðhæfingar varðandi þróun í þess- um málaflokki hérlendis, sá að hér sé um lágar tölur að ræða sem skipt- ist yfir nokkra undirflokka brota. Það geri alla greiningu á tölfræði af- ar vandmeðfarna ef ekki ómögu- lega. Kristján Ingi hefur starfað við þessar rannsóknir á einn hátt eða annan síðan 1997. Hann segist ekki sjá teljandi breytingu í eðli þeirra brota sem komi inn á borð til lög- reglunnar. Fólk kynnist núorðið oft á netinu en brotin séu svipuð samt sem áður. Fleiri kynferðisbrot tilkynnt í maí en apríl  Árleg fjölgun í maí  Fleiri mál en á sama tíma í fyrra Morgunblaðið/Ernir Druslugangan Hún er liður í bar- áttu gegn kynbundnu ofbeldi. Meðalfjöldi tilkynntra brota 2010 – 2015 30 25 20 15 10 5 0 jan úa r feb rú ar ma rs ap ríl ma í jún í júl í ág ús t se pt em be r ok tó be r nó ve mb er de se mb er Heimild: LRH 27,5 23,5 29,2 18,5 25,2 18,2 16,6 19,2 19,2 18,6 22,8 15,4 Tölfræði Tölurnar miða við brotatíma en vændismál eru ekki meðtalin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.