Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Hafðu samband og fáðu ráð Veislur eru okkar sérgrein ALHLIÐAVEISLUÞJÓNUSTA FYRIR HVERS KYNSVIÐBURÐI Árshátíðir Afmæli Brúðkaup Fundir Erfidrykkjur Sýrlenskt barn heldur glaðbeitt um vatnsmelónu eftir að þeim hafði verið dreift nærri Akcakale- landamærahliðsins á milli Tyrklands og Sýrlands. Um 23 þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Tyrklands undanfarnar tvær vikur samkvæmt upplýsingum frá SÞ. Samkvæmt stefnu sinni um „opnar dyr“ hafa Tyrkir tekið við tæpum tveim- ur milljónum flóttamanna frá Sýrlandi síðan stríðsátök brutust þar út árið 2011. AFP Vatnsmelóna gulls ígildi fyrir stríðshrjáð sýrlensk börn Tæpar tvær milljónir flóttamanna hafa flúið frá Sýrlandi til Tyrklands Norður-kóresk stjórnvöld hafa nú opinberlega fullyrt að í land- inu ríki versti þurrkur aldar- innar. Ríkis- fréttastöðin KCNA segir að lykilhéröð í hrís- grjónaræktun séu illa farin og að 30% hrís- grjónaakra séu að þorna upp. Hálf milljón íbúa landsins er talin hafa látist í hungursneyð á tíunda ára- tugnum. Samkvæmt SÞ er þriðj- ungur barna í landinu vannærður. Stjórnvöld opinbera yfirstandandi þurrk Kim Jong-un NORÐUR-KÓREA Ástralar hafa skrifað undir frí- verslunarsamn- ing við stærsta viðskiptaland sitt, Kína. Kemur samningurinn eftir áratug við- ræðna og segir forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, samninginn vera sögu- legan. Búast stjórnvöld við veru- lega jákvæðum áhrifum á efnahag Ástralíu til frambúðar, þar sem bílar, föt og raftæki verði ódýrari í kjölfar samningsins. Nýr fríverslunar- samningur við Kína Tony Abbott ÁSTRALÍA Gríski seðlabankinn varaði í gær við því að ríkið gæti verið á „sárs- aukafullri leið“ til greiðslufalls. Í kjölfarið myndi ríkið falla á brott úr ESB og evrubandalaginu. Gríska ríkisstjórnin og alþjóðlegir lánardrottnar hafa enn ekki náð samningum um efnahagsaðgerðir í landinu og kenna aðilar hvor öðrum um. Á samningunum veltur lána- pakki frá ESB til Grikklands að verðmæti rúmir sjö milljarðar evra. Seðlabankinn varar við brottfalli úr ESB GRIKKLAND Skúli Halldórsson sh@mbl.is Flest bendir til þess að mjótt verði á munum í þingkosningum Danmerk- ur sem fram fara í dag. Skoðana- kannanir hafa sýnt fram á mismun- andi niðurstöður en heilt yfir litið virðist sem hin svokallaða „bláa blokk“, sem samanstendur af stjórn- arandstöðuflokkunum, muni hljóta örlítið meiri stuðning, og þar með nauman meirihluta í þinginu. Í Kaupmannahöfn má sjá kosningaskilti þar sem innflytjendur eru varaðir við að halda að þeir geti nýtt sér velferðarbætur í landinu. „Ef þú kemur til Danmerkur, þá verður þú að vinna,“ segir á skilt- unum, en skilaboðin koma frá for- sætisráðherranum Helle Thorning- Schmidt, leiðtoga Jafnaðarmanna- flokksins. „Velferðartúrismi“ til umræðu Beggja vegna línunnar sem skilur rauðu stjórnarblokkina frá bláu blokkinni hafa leiðtogar flokkanna lofað að girða enn frekar fyrir um- ferð innflytjenda í landið. Hafa þeir lýst yfir vilja til að brjóta upp það sem þeir kalla „velferðartúrisma“, en í því felst meðal annars að neita atvinnulausum innflytjendum um varanlegt landvistarleyfi. „Í gegnum kynslóðirnar höfum við byggt upp þetta velferðarsamfélag og nú höfum við útlendinga sem vilja arðræna það. Þetta er ekki sann- gjarnt,“ segir Lasse P. Bang, 47 ára húsvörður, í samtali við fréttastofu AP. Svo virðist sem flokkarnir keppist nú um fylgi þeirra sem eru á sömu skoðun en erfitt er að segja hver muni bera sigur úr býtum. Mjótt á munum í Danmörku  Hin bláa blokk stjórnarandstöðunnar virðist munu hljóta nauman meirihluta  Leiðtogar beggja blokka segjast vilja herða löggjöf gagnvart innflytjendum „Ef þú kemur til Danmerkur, þá verður þú að vinna.“ Helle Thorning-Schmidt Skúli Halldórsson sh@mbl.is Saksóknarar í Sviss rannsaka nú 53 mál varðandi hugsanlegt peninga- þvætti í tengslum við útboð heims- meistaramótanna í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Ríkissaksóknarinn Michael Lauber segir í yfirlýsingu að bankar þar í landi hafi tilkynnt embættinu um málin. Bætti hann við að embættið væri að greina „gífur- legt magn“ af gögnum Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, sem gerð hefðu verið upptæk í rann- sókninni. Rannsóknin á sér stað samtímis þeirri sem framkvæmd er af banda- rískum yfirvöldum, en FIFA hefur staðið andspænis ásökunum um víð- feðma spillingu eftir að svissneska lögreglan réðst inn á hótel í Zurich fyrir mánuði og handtók sjö hátt setta stjórnendur sambandsins. Hömlulaus og rótgróin spilling Sjömenningarnir voru teknir haldi að beiðni bandaríska dómsmálaráðu- neytisins, sem ákærði 14 nú- og fyrr- verandi starfsmenn sambandsins á grundvelli „hömlulausrar, kerfis- bundinnar og rótgróinnar“ spilling- ar. Koma ákærurnar í kjölfar þriggja ára rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Í maímánuði hófu saksóknarar í Sviss hliðstæð málaferli í tengslum við misferli í útboðum heims- meistaramótanna í knattspyrnu 2018 og 2022. Þar til nú hefur þó mun minna verið opinberað um þá rann- sókn. Blatter gæti verið yfirheyrður Á blaðamannafundi sagði Lauber að rannsóknin væri risavaxin og flókin, og myndi af þeim sökum taka nokkurn tíma. Útilokaði hann ekki að Sepp Blatter, forseti sambands- ins, yrði yfirheyrður vegna rann- sóknarinnar. Blatter hefur neitað öllum ásökunum um misgjörðir og tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist segja af sér embættinu. „Hingað til hefur rannsóknar- teymi okkar aflað sönnunargagna varðandi 104 viðskiptatengsl banka við skjólstæðinga sína, en á bak við hver tengsl eru margir bankareikn- ingar,“ sagði Lauber og bætti við: „Knattspyrnuheimurinn þarf að sýna þolinmæði. Eðli málsins sam- kvæmt mun rannsóknin taka lengri tíma en hinar frægu 90 mínútur.“ Sviss rannsakar peningaþvætti  „Mun taka lengri tíma en 90 mínútur“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.