Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 18

Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á17. júní erlöng hefðfyrir því að Íslendingar komi saman á Austur- velli og fagni þjóðhátíðardegi sínum. Þetta er einn hinna föstu punkta í tilverunni sem eru mönnum svo mikilvægir, ekki aðeins þeim sem mæta hverju sinni á Austurvöll heldur einnig hinum sem mæta stundum eða fylgjast með í gegnum fjölmiðla. Í gær ákvað hópur fólks að reyna að eyðileggja þessa hátíðlegu stund með því að koma sér fyrir á hátíðar- svæðinu og skapa þar allan þann hávaða sem því var unnt með barsmíðum, hrópum og köllum, auk þess að veifa spjöldum og öðru því sem mætti draga úr hátíðleik stundarinnar og spilla fyrir þeim sem komnir voru í rétt- mætum tilgangi. Og vafalítið voru þeir færri en verið hefði ef mótmælin hefðu ekki feng- ið rækilega kynningu fjöl- miðla fyrir fram svo að fjöldi fólks, ekki síst barnafólk og eldra fólk, tók þann kost að halda sig fjarri væntanlegum mótmælum. Það er ekkert að því að mótmæla ríkisstjórn og öðru en allt á sinn stað og sína stund. Austurvöllur á 17. júní er ekki staður til að vera með hávaða og mótmæli. Hann er frátekinn fyrir annað. Það er hægt að halda slík mótmæli annars staðar eða á öðrum tímum, en á þessum stað og á þessari stund eru þau miklu meira en óviðeigandi og ættu ekki að líðast. Þeir sem á vildu hlýða gátu með naumindum heyrt þjóð- sönginn og lestur Fjallkon- unnar, auk þess sem þjóð- hátíðarræða forsætis- ráðherra komst illa til skila. Allt átti þetta þó meira erindi en pottaglamrið og í ræðu forsætisráðherra mátti heyra margt áhugavert í gegnum hávaðann. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson benti á að þjóð- hátíðardagurinn væri ekki aðeins til að minnast afmælisbarnsins Jóns Sigurðssonar og snerist ekki aðeins um samheldni þjóðar- innar. Dagurinn snerist einn- ig um sjálfstraust: „Hann snýst um að við minnumst þess að við höfum ástæðu til að hafa trú á okkur sjálfum sem þjóð, hafa trú á því að í sameiningu getum við náð miklum árangri. Við lýðveldisstofnun árið 1944 skorti Ís- lendinga ekki sjálfstraust og samheldni, ekki frekar en þegar þeir ákváðu að verða fullvalda þjóð, um aldarfjórðungi fyrr. En þrátt fyrir áræði og trú á landinu þorðu líklega fáir að vona að fáeinum áratugum seinna yrði Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóð- anna. Að velferðar- mælikvarðar sýndu framúr- skarandi árangur á flestum sviðum; að almennt heilbrigði hefði aukist stórkostlega, að hér væru lífslíkur einar þær bestu í veröldinni, atvinnu- leysi minna en annars staðar og kynjajafnrétti hvergi meira. Að í alþjóðlegum saman- burði væri Ísland talið örugg- asta land í heimi, Ísland væri í þriðja sæti á lista yfir þau lönd þar sem best þætti að búa, að jöfn réttindi allra væru betur tryggð en annars staðar og að Íslendingar væru að mati Sameinuðu þjóðanna sú þjóð sem, fremur en nánast allar aðrar þjóðir heims, hefði ástæðu til að vera hamingjusöm, sama til hvaða mælikvarða væri litið. Þessar staðreyndir alþjóð- legs samanburðar sýna að trúin á framtíðina hefur skil- að okkur langt.“ Sigmundur Davíð benti einnig á að síðustu misseri hefðu gefið okkur enn frekari ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn: „Ísland stendur nú á ný upprétt í samfélagi þjóða eftir að hafa sigrast á mestu efnahags- erfiðleikum síðari tíma með elju og einlægum ásetningi. Búið er að lækka skuldir heimilanna, störfum hefur fjölgað og hafa aldrei verið fleiri, kaupmáttur er orðinn meiri en hann hefur áður verið í landinu, verðbólga er lág og nú blasir við að hægt verði að lækka skuldir ríkis- ins vegna fjármagns sem renna mun í ríkissjóð til að gera afnám hafta mögulegt. Það kemur samfélaginu öllu til góða.“ Þetta eru skilaboð sem mótmælendur, rétt eins og aðrir landsmenn, hafa von- andi meðtekið þrátt fyrir hávaðann. Íslendingar hafa margt að gleðjast yfir og þó að oft sé ástæða til að benda á það sem aflaga hefur farið má ekki horfa framhjá hinu, hvað þá að reyna að hindra um- ræðu um það með hávaða og ólátum. Ekki einu sinni þjóðsöngurinn fékk að njóta sín fyrir hávaðamönnum} Tilraun til að eyðileggja F innst ykkur ekki fornaldarlegt, í því fjölmenningarlega og opna samfélagi sem við teljum okkur trú um að við búum í hér á Íslandi, að hafa enn að störfum sérstaka mannanafnanefnd sem getur sagt okkur hvaða nöfn er heimilt að nota og hvaða nöfn er óheimilt að nota? Samfélagið okkar treystir fólki til að eiga börn. Af hverju ætti þessu sama fólki sem kemur börnunum í heiminn ekki að vera treystandi fyrir því að ákveða nöfn þeirra? Þurfum við sérstök mannanafnalög til að hafa vit fyrir lýðnum? Fyrir skömmu úrskurðaði nefndin að nöfnin Sigurörn, Silvia, Aríana, Móa, Hleiður, Þjóðar, Karún, Hebba, Indí og Cæsar væru samþykkt og þar með eru þau öll færð í mannanafnaskrá. Sum þessara nafna eru kannski ekkert sérstaklega þjál í munni en vonandi verður þeim börnum sem bera þau ekki meint af nafn- giftinni. Það er misjafn smekkur manna, það sem einum þykir í lagi þykir öðrum ómögulegt. Kannski vilja hjónakorn- in Ljótur Karl og Snjófríður Linddís skýra börnin sín Snúður og Snælda, sem eru þekkt nöfn á litlum krútt- legum kisum. Mundi það ekki bara lífga upp á til- veruna? Við yfirlestur á nöfnum sem borist hafa mannanafnanefnd til úrskurðar sést að ekkert skortir á hugmyndaflug fólks í vali á nöfnum. Nefndin hefur meðal annars nýlega hafnað beiðnum á nöfn- unum Eileithyja, Cris, Prinsessa og Gail. Ég er ánægð með þá ákvörðun innanríkis- ráðherra að kanna viðhorf almennings til lög- gjafar um mannanöfn. Ráðherra óskaði eftir við- horfum þar sem umsagnaraðilar gátu valið um óbreytta löggjöf, endurskoðun löggjafarinnar eða að fella takmarkanir á nafngiftum alfarið úr gildi. 67% þeirra 30 umsagna sem bárust voru á þá leið að fella ætti takmarkanirnar úr gildi þar sem núverandi löggjöf væri tímaskekkja, nafn- gjöf ætti að fá að þróast í takt við tíðaranda og mikilvægt væri að auka frelsi einstaklinga til nafngjafar og um leið minnka afskipti ríkisins. Þá er tiltekið mikilvægi þess að fólk sem vill bera nafn frá hinu kyninu, t.d. sökum kynleið- réttingar, njóti frelsis til þess. 23% vilja endur- skoðun; mikilvægt sé að gætt verði að velsæmis- og barnaverndarsjónarmiðum en auka eigi frelsi ein- staklinga til þess að velja sér nöfn. Einungis þrír voru þeirrar skoðunar að halda ætti löggjöfinni óbreyttri, fannst að barnaverndarsjónarmið þyrftu að vera ríkjandi og mikilvægt væri að vernda íslenska málhefð. Ef lögin verða afnumin er líklegt að nafnaflóran verði kannski sérkennileg að mati einhverra en varla getur það talist til hlutverka ríkisvaldsins að hlutast til um hvað fólk má heita. Ef mannanafnanefnd verður aflögð sparar ríkið líka kostnaðinn við að halda úti nefndinni, sem í sitja þrír sérfræðingar með þrjá varamenn. Frelsið er yndislegt! margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Hvað á svo barnið að heita? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Nýverið fór fram á Græn-landi lokafundur jökla-rannsóknarverkefnisinsSVALI (e. Stability and Variations of Arctic Land Ice). Um er að ræða þátt í Öndvegisrann- sóknaáætlun norrænu ráðherra- nefndarinnar. Í henni er fengist við hinar ýmsu rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefni þetta hófst árið 2010 og taka m.a. Veð- urstofa Íslands og Jarðvís- indastofnun Háskólans þátt. Áherslur SVALA-fundarins voru breytingar á landís á norður- skautssvæðinu og við Norður- Atlantshaf auk breytinga á skrið- jöklum og jökulhvelum, skilningur á ferlum og áhrif á sjávarborð. Í fyrsta skipti yfir allan ísinn „Á fundinum var gefið yfirlit yf- ir þróun mála á norðurslóðum, m.a. rýrnun Grænlandsjökuls, sam- kvæmt nýjustu rannsóknum,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, sem bendir á að jökullinn rýrni nú mjög hratt. Hefur bráðnunin á Græn- landsjökli meira en tvöfaldast og ís- jökum fjölgað mjög vegna örrar framrásar skriðjökla auk þess sem hafísbreiðan hefur þynnst. „Reyndar varð hiksti í þessari rýrnun svo hún var óbreytt á milli ára 2012 og 2013 en hún hefur þó undanfarin tíu ár farið mjög vaxandi á milli ára,“ segir Tómas en ástæða þessa fráviks er sú að kaldara var 2013 en við mátti búast. Sumarið 2012 náði bráðnunin hins vegar í fyrsta skipti yfir allan Grænlands- ísinn, frá austri til vesturs. Hraði rýrnunar gríðarlegur Spurður hvernig lýsa megi þessari þróun að undanförnu svarar Tómas: „Fyrir síðustu aldamót var Grænlandsjökull í stórum dráttum í jafnvægi. Þá var framlag jökla á jörðinni til hækkunar á sjávarborði aðallega frá þessum minni jöklum,“ segir hann og vísar þar t.a.m. til Vatnajökuls, jökla á Svalbarða, í fjöllum Himalaja, Suður-Ameríku og Alaska. „En eftir aldamótin hefur þáttur stóru heimskautajöklanna, á Suðurskautslandinu og Grænlandi, farið mjög hratt vaxandi. Leggur Grænland nú til heimshafanna jafn mikið og allir aðrir jöklar utan heim- skautasvæða samanlagt,“ segir hann og bætir við að rýrnun Grænlands- jökuls sé nú 30-40 sinnum hraðari en rýrnun íslenskra jökla. „Og hún [rýrnun Grænlandsjökuls] hefur vaxið miklu hraðar en menn áttu von á fyrir um fimm til tíu árum.“ Aðspurður segir Tómas rýrnun jökulsins vera hraðasta með jaðr- inum en innri hluti hans þynnist ekki mikið. „Þessi þróun byrjaði á suðausturhluta jökulsins en hefur svo fært sig norður með vest- urströndinni og alveg norður fyrir Thule. Rýrnun þess hluta jökulsins sem streymir niður Iluissat- ísfjörðinn hefur verið mjög hröð,“ segir hann en frá upphafi þessarar þróunar hefur framleiðsla borg- arísjaka frá Grænlandsjökli tvöfald- ast. „Nú er hraðvaxandi framlag til hækkandi sjávarborðs heimshaf- anna frá báðum stóru íshvelunum, þ.e. frá Grænlandi og Suður- skautslandinu. Rýrnunin árin 2009 til 2014 er orðin tvöfalt meiri fyrir Grænland og þrefalt meiri fyrir Suðurskauts- landið en var á árabilinu 2002 til 2009,“ segir hann og bendir á að vís- indamenn um heim allan fylgist því mjög grannt með þessum hröðu breyt- ingum í umhverfinu. Bráðnun jökulsins meira en tvöfaldast Morgunblaðið/RAX Grænland Rýrnun Grænlandsjökuls er nú um þrjátíu til fjörutíu sinnum hraðari en rýrnun íslenskra jökla, að sögn jarðeðlisfræðings. Sú mikla breyting sem nú á sér stað á heimskautajökl- unum hefur áhrif á það þyngdarsvið sem í kringum þá er. „Þegar massi jöklanna minnkar þá draga þeir sjóinn ekki eins mikið að sér eins og ella væri,“ segir Tómas Jóhannesson jarðeðlis- fræðingur. Spurður hvað slíkt hafi í för með sér svarar hann: „Þetta þýðir að hækk- un sjávarborðsins verður heldur minni nærri heim- skautunum en á sama tíma þeim mun meiri sem fjær dregur, þ.e.a.s. við miðbaug.“ Bendir hann á að vís- indamenn hafi þegar mælt þetta, með nákvæmum gervi- hnattamælingum, og sú hækkun sjávarborðs sem þegar er orðin er mest við mitt Kyrrahafssvæðið. Breytingar á þyngdarsviði ÁHRIF BRÁÐNUNAR Tómas Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.