Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 18.06.2015, Síða 20
» Brýnt er að varlega sé farið í aðgerðir, að þær valdi ekki tjóni á vel- ferð eða öryggi borgaranna, slíkt má aldrei gerast. Á undanförnum vik- um hefur mikið verið fjallað um kjaradeilur og ólgu á vinnumark- aði. Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir vikum saman og haft oft á tíð- um mjög víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Þær hafa, því miður, jafnframt verið mjög íþyngjandi og þungbærar fyrir þá einstaklinga sem á hallar heilsufars- lega. Eitt af mikilvægustu tækjum vinnandi fólks til að bæta og standa vörð um réttindi sín og kjör eru verkföll. Að haga hlutum þannig að verkfallsaðgerðir hafi áhrif á þá starfsemi sem viðkomandi stéttir starfa við getur leitt til betri kjara og réttinda ef samningar hafa ekki náðst með öðrum hætti. Brýnt er að varlega sé farið í aðgerðir, að þær valdi ekki tjóni á velferð eða öryggi borgaranna, slíkt má aldrei gerast. Verkföll eiga að vera algjört neyð- arúrræði í kjaradeilu. Á almennum vinnumarkaði var verkfallsrétturinn lögfestur með lögum um stéttarfélög og vinnudeil- ur árið 1938. Verulegar skorður voru þó á verkfallsrétti opinberra starfs- manna til ársins 1976. Lögreglu- menn hafa verið án verkfallsréttar frá árinu 1986. Illa hefur gengið í baráttu lögreglumanna að öðlast þau grundvallarréttindi sem verkfalls- rétturinn er. Í raun ættu lög- reglumenn eða launafólk almennt ekki að þurfa að berjast fyrir því að öðlast verkfallsrétt. Í lýðræð- isríkjum er verkfallsréttur hluti af grundvallarréttindum og það ætti að vera hlutverk stjórnvalda að vernda slík grundvallarréttindi en ekki vinna gegn því að vinnandi fólk öðl- ist verkfallsréttindi. Það er óþolandi að lögreglumenn þurfi nú að standa í samningum við vinnuveitanda sinn um launakjör og kjör almennt þar sem einn helgasti réttur launþega er ekki til staðar. Verkfallsréttur lögreglumanna Eftir Þuríði Berg- lindi Ægisdóttur Þuríður Berglind Ægisdóttir Höfundur er MA í alþjóða- samskiptum. Starfar hjá lög- reglustjóranum á Suðurnesjum. 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 3 ára ábyrgð Tölvur og fylgihlutir In Win Gamer Extreme Ótrúleg leikjatölva sem spilar alla leikina í bestu gæðum In Win Office Pro Alvöru vinnutæki sem einfaldlega virkar • Örgjörvi: Intel i7-4790 3,9 GHz Turbo • Kæling: Coolermaster 212E Evo ofurhljóðlát • Vinnsluminni: 16 GB DDR3 1600MHz • Skjákort: EVGA nVidia GeForce GTX970 4GB • SSD diskur: Samsung EVO 850 250GB • Harður diskur: Seagate 3TB 7200 RPM • Netkort: 1Gbit kapaltengt • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita • Örgjörvi: Intel i3-4150 3,5 GHz • Vinnsluminni: 8GB DDR3 1600MHz • Drif: DVD skrifari • SSD diskur: 240GB Kingston V300 • Net: þráðlaust og kapaltengt • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita 99.900 kr. 279.900 kr. „Í raun má segja að umgjörðin í kringum sauðfjárræktina sé að mörgu leyti heilbrigð og mun heilbrigðari en t.d. í mjólkurfram- leiðslu.“ Þannig segir í skýrslu Háskólans á Akureyri um samfélagslega þýð- ingu sauðfjárbúskapar sem birtist sl. vetur. Skýrslan fjallar um atvinnugrein sem er svo óarðbær að ríkisstyrkir mynda obbann af tekjum hennar og eru sauðfjárbændur þó síst öfunds- verðir af tekjum sínum. Skyldu eft- irfarandi setningabrot bera þess vott að höfundum þykir umgjörð greinarinnar heilsugóð, „…bændur fá styrki frá ríkinu til að stunda greinina“ og síðar „bændur fá bein- greiðslur eftir 63 ára aldur, án þess að framleiða neitt“ þeir sitja jarð- irnar „bara til að hokra áfram“, eins og einn viðmælandi segir í skýrslunni. „Menn eru í búskap af göml- um vana,“ svo vitnað sé enn í skýrsluna. Það vekur athygli að slík „atvinnustarfsemi“ fái sérstakt háskóla- stimplað heilbrigðis- vottorð. Heildstæð út- tekt á samfélagslegri stöðu greinarinnar er þetta ekki. Hvorki er sagt frá því hvað þessi atvinnugrein kostar samfélagið í meðgjöf né greint frá þeim umhverfisspjöllum sem sá fjöldi fjár sem rekinn er ár- lega á fjall veldur náttúru landsins. Þá er ógetið þeirrar byggðaeyð- ingar sem stjórnlaus, arðlaus og óþarfa offramleiðsla leiðir af sér. Það er fræðasamfélagi íslenskra háskóla ekki til framdráttar ef hagsmunasamtök geta pantað skýrslur þar sem niðurstöðurnar eru klæðskerasniðnar hags- munapoti þeirra. Óréttlætanleg offramleiðsla Af liðlega 10 þús. tonna heildar- framleiðslu kindakjöts 2014 voru um 1.100 tonn óseld en 2.500 tonn sett í útflutning. Offramleiðslan nemur því um 3.600 tonnum. Mér reiknast svo til að heildarverðmæti útflutnings sauðfjárafurða hafi ver- ið 3,7 ma. kr. Þá var búið að eyða 1,2 ma. kr. af ríkisgreiðslum til þess hluta framleiðslunnar sem fluttur var út. Þetta er „niðurgreiðsla“ til velstæðra útlendinga um 32%. Það er mikill rausnarskapur. Af þessum grófa reikningi sést að útflutningur sauðfjárafurða er þjóðhagslega óarðbær og engin hagræn rök fyrir þessari starfsemi. Sauðfé í landinu er því um 40% of margt. Þetta kost- ar ríkissjóð mikla peninga, sem brýnt væri að nota í heilbrigð- isþjónustuna. Það kemur ekki á óvart að í fyrrnefndri skýrslu skuli hvergi minnst á að taka þurfi tillit til þarfa markaðarins og takmarka framleiðslu. Lambakjöt er ekki lengur meginfæðutegund þjóð- arinnar. Áratugum saman hefur ríkisfé verið veitt til markaðs- setningar og geymslu kindakjöts, nú 414 m.kr., með þeim eftirtekt- arverða árangri að neyslan dregst saman. Kerfi sem hvetur til stjórn- lausrar framleiðslu, óháð þörfum markaðsins, er andstætt allri heil- brigðri skynsemi. Þá ýtir það undir hugarfar sem gerir sífellt kröfur til annarra, en minni til sjálfs síns. Ég vona að ekki verði sagt það sama um þá alþingismenn sem halda þessu fáránlega kerfi gangandi og sagt var um sovétleiðtogana, þegar leitað var skýringa á hruni Sov- étríkjanna, að það hefði ekki verið svo að leiðtogarnir hundsuðu lög- mál efnahagslífsins heldur hitt, sem var verra, að þeir skildu þau ekki. Gróðureyðing er afleiðingin Engin réttlætingarrök eru fyrir því að veita almannafé til að eyða viðkvæmum gróðri. Hafi núverandi landbúnaðarstefna haft einhver markmið þá hafa þau öll mistekist. Sauðfjárbændur maka almennt ekki krókinn. Atvinnugrein þeirra er nokkuð frumstæð og óarðbær og tekjur því lágar. Hvorki íslenska kindin né kýrin eru afurðavænar, því að stofnar þeirra eru rýrir af aldalangri einangrun. Þessi fram- leiðslustefna hefur ekki styrkt dreifðustu byggðir, heldur eru áhrifin öfug. Þar er því miður flest sagt á undanhaldi, ef marka má töl- ur, skýrslur og frásagnir. Það er eðlilegt því að meginatvinnugreinin, sjálf undirstaðan, er afar óarðbær. Ekki þangað, heldur þaðan flyst fólk. Til að laða að fólk í dreifbýlið þarf atvinnugrunnurinn þar að vera heilbrigður. Ferðaþjónustan er tækifæri ef hugvit fylgir máli. Í stað offramleiðslu með gróðureyðingu skulum við þó frekar borga fyrir að hlúa að gróðri. Ítala í Almenn- ingana frá í vor var dapurlegt dæmi. Eindregnar ráðleggingar gróðurvísindamanna voru hunds- aðar, því þær rákust á við skamm- vinna hagsmuni yfirvaldsins. Víð- tæk skaðsemi offramleiðslunnar er augljós og hlýtur að vekja þá spurn- ingu hvaða æðri hagsmunir stýri þarna för, því hvorki eru það hags- munir neytenda né sauðfjárbænda, sem margir hverjir „hokra áfram“ „af gömlum vana“. Þá er pólitíkin nærtækust. Í kosningum jafngildir atkvæði eins sauðfjárbónda allt að þremur atkvæðum í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Stuðnings- fólk óréttláts atkvæðavægis hlýtur að telja að ýmislegt megi leggja á land og þjóð til að halda atkvæð- unum í sveitunum. Áhrif offramleiðslu lambakjöts Eftir Þröst Ólafsson »Ekki þangað, heldur þaðan flyst fólk. Til að laða að fólk í dreif- býlið þarf atvinnu- grunnurinn þar að vera heilbrigður. Þröstur Ólafsson Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.