Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 21

Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 ✝ Reynir Ólafs-son fæddist í Keflavík 8. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní 2015. Hann var sonur hjónanna Ólafs Sól- imanns Lár- ussonar, f. 28. des- ember 1903, d. 28. júlí 1974, og Guð- rúnar Fanneyjar Hannesdóttur, húsfreyju, f. 14. maí 1907, d. 28. ágúst 2000. Systkini Reynis eru 1) Guðrún Katrín Jónína, f. 1926, d. 2010; 2) Arnbjörn Hans, f. 1928, d. 1931; 3) Jane Marie, f. 1929, d. 2014; 4) Arn- björn Hans, f. 1930; 5) Lára Huld, f. 1932, d. 1934; 6) Guðjón Gunnar, f. 1935; 7) Lárus Hörð- ur, f. 1936, d. 1983; 8) Ólafur Hafsteinn, f. 1937, d. 1995; 9) Bára Erna, f. 1939; 10) Sigríður Karólína, f. 1943; 11) Særún, f. 1946. Hinn 16. júní 1968 kvæntist Reynir Önnu Lilju Gestsdóttur, f. 25. desember 1945, d. 24. september 2007. Foreldrar hennar voru Gestur Pálsson, f. 10. mars 1903, d. 6. júlí 1988, og Kristín G. Sigurbjörnsdóttir, f. 23. mars 1904, d. 29. mars 1985. Reynir og Anna Lilja Lárussyni hf. í Keflavík frá 1974 til 1984. Hann var löggilt- ur fasteignasali hjá Eignamiðl- un Suðurnesja frá 1978 til 1985. Reynir rak til dánardags bók- haldsstofuna Skattsýslan sf. frá 1985, samhliða skipa- og fast- eignasölu. Reynir sinnti marg- víslegum félags- og trún- aðarstörfum, má þar nefna setu í stjórn Hraðfrystihúss Kefla- víkur, Þróunarfélags Keflavík- urflugvallar og Brunavarna Suðurnesja. Hann var skoð- unarmaður reikninga Keflavík- ur- og síðar Reykjanesbæjar til 2010. Reynir sinnti um árabil trúnaðarstörfum fyrir Sálar- rannsóknarfélag Suðurnesja. Síðustu ár tók Reynir virkan þátt í starfi Lionsklúbbsins í Njarðvík. Reynir var mikill jafn- aðarmaður og starfaði í Al- þýðuflokknum og síðar í Sam- fylkingunni. Hann var m.a. varabæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ 1994-1998, átti sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1994-2000, var í fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins frá 1996, þar af gjaldkeri flokksins frá 1998. Reynir kom að stofnun Samfylkingarinnar og sinnti ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn síð- ustu ár, m.a. sem endurskoð- unarmaður reikninga. Reynir verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. júní 2015, kl. 13. eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Gestur Páll, f. 4. febrúar 1974, kvæntur Ingu Maríu Vil- hjálmsdóttur, f. 1. mars 1971, og eiga þau tvö börn, Önnu Lilju, f. 2008, og Vilhjálm Reyni, f. 2011; 2) Kristín Guðrún, f. 20. des- ember 1988, í sam- búð með Sigurði Helga Tryggvasyni, f. 15. október 1988. Frá árinu 2009 var Reyn- ir í sambúð með Drífu Mar- íusdóttur, f. 7. júlí 1952. Sonur hennar er Magnús Ólafsson, f. 11 september 1972, kvæntur Telmu Dögg Guðlaugsdóttur, f. 2. janúar 1980, og eiga þau þrjú börn, Kristófer, f. 2002, Drífu, f. 2008, og Kamillu, f. 2011, fyr- ir á Magnús soninn Ólaf Andra, f. 1997. Að loknu landsprófi gekk hann í Menntaskólann á Ak- ureyri þaðan sem hann útskrif- aðist með stúdentspróf 1968. Reynir útskrifaðist 1973 frá Háskóla Íslands sem viðskipta- fræðingur. Eftir útskrift starf- aði hann sem fulltrúi á Póst- gíróstofunni til 1974. Hann var framkvæmdastjóri hjá Fisk- miðlun Suðurnesja og Ólafi S. Í dag kveð ég ástkæran sam- býlismann minn, hann Reyni. Þú varst tekinn allt of fljótt frá okkur, sem er svo ósanngjarnt og sárt. Ástin mín, takk fyrir öll góðu árin okkar saman; hláturinn, gleðina og sprellið. Ég tala nú ekki um ferðalögin okkar til Boston, Flórída og allar golfferðirnar til Spánar með yndislegum vinum. Sumarbústaðarferðirnar í Tung- urnar voru okkur dýrmætar, því þangað var svo gott að koma og slaka á eftir erfiða vinnuviku. Elsku ástin mín, þú varst ekki aðeins mér dýrmætur heldur varstu syni mínum, tengdadóttur og barnabörnum ómetanlegur. Ekki má gleyma aldraðri móður minni sem þú passaðir svo vel upp á. Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú ert, heldur fyrir það sem ég er þegar ég er með þér. Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú hefur gert úr sjálfum þér, heldur fyrir það sem þú gerir úr mér. Ég elska þig vegna þess að þú hefur gert meira en nokkur trú hefði megnað til að ég yrði góð og meira en nokkur örlög hefðu megn- að til að ég yrði ánægð. Þú hefur gert það án þess að snerta, án þess að segja orð eða gefa merki. Þú hefur gert það með því að vera þú sjálfur. Kannski er það einmitt þetta sem felst í að vera vinur. (Höf. ók.) Hvíl í friði, ástin mín. Þín Drífa. Elsku besti pabbi minn. Ég satt best að segja trúi þessu ekki ennþá. Ég veit að þú ert far- inn til hennar mömmu en samt líð- ur mér eins og þú eigir eftir að hrinda upp hurðinni hér heima eftir augnablik, með fallega brosið þitt og taka utan um mig. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku pabbi minn. Hlýjunnar, fíflaskaparins og síðast en ekki síst okkar dýr- mætu vináttu. Þú nefnilega varst ekki bara pabbi minn, heldur varstu minn besti vinur. Það gerir þetta allt svo miklu sárara. Þú varst svo frábær pabbi og vinur. Þú varst alltaf til staðar fyr- ir mig, sýndir öllu því sem ég tók mér fyrir hendur ótakmarkaðan áhuga og traustari vin er erfitt að finna. Þú varst gífurlega stoltur pabbi og leyndir því ekkert, hvorki fyrir okkur börnunum þín- um né öðrum. Ef eitthvað gleði- legt átti sér stað í lífi okkar, þá varst þú sá fyrsti sem ég sagði frá, því þú svo sannarlega kunnir að samgleðjast. Það sama gilti um ef eitthvað kom upp á, þá vafðir þú um mig örmum og grést með mér. Verandi orðin 26 ára, þegar ég trúði því enn að „pabbi gæti lagað allt“ segir svo mikið um hvað þú varst góður pabbi. Þú ólst upp tvo sterka, kær- leiksríka og auðmjúka einstak- linga sem endurspegla þín eigin gildi og mannkosti. Ég er innilega stolt af því að vera dóttir þín og þakklát fyrir okkar tíma saman, þó hann hafi verið allt of stuttur. Ég er svo heppin að búa að ótelj- andi ljúfum minningum um þig, og þær getur enginn tekið frá mér. Þó sólin nú skíni á grænni grundu Er hjarta mitt þungt sem blý, Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu Í huganum hrannast upp sorgarský Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða Svo fallegur, einlægur og hlýr En örlög þín ráðin – mig setur hljóða Við hittumst samt aftur á ný Megi algóður guð þína sálu nú geyma Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höfundur ókunnur) Við sjáumst svo síðar. Ég elska þig út af lífinu, pabbi minn. Lillan þín, Kristín Guðrún (Stína). Jæja, pabbi minn, snögg var þessi orrusta. Á meðan við fjöl- skyldan reynum að ná utan um brotthvarf þitt er hægt um vik að rifja upp allar þær góðu minning- ar sem við eigum um þig. Í þér átti ég ekki bara pabba heldur einnig minn besta vin. Það var klagað upp á okkur að hafa verið líkir, hvort heldur sem var í fasi eða framkomu. Þótt réttilega megi segja að sum hornin hefði mátt slípa eilítið til hef ég alltaf verið stoltur af því að vera borinn saman við þig. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Við gátum gengið fram af öðru heimilisfólki í fótboltaglápi og um hríð lékum við golf af miklum móð. Við duttum inn í pólitíkina á sama tíma og störfuðum á þeim vettvangi hlið við hlið. Ég mun lengi trega þá stað- reynd að ég get ekki í bili tekið upp símann og spjallað við þig um barnabörnin, pólitíkina eða fót- boltann eða hvað annað sem okkur lá á hjarta. Þú varst alltaf töffari, þótt þú fyndir til eða liðir illa áttir þú ekki auðvelt með að sýna það. Við frá- fall mömmu tókstu þetta á hörk- unni, því velferð annarra var alltaf í forgangi. Af þér átti ekki að hafa áhyggjur. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir lát móður okkar sem við sáum hvað þetta var þér erfitt. Það var þér mikið lán að kynnast henni Drífu þinni á þessum tímapunkti. Þú varst rek- inn aftur af stað og þú fórst aftur að njóta lífsins. Að mörgu leyti var þessi síðasti kafli í lífi þínu þinn besti. Ég lærði svo margt af þér. Þú kenndir mér að standa alltaf með sjálfum mér en um leið að taka inn önnur sjónarmið. Þú kenndir mér að liggja ekki á skoðunum mínum, á endanum væri betra að fólk vissi hvar það hefði okkur. Þú kenndir mér að hafa hjartað með í för þeg- ar ákvarðanir væru teknar og þú kenndir mér umfram allt hvað felst í því að vera góður faðir. Ást þín á fjölskyldu þinni var skilyrðislaus og sjálfsögð og í raun var það þitt helsta lífsverkefni að hugsa um fólkið þitt. Þú varst reddarinn, ekki bara fyrir börnin þín heldur varstu ávallt til staðar fyrir þinn stóra frændgarð og fjöl- mörgu vini. Afahlutverkið tókstu með trompi. Ég rifja stundum upp þegar við, þá þriggja manna fjölskyldan, fórum í veiðitúr með Herði bróður þínum í Geirlandsá fyrir 33 árum. Ég man þegar þú skelltir mér á bakið og barst mig yfir lækjar- strauma og polla, hvernig ég ríg- hélt í þig horfandi ofan í vatnið, sem eflaust var ekki jafn djúpt og átta ára guttinn upplifði það. Þar upplifði ég það sem yfirnáttúrleg- an kraft að geta vaðið með mig á bakinu án þess að slegið væri slöku við. Á þeirri stund var pabbi minn allt sem skildi á milli þess að sökkva eða fljóta. Það er sú mynd sem ég hef alltaf haft af þér. Ég rifja upp þessa minningu vegna þess að sem faðir, eiginmaður og afi leistu á það sem skyldu þína að draga þig og þína áfram í gegnum hvers konar hindranir sem á vegi okkar yrðu og halda öllum á floti. Þú ætlaðir sjálfur að fara síðastur frá borði. Þú kenndir mér svo margt, sem meðal annars fólst í því að nú þegar þú hefur sleppt börnunum þínum í bili sökkvum við ekki heldur fljótum. Þú sást til þess. Gestur Páll. Hann Reynir tengdafaðir minn var margslunginn maður. Um leið og honum lá hátt rómurinn og hann gat verið beinskeyttur og hvass – gat hann einnig verið hlýr og nærfærinn. Það sá ég best þeg- ar hann talaði við barnabörnin sín. Hann gat verið mannblendinn og hrókur alls fagnaðar en um leið fannst honum notalegast að vera heima í rólegheitunum að horfa á enska boltann eða golf. Hann var einstaklega náinn börnum sínum tveimur, Gesti Páli og Stínu. Heyrði í þeim nánast daglega og studdi með ráðum og dáð, stoltur og hvetjandi. Reynir kemur úr stórri fjöl- skyldu – fjölskyldu sem er ein- staklega samheldin, sterk og kær- leiksrík. Fjölskylda þar sem engin lognmolla né sundurlyndi ríkir heldur þvert á móti gleði og vin- átta. Reynir hafði miklar skoðanir á samfélagi sínu og lá ekki á þeim – heldur stóð með þeim og fann þeim farveg. Í pólitíkinni eignaðist Reynir trausta og góða vini sem studdu hver annan þegar á móti blés. Skömmu eftir að ég kynntist Gesti mínum lést móðir hans og eiginkona Reynis til tæpra fjöru- tíu ára. Það má því segja að ég hafi kynnst Reyni í sárri sorg og sökn- uði. Það var erfiður tími fyrir alla í fjölskyldunni. En svo kynntist Reynir Drífu sinni og trú nafni sínu dreif hún hann af stað í lífið á ný. Þau voru dugleg að gera skemmtilega hluti – ferðast og stunda golfið. Þessi síðustu ár Reynis voru því viðburðarík og góð. Nú er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna og missir okkar allra mikill. Líf barnanna minna hefði orðið ríkara ef afa þeirra hefði not- ið lengur við. En minningin um góðan, sterkan og ljúfan mann lif- ir. Inga María Vilhjálmsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Elskan hann Reynir bróðir okkar er farinn til Sumarlandsins. Hann var yngstur okkar 12 systk- ina, barna Ólafs Sólimanns og Guðrúnar Hannesdóttur. Við er- um sérstaklega samrýmd fjöl- skylda. Það sem einkenndi Reyni litla bróður okkar var hvað hann hugsaði vel um fólkið sitt, og reyndar alla sem leituðu til hans um góð ráð. Hann var glaðvær, skemmtilegur og ljúfur. Hann var sterkur persónuleiki og laðaði fólk að sér, hann var mjög trúaður og vissi nákvæm- lega að hver hefur sinn tíma. Viss- an um að hann sé boðinn velkom- inn af þeim sem á undan eru gengnir eins og eiginkonu, for- eldrum og systkinum hjálpar okk- ur að líða betur. Auðvitað munum við sakna litla bróður okkar en það voru forréttindi að fá að eiga svona góðan og fallegan bróður sem hjálpaði öllum sem til hans leituðu. Hvert förum við þegar okkur vantar ráð og hvert sendum við börnin okkar, sem við erum vön að segja við „hringdu í hann Reyni frænda þinn, hann veit þetta örugglega“ þegar þau vant- ar ráð. Við munum fagna lífi hans á Sólimanns-ættarmótinu og svo sannarlega vitum við að hann verður þar með okkur. Við kveðj- um yngsta bróður okkar og þökk- um honum samfylgdina og öll góðu ráðin sem hann gaf okkur. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Drífu og barna þeirra. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Höf. Guðfinna Þorsteinsdóttir Guð geymi þig. Sólimanns-systkinin. Sigríður Karólína Ólafsdóttir Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Það er sárt að kveðja elskuleg- an mág. Við vissum öll hversu al- varleg veikindi hans voru en þetta átti að vera verkefni sem hann tækist á við en við vonuðumst að hann fengi heilsuna aftur og mætti njóta góðra stunda með fjölskyldu sinni og vinum. Svo varð þó ekki, hann tapaði barátt- unni eftir stutt en erfið veikindi. Hann lést að kveldi 7. júní þar sem hann var umvafinn fjölskyldu sinni. Ég kynntist Reyni þegar ég trúlofaðist Óla bróður hans 1956, hann þá 8 ára gutti. Hann lá á sjúkrahúsinu í Keflavík með brjósthimnubólgu. Ófáar voru ferðirnar í heimsókn til hans það sumar. Hann Reynir stóð í öllu fyrir mig eftir að hann Óli minn dó, ég þurfti bara að hringja í hann og þá var málið leyst eða hann sagði bara hlæjandi, elsku Svala mín, ég er löngu búinn með þetta. Á ég honum þökk að gjalda fyrir allt. Missir okkar allra er mikill en þó sérstaklega Drífu, Stínu og Gests ásamt mökum þeirra og barna, bið ég Guð að gefa þeim styrk og visku til að vinna sig í gegnum þessa miklu sorg. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Svala Gríms. Reynir Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Reyni Ólafsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR (DÚDÚ) frá Siglufirði, lést á öldrunardeild HSÍ Ísafirði 13. júní. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 20. júní 2015, kl. 14. . Þorleifur Pálsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Þórður Pálsson, Sveinfríður Högnadóttir, Hilmar Pálsson, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir Sigrún Pálsdóttir, Jón Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HALLDÓRSSON, Brekkugötu 13, Vogum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. Júní kl. 11. . Dagbjört Jóna Bjarnadóttir, Reynir Þór Magnússson, Helma Dröfn Karlsdóttir, Hörður Magnússon, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Magnús Karl Reynisson, Dagbjört Freyja Reynisdóttir Dagný Rós Harðardóttir og Reynir Már Harðarson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma. HELGA KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR Frá Ólafsvík Lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 15. júní. Útförin verður auglýst síðar. . Ásta Lára Leósdóttir Þorvarður Sæmundsson Guðbrandur Rúnar Leósson Gunnhildur Tryggvadóttir Erla Leósdóttir Hjörtur Þorgilsson Ágúst Helgi Leósson Sigrún Ellertsdóttir Þröstur Leósson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Markarvegi 15. . Ásgeir Hjörleifsson, Sigurður Þór Ásgeirsson, Fríða Kristín Gísladóttir, Hjörleifur Ásgeirsson, Maria Purificacion Luque, Kristinn Ingi Ásgeirsson, Linda Hrönn Einarsdóttir, Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir, Xavier Rodriguez, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.