Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 23

Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 ✝ Þormar Stef-ánsson fæddist á Vopnafirði 10. mars 1960. Hann lést á lungnadeild sjúkrahússins í Svendborg 11. júní 2015 eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. For- eldrar Þormars eru Oddný Pálína Jó- hannsdóttir, f. 24. september 1932 og Stefán Helgason, f. 30. mars 1929, þau eru búsett á Vopnafirði. Bræður Þormars eru Helgi, f. 2. júní 1955, kvæntur Hjördísi Jóns- dóttur og Rafn, f. 10. júní 1956, kvæntur Hörpu Þ. Hólmgríms- dóttur. Eiginkona Þormars er Hjördís Valgarðsdóttir, f. 12. mars 1957 og stjúpsonur hans er Jón Óskar Friðriksson, f. 13. september 1975. Þormar gekk í barnaskóla á Vopnafirði, var einn vetur í Eiða- skóla og einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri. Síðan fór hann í Vélskóla Íslands og lauk þaðan námi sem vélstjóri. Mest alla starfs- ævi sína var Þor- mar til sjós, fyrst á millilandaskipum og síðan sem vélstjóri á ýmsum fiskiskipum. Einnig vann Þor- mar um tíma við byggingu Vatnsfellsvirkjunar. Árið 2006 fluttust Þormar og Hjördís til Danmerkur og þá hóf hann störf sem vélstjóri hjá Es- vagt og starfaði þar meðan hon- um entist heilsa til. Útför Þormars fer fram frá Simmerbölle kirke á Langalandi fimmtudaginn 18. júní 2015, kl. 13. Myndaalbúm geyma margar góðar og fallegar minningar, þau sýna líka tíma sem myndefnið man kannski ekki eftir en lýsa ást og umhyggju ljósmyndar- anns. Í dag fletti ég í gömlum al- búmum í stofunni á Pelløkkevej og rakst á myndir frá því að Þor- mar, foreldrar mínir og ég bjugg- um saman í Reykjavík. Það hlýt- ur stundum að hafa reynt á þolinmæðina fyrir 23 ára gamlan strák að búa með litlu barni en eftir að ég man eftir þá hafði Tommi alla heimsins þolinmæði og alltaf tilbúinn í að gera eitt- hvað skemmtilegt. Síðustu daga hefur mér mikið orðið hugsað til morgunsins þeg- ar við vöknuðum snemma og settum upp dominóið sem ég hafði fengið að gjöf, Það tók allt eldhúsborðið í Skipasundi, var raðað af kostgæfni, kúlan sett af stað og við horfðum á verkið falla. Svo var hann farinn á sjó- inn. Svona var Tommi, honum datt svo oft eitthvað skemmtilegt í hug. Það er undarlegt til þess að hugsa að aldrei aftur eigi ég eftir að sitja við eldhúsborð þar sem sögur, bæði nýjar og gamlar, ganga á milli Þormars og pabba, þar sem þeir engjast um af hlátri jafnvel kvöld eftir kvöld. Tommi hafði nefnilega einstaklega góðan húmor, sem hann hélt fram á síð- asta dag þrátt fyrir veikindi sín, og var uppfullur af ýmiss konar fróðleik eins og þeir vita sem hann þekktu. Aldrei eftir að sitja með honum frameftir, hlæja og ræða málin, þegar allir hinir eru farnir að sofa. Aldrei eftir að fyll- ast tilhlökkun yfir því að von sé á honum í heimsókn. Það hefur verið hoggið stórt skarð í litlu fjölskylduna okkar sem aldrei verður fyllt að nýju. Við eigum hins vegar minning- arnar og sögurnar sem við getum deilt hvert með öðru. Hlegið og grátið við eldhúsborð framtíðar- innar. Elsku frændi, þú ert elskaður, þín er saknað. Oddný Björg Rafnsdóttir. Í dag kveðjum við góðan vin og kæran bróður. Þegar við kvödd- um hann á flugvellinum á Akur- eyri rétt fyrir síðustu áramót var það ekki í hug okkar að þar væri kvatt í síðasta sinn í þessu jarð- lífi. Jafnvel þótt okkur væru veik- indin ljós, bjóst enginn við að svo hratt drægi af eins og raun bar vitni. Við minnumst Þormars sem góðs vinar, vinnufélaga og bróður. Húmoristi var hann mik- ill, sá gjarnan spaugilegar hliðar á málunum, jafnvel stundum að manni þætti það svolítið óviðeig- andi en kímdi þó í laumi. Þormar var skarpgreindur, vel lesinn, fróður um marga hluti og óspar á að miðla fróðleiknum, leiðbeina og hjálpa. Hann var vandvirkur og vildi hafa smáatriðin á hreinu. Þegar við á námsárunum bjugg- um saman í Reykjavík var t.d. al- veg á hreinu hver sá um að strauja á heimilinu, hann treysti engum nema sjálfum sér til að strauja skyrturnar nógu vel og þar með varð straujárnið hans. Síðar fann hann lífsförunaut sem hann treysti fyrir straujárninu sem og flestu öðru. Hann og Hjördís voru samhent hjón og nutu samvistanna þó hann dveldi oft langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar. Þegar Þormar fékk áhuga á einhverju gagntók það gjarnan huga hans, þá var oft mikið spáð og spekúlerað og ekki kastað til höndum þegar hug- myndirnar voru komnar á fram- kvæmdastig heldur vandað til verka. Þess má m.a. sjá glögg merki í garðinum þeirra Hjördís- ar á Pelökkeveginum þar sem þau hafa samhent unnið að fegr- un og umbótum undanfarin ár. Nokkrum sinnum áttum við þess kost að ferðast með þeim hjónum á Íslandi og Þormar var skemmtilegur ferðafélagi. Ekki var síður gott að sækja þau hjón heim eftir að þau fluttu til Dan- merkur. Elsku Hjördís, missir þinn er mikill. Við vottum þér og Nonna og öðrum ástvinum Þormars okkar dýpstu samúð. Að missa ástvin er óbætanlegt en góðar minningar eru geymdar sem gull í sjóði. Far þú í friði, kæri vinur og bróðir. Harpa Hólmgrímsdóttir og Rafn Stefánsson. Þormar Stefánsson Elskulega systir okkar og mágkona, KATRÍN SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Hemru í Skaftártungu, lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. júní. Útförin fer fram frá Grensáskirkju í Reykjavík mánudaginn 22. júní kl. 11. Bænastund og jarðsetning frá Grafarkirkju í Skaftártungu kl. 17 sama dag. . Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Brynrún Bára Guðjónsdóttir. bræðrum mínum, Danna og Inga. Það þætti sjálfsagt þröngt búið í dag eins og var á Árbakka á þess- um árum. Í svefnherberginu var hjónarúm og önnur þrjú rúm fyr- ir okkur strákana fjóra. Ég svaf lengi til fóta hjá Inga. Grettir tók þátt í sveitastörfunum eins og aðrir, fann sig best á hrífunni en sóttist lítt eftir vélavinnu og lét öðrum það eftir að mestu leyti þegar vélvæðingin hélt innreið sína í sveitina. Enda tók hann víst aldrei bílpróf. Annars stendur tónlistin ein- hvern veginn alltaf upp úr í minn- ingum mínum um Gretti. Eftir skólagöngu í Reykjanesi hélt hann áfram í Gagnfræðaskólan- um á Ísafirði. Þar lærði hann á gítar og stofnaði ásamt öðrum skólahljómsveitina Noisemakers sem ég frétti löngu síðar að hafi víst þótt geysilega góð. Ég man að Grettir kom heim með Höfner- gítar og Farfisa-magnara á þess- um árum og spilaði mikið í stof- unni heima. Ég man sérstaklega eftir laginu Millionaire með The Dakotas og The House Of The Rising Sun með The Animals. Hann var eitthvað að reyna að láta Inga spila með sér bassalínur á gamla kassagítarinn hennar mömmu með takmörkuðum ár- angri. Síðar eignaðist ég þennan Höfner-gítar og magnarann líka þegar ég hóf minn tónlistarferil. Eitthvað var hann líka í Bolung- arvík að vinna og spila í hljóm- sveit sem hét Berkir að ég held og gerði það víst gott á sínum tíma. Hann sagðist mest hafa verið notaður í það að öskra. Ég man ekki eftir nema einu skipti sem Grettir fór í fýlu. Það var þegar hann á unglingsárun- um mátti ekki fara til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur á ball með Hljómum held ég. Annars var hann alltaf í góðu skapi, syngj- andi og brosandi. Ef hann var úti á túni að raka mátti oft sjá hann einan með sjálfum sér taka bak- föll af hlátri. Þá hefur hann verið að hugsa eitthvað skemmtilegt. Eftir að hann byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og kom heim í jólafrí átti hann það til að spila og syngja. Eitt sinn söng hann „Vorið er komið og grund- irnar gróa“ við lag sem ég hafði aldrei heyrt áður, en lagið sat fast í minni mér og ég komst að því löngu síðar að þetta var lagið „While My Guitar Gently Weeps“ með Bítlunum. En íslenski text- inn passar einmitt ágætlega við lagið. Í þessu jólafríi eða ein- hverju öðru fríi las hann líka þykka doðranta sem hétu Ulys- ses og The Roman Empire. Grettir flutti svo til útlanda fljótlega eftir nám þar sem hann kynntist Stínu sinni. Þau komu samt aftur heim í nokkur ár til að kenna við Menntaskólann á Ísa- firði. Við vorum þó í sambandi af og til í gegnum árin, sérstaklega undir það síðasta þegar heim- sóknir hans og fjölskyldu urðu tíðari. Hermann Níelsson, fyrr- um félagi hans í Noisemakers, kvaddi líka fyrr í vetur. Hann hef- ur örugglega farið á undan til að stilla upp hljóðfærunum fyrir næsta gigg hjá þeim. Elsku Stína, Sæmi, Snorri og Kolli, við vottum ykkur innilega samúð og vonum að minning Grettis lifi um langa framtíð. Halli, Helga, Snorri og Kristín Harpa. Ég sá þig snemma dags um sumar seint í ágúst saman til sólarlags við ein sátum á þúst. Af því ég átti þig Og af því þú áttir mig Við héldumst hönd í hönd Inn í hamingjunnar lönd. Þetta var lagið okkar Grettis stærsta bróður enda hittumst við fyrst í ágúst þegar mamma kom með mig heim á Mýri eftir að hafa eignast sitt sjöunda barn á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Grettir var elstur bræðra minna og sann- arlega stærstur í öllu tilliti, hann hló hæst, hann söng hæst og var líflegastur af Mýrarbræðrunum sex. Hann var að mig minnir líka stærstur þeirra, en kannski var það bara huglægt því hann var eins og hann var. Þegar ég kom í heiminn var Grettir að verða 19 ára og af myndum að dæma ósköp pabbalegur við litlu systur. Ég man líka þegar hann kom fyrst með Stínu, lífsförunaut sinn, heim að Mýri. Afbrýðisemin gagntók mig fimm ára gamla en fljótlega náði Stína að vinna mig á sitt band. Við lærðum saman ís- lensku, hún lærði málið og ég steig mín fyrstu skref í fjarnámi þess tíma en við krakkarnir á Mýri byrjuðum ekki í skóla fyrr enn við vorum orðin nokkuð stálpuð. Grettir var söngelskur með af- brigðum, spilaði á gítar og fleiri hljóðfæri og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Margar skemmtisögur hafa verið sagðar af Gretti í gegn- um tíðina og börnin minnast frænda, sem sagði sögur og kenndi þeim vísur og marga gagnlega hluti eins og hvernig ætti að umgangast landdísir, það væri gott að gefa þeim t.d. rús- ínur þegar farið væri framhjá landdísarsteininum á Snæfjalla- ströndinni. Síðustu árin átti Grettir við vanheilsu að stríða en var duglegur að heimsækja gamla landið og heimahagana. Hann kom í sína síðustu heim- sókn á liðnu hausti og lést á sjúkrahúsi í Uppsala þann 1. júní. Elsku Grettir, við þökkum fyr- ir allar okkar stundir og minn- umst þín með hlýju í hjarta. Stínu, Sæma, Snorra og Kolla sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Salbjörg og fjölskylda. „Þú fagra minning eftir skildir eina …“ Hann Grettir mágur minn skil- ur eftir sig margar góðar minn- ingar um gleði, söng og sögur. Ég man eftir öllum skemmtilegu stundunum á Mýri, Hólmavík og hér í Sólbakka, þegar hann spil- aði á gítarinn og söng og allir hrif- ust með. Grettir naut sín vel í uppeldis- hlutverkinu, brá gjarnan á leik með börnunum og á augabragði skapaði hann með þeim töfraver- öld. Frásagnir hans voru líka oft með ævintýrablæ, ekki síst þegar hann var að segja börnunum frá og þau hlustuðu bergnumin á sögumanninn. Þessir eiginleikar Grettis hafa án efa komið sér vel í lífsstarfi hans, kennarastarfinu. Mér er líka minnisstætt hversu fljótur Grettir var að mynda tengsl við aðra og þá sér- staklega börnin. Gott dæmi um þetta er þegar Adda Soffía dóttir okkar var aðeins nokkurra mán- aða og Grettir og fjölskylda dvöldu hjá okkur nokkra daga. Þá var hann var strax farinn að sinna henni næstum eins og eigin barni. Eins var það þegar við fjöl- skyldan sóttum Gretti og fjöl- skyldu heim í Uppsala nokkrum árum seinna, þá var Adda Soffía strax svo glöð og örugg hjá Gretti frænda sínum. Það var aldrei leiðinlegt í ná- vist Grettis. Hann var svo einlæg- ur og hlýr og alltaf að hugsa um hag þeirra sem í kringum hann voru. Þegar við fjölskyldan kom- um í heimsókn til Uppsala þá var Grettir ásamt Stínu búinn að skipuleggja heilmikla og fjöl- breytta dagskrá, þar sem allir gátu haft gaman, ekki síst börnin. Berti yngri, frændi hans, fékk að ferðast með hinum ýmsu vél- knúnu farartækjum og Grettir lét það meira að segja eftir Höllu frænku sinni að borða á McDo- nalds, þótt það stríddi gegn hans viðhorfum. Stundirnar sem ég og fjöl- skyldan höfum átt með Gretti og fjölskyldu hefðu mátt verða svo miklu fleiri. En ég er þakklát fyr- ir allar gleðistundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin bæði í Uppsala og hér á Íslandi, nú síðast í október sl. Sérstaklega langar mig að minnast góðra daga sem við áttum, ásamt Öddu og Berta, tengdaforeldrum mín- um, í Uppsala með Gretti, Stínu og strákunum. Á sorgarstundu getum við yljað okkur við þessar góðu minningar. Ég votta allri fjölskyldu Grettis mín innileg- ustu samúð. Hulda Steingrímsdóttir. á móts við að vera eiginmaður og fimm barna faðir í þessu lífi. Við áttum mörg mögnuð sam- töl á spítalanum þessar fáu vikur sem gáfust eftir að þú veiktist. Rifjuðum upp góðar minningar, skoðuðum myndir, ræddum lífið og tilveruna og svo var það dýr- mæti kvöldlesturinn okkar; ást- arbréfin milli Haraldar Níelsson- ar langafa og Bergljótar langömmu. Þvílík ást, þvílík trú, þvílík þrautseigja. Og hjart- næmu bréfin milli hans og barnanna þeirra; það sem hún Elín amma var skemmtileg og með munninn fyrir neðan nefið. Við lásum líka predikanir lang- afa eins og Guð er nálægur og Það er yfir oss vakað. Þá var eins og hann væri að tala beint inní þínar aðstæður og það var hugg- andi. Já, eitt það dýrmætasta sem hægt er að öðlast í lífinu er góð- ur kennari til að hjálpa manni að móta farveg fyrir lífið til að flæða um. Þú varst slíkur kennari, pabbi minn. Predikaðir aldrei, skammaðir aldrei, leiðbeindir aldrei, heldur einfaldlega gekkst veginn. Og rauði þráðurinn í kennslunni þinni var tengingin við guð og virðing fyrir öllu sem hann hefur skapað – öllu lífi. Þegar ég var lítil lagðirðu oft fyrir mig spurningar sem þú vissir að ég gæti svarað, eða verkefni sem þú vissir að ég gæti leyst og sagðir svo: „Sko þig – þetta gastu!“, „sko þig – þetta vissirðu!“ Og í hvert skipti stækkaði ég um eitt númer. Það var mikilvæg reynsla að fá að fara með þér að heimsækja fólk, þú sást aldrei ytra byrðið; útlit, stöðu og aldur, heldur aðeins guð innra með hverjum og einum. Það var ljóst að fyrir þér höfðu efnisleg gæði lítið vægi á móts við lífið sjálft. Og það hefur mótað mig að sjá hvernig þú tengdir af auðmýkt við náttúruna og sýndir henni al- úð. Stoppaðir til að setja mosann aftur á sinn stað ef hann hafði tæst upp þar sem þú gekkst. Grófst fugla sem flugu á rúðuna á sumarbústaðnum. Tíndir berin og safnaðir jurtum og sauðst úr þeim te. Það var gott að geta bruggað handa þér slíkt te á spítalanum og koma með ferskt birki handa þér til að finna ilm- inn af. Takk pabbi fyrir að ganga veginn svona fallega, fyrir að vera slík fyrirmynd og gefa hjarta þitt til okkar barnanna þinna og mömmu. Ég elska þig, pabbi minn. María Ellingsen. Elsku afi. Þessar undanfarnar vikur hef ég náð að tengjast þér svo mikið og hef notið hverrar stundar með þér. Naut þess að syngja og spila á fiðlu og fara með ljóð fyrir þig. Það var líka gaman þegar við vorum að tala um þig og mömmu þegar hún var lítil. Ég naut þess líka að sitja við rúmið þitt og halda í hönd þína og ræða hin og þessi mál. Og ég veit að þótt ég sakni þín mikið þá verða þessar minningar ávallt hjá mér og þú verður alltaf í hjarta mínu. Elska þig alla leið til tunglsins og aftur til baka. Þín Kristín. Mig langar að skrifa fáein minningarorð vegna andláts tengdaföður míns, Haraldar Ell- ingsen. Hann var í stuttu máli einstaklega skemmtilegur mað- ur. Mér fannst alltaf ótrúlegt að hann hefði gert hagfræði og vangaveltur um peningamál þjóðarinnar að ævistarfi sínu. Haraldur var fyrst og fremst hagfræðingur andans í mínum huga, ótrúlega vel lesinn og gríð- arlegur áhugamaður um andleg málefni. Hann var í forvitinn um lífið, spurði óteljandi spurninga um það sem maður var að fást við hverju sinni, og var með skemmtilegar samsæriskenning- ar um eitt og annað í heiminum. Þegar ég heimsótti Harald á dánarbeði var Undanfarið hafa verið útskriftir úr framhalds- skólum landsins. Gamlir nem- endur þeirra minnast liðinna tíma. Þar á meðal voru 60 ára stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, en þeir luku stúd- entsprófi vorið 1955. Boðið var til kaffisamsætis í skólanum. Mót- tökur voru hlýjar og var það ánægjuleg stund. Haraldar Ell- ingsen var saknað, en hann var ekki með vegna þess að hann lá þungt haldinn á sjúkrahúsi og barðist við krabbamein sem dró hann til dauða. Í tímans rás hafa margir úr þessum hópi gengið á vit feðra sinna og nú mun um þriðjungur þessa stúdentshóps vera fallinn frá. Svo vildi til að við Haraldur vorum bekkjarbræður í þriðja bekk. Við áttum heima í austur- hluta borgarinnar, skammt hvor frá öðrum, og vorum þess vegna oft samferða heim úr skólanum og urðum ágætir kunningjar. Hann sagði mér margt af ætt- mennum sínum og öðru fólki. Haraldur valdi sér viðskipta- og efnahagsmál að lífsstarfi. Lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og jók við menntun sína erlendis. Hann starfaði að efnahagsmálum við ýmsar stofnanir en undirrituðum er ekki nánar kunnugt um störf hans enda ekki dómbær á þau málefni. Hann var glaðsinna að eðlis- fari og hafði ánægju af því að taka menn tali um ýmis málefni. Hann velti fyrir sér hinum ýms- um hliðum mannlífs og náttúru og urðu það oft skemmtilegar samræður. Heilsu hans hrakaði nokkuð hin síðari ár en hann bar sig þó vel. Ásamt sinni góðu eiginkonu, Ásbjörgu, tók hann þátt í bekkj- arferðum og árlegum kirkjuferð- um árgangsins, félagsstarfi eldri borgara, stundaði sund o.fl. Samúðarkveðjur eru færðar eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Ólafur Jónsson. hann sæll og glaður, um- kringdur fjölskyldunni og reiðubúinn að hefja nýtt ferða- lag. Ég sendi Ásbjörgu Ellings- en, konu hans, börnum og barna- börnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þorsteinn J. HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Við átt- um svo margt sameigin- legt, ég er til dæmis bóka- ormur eins og þú varst og elska dýrin eins og þú gerð- ir. Takk fyrir allar góðu stundirnar og fyrir að vera svona duglegur að lesa fyr- ir mig. Ég mun alltaf elska þig og aldrei gleyma þér. Þín, Lára.  Fleiri minningargreinar um Grettir Engilberts- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Harald Ellingsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.