Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
✝ Gunnar Helga-son fæddist 27.
desember 1927 í
Borgarholti í
Stokkseyrarhreppi.
Hann lést á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 4.
júní 2015.
Hann var sonur
hjónanna Helga
Guðmundssonar, f.
13. september
1902, d. 25. september 1932, og
Steinvarar Jónsdóttur, f. 18.
janúar 1903, d: 27. apríl 1991.
Þau eignuðust Sigurjón Berg-
mann, f. 1925, Bjarna, f. 1926,
Áslaugu, f. 1929, Guðrúnu Öldu,
f. 1930, og Helgu Steinvöru, f.
1931. Þau eru öll látin.
Gunnar var þriðji elstur í sín-
Sæunni og Gest Már, sem er lát-
inn, tíu barnabörn og átján
barnabarnabörn.
Hann hóf ungur störf á sjó frá
Vestmannaeyjum og Stykk-
ishólmi. Hann vann við að leggja
rafmagnslínur um allt land, nán-
ast óslitið frá árinu 1963-1985.
Svo vann hann hin ýmsu störf og
hann vann sem húsvörður í
Melaskóla þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Hann tók
þátt í nokkrum leiksýningum
hjá Leikfélaginu Snúður og
Snælda, lék í mörgum auglýs-
ingum og einnig lék hann auka-
hlutverk í hinum ýmsu íslensku
sjónvarpsseríum og sjónvarps-
þáttum.
Hann var mikill náttúruunn-
andi og þau hjónin fóru í ófáar
göngurnar um Ísland og ferð-
uðust mikið um allan heim.
Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 18. júní 2015,
og hefst kl 15.
um systkinahóp og
þegar faðir hans
féll frá fór hann í
fóstur til Guð-
mundar Eiríks-
sonar og Ingveldar
Þóru Jónsdóttur í
Keldnakoti í
Stokkseyrarhreppi.
Þar ólst hann upp
ásamt börnum
þeirra, þeim Guð-
rúnu, sem er látin,
Ingveldi og Jóni, sem er látinn.
Hann kvæntist Katrínu Magn-
úsdóttur, f. 30. júní 1932, frá
Kirkjubóli í Staðardal, 20. febr-
úar 1965. Foreldrar Katrínar
voru Magnús Sveinsson og Þor-
björg Árnadóttir.
Hann átti þrjú börn, þau
Magnús Sigurðsson, Margréti
Ég hitti hann Gunnar afa minn
fyrst fyrir um 17 árum, þá sjálfur
nýorðinn faðir. Ég hafði þá borið
með mér mynd af þessum manni í
huganum frá því að ég var lítill
krakki, látið mig stöðugt dreyma
um hver hann væri, hvernig hann
liti út, hvað hann ynni við og þess
háttar. Það var svo fyrir um það
bil 25 árum að ég heyrði nafn hans
fyrst nefnt þegar rætt var um fað-
erni móður minnar við eldhús-
borðið heima, það var vinur föður
míns sem vildi meina að við ung-
arnir værum greinilega afkom-
endur þessa manns og að faðerni
móður minnar væri ekkert vafa-
mál. Ég hringdi í hann nokkrum
misserum seinna og kynnti mig,
hann tók því dæmalaust vel að
hugsa til þess að að hann ætti
dóttur og fimm barnabörn vestur
á fjörðum. Móðir mín og hann
byrjuðu á bréfaskriftum í kjölfarið
og mynduðu með sér upphafið að
ástríku sambandi sem varði allt
fram að síðustu stund.
Fyrstu fundir okkar mömmu
með afa og ömmu Kötu voru á
Nökkvavoginum, og þegar ég leit
hann í fyrsta sinn sá ég þennan
svip sem einkenndi móður mína,
og hvíldi svo vel í okkur systkinun-
um. Þetta var yndislegt kvöld sem
ég geymi með mér. Það var léttir
og einskonar upphaf að komast að
því hverra manna maður væri.
Það var ekki fyrr en ég kom
heim frá Danmörku að kynni okk-
ar tveggja fóru að blómstra, og ég
komst í kynni við móðurbræður
mína, þá Magnús og Gest heitinn.
Ég man þann dag eins og gerst
hafi í gær, þegar ég hitti Gest
móðurbróðir minn í fyrsta sinn, er
hann bankaði uppá hjá mér eina
kvöldstund í Reykjavík sumarið
2009, ég gat ekki annað en brosað
af létti og ánægju við að sjá hversu
líkur hann var móður minni. Við
áttum saman langt og skemmti-
legt samtal, sem ég geymi með
mér.
Afi minn, hann Gunnar Helga-
son, lagði raflínumöstur um sveit-
ir og hálendi landsins lungann úr
starfsævi sinni. Hann naut þess að
starfa með ástinni sinni, henni
Kötu, þar sem þau dvöldust í
vinnubúðum sumarlangt við að að
koma sveitum og byggðum lands-
ins í samband við flutningskerfi
raforkunnar.
Það var hraust og umlykjandi
handtak sem hann veitti manni,
teinréttur, brosmildur og glaðvær
í hvert sinn sem við hittumst. Og
það er sjaldan hef ég hitt mann
sem hefur elst með eins mikilli
reisn og borið aldurinn eins vel og
hann afi minn. Hann var mikill
sögumaður, og veit ég að sá
brunnur sem hann veitti úr var
barmafullur og margar sögur sem
hann átti eftir að deila með mér,
munu þær bíða betri tíma. Börnin
mín voru hænd að honum og Kötu
ömmu, og nutu þess hlýja þels
sem mætti þeim í hvert sinn sem
fundum þeirra bar saman. Þeim
fannst spennandi að eiga afa sem
var með eyrnalokk, og fékk hann
viðurnefnið „afi sjóræningi“ á
meðal þeirra. Hans verður saknað
meðal þeirra.
Ég ann þessum stundum sem
ég átti með þér, elsku afi, ég veit
að þú ert á góðum stað og hittir
þar fyrir hann Gest son þinn. Ég
vildi óska að stundir okkar hefðu
verið fleiri, en þær góðu stundir
sem við áttum mun ég geyma á
góðum stað.
Ég votta henni ömmu Kötu
mína dýpstu samúð, afkomendum
og ættingjum hans.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig elsku afi, hvíl í friði.
Guðmundur Hrafn
Arngrímsson.
Elsku afi. Ótrúlegt en satt þá
ert þú farinn yfir móðuna miklu og
eftir sitjum við og minnumst þín.
Það eru margar minningar sem
tengjast þér og það sem einkennir
þær eru jákvæðnin, gleðin og at-
hafnasemin. Það var ekkert verk
of smátt til að þú gætir ekki hjálp-
að okkur. Þú naust þess að vera í
kringum börn og fíflast og sprella
í þeim og við fengum að njóta
þess. Árlegar ferðir kringum
Snæfellsnes og þú í aðalhlutverki
að segja sögur af stöðum sem við
keyrðum framhjá og það skipti
engu máli þó við hefðum heyrt
söguna áður því þú sagðir svo
skemmtilega frá. Ferðirnar í
Staðardalinn eru mjög eftirminni-
legar og við brölluðum margt þar.
Þið amma áttuð Skólastíg 9 hér í
Hólminum og voruð mikið hér og
við nutum þess að kíkja í afahús því
alltaf var tekið vel á móti okkur,
amma var alltaf með eitthvað gott
með mjólkinni og ekki var leiðin-
legt að fá að gista þegar þið voruð
nokkra daga. Þegar við uxum úr
grasi og eignuðumst börn þá
fannst þér ekki leiðinlegt að spjalla
við þau og leika, þau kölluðu þig
afa langa, þeirra missir er mikill en
við eigum eftir að halda minningu
þinni á lofti um ókomin ár.
Þú komst okkur oft á óvart þeg-
ar við sáum þér bregða fyrir í hin-
um og þessum sjónvarpsþáttum
og auglýsingum og þegar við
spurðum þig út í þetta þá brostir
þú bara út í annað.
Þið amma voruð mörgum fyr-
irmyndir því samband ykkar ein-
kenndist af kærleik, gleði og ást-
ríki og það var eftir því tekið
hversu samhent þið voruð. Við
teljum okkur heppin að hafa feng-
ið þig sem afa þar sem þú gafst
okkur svo mikið og varst svo góð
fyrirmynd.
Nú ert þú örugglega farinn að
spjalla við pabba og það hafa verið
fagnaðarfundir þegar þið hittust
aftur. Við munum reyna að vera
stillt eins og afi okkar. Hvíl í friði,
elsku afi.
Sólbjört Sigríður Gests-
dóttir, Gunnar Már Gests-
son og fjölskyldur.
Það er einkennileg tilfinning að
sitja hér á hótelherbergi úti í
Tyrklandi og setja minningarorð á
blað um mann sem ætti í raun að
vera með í ferðalagi okkar hér.
Hann var maðurinn hennar
Kötu föðursystur minni, var töff-
ari af guðs náð og ég sveitastrák-
urinn leit upp til hans frá fyrsta
degi. Það er margs að minnast um
manninn sem var í raun ungur alla
tíð. Hann sýndi okkur samferða-
fólkinu að aldur er afstæður hlut-
ur, heldur er það andinn sem
skiptir máli. Gunnar var alltaf
sami unglingurinn þótt kominn
væri á níræðisaldur. Töffarinn
sem glaðbeittur gekk til flestra
verka allt til hins síðasta.
Gunnar hef ég þekkt í meira en
hálfa öld og okkar samskipti verið
náin. Hjá honum og Kötu Þegar
ég kom til Reykjavíkur átti ég
mitt athvarf hjá þeim og bæði tvö
mótuðu mig unglinginn og og
fóstruðu ekki síst Gunnar. Hann
rak verktakafyrirtækið Framtak
sem sinnti rafvæðingu sveita
landsins og varð ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að vinna við það í mörg
góð sumur. Þarna kom kraftur,
útsjónarsemi og dugnaður Gunn-
ars vel í ljós auk þess sem hann
átti einstaklega gott með sam-
skipti við bændur og búalið. Þessi
ár voru manni dýrmæt og gáfu
mér tækifæri til að kynnast landi
og lýð, ekki síst í sveitunum.
Gunnar kvæntist inn í stóra
fjölskyldu. Miðpunktur hennar
var Kirkjuból í Staðardal, arfleifð
áa okkar. Þar var Gunnar í essinu
sínu, sífellt að byggja, bæta og
dytta að. Þar höfum við átt marg-
ar góðar samverustundir og oft
var glatt á hjalla þegar fjölskyldan
kom þar saman og staðurinn vart
sá sami eftir fráfall hans. Gunnar
var einstaklega barngóður, hann
var óþreytandi að leika við þau og
þau löðuðust að honum. Hann
hafði einstaklega létta lund en
undir niðri ólgaði mikið skap. Það
sýndi hann sjaldan og þó að ein-
staka sinnum hvessti þá rann það
úr og aldrei varð ég var við að
hann erfði slíkt.
Fátæktin einkenndi æskuna og
hann ólst upp hjá vandalausum,
góðu fólki sem hann hélt sam-
bandi við alla tíð. Skólagangan var
ekki löng því lífsbaráttan var hörð
og hann fór að vinna fyrir sér á
unglingsaldri við sjómennsku,
vinnu fyrir herinn og síðar stofn-
aði hann ásamt félögum sínum
fyrirtækið Framtak sem áður hef-
ur verið nefnt. Síðar tók hann yfir
rekstur þess ásamt Katrínu og
rak það í mörg ár við góðan orðs-
tír. Það átti ekki við Gunnar að
setjast í helgan stein. Hann var
óþreytandi að sinna alls kyns
verkum eins lóða- og girðinga-
vinnu auk þess sem hann eignað-
ist nýtt áhugamál á efri árum;
leiklistina. Hann var virkur félagi í
Leikfélagi eldri borgara auk þess
að koma fram í ótal auglýsingum
og bíómyndum, enda með hljóm-
mikla rödd og sterkt myndrænt
útlit.
Nú er þessi kraftmikli maður
allur eftir stutta baráttu við
Gunnar Helgason
HINSTA KVEÐJA
Elsku Gunnar. Okkar
leiðir lágu saman þegar ég
hóf búskap með Gesti, syni
þínum. Við höfum brallað
margt saman og ég held að
allir séu sammála sem
þekktu þig um að þú varst
síkátur og yfirleitt hrókur
alls fagnaðar. Þakka þér
fyrir góða vináttu öll þessi
ár og ég veit að Gestur Már
hefur tekið vel á móti þér
þegar þú kvaddir þennan
heim.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Hvíl í friði,
Elín Helga
Guðmundsdóttir.
✝ Steinunn EddaNjálsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 2. júlí 1944.
Hún lést á heimili
sínu, Tröllakór 6, 5.
júní 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Njáll Þórð-
arson skipstjóri frá
Akranesi, f. 24.11.
1908, d. 2.11. 1990,
og Elín Ingveldur
Helga Sigurðardóttir, f. 7.11.
1911, d. 5.2. 1993.
Systkini Steinunnar eru 1)
Sigurbjörg, f. 21.9. 1932, 2) Sig-
urður Njáll, f. 4.4. 1939, 3) Sig-
urður Gunnar Ellert, f. 4.4.
1939, 4) Elín Helga, f. 5.11. 1946.
Hinn 27.7. 1963 giftist Stein-
unn, Hans Bjarna Guðmunds-
syni húsasmíðameistara, f. 1.6.
1967, börn þeirra a) Andrea
Rut, f. 12.9. 1989, sambýlis-
maður Kristinn Daníel Guð-
mundsson, f. 26.3. 1985, barn
þeirra Birgitta Rós, f. 6.5. 2013,
b) Elma Dögg, f. 23.5. 1993 c)
Helga Kamilla, f. 16.9. 1996, 3)
Berglind Íris, f. 14.10. 1981
maki Bjarni Ólafur Eiríksson, f.
28.3. 1982, barn þeirra Matthías
Snær, f. 21.1. 2013.
Steinunn ólst upp á Akranesi
fram á unglingsár en þá flutti
hún til Reykjavíkur ásamt for-
eldrum sínum. Steinunn og
Hans hófu búskap í Safamýri en
fluttust þaðan í Fossvoginn,
fyrst í Kelduland og síðar
byggðu þau hús í Aðallandi. Síð-
ustu árin hafa þau búið í Trölla-
kór 6, Kópavogi.
Steinunn starfaði hjá Fersk-
fiskeftirlitinu síðar Framleiðslu-
eftirliti sjávarafurða og sem
móttökuritari hjá Barnalækna-
þjónustunni í Domus Medica
jafnhliða húsmóðurstörfum.
Útför Steinunnar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag 18. júní
2015, kl. 13.
1942 í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Hans Guð-
mundur Hansson
bifreiðastjóri, f.
11.5. 1913, d. 24.6.
1998 og Elsa Dórót-
hea Helgadóttir, f.
25.7. 1913, d. 11.11.
2000. Systkini Hans
Bjarna eru 1) Halla,
f. 14.6. 1937, 2)
Friðjón, f. 1.3. 1945,
3) Snorri, f. 2.9. 1951.
Steinunn og Hans eignuðust
þrjú börn, 1) Guðmundur, f.
15.12. 1963, maki Kristín Do-
naldsdóttir, f. 24.11. 1965, börn
þeirra a) Rakel Eva, f. 25.8.
1989, b) Steinunn Lind, f. 21.12.
1992, c) Hans Viktor, f. 9.9.
1996, 2) Elín Rós, f. 17.9. 1968
maki Birgir Birgisson, f. 28.1.
Mig langar til að minnast
elsku mömmu sem var mér svo
kær og minn besti vinur.
Það var stuttu eftir miðnætti í
rólegu og fallegu veðri sem
mamma kvaddi okkur í síðasta
sinn. Það var alveg í hennar anda
að kveðja svo lítið bæri á.
Mamma var hlédræg og um-
hyggjusöm, hún lét ekki mikið
fyrir sér fara en alls staðar var
þó tekið eftir henni enda glæsi-
leg kona með yndislega nærveru.
Það má segja að ég hafi komið
heldur óvænt inn í líf foreldra
minna. Þau höfðu reynt í langan
tíma að eignast fleiri börn án ár-
angurs. Við mamma urðum svo
til óaðskiljanlegar og var ég
mögulega mesta mömmustelpa í
heimi. Mamma hætti að vinna
stuttu áður en ég fæddist og
byrjaði ekki aftur fyrr en ég varð
unglingur og því eyddum við
miklum og mjög dýrmætum tíma
saman.
Margar yndislegar minningar
koma upp í hugann þegar ég
hugsa um mömmu, allt frá því ég
var lítil að fela mig undir pilsinu
hennar sökum feimni þegar ég
var að byrja í skóla eða þegar ég
fékk alltaf að setja ískaldar
hendurnar í hlýja handarkrikana
hennar. Upp í hugann koma líka
allar okkar frábæru ferðir í hús
foreldra minna á Spáni og svo
stærsta stundin þegar mamma
var viðstödd fæðingu gullmolans
okkar Bjarna.
Það er erfitt að ætla að út-
skýra fyrir rúmlega tveggja ára
gutta að amma sé dáin enda leit-
ar hann að ömmu sinni undir
sænginni hennar í hvert skipti
sem við förum í heimsókn til afa
og spyr svo: Hvar er amma?
amma týnd! Ég veit að elsku
Matthías veitti henni mikla gleði
og sérstaklega í gegnum veik-
indin, hann var litli sólargeislinn
hennar.
Það var erfitt þegar mamma
greindist, en hvernig hún tók á
veikindunum með æðruleysi og
rósemd var aðdáunarvert. Hún
hélt áfram að hugsa um alla aðra
eins og alltaf og vildi ekki að
neinn hefði áhyggjur af sér. Ég
er óendanlega stolt af mömmu.
Ég er ekki síður stolt af elsku
pabba sem var kletturinn hennar
mömmu. Hann hefur staðið þétt
við bakið á henni alla tíð og ást
hans og umhyggja í garð
mömmu var mikil.
Þegar ég minnist mömmu er
mér þakklæti efst í huga. Þakk-
læti fyrir allar frábæru stund-
irnar sem við áttum saman og
minningarnar sem ég geymi frá
þeim. Það sem ég er þó mest
þakklát fyrir er að mamma var
ávallt til staðar fyrir mig og
mína.
Ég sakna hennar óendanlega
mikið, en ég veit að hún mun
fylgja okkur hvar sem við verð-
um og hún mun alltaf vera í
hjarta mínu.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Höf: Mary E. Frye.
Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.)
Elska þig, mamma mín, Guð
blessi þig og varðveiti.
Þín dóttir,
Berglind Íris Hansdóttir.
Mín allra besta vinkona og
elsku móðir mín er látin eftir
hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Margs er að minnast – margs
er að sakna.
Ung að árum kynntist hún
föður mínum og felldu þau hugi
saman. Rúmu ári síðar giftast
þau og seinna það sama ár fæðist
Guðmundur bróðir. Fimm árum
síðar kem ég í heiminn. Þegar ég
er tveggja ára flytjum við í Foss-
voginn. Þar ólumst við upp við
ást og umhyggju foreldra okkar.
Mamma var einstaklega blíð og
umhyggjusöm, hafði góða nær-
veru og var alltaf til staðar fyrir
okkur. Ellefu árum síðar bættist
Berglind við systkinahópinn.
Tveimur árum síðar fluttum við í
annað hús í Fossvoginum sem
mamma og pabbi byggðu.
Fyrstu mánuðina í nýja húsinu
deildum við sama herbergi, ég,
mamma, pabbi og Berglind á
meðan verið var að klára efri
hæðina, það var góður tími. Lífið
gekk sinn vanagang og mamma
lifði fyrir fjölskylduna sína sem
var henni mjög mikilvæg og kær.
Við eldri systkinin tvö flugum úr
hreiðrinu með árs millibili og
eignuðumst okkar fyrstu börn.
Fleiri börn bættust í hópinn og
fylgdumst við eldri systkinin tvö
að í þeim efnum.
Mamma var einstök og hjálp-
semi hennar og fórnfýsi var mik-
il, hún aðstoðaði mig og studdi í
gegnum nám mitt við KÍ, ef
hennar hefði ekki notið við þá
hefði ég gefist upp á miðri leið.
Árið 2003 keyptu mamma og
pabbi sér hús á Spáni, þar eyddu
þau mörgum stundum saman tvö
eða með fjölskyldunni. Mamma
elskaði að vera í húsinu sínu á
Spáni, en fannst erfitt að vera
langtímum saman frá fjölskyld-
unni. En skype-samtölin voru
ómissandi í hennar huga og vildi
hún helst tala við okkur á hverj-
um degi.
Í janúar 2013 bættist við
ömmuhópinn þegar Berglind
eignaðist fyrsta barn sitt.
Mamma var svo glöð og ánægð,
hún reyndi að eyða eins miklum
tíma og hún gat með honum.
Þetta sama ár fæddist fyrsta
langömmubarn hennar. Hún tal-
aði oft um það í veikindum sínum
hvað það væri mikil Guðs gjöf að
hafa þessi tvö yndislegu börn í
kringum sig á erfiðum tímum.
Ég vil þakka mömmu fyrir að
hafa gefið mér líf, hafa leitt mig
gegnum lífið af ást og umhyggju
og verið mín stoð og stytta, ég vil
þakka fyrir öll samtölin og sím-
tölin sem við áttum, ég vil þakka
fyrir að hafa kynnst sönnum
engli. Eins og Biggi tengdasonur
hennar og eiginmaður minn hef-
ur margsagt er ekki hægt að
óska sér betri móður eða tengda-
móður.
Minningin um þig mun lifa í
hjörtum okkar. Ég elska þig.
Elín Rós.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar kemur að því
að kveðja elsku fallegu mömmu,
ömmu og tengdamömmu. Hún
var einstaklega ljúf, yndisleg og
góðhjörtuð manneskja. Hún
hafði sterka og góða nærveru
svo það var alltaf gott að vera í
návist hennar. Við erum þakklát
fyrir að hafa fengið að hafa hana
við hliðina á okkur í gegnum líf-
ið. Við söknum hennar sárt en
eigum fullt af góðum og
skemmtilegum minningum sem
við munum hugga okkur við.
Hvíldu í friði, elsku yndislega
mamma, amma og tengda-
mamma.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Steinunn Edda
Njálsdóttir