Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 2
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FJARSKIPTI Sjálfstæðisflokkurinn
braut lög um fjarskipti er hann
sendi sms-skilaboð fyrir beina
markaðssetningu á kjördag 2014.
Að auki braut flokkurinn gegn
lögunum með því að hringja í núm-
erið þrátt fyrir að það væri merkt
þannig í símaskrá að óskað væri
eftir að fá ekki símtöl sem eru
liður í markaðssetningu. Þetta
kemur fram í ákvörðun Póst- og
fjarskiptastofnunar.
Í skilaboðunum stóð meðal ann-
ars: „Ertu buin/n ad kjosa? Ef ekki
tha verdur kjorstodum lokad kl.
22:00. Setjum X vid D. XD!“
Meðlimur í Heimdalli, félagi
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, taldi sig ekki hafa veitt sam-
þykki sitt til að taka á móti slíkum
sendingum og kvartaði til Póst-
og fjarskiptastofnunar. Hún taldi
samskiptin falla undir beina mark-
aðssetningu. Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi ekki sýnt fram á að hafa
aflað fyrir fram samþykkis fyrir
sendingu rafrænna skilaboða.
Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, segir úrskurðinn koma flokkn-
um á óvart.
„Verði úrskurðurinn staðfestur
mun það hafa mikil áhrif á starf-
semi allra frjálsra félaga í landinu,
bæði stjórnmálasamtaka og allra
annarra félaga,“ segir Þórður sem
kveður Sjálfstæðisflokkinn munu
liggja yfir ákvörðuninni með lög-
fræðingum sínum.
Þórður telur ólíklegt að úrskurð-
urinn verði kærður til áfrýjunar-
nefndar. - fbj
Niðurstaðan kemur á óvart segir framkvæmdastjórinn sem býst við kæru til áfrýjunarnefndar:
Sjálfstæðisflokkurinn braut fjarskiptalög
BANNAÐ AÐ HRINGJA Póst- og fjar-
skiptastofnun telur Sjálfstæðisflokkinn
hafa brotið fjarskiptalög.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GRJÓTHLEÐSLA Hafnargarðurinn gamli er heillegur og fallegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FORNMINJAR Höfuðborgarbúar hafa margir hverjir rekið augun í
þennan stæðilega hafnargarð sem verið er að grafa upp við Reykja-
víkurhöfn. Fornleifafræðingar undrast mjög hve heillegur garðurinn,
sem reistur var á árunum 1913 til 1917, er þrátt fyrir að hafa verið
neðanjarðar um áratuga skeið.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afdrif hafnargarðsins en
ómögulegt er að flytja hann. Þó verða kallaðir til sænskir sérfræðing-
ar sem munu skanna garðinn inn og gera úr honum þrívíddarmynd.
- snæ
Engar ákvarðanir verið teknar um varðveislu fornminjanna:
Gamli hafnargarðurinn í þrívídd
SAMFÉLAG „Síðustu vikur hafa verið
þær erfiðustu sem ég hef upplifað,“
segir Þórunn Helgadóttir, sem stödd
er í Kenía þar sem skóla ABC hefur
verið lokað.
Fréttablaðið hefur greint frá ill-
vígum deilum ABC á Íslandi og
ABC í Kenía. Þórunni var sagt upp
störfum en hún er föst á því að staða
hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé
um tvö aðskilin félög að ræða. ABC
á Íslandi bendir hins vegar á sam-
þykktir ABC í Kenía og að Þórunn
þiggi laun samkvæmt ráðningar-
samningi við ABC á Íslandi.
Þá sakar Þórunn ABC á Íslandi um
mútur í Kenía og ólögmæta yfirtöku
á starfseminni. ABC á Íslandi vísa
þeim ásökunum á bug. Þórunn hafi
brugðist trausti samtakanna og reynt
að sölsa undir sig félagið í Kenía og
eignir samtakanna.
Samúel Ingimarsson og Ást ríður
Júlíusdóttir eru stödd í Kenía á
vegum ABC á Íslandi og voru ráðin
tímabundið til starfa á vettvangi.
„Eitt af því erfiðasta hafa verið
allar lygarnar. Stærsta lygin sem
borin er fram fyrir þjóðina er að allt
sé í himnalagi í skólanum í Naíróbí,“
segir Þórunn og vísar í kynningar-
fund ABC á Íslandi fyrir styrktar-
foreldra um starfsemi samtakanna
í Kenía. Á fundinn mættu níutíu
manns. Styrktarforeldrar voru látn-
ir vita af því að skólinn væri í góðum
málum. Tengt var beint við mynda-
ver í Kenía og nemendur skólans full-
vissuðu gesti í salnum um að starf-
semi ABC í Kenía gengi eðlilega
fyrir sig og að fjármunir rötuðu
rétta leið.
„Svo er nú engu að síður ekki,“
segir Þórunn. Í síðustu viku hafi
barnaverndarfulltrúi á svæðinu
gefið út skipun um að loka heim-
ilinu vegna ástandsins. „Þetta var
vitað þegar ABC hélt fundinn en þau
ákváðu að segja ekki neitt.“
Á heimasíðu ABC á Íslandi segir
að skólanum hafi verið lokað af
hreinlætisástæðum. Hafin sé athug-
un á fjármálahlið starfseminnar af
opinberri eftirlitsstofnun í Kenía.
Fulltrúar eftirlitsstofnunarinnar
könnuðu skólahúsnæðið og komust
að þeirri niðurstöðu að hreinlætis-
aðstöðu væri mjög ábótavant. Svæð-
inu var lokað þegar í stað.
„Nýtt húsnæði hefur verið fundið
og mun starfsemi hefjast að nýju í
vikunni,” segir Fríður Birna Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri ABC á
Íslandi.
„Einn af nemendunum var hand-
tekinn fyrir líkamsárás og situr nú
inni. Væntanlega sá sami og kom
fram á fundi ABC til að sannfæra
alla um að allt væri í himnalagi,“
segir Þórunn. Þótt lokunin sé sorg-
leg hafi hún reynst algjörlega nauð-
synleg svo byrja mætti upp á nýtt.
Á heimasíðu ABC á Íslandi segir
að nú séu peningar frá styrktar-
aðilum sendir milliliðalaust til
Kenía. „Peningarnir berast allt-
af. Til dæmis sendum við peninga
fyrir mat bara beint til birgja og
laun fyrir kennarana fara beint
á reikning þeirra,“ segir Fríður
Birna. nadine@frettabladid.is
Yfirvöld í Kenía hafa
lokað barnaskóla ABC
Enn deila hjálparsamtök ABC og Þórunn Helgadóttir. Skóla ABC í Kenía var lokað
af yfirvöldum sem rannsaka nú fjármál ABC. Tvennum sögum fer af lokuninni.
SLYS „Manni líður ekki vel.
Aðstæðurnar voru hræðilegar,“
segir Jóhann Sigfússon, sjó maður
á Ísafirði sem bjargaði þremur
mönnum af kili Jóns Hákons
BA-60 sem fórst í gærmorgun.
Jóhann var á bátnum Mardísi
sem kom fyrstur á vettvang, um
klukkustund eftir að báturinn
hvarf af skjá sjálfvirku tilkynn-
ingaskyldunnar.
„Mennirnir voru búnir að bíða
þarna lengi. Auðvitað er maður
ánægður að hjálpa en manni líður
ekki vel. Ég hef aldrei upplifað
annað eins og þetta,“ segir Jóhann.
Hann segir að sjómennirnir þrír,
sem þá hafi verið búnir að missa
frá sér einn mann, hafi verið
hræddir, kaldir og hraktir. Skip-
verjar á Mardísi komu sjómönn-
unum þremur í hraðbát sem sigldi
með þá inn til Bolungar víkur.
Sjálfir hófu þeir leit að manninum
sem farið hafði í sjóinn og fundu
hann látinn.
Maðurinn sem lést var rúmlega
sextugur. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins voru skipverjar
að draga inn veiðarfæri bátsins
þegar eitthvað gerðist sem olli því
að bátnum hvolfdi.
Veður var ágætt á svæðinu, lítil
ölduhæð og hæg norðlæg átt.
- snæ
Mennirnir sem lentu í sjóskaða fyrir vestan biðu í klukkustund eftir aðstoð:
Lét lífið í sjóslysi á Vestfjörðum
SPÁNN Naut ristu þrjá menn á hol
og slösuðu tíu aðra í nautahlaupi
á fyrsta degi hinnar vikulöngu
San Fermin-hátíðar í spænsku
borginni Pamplona. Hlaupið var
undan sex fullvöxnum nautum í
rúmlega tvær mínútur. Enginn
mannanna er látinn.
Meðlimir dýraverndarsamtak-
anna PETA hafa málað sig rauða
og gengið um borgina.
„PETA krefst þess að Spán-
verjar bindi enda á hina for-
dæmdu hefð nautahlaupa og
hætti þar með að pynda nautin,“
er haft eftir framkvæmdastjóra
PETA, Mimi Bekhechi. - þea
Hlaupið undan nautunum:
Þrettán slasaðir
á fyrsta degi
BANDARÍKIN Alríkislögregla
Bandaríkjanna gerði húsleit á
heimili Jareds Fogle, talsmanns
samlokukeðjunnar Subway, í gær.
Húsleitin er talin tengjast
máli þar sem yfir 500 myndbönd
af barnaklámi fundust á heim-
ili Russells Taylors, stjórnanda
góðgerðarsamtaka sem Fogle
stofnaði. Samtökin, The Jared
Foundation, berjast gegn offitu
hjá börnum í Bandaríkjunum.
Fogle er þekktastur fyrir
megrunarkúr sinn, þar sem hann
léttist um tugi kílógramma með
því að borða einungis samlokur
frá Subway. - þea
Húsleit hjá góðgerðarstjóra:
Talsmaður með
barnaklám
KENÍA Fimmtán milljón króna styrkur frá utanríkisráðuneytinu verður ekki hreyfður
fyrr en leyst er úr deilunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNARSALVARSSON
AÐ LANDI Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík í gærmorg-
un með sjómennina þrjá sem björguðust. FRÉTTABLAÐIÐ/HAFÞÓR GUNNARSSON
Ríkisendurskoðun hefur ekki ákveðið hvort kanna eigi ráðstöfun fjármuna
ABC barnahjálpar.
„Ríkisendurskoðun hefur takmarkaðar heimildir til að kanna fjárreiður
aðila sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Stofnunin getur
gengið úr skugga um að ársreikningar slíkra aðila séu formlega réttir,“
segir Óli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar.
➜ Ekki ákveðið hvort málið verði rannsakað hér
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 22
Í dag verða norðanvindar ríkjandi
á landinu og verður sólríkt sunnan-
og vestanlands. Skýjað verður á
norðausturhorninu og fer að rigna þar
eftir hádegi. Það er heldur að kólna hjá
okkur, þá sérstaklega fyrir norðan þar sem
hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
3
-D
0
8
C
1
7
5
3
-C
F
5
0
1
7
5
3
-C
E
1
4
1
7
5
3
-C
C
D
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K