Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 18
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18 1. maí sl. fékk ófaglært verkafólk 27-31 þús. kr. kauphækkun á mán- uði samkvæmt nýjum kjarasamn- ingum við Samtök atvinnulífsins. Það eru þeir launalægstu á meðal verkafólks sem fengu þessa hækk- un. Samkvæmt þessum samning- um eiga laun að hækka í 300 þús- und kr. á þremur árum. Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá sömu hækkun á sínum lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir hækki í 321 þúsund Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þús- und krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleyp- inga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð. Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun líf- eyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lág- markslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldr- uðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að líf- eyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú. Stjórnvöld þverskallast við Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þess- um aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldr- aðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lög- bundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þver- skallast við að greiða öldruðum og öryrkj- um lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim. Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórn- in getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mann- réttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga. Alþingi taki í taumana Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldr- aðra og öryrkja til samræmis við launa- breytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka líf- eyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu. Aldraðir fái sömu hækkun og launþegar Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórn- valda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagn- rýna Grikki fyrir kostn- aðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyr- is. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðj- ung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri for- eldra. Samtök atvinnulífsins í Grikk- landi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánar- drottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum. Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyr- iskerfi Evrópu, svokölluðu gegnum- streymiskerfi. Slíkt kerfi er aðal- lega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrir- greiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslending- ar greiða 6% landsfram- leiðslu sinnar til lífeyris- mála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum líf- eyris! Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikk- ir hækkuðu vissulega lífeyrisald- ur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskil- yrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslu- fólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skropp- ið saman og greiðslur til lífeyris- kerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Saman- lögð eftirlaun úr almannatrygging- um og úr veikburða sjóðasöfnunar- kerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krón- ur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftir- laun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til. „Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnum- streymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyr- iskerfi á borð við það sem Íslend- ingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyr- iskerfi sem þolir tímabundin sam- dráttarskeið og sveiflur á fjármála- mörkuðum. Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósiKlasar eru merkileg fyr- irbæri sem finna má úti um allan heim og í mörg- um atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, fram- leiðenda, birgja, þjónustu- aðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasam- starf haslað sér völl á sviði jarð- varma, sjávarútvegs og ferðaþjón- ustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofn- ana stóðu að vel sóttum stofn- fundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistof- ur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verk- takafyrirtæki, fjármálastofnan- ir, rannsókna- og menntastofnan- ir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra fram- tíðarsýn, augljós markmið, skipu- lag og fastmótaðan samstarfsvett- vang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppn- ishæfni með virðisauka fyrir við- komandi fyrirtæki og auka sýni- leika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekking- arsviða sem klasasam- starf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta upp- spretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuat- vinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkom- andi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikil- vægt að virkja sem best þau þjóð- hagslegu verðmæti og sóknar- færi sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróun- inni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyr- irtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heil- brigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjón- deildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrir- tæka og ný fyrirtæki hafa sprott- ið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlag- ið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar. Íslenski álklasinn KJÖR ALDR- AÐRA Björgvin Guðmundsson formaður Kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni ➜ Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæð- ar kjarabætur og launþegar fá. LÍFEYRISSJÓÐIR Jakob Tryggvason stjórnarformaður Stafa lífeyrissjóðs ➜ Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfi nu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorku- bótum. IÐNAÐUR Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls ➜ Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmót- aðan samstarfsvett- vang þeirra sem að honum standa. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -B E 4 C 1 7 5 5 -B D 1 0 1 7 5 5 -B B D 4 1 7 5 5 -B A 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.