Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 8
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Sjá verðlista á: www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ loKsins aftuR sumAr...íS ÍSinn Sem færiR þéR sumaRið er kOminn aftur. ekTa rjóMaís Með kókOs, áStaraLdini, mangó og súKkulaðIdropUm. LÖGREGLUMÁL Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteins- syni lögreglumanni tímabundið frá störfum vegna LÖKE-máls- ins svokallaða. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grund- velli 27. greinar laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðast- liðnum. Í áliti meirihluta nefnd- arinnar, sem var skipuð þremur einstaklingum en einn skilaði séráliti, kemur fram að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunað- ur um refsiverða háttsemi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsinga- kerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður. Garðar Steinn Ólafsson, lög- maður Gunnars, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi niður- staða þýði að hægt sé að reikna út endanlega bótafjárhæð sem Gunnar mun fara fram á. „Ég bind vonir við að ráðu- neytið biðjist afsökunar og bjóði bætur að fyrra bragði. Ef við náum ekki saman munum við stefna þeim í haust,“ segir Garðar. - fbj Ætlar í bótamál við ríkið vegna brottvikningar: Lögreglustjórinn fór ekki að lögum GUNNAR SCHEVING THORSTEINSSON Ég bind vonir við að ráðuneytið biðjist afsök- unar og bjóði bætur að fyrra bragði. Ef við náum ekki saman munum við stefna þeim í haust. Garðar Steinn Ólafsson lögmaður. GRIKKLAND Alexis Tsipras, forsæt- isráðherra Grikklands, sótti í gær leiðtogafund ríkja Evrusvæðisins þar sem hann sóttist eftir nýjum samningi um neyðaraðstoð fyrir gríska ríkið. Sú aðstoð yrði háð ströngum skilmálum um breyting- ar á ríkisrekstri. Ekki náðist sam- komulag á fundinum. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði við blaðamenn eftir fundinn að annar fundur yrði hald- inn á sunnudaginn með öllum 28 leiðtogum ríkja Evrópusambands- ins, ekki bara evrusvæðisins. Von- ast er til að niðurstaða náist á þeim fundi, sem verður sá síðasti. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði Grikki enn ekki upp- fylla þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg til að hefja samninga- viðræður af alvöru. Hún sagðist enn fremur vonast til þess að hafa nægilega ítarlegar tillögur frá Grikkjum fyrir fimmtudag til að bera undir þýska þingið svo hægt væri að hefja samningaviðræður. „Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkis- stjórnin fer ekki að óskum okkar,“ sagði Jean-Claude Juncker, for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Hann sagði fram- kvæmdastjórnina hafa undirbúið ítarlega áætlun ef af brotthvarfi verður. Juncker gaf Grikkjum frest til föstudagsmorguns til að koma með ítarlegar tillögur. François Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fundinn að vel væri mögulegt að ná sam- komulagi. „Þetta voru langar og strangar viðræður sem sýna hversu alvarlegt ástandið er,“ sagði Merkel og bætti því við að sú þörf að kalla til allra leiðtoga ríkja Evrópusambandsins undirstrikaði alvarleikann. „Einungis fimm dagar eru til stefnu til að finna endanlegt sam- komulag við Grikki,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins í gær. Hann sagði þetta mikilvægasta augnablik í sögu evrunnar. Tsipras mun ávarpa Evrópu- þingið í dag til að greina nánar frá stöðu mála. Evklíð Tsakalótos, hinn nýi fjár- málaráðherra Grikklands, mætti tómhentur á samningafund við fjármálaráðherra ríkja evrusvæð- isins í Brussel í gær. Talið var að Tsakalótos myndi koma með nýjar tillögur til að létta skuldabyrði Grikkja. Giorgos Stathakis, efna- hagsmálaráðherra Grikkja, sagði við fréttastofu BBC í fyrradag að tillögurnar miðuðu að þrjátíu pró- sent skuldaniðurfellingu. thorgnyr@frettabladid.is Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. FUNDAÐ For- sætisráðherrar ríkja Evrusvæð- isins fund- uðu um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/AFP Ég er andvígur brotthvarfi Grikklands úr evrusvæðinu en ég get ekki afstýrt því ef gríska ríkisstjórnin fer ekki að óskum okkar. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -2 A 2 C 1 7 5 5 -2 8 F 0 1 7 5 5 -2 7 B 4 1 7 5 5 -2 6 7 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.