Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 2015 | SKOÐUN | 13
Í dag er rétt ár síðan árás-
arstríð Ísraelsstjórnar
gegn Palestínu hófst með
umfangsmiklum loftárás-
um á Gasa, eldflaugaárás-
um og síðar sprengju- og
stórskotaárásum af landi
og sjó. Eftir 51 dag lágu
meira en 2.200 Palestínu-
menn í valnum, þar af lang-
flestir óbreyttir borgarar.
551 barn var drepið. Ísra-
els megin lágu 73 í valnum,
þar af langflestir, eða 67,
árásarhermenn sem féllu
á Gasa en sex óbreyttir borgarar í
Ísrael og þar af eitt barn.
Meira en ellefu þúsund Palest-
ínumenn særðust í stríðinu, þar
af um 3.400 börn, og munu um eitt
þúsund þeirra búa við varanlega
örorku. Um 470 ísraelskir hermenn
særðust í stríðinu og 255 óbreyttir
borgarar.
Mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna sendi nýverið frá sér
skýrslu sem greindi frá stríðsglæp-
um Ísraelshers á Gasa síðastliðið
sumar og var þar einnig fjallað um
eldflaugaárásir andspyrnuhópanna
á Gasa sem beint er að íbúabyggð-
um í Ísrael og teljast því einnig til
stríðsglæpa.
Skýrslunni hefur verið fagnað af
stjórn Palestínumanna í Ram allah
og einnig af Hamas-samtökunum.
Ísraelsstjórn hefur hins vegar
reynt að ómerkja hana og kom í veg
fyrir að rannsóknarnefnd á vegum
Sameinuðu þjóðanna fengi að fara
til Ísraels og Palestínu. Skýrslan
mun reynast mikilvægt gagn er
kemur að því að kæra Ísraelsstjórn
fyrir stríðsglæpi hjá Alþjóðaglæpa-
dómstólnum í Haag sem Palestína
er nú aðili að.
Heilu íbúðahverfin voru lögð
í rúst í sprengjuárásum
Ísraelshers. Hálf milljón
manna missti heimili sín
og lenti á vergangi. Flest-
ir fengu bráðabirgðaskýli
í skólum UNRWA (flótta-
mannaaðstoðarinnar) og
margir héldu til í auðum
byggingum, í moskum og
kirkjum eða hjá fjölskyld-
um.
Ekkert heimili endurbyggt
Á ráðstefnu stuðningsríkj-
anna svokölluðu (e. donor
states), sem haldin var í Kaíró í
október 2014, var stuðningi heit-
ið til endurreisnar á Gasa að upp-
hæð 5,4 milljarðar Bandaríkja-
dala. Ísrael var ekki með í þessu
og er ekki gert ráð fyrir einum
eyri þaðan. Ísraelsríki hefur aldrei
greitt neinar stríðsskaðabætur og
hefur hingað til aldrei þurft að taka
neina ábyrgð á þeirri eyðileggingu,
örorku og dauða sem Ísraelsher
veldur. Hluti af þessu fé sem lofað
var í Kaíró hefur skilað sér, en
enn þann dag í dag hefur ekki eitt
einasta heimili sem eyðilagt var í
stríðinu verið endurbyggt. Þar er
fyrst og fremst um að kenna her-
kvínni sem lokar íbúana á Gasa
inni og kemur í veg fyrir að nauð-
synleg byggingarefni og aðrar lífs-
nauðsynjar fáist fluttar inn, nema
af mjög skornum skammti. Það á
líka við um hreint vatn, eldsneyti
og rafmagn.
Hversu lengi ætlar umheimur-
inn að horfa upp á það aðgerðalaus
að 1,8 milljónir Palestínumanna sé
haldið innilokuðum á 360 ferkíló-
metra svæði, bjargarlausum að
mestu og síðan ráðist á fólkið með
nokkru millibili af einu mesta hern-
aðarveldi heims? Sameinuðu þjóð-
irnar hafa verið máttvana gagnvart
þessu ofbeldi vegna skilyrðislauss
stuðnings Bandaríkjanna við Ísra-
elsstjórn sem grobbar sig af því að
hafa í raun neitunarvald í Öryggis-
ráðinu. Engu skiptir hvernig Ísra-
el hagar sér gagnvart Palestínu,
ofbeldi hernáms og stríðsglæpir
er refsilaust.
Það verður ekki bundinn endir
á 48 ára hernám Ísraels í Pal-
estínu nema að breyting verði á
stefnu Bandaríkjanna. Lengst af
hefur verið þagnarmúr um fram-
ferði Ísraelsríkis í helstu fjölmiðl-
um Bandaríkjanna. Stríðsglæpir
Ísraels á Gasa síðastliðið sumar
virðast hafa rofið örlítið þenn-
an þagnarmúr og náð eitthvað til
almennings. Einnig hafa friðar-
hreyfingar bandarískra gyðinga
sótt í sig veðrið. Þá hafa bandarísk-
ar kirkjudeildir látið til sín taka og
eru síðustu fréttir þær að United
Church of Christ hafi samþykkt
stuðning við sniðgönguhreyfinguna
BDS (boycott-divest-sanction) sem
berst fyrir frelsi Palestínu með
þeim aðferðum sem notaðar voru
gegn aðskilnaðarstjórninni í Suður-
Afríku. Undirrituðum þótti einkar
vænt um þessa frétt en hann var
einmitt skiptinemi Þjóðkirkjunn-
ar hjá þessari kirkjudeild í Seattle
fyrir hálfri öld. Þar þótti sjálfsagt
að taka upp málstað kúgaðra, styðja
baráttu gegn aðskilnaðarstefnu í
Suður-Afríku jafnt og í Bandaríkj-
unum og gagnrýna stríðsrekstur
Bandaríkjanna í Víetnam og víðar.
8. júlí – stríðsglæpa minnst
Ef farið er yfir umræðuna
um flugvöllinn þá hugsa
borgaryfirvöld aðeins um
þéttingu byggðar og vilja
flæma flesta atvinnustarf-
semi í burtu, þar á meðal
völlinn. Þó að um flugvöll-
inn fari milli 300 og 400
þúsund farþegar árlega.
Því miður er ríkjandi hjá
allt of mörgum sem búa á
höfuðborgarsvæðinu eft-
irfarandi viðhorf: Ég er
heilsuhraust/ur og þarf
lítið á sjúkrahúsi að halda, enda er
það í 5-10 mín. fjarlægð fyrir mig
og mína. Einnig: Ég hef allt mitt
hér, þarf ekkert að tengjast flug-
vellinum til að komast út á land.
En það er þögull hluti þjóðarinnar
sem býr í dreifðum byggðum lands-
ins og greiðir í sameiginlega sjóði
og er hluti af þessari þjóð, enda
hefur landsbyggðarfólk þrár, vilja
og langanir til höfuðborgarinnar til
að sinna hugðarefnum sínum, eða
þarf að sækja þjónustu Landspítal-
ans rétt eins og við, enda er fólk á
landsbyggðinni ekki annars flokks
þegnar.
Af hverju hugsar þjóðin ekki
í meiri mæli út fyrir rammann,
rætur okkar flestra liggja úti á
landi. Einnig heyrist hjá ákveðn-
um stjórnmálaöflum að það sé
sjálfsagt að leyfa innflutning fólks
frá fjarlægum löndum, sem býr við
bágindi og erfiðleika, sem er ágæt
hugsun, en sömu öfl snúa baki við
sínum eigin þegnum í þessu máli.
Það vekur einnig furðu að þing-
menn landsbyggðarinnar skuli ekki
standa allir saman sem einn, þegar
flugvöllinn ber á góma.
Síðan að borgarstjórinn
skuli sjálfur hafa komið
sér fyrir í Rögnunefndinni,
það gat ekki verið ávísun á
skynsamlega niðurstöðu.
Engin tilviljun
Það er engin tilviljun að
flugvöllur var byggður í
Vatnsmýrinni. Af hverju
hlusta ráðamenn ekki á
þjóðina, meirihlutinn vill
flugvöllinn í Reykjavík, við
búum við lýðræði er það ekki? Hann
á að þróa og laga til framtíðar, það
má gera í áföngum. En því miður
hefur þar margt drabbast niður
í áratugi. Að mínu viti á að reka í
Reykjavík innanlandsflug, sjúkra-
flug og varaflugvöll, því þar eru
allt önnur jarðlög en hraunið sem
við sjáum sunnan Reykjavíkur. Þar
er hætta á eldsumbrotum, væntan-
lega aðeins spurning um tíma. Það
hefur aldrei talist skynsamlegt að
setja öll eggin í sömu körfuna, þá
er betra fyrir eyþjóðina að hugsa
meira um lífið sjálft en byggingar
í Vatnsmýrinni.
Undirritaður hefur nýlega þurft
að njóta þjónustu Landspítalans
vegna veikinda, sem verður seint
fullþakkað. Að mínu mati er það
mannréttindabrot gagnvart lands-
byggðinni ef hróflað verður við
flugvellinum.
Ríkisstjórn sem vill láta taka sig
alvarlega, enda þar fulltrúar þjóðar-
innar, lætur ekki eigingjarna borg-
arstjórn eyðileggja þá þjóðar- og
öryggishagsmuni sem Reykjavík-
urflugvöllur er fyrir íslenska þjóð.
Reykjavíkurfl ugvöll-
ur – opnum hugann
NÝR NISSAN NOTE
VISIA, DÍSIL, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
2.850.000 KR.
NISSAN FJÖLSKYLDAN
BÝÐUR UPP Á SPENNANDI NÝJUNGAR
NÝR NISSAN PULSAR
ACENTA, DÍSIL, BEINSKIPTUR – EYÐSLA 3,6 L/100 KM*
3.590.000 KR.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/N
M
6
9
M
6
9
5
3
4
5
3
4
E
N
N
E
M
M
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
/
N
M
6
9
5
3
4
5
3
4
*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.
UTANRÍKISMÁL
Sveinn Rúnar
Hauksson
formaður Félagsins
Ísland-Palestína
➜ Heilu íbúðahverfi n voru
lögð í rúst í sprengjuárásum
Ísraelshers. Hálf milljón
manna missti heimili sín og
lenti á vergangi.
SKIPULAG
Snorri Snorrason
íbúi á höfuðborgar-
svæðinu
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
3
-F
C
F
C
1
7
5
3
-F
B
C
0
1
7
5
3
-F
A
8
4
1
7
5
3
-F
9
4
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K