Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 28
| 6 8. júlí 2015 | miðvikudagur
Hin hliðin
Bandaríkjamenn fögnuðu þann 4. júlí
Í HÁTÍÐARSKAPI
Bandaríkjamenn héldu
þjóðhátíðardag sinn
hátíðlegan á laugar-
daginn. Heimildir
herma að stjórnarskrá
Bandaríkjanna hafi
ekki verið undirrituð
fyrr en 2. ágúst 1776,
þótt lokið hafi verið
að skrifa hana 4.
júlí sama ár. Því eru
skiptar skoðanir á því
hvort 4. júlí sé rétti
dagurinn fyrir Banda-
ríkjamenn að fagna.
NORDICPHOTOS/APF
Framkvæmdastjórn Evrópu segir
að lítil og meðalstór fyrirtæki
séu hryggjarstykkið í efnahags-
lífi Evrópu. Hún segir að þau séu
99% fyrirtækja álfunnar, skapi
85% nýrra starfa og ráði tvo þriðju
hluta starfshæfs fólks í vinnu.
Konur eru stór hluti þessar-
ar aukningar, reka oft lítil
fyrir tæki í kringum sína
sérfræðiþekkingu, byrja
smátt og stækka síðan hægt
og rólega.
Konur hafa verið taldar
áhættufælnari stjórn-
endur í gegnum tíðina og
er mjög oft komið fram
við þær á þann máta.
Það var því ansi áhuga-
vert þegar kona nokkur tók þátt í
tveimur viðskiptaáætlunarkeppn-
um hér á landi með sömu hugmynd-
ina og sömu áætlunina. Hugmyndin
snerist um nýsköpun á hönnunar-
sviði og var sami karlmaðurinn
meðal dómara í báðum keppnum
sem sérlegur fulltrúi nýsköp unar
hjá hinu opinbera. Í fyrri sam-
keppninni, sem var eingöngu ætluð
konum, fékk hugmyndin þá umsögn
að hún væri áhugaverð en alltof
hógvær, of lítill vöxtur sjáanlegur
og því ekki spennandi fjárfestinga-
kostur. Vinkonan tók sig þá til og
gerði áhættusamari áætlun, breytti
eingöngu Excel-áætlunarþætti hug-
myndarinnar, skalaði hana upp og
sendi í hina keppnina. Þar fékk hún
þá umsögn, frá sama aðila, að þetta
væri áhugaverð hugmynd en alltof
áhættusöm og ekki raunsær vöxtur.
Niðurstaðan? Viðkomandi gat aug-
ljóslega ekki sett sig inn í hugmynd-
ina, þekkti ekki til slíks rekstrar og
faldi sig á bak við meinta áhættu-
fælni kvenna.
Sama kona fór þá til bankans þar
sem hún hafði verið tryggur við-
skiptavinur í gegnum súrt, sætt og
kreppu. Veðsetti heimilið sitt, kom
verkefninu af stað, en vantaði síðan
tvær milljónir til framleiðslunnar
(var með sölusamninga upp á rúma
milljón ásamt töluverðum áhuga
frá markhópnum). Áhættan var lítil
sem engin fyrir bankann sem hafði
nú þegar veð í heimili konunnar.
Svarið sem hún fékk á endanum
frá yfirmanni, sem var karlmaður,
var orðrétt: „Nei, því ég trúi ekki á
þessa hugmynd en það væri gaman
ef þú gætir „proof me wrong“.“ Svo
mörg voru þau orð.
Hún fór í annan banka, lagði
fram sömu gögn fyrir starfsmann
þess banka sem í þessu tilfelli var
kona, fékk tilboð í bankaviðskiptin
og flutti sig síðan yfir í þann banka.
Það má til gamans geta að salan fór
fram úr væntingum og hefur hug-
myndin staðið undir sér frá upp-
hafi.
Sporin og hindranir sem konur
þurfa að yfirstíga eru enn þá of
mörg. Það er enn of mikil kvenlæg
lesblinda til staðar.
Kvenlæg lesblinda
Ingibjörg Gréta
Gísladóttir
framkvæmdastjóri
Reykjavík Runaway
Þ
að kom dálítið á óvart þegar Alexis Tsipras, for-
sætisráðherra Grikkja, ákvað að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um það hvort ríkið ætti að sam-
þykkja skilmála sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn,
Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu settu
fyrir áframhaldandi fjárhagsaðstoð. Þótt ýmsir
fögnuðu ákvörðuninni voru aðrir sem fundu henni fl est til
foráttu. Hún var sögð ólögmæt, spurn-
ingin var sögð óskýr og svo framvegis.
Niðurstaðan á sunnudag varð sú að
tryggur meirihluti Grikkja vildi ekki
gangast undir aukna skattbyrði og
skert félagsleg réttindi. Við sem horf-
um á þróun mála í Grikklandi úr fjar-
lægð kunnum að hafa mismunandi
skoðanir á atburðarásinni. Það breytir
því ekki að við Íslendingar þekkjum til-
fi nningar Grikkja, jafnvel þótt aðstæð-
ur hafi ekki verið algerlega sambæri-
legar. Traustur meirihluti Íslendinga
hafnaði því að láta Breta og Hollend-
inga og Evrópusambandið kúga Alþingi
til þess að láta ríkissjóð taka á sig
auknar byrðar vegna Icesave-reikning-
anna.
Og í okkar tilfelli, þegar fyrst var
rætt um það að Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, myndi skjóta
lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-
reikninganna til þjóðarinnar, urðu
viðbrögðin þau sömu og í Grikklandi.
Sumir efuðust um að Alþingi gæti
skotið ákvörðunum um þjóðréttarlegar
skuldbindingar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn fl eiri töldu
að málavextir í Icesave-málinu væru svo fl óknir að það
væri óskynsamlegt að almenningur, sem ekki hefði tök
á að kynna sér málið, ætti að taka afstöðu til þess. Rétt
eins og ákvarðanir kjörinna fulltrúa væru óbrigðular. Og
það er í því andrúmslofti sem frumvarp stjórnlagaráðs að
nýrri stjórnarskrá varð til. Þar er málskotsréttur forseta
Íslands í núverandi stjórnarskrá afnuminn. Í stað þess er
kveðið á um að tíu af hundraði geti krafi st þjóðaratkvæða-
greiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. En sam-
kvæmt frumvarpinu eru málskotsréttinum settar skorður.
Í 67. grein um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu segir:
„Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða
frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr.
skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki
hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjárauka-
lög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbind-
ingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.
Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrým-
ist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli
framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.“
Þótt einhverjir kjósi enn þann daginn í dag að berja
hausnum við stein, hefur sagan sýnt að sú afstaða sem
Alþingi tók í Icesave-málinu var röng. Ákvörðun Ólafs
Ragnars Grímssonar um að skjóta málinu til þjóð arinnar
og afstaða þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni var
aftur á móti rétt. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort
hið sama eigi við í tilfelli Grikklands. En hvernig sem fer
hljóta menn þó að viðurkenna að Tsipras og Ólafur Ragnar
völdu báðir lýðræðislegustu aðferðina til úrlausnar mála
sem völ var á. Og spyrja má hver tilgangurinn með þjóðar-
atkvæðagreiðslu er, ef ekki til að leita úrlausna á mikil-
vægustu viðfangsefnum sem ríkið stendur frammi fyrir.
Jafnvel þótt þau séu fl ókin.
Við Íslendingar ættum manna best að þekkja tilfinningar Grikkja:
Grikkir og þjóðar-
atkvæðagreiðslan
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
heldur úti verðlagseftirliti sem í
síðustu viku birti úttekt á þróun
matvælaverðs undir fyrirsögn-
inni „Vörukarfan hefur hækkað
umfram skattkerfisbreyt ingar
frá áramótum“. Þessi niður-
staða vekur athygli í ljósi þess að
opinberar tölur benda til þess að
hækkun matvælaverðs sé minni
en skattabreytingar gefa tilefni
til. Er þetta í þriðja sinn á árinu
sem ASÍ birtir verðlagskannanir
sem ekki standast nánari skoðun.
Ástæðu misræmisins má finna í
skökkum forsendum ASÍ. Annars
vegar vanáætlar sambandið áhrif
skattabreytinga og hins vegar
gerir það ekki ráð fyrir áhrifum
almennra verðlagsbreytinga. Sé
leiðrétt fyrir þessum tveimur
þáttum fæst niðurstaða sem er
öfug við þá sem ASÍ heldur fram.
Sykurskattur nam um 2,4
ma.kr. árið 2013 en hann var
aflagður um áramótin. Neysla
heimila á mat og drykkjar vörum
nam um 142 ma.kr. á sama ári.
Afnám sykurskatts hefði því átt
að skila um 1,7% lækkun mat-
vælaverðs (-2,4/142 = -1,7%).
Þá gefur hækkun neðra þreps
virðisaukaskatts úr 7% í 11%
tilefni til 3,7% hækkunar mat-
vælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%).
Samanlagt gefa þessar tvær
breytingar því tilefni til 2%
hækkunar matvælaverðs. Í
úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt
að skattabreytingar gefi einung-
is tilefni til 1,5% verðhækkunar.
Ekki er skýrt frá því hvernig sú
niðurstaða er fengin.
Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir
að engir aðrir þættir en skatta-
breytingar og álagning hafi
áhrif á vöruverð. Verðlag er hins
vegar áhrifaþáttur sem taka
þarf tillit til. Almennt verðlag
hækkaði um 1,6% á tímabilinu.
Án breytinga á álagningu eða
sköttum hefði verð á matvælum
því átt að hækka sem því nemur.
Samtals gefa skattabreytingar
og verðlagsþróun því tilefni til
3,6% hækkunar matvælaverðs á
tímabilinu. Samkvæmt vísitölu
neysluverðs frá Hagstofu Íslands
hækkaði matvælaverð einungis
um 2,7% á tímabilinu. Því má
áætla að álagning matvöru-
verslana hafi lækkað um 0,9%.
Skattabreytingarnar um áramót-
in virðast því hafa skilað sér til
neytenda að fullu og gott betur.
Þetta er í þriðja sinn á árinu
sem ASÍ birtir niðurstöður verð-
lagsúttektar með villandi hætti.
Sambandið hefur ekki brugðist
við efnislegri gagnrýni sem Við-
skiptaráð og fleiri aðilar hafa
lagt fram vegna aðferðafræði og
framsetningar niðurstaðna verð-
lagskannana. Slík vinnubrögð
geta hvorki talist fagleg né trú-
verðug og eru ekki til þess fallin
að upplýsa neytendur um raun-
verulega verðlagsþróun.
Forsætisráðuneytið leggur
ASÍ til 30 milljónir á ári til að
halda úti verðlagseftirliti ásamt
öðrum efnahagsrannsóknum.
Í ljósi ofangreinds mætti ætla
að tilefni væri til að starfrækja
eftirlit með verðlagseftirlit-
inu til að tryggja vandaða með-
ferð þessara fjármuna. Eðlileg-
ast væri þó að afnema opinber
framlög til eftirlitsins. Í dag
mælir Hagstofa Íslands verð-
lagsþróun með nákvæmum hætti
og Samkeppnis eftirlitið tryggir
virka samkeppni á neytenda-
mörkuðum. Frekari aðkoma
stjórnvalda ætti að vera óþörf.
Hver hefur eftirlit með
verðlagseftirliti ASÍ?
Skoðun
Björn Brynjúlfur
Björnsson hagfræðingur,
Viðskiptaráð Íslands
VERÐ Á MAT OG DRYKKJARVÖRUM
Álagning matvöruverslana hefur
lækkað frá því að skattabreytingar
tóku gildi um síðustu áramót.
Vísitala neysluverðs, undirvísitala fyrir
mat og drykkjarvörur (des. ‘14 = 100) 1. Sykurskattur skilaði um 2,4 ma.kr. í tekjur
árið 2013. Neysla matar og drykkjarvara
nam um 142 ma.kr. á sama ári. Áætluð
verðlækkun vegna afnáms sykurskatts er því
2,4/142 = 1,7%.
2. Hækkun virðisaukaskatts úr 7% í 11%
skilar 1,11/1,07 -1 = 3,7% verðhækkun.
3. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,6% á
tímabilinu.
100 -1,7
+3,7
+1,6 -0,9
102,7
Heimildir: Hagstofa Íslands; Fjármála-og efnahagsráðuneytið; áætlun Viðskiptaráðs Íslands
Ákvörðun Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar um að
skjóta málinu til
þjóðarinnar og
afstaða þjóðar-
innar í þjóðar-
atkvæðagreiðsl-
unni var aftur á
móti rétt.
Markaðshornið
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
4
-F
8
C
C
1
7
5
4
-F
7
9
0
1
7
5
4
-F
6
5
4
1
7
5
4
-F
5
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K