Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 24
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir VERSLAÐ ÓDÝRT Flóamarkaðir eru víða í borginni en þeir bestu eru í Montreuil og á Vanves. París hefur löngum verið þekkt sem ein dýr-asta borg Evrópu en er samt sem áður uppá-haldsborg margra Íslendinga. Þrátt fyrir að auðvelt sé að lifa hátt og tæma alla vasa af pening- um á stuttum tíma er hægt að lifa þar góðu lífi án þess að fjárhagurinn verði ein rjúkandi rúst á eftir. Blaðamaður breska blaðsins Guardian tók saman lista yfir leiðir til að njóta Parísar á ódýrari máta. NJÓTIÐ VATNSINS Á hverju sumri eru „gervi“-sandstrendur útbúnar við bakka Signu og Bassin de la Villette. Strend- urnar eru opnar alla daga frá 20. júlí og er aðgangur ókeypis. Hægt er að spila þar blak, róa á bátum, skjóta af boga og spila tennis en þó þarf að borga fyrir eitthvað af þeim skemmtunum. Á vinstri bakk- anum, á milli brúnna Pont Alexandre III og Pont du Carrousel, er svæði sem kallast Les Berges de Seine og þar má finna fleiri ókeypis viðburði, svo sem fitness-tíma, garðnámskeið og fleira. Þar eru líka leikvellir, listainnsetningar og útiveitingastaðir. BORÐAÐ OG DRUKKIÐ Samheldið samfélag og litrík hús gefa Butte aux Cailles í þrettánda hverfi ákveðna þorpsímynd. Þar búa margir listamenn og er hverfið fjölskylduvænt auk þess sem þar eru vandaðir en ódýrir barir og veitingastaðir. Snæðið hefðbundinn franskan mat á L‘Auberge de la Butte þar sem þríréttuð mál- tíð kostar aðeins 25 evrur. Flestir barir við aðal- götu Butte aux Cailles eru sæmilega ódýrir eins og hinn vinsæli Le Diapason, þar sem vínglasið er á fjórar evrur, kanna af bjór er á fimm til sex evrur og kokteilar kosta 6,5 evrur. FARIÐ FRÍTT Á SAFN Á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar er ókeypis á fastar sýningar þjóðarsafna Frakklands. Röðin á Louvre er alltaf löng en í París má finna 173 önnur söfn til að velja úr. Kannið til dæmis sögu borgar- innar á safninu Musée Carnavalet sem hýst er í magnaðri byggingu frá endurreisnartímabilinu á Rue des Francs-Bourgeois eða fræðist um miðaldir á Musée de Cluny. VERSLIÐ SKYNSAMLEGA Margir ferðamenn eru á þeirri skoðun að flóa- markaðurinn Marché aux puces de Saint-Ouen sé höfuðstaður antíkmuna Parísarborgar, en þeir sem vita betur fara á annan markað, Marché aux puces de la porte de Montreuil, eða á Vanves til þess að kaupa listmuni, húsgögn og gamalt glingur. Selj- endur bjóða vörur sínar á betra verði á þessum tveimur síðarnefndu mörkuðum áður en þeir fara með góssið á markaðinn í Saint-Ouen og selja það dýrar þar. GÓÐ GRÆN SVÆÐI Mörgum finnst París þröng og menguð á sumrin. Þeir geta leitað skjóls í öðrum (eða báðum) stærsta garði borgarinnar, Bois de Vincennes eða Bois de Boulogne. Sá fyrrnefndi er fallega hannaður í kring- um vatn þar sem eftirlíking af grísku hofi er á einni eyju þess og búddamusteri á annarri. Síðarnefndi garðurinn er meira en helmingi stærri en Central Park í New York. Þar má meðal annars finna fitness- braut, tvær hestakappbrautir, gróðurhús með fram- andi plöntum og grasagarða. HAGKVÆMARI PARÍS ÓDÝRARI LEIÐ Hér má finna nokkrar leiðir til að njóta höfuðborgar ást arinnar á hagkvæman máta. Það þarf þó alls ekki að gera upplifunina af borginni verri. Það má segja að þetta sé hamborgaraútgáfan af Hafi og haga,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður um Texas-humarborgarann sem Texasborgarar við Grandagarð bjóða upp á. Verðið kemur á óvart, aðeins 1.980 kr., en svona er borgarinn með öllu: Texas-nautaborgari með hvítlauksristuðum humri og sveppum, borinn fram í hamborgara- brauði með sérlagaðri hvítlaukssósu, jöklasalati, rauðlauk og tómötum ásamt frönskum. „Nautakjöt og humar eiga einstaklega vel saman, eins og alþekkt er,“ segir Magnús Ingi. „Í Texas-humarborgaranum erum við með 140 grömm af handgerðum úrvalsnautaborgara og 100 grömm af pilluðum humri.“ Texas-humarborgarinn er annar af aðal sumarborgurunum á Texasborg- urum. Hinn er Bernaise- lambborgari. Á vef Texasborgara, texas- borgarar.is, er að finna matseðil- inn og ýmis- legt fleira og Facebook- síðan er lífleg. HAF OG HAGI Í BRAUÐI Texasborgarar kynna: Naut og humar sameinast í ljúffengum Texas-humarborgara. GÓÐ BLANDA „Nauta- kjöt og humar eiga ein- staklega vel saman, eins og alþekkt er,“ segir Magnús Ingi, veitinga- maður á Texasborgurum. MYND/GVA GERVISTRÖND Á sumrin er sandströnd útbúin á bökkum Signu sem nýtur mikilla vinsælda. VIN Í EYÐIMÖRKINNI Víða má finna græn svæði í París þar sem hægt er að komast burt úr mengun og mannþröng. af Texas- ostborgara með frönskum. Aðeins 1.290 kr. fyrir tvo. Klipptu miðann út og taktu hann með þér. Gildir til 31.8.2015. Texasborgarar.is s: 517-3130 2 FYRIR 1 S A L E Smáralind facebook.com/CommaIceland 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -F C F C 1 7 5 3 -F B C 0 1 7 5 3 -F A 8 4 1 7 5 3 -F 9 4 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.