Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 20
| 2 8. júlí 2015 | miðvikudagur
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ
Þjóðskrá – Fasteignamarkaðurinn
í mánuðum
FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ
Lánamál ríkisins – Mánaðarlegar
markaðsupplýsingar
Þjóðskrá – Fjöldi útgefinna
vegabréfa
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ
Þjóðskrá – Trúfélagsbreytingar
MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ
Lánamál ríkisins – Útboð ríkisvíxla
Hagstofan – Vísitala framleiðslu-
verðs í ágúst 2014
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ
Þjóðskrá – Fjöldi þinglýstra leigu-
samninga um íbúðahúsnæði
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur
að hætta steðji að bandaríska fjár-
málakerfi nu. Þetta kemur fram í
skýrslu sjóðsins, sem er sú fyrsta
sinnar tegundar frá árinu 2010.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur
þó að meira jafnvægi sé í ríkis-
búskapnum nú en fyrir bankakrís-
una 2008.
Ein aðalgagnrýni Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í garð Banda-
ríkjanna er að bankarnir séu
of stórir. Þeirra á meðal eru
JPMorgan Chase og Wells Fargo.
Telur Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn að efnahagsreikningur þess-
ara banka sé of stór eftir að þeir
hafi yfi rtekið eignir banka sem
hrundu í fjármálakreppunni.
„Stórir og tengdir bankar tröll-
ríða bankakerfi nu í meiri mæli
nú en nokkru sinni fyrr,“ hefur
fréttastofa CNN eftir skýrslu-
höfundum. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hefur líka miklar
áhyggjur af því sem hann kall-
ar skuggabankakerfi ð. Vogunar-
sjóðir, eignastýringafyrirtæki og
tryggingafyrirtæki stýra núna
70 prósentum allra eigna og það
skapar kerfi sáhættu.
Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn að lágir vextir hvetji fjár-
festa til þess að taka sífellt meiri
áhættu. Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn segir líka viðvörunarljós vera
farin að kvikna á hlutabréfamark-
aði. Hlutabréfaverð sé að verða
hærra en afkomuspár fyrirtækj-
anna gefi tilefni til. - jhh
Bankar í Bandaríkjunum sem lifðu kreppuna af hafa sópað að sér eignum og eru of stórir fyrir hagkerfið:
Bandaríska hagkerfið brothætt
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
133,8% frá áramótum
NÝHERJI
18,6% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TM
-19,4% frá áramótum
15
0
1
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 124,00 19,2% 0,0%
Eik fasteignafélag* 6,66 -2,1% 5,3%
Eimskipafélag Íslands 226,50 -4,4% 6,2%
Fjarskipti (Vodafone) 39,02 11,5% 1,1%
Hagar 37,10 -8,3% 1,4%
HB Grandi 41,70 23,4% 1,6%
Icelandair Group 25,15 17,5% 2,7%
Marel 189,00 37,0% 1,6%
N1 38,45 65,7% 1,1%
Nýherji 12,11 133,8% 18,6%
Reginn 15,38 13,5% 8,3%
Reitir* 66,60 4,3% 4,4%
Sjóvá 10,70 -10,5% 4,8%
Tryggingamiðstöðin 21,20 -19,4% 10,4%
Vátryggingafélag Íslands 8,30 -8,3% 6,1%
Össur 480,00 33,0% 1,1%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.478,27 13,8% 0,9%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 26,20 15,9% 2,7%
Sláturfélag Suðurlands 1,40 -24,3% 0,0%
*Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi).
Kaupi ríkið upp mikið magn ríkis-
skuldabréfa myndi það að líkind-
um auka peningamagn í umferð
og skapa þenslu hér á landi. Þetta
segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild Íslands-
banka.
Jón Bjarki bendir á að ýmsar
aðrar leiðir séu færar við niður-
greiðslu skulda ríkisins með þeim
fjármunum sem ríkinu falli í skaut
við greiðslu stöðugleikaskatts eða
stöðugleikaframlags. Til að mynda
sé hugsanlegt að eignir sem fari í
umsjá Eignasafns Seðlabanka
Íslands verði seldar í skiptum
fyrir ríkiskuldabréf. „Það myndi
ná fram lækkun á skuldunum án
þess að auka peningamagn,“ segir
Jón Bjarki.
Ásgeir Jónsson, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, tekur
undir með Jóni Bjarka að bein upp-
greiðsla ríkisskuldabréfa geti verið
varhugaverð. „Ríkið skuldar margt
annað. Það er 460 milljarða gat hjá
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
og það væri ekki óeðlilegt að þessir
peningar væru nýttir í það stoppa
í það gat með einhverjum hætti.
Annað stórt gat er Íbúðalánasjóð-
ur. Það væri bara mjög sniðug hug-
mynd að gera þann sjóð upp og
ganga frá honum,“ segir Ásgeir.
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, hefur áður talað fyrir
því að farið verði varlega í að
greiða niður ríkisskuldabréf. Slíkt
geti dregið úr skilvirkni á skulda-
bréfamarkaði með neikvæðum
afl eiðingum fyrir íslenskan verð-
bréfamarkað.
Jón Bjarki bendir á að útgefi n
ríkisskuldabréf sem virk viðskipti
séu með nemi um 640 milljörðum
króna. Af því eru um 160 milljarð-
ar í eigu útlendinga og verða komn-
ir í aðra fjármögnun eftir afl ands-
krónuútboð í haust. „Strax þar
minnkar stabbinn um fjórðung og
frekari lækkun þessara skulda er
þá fl jót að breyta þeirri mynd enn
frekar,“ segir hann.
Jón Bjarki segir að til þess
að nægjanleg viðskipti séu með
skuldabréfafl okk þurfi hann að vera
a.m.k. 15 til 20 milljarðar króna að
stærð. Nú séu átta skuldabréfa-
fl okkar hjá ríkinu sem virk við-
skipti séu með. ingvar@frettabladid.is
Stöðugleikafé verði nýtt
til að leysa vanda ÍLS
Hagfræðingar eru samála forstjóra Kauphallarinnar um það að
mikil uppgreiðsla skuldabréfa sé varasöm. Skynsamlegt að leysa
skuldavanda ÍLS eða LSR við ráðstöfun fjármuna frá kröfuhöfum.
Tösku- og hanskabúðin tapaði 1,7
milljónum króna á síðasta ári.
Fyrirtækið fl utti fyrr á þessu ári
í nýtt húsnæði við Laugaveg 103.
Verslunin hafði verið til húsa við
Skólavörðustíg 7 frá árinu 1960.
Gréta Oddsdóttir, eigandi
Tösku- og hanskabúðarinnar, segir
ástæðu fl utninganna vera að eig-
andi húsnæðisins við Skólavörðu-
stíg hafi viljað hækka húsaleiguna
við endurnýjun leigusamnings.
Hún segir það hafa reynst mun
hagstæðara að kaupa nýtt húsnæði
en leigja áfram á gamla staðnum.
Gréta segist vera bjartsýn á
framhaldið. Flutningarnir muni
borga sig þegar til lengri tíma er
litið. Hún sé þó efi ns um að fyrir-
tækið skili hagnaði á þessu ári
enda hafi fl utningarnir verið kostn-
aðarsamir.
Rekstrarhagnaður nam 3,5
milljónum króna. Eignir verslun-
arinnar námu 40 milljónum króna
um síðustu áramót. Skuldir voru
32 milljónir króna og eigið fé 8
milljónir króna. - ih
Verslunareigandi vonast til að nýju húsnæði fylgi bætt afkoma:
Tap hjá Tösku-
og hanskabúðinni
Á NÝJUM STAÐ Tösku- og hanskabúðin
var flutt í nýtt húsnæði fyrr á þessu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
ALLT hefur sinn stað og sinn tíma.
Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda
áratug síðustu aldar var það kær-
komin viðbót við einhæft atvinnulíf
á Íslandi þegar álverið í Straumsvík
var reist. Fram til þess voru gjald-
eyristekjur þjóðarinnar reistar á
einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu
áratugum aldarinnar bættust við
fl eiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn
hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði
fram að því verið að mestu óbeisluð.
STÓRIÐJAN kom til Íslands fyrir
hálfri öld. Aðdráttarafl ið var ein-
falt. Hér var í boði ódýr orka auk
þess sem skattaumhverfi var gert
hagstætt fyrir alþjóðlega starf-
semi af þessu tagi.
FRÁ því álverið í Straumsvík
var opnað fyrir tæpum 50
árum hefur mikið breyst í íslensku
atvinnulífi . Tækninni hefur fl eygt
fram og verndun umhverfi sins vegur
þyngra en fyrr.
ÁLVER hafa risið og við Íslendingar
höfum nú virkjað stóran hluta þeirr-
ar orku sem virkjanleg er, alla vega
ef nýting hennar á að vera í sátt við
umhverfi ð. Gjaldeyrisöfl un þjóðarinn-
ar byggist ekki lengur á einni atvinnu-
grein og ekki einu sinni á tveimur.
Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlut-
verki og er sjávarútvegur ekki lengur
sú grein sem mestum gjaldeyri skilar.
IÐNAÐUR (þar með talin stóriðja)
er stærsta útfl utningsgrein Íslands,
þegar horft er til gjaldeyrissköp-
unar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti
og er raunar talsvert stærri en stór-
iðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávar-
útvegurinn, sem löngum var okkar
eina raunverulega útfl utningsgrein. Í
fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem
væntanlega innifelur hugvit.
Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur
af ferðamönnum og liðurinn „annað“
stækkað mjög og nú má segja að
gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á
fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við
erum að breytast úr einhæfu fram-
leiðsluhagkerfi í fjölbreytt.
VIÐ erum ekki lengur nýlenduhag-
kerfi í sinni tærustu mynd þó að
undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda,
þar sem fáir aðilar fá að nýta sér
auðlindirnar gegn afskaplega vægu
gjaldi, minni meira á nýlenduskipan
en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum
fá útvaldir að veiða nær ókeypis og
orkuna fá erlend stórfyrirtæki að
kaupa á spottprís.
SÓKN til áframhaldandi og aukinnar
velferðar þjóðarinnar verður ekki
byggð á því að halda dauðahaldi í
nýlendufyrirkomulagið. Hún verður
að byggja á því að afrakstur nátt-
úruauðlinda renni til þjóðarinnar
sjálfrar.
ÞAÐ skýtur því skökku við að á
öðrum áratug nýrrar aldar skuli
menn enn sjá þær lausnir helstar að
leggja náttúru landsins undir orku-
ver til að framleiða orku til að selja
á spottprís í skítuga stóriðju í okkar
fallega landi. Við brjótum aldrei af
okkur hlekkina ef við hugsum sjálf
eins og nýlendubúar.
Hlekkir nýlenduhugsunarháttar
Á WALL STREET AGS telur hagkerfið standa
frammi fyrir hættu. NORDICPHOTOS/GETTY
ÁSGEIR JÓNSSON JÓN BJARKI
BENTSSSON
Í KAUPHÖLLINNI Skuldabréfaviðskipti eru stór hluti þeirra viðskipta sem fram fara í Nasdaq
Iceland. Það þykir óráð að greiða ríkisskuldabréf upp í stóru mæli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-8
C
E
C
1
7
5
5
-8
B
B
0
1
7
5
5
-8
A
7
4
1
7
5
5
-8
9
3
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K