Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 42
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30
Gunnar Nelson fær gullið tæki-
færi til þess að stimpla sig inn
með látum í Bandaríkjunum á
laugardag er hann þreytir frum-
raun sína í UFC hér í landi.
Þá mætir hann heimamann-
inum Brandon Thatch í bardaga
sem fyrir fram er talinn vera afar
jafn. UFC-kvöldið á laugardag er
það stærsta á árinu hjá UFC og
það stærsta frá upphafi að mati
margra. Barist verður um tvo
titla og aðrir bardagar kvöldsins
eru heldur ekkert slor.
Stjarna kvöldsins og aðal-
aðdráttaraflið er Írinn kjaftfori
Conor McGregor. Hann er mikill
Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og
er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa
saman í stórri villu hér rétt fyrir
utan Las Vegas og hafa æft saman
síðasta mánuðinn.
Svo mikla trú hafa forráða-
menn UFC á Gunnari að þeir
settu bardaga hans sem einn af
aðalbardögum kvöldsins. Bar-
dagi hans er fjórði síðasti bardagi
kvöldsins. Það er gríðarleg viður-
kenning fyrir okkar mann sem
vonandi nýtir tækifærið vel. Það
vilja allir bardagakappar í UFC
vera með á þessu kvöldi en aðeins
útvaldir fá að keppa. Hinir koma
á svæðið og hitta aðdáendur víða
um bæ og reyna að minna á sig.
Í kringum þetta bardagakvöld
er mikil dagskrá sem hófst í gær
og mun standa út sunnudag. Þetta
er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-
manna. Það verða alls konar uppá-
komur alla vikuna og svo ráð-
stefna þar sem hægt verður að
hitta stjörnurnar og gera margt
annað skemmtilegt. Mikil upplif-
un fyrir alla sem hingað koma í
vikunni.
Hér í Las Vegas er allt af ann-
arri stærðargráðu en fólk á
almennt að venjast og fjölmiðla-
áhuginn er gríðarlegur. Allir
stærstu viðburðirnir fara fram á
MGM Grand-hótelinu og bardaga-
kvöldið í MGM Grand Garden
Arena. Það er sögufrægur salur
þar sem allir stærstu boxbardag-
ar síðustu ára hafa farið fram.
Þar börðust meðal annars Floyd
May-
weat-
her og
Manny
Pacqiuao
á dögun-
um.
Salurinn
tekur um 17 þús-
und manns í sæti og
komast færri að en
vilja. Miðarnir voru
líka ekkert ódýrir
en á dögunum var
verið að selja dýr-
ustu miðana á yfir
300 þúsund krónur.
Þ e t t a ve r ð u r
magnaður viðburður
sem enginn ætti að
missa af.
Stóra sviðið bíður eft ir frumsýningu
Gunnars Nelson í Bandaríkjunum
UTAN VALLAR
Henry Birgir
Gunnarsson
skrifar frá Las Vegas
SPORT
FÓTBOLTI Ætli það verði ekki talað
um íslenska knattspyrnu fyrir og
eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur
ár, svo ótrúlegum árangri hefur
Svíinn náð með hjálp Heimis
Hallgrímssonar. Umbreytingin á
íslenska karlalandsliðinu undan-
farin þrjú ár er hvergi meira áber-
andi en í valhoppi íslenska liðsins
um upp styrkleikalista FIFA.
Liðið sem var nokkrum sætum
neðar en Færeyjar og Liechten-
stein haustið 2011 er nú komið í
hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða
heims.
Hinn öflugi spænski knatt-
spyrnutölfræðingur Alexis
Martín- Tamayo hefur tekið
saman stig landa í næstu útgáfu
FIFA-listans og samkvæmt hans
útreikningum er íslenska liðið að
hoppa upp í 23. sæti listans og er
nú aðeins einu sæti á eftir Frökk-
um og sex sætum á eftir Ítölum.
Aftur bestir á Norðurlöndum
Ísland hefur hæst komist upp í
28. sæti listans en liðið varð efst
Norður landaþjóða í október 2014.
Danir stukku upp fyrir íslenska
liðið á næsta lista en eru nú sam-
kvæmt útreikningum Alexis
komnir í annað sætið á ný.
Það er langt í bæði Svía (33.
sæti) og Norðmenn (neðar en 60.
sæti) sem voru sem dæmi meira
en hundrað sætum á undan Íslandi
fyrir þremur árum.
Standist útreikningar Mister
Chip, sem bregðast nær aldrei,
hoppar íslenska landsliðið um fjór-
tán sæti á listanum og verður þetta
þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars
Lagerbäck sem liðið tekur stórt
stökk upp FIFA-listann á síðustu
34 mánuðum eða frá fyrsta stóra
stökkinu í september 2012.
Sigurinn á Tékkum á Laugar-
dalsvelli fyrir 26 dögum kom
íslenska liðinu ekki bara á topp rið-
ilsins í undankeppni EM 2016 allt
sumar heldur einnig upp í annan
styrkleikaflokk þegar dregið verð-
ur í undankeppni HM í Sankti
Péturs borg í lok mánaðarins.
Sextánda sæti innan Evrópu
Íslenska liðið verður væntanlega í
sextánda sæti af evrópsku þjóðun-
um á nýjum lista en liðin í sætum
tíu til átján fylla annan styrkleika-
flokk. Ísland er þriðja síðasta liðið
þangað til og er á undan bæði
Danmörku og Bosníu samkvæmt
útreikningum Martín-Tamayo.
Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir
þessi sjö stóru stökk íslenska liðs-
ins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck
en sex af þeim hafa komið eftir
flotta sigra í undankeppnum. Auk
þess hefur íslenska liðið sex sinn-
um hækkað sig um fimm til átta
sæti milli útgáfu FIFA-listans
þessi þrjú mögnuðu ár Lars með
íslenska liðið. ooj@frettabladid.is
Sjöunda stóra stökk strákanna
Íslenska knattspyrnulandsliðið er væntanlega að fara að taka stórt stökk á nýjasta FIFA-listanum og komast hærra en nokkurn tímann
fyrr þegar nýr listi verður gefi nn út á morgun. Þetta verður ekki fyrsta stóra stökkið síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu árið 2012.
Júlí 2015
Upp um 14 sæti
2-1 sigur á Tékklandi
á Laugardalsvelli
➜ Svíinn Lars Lagerbäck hefur stýrt íslenska
landsliðinu í átján leikjum í undankeppnum
HM eða EM og liðið hefur unnið tíu þeirra (56
prósent) og aðeins tapað fimm (28 prósent).
September 2013
Upp um 16 sæti
2-1 sigur á Albaníu á
Laugardalsvelli
Apríl 2013
Upp um 19 sæti
2-1 sigur á Slóveníu
í LjubljanaOktóber 2012
Upp um 21 sæti
2-1 sigur á Albaníu
í Tirana
September 2012
Upp um 12 sæti
2-0 sigur á Noregi á
Laugardalsvelli
Júní 2013
Upp um 12 sæti
4-2 tap fyrir Slóveníu
á Laugardalsvelli
September 2014
Upp um 12 sæti
3-0 sigur á Tyrklandi
á Laugardalsvelli
Október 2014
Upp um 6 sætiJúlí 2014
Upp um 5 sæti Október 2013
Upp um 8 sæti
Júní 2014
Upp um 6 sæti
Mars 2013
Upp um 6 sæti
Desember 2012
Upp um 6 sæti
23
37
28
34
46
47
52
58
46
54
70
61
73
92
98
90
9697
118
130
FÓTBOLTI Dregið var í undanúrslit
Borgunarbikars karla og kvenna
í gær. Bikarúrslitaliðin í kvenna-
flokki frá því í fyrra gætu mæst
aftur á Laugardalsvellinum í ár
því Stjarnan sækir Fylki heim og
Selfoss tekur á móti Val eða KR.
Í karlaflokki taka KR-ingar
á móti Eyjamönnum en þetta er
fjórða árið í röð og í níunda sinn
á síðustu 19 árum sem KR og ÍBV
dragast saman í bikarnum.
1. deildarlið KA fær Val í heim-
sókn í hinum leiknum. - óój
Fjögur ár í röð
NÚ Á KR-VELLINUM KR og ÍBV eru
góðkunningjar í bikar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-5
6
9
C
1
7
5
5
-5
5
6
0
1
7
5
5
-5
4
2
4
1
7
5
5
-5
2
E
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K