Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 8
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÞÝSKALAND „Herra Schäuble hefur ögrað Jafnaðarmannaflokknum,“ sagði Sigmar Gabriel, leiðtogi Jafn- aðarmannaflokks Þýskalands og varakanslari, við þýsku sjónvarps- stöðina ZDF í gær. Það hriktir í stoðum þýsku rík- isstjórnarinnar eftir ummæli fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble frá því í síðustu viku. Schäuble talaði þá um að mögulega gæti reynst betra að víkja Grikkjum tímabundið úr evrusvæðinu. Ummæli fjármálaráðherrans fóru öfugt ofan í þingmenn Jafn- aðarmannaflokksins, samstarfs- flokks Kristilega demókrataflokks- ins, flokks Angelu Merkel. Gabriel sagði hugmynd Schäuble ósanngjarna og að átök hans við Merkel væru ólíðandi. Varaformaður jafnaðarmanna- flokksins, Ralf Stegner, gagnrýndi Schäuble harðlega og gaf í skyn við fjölmiðla að fjármálaráðherrann ætti að segja af sér. „Hegðun Schäuble sýnir að hægriflokkarnir í Evrópu hafa týnt áttum þegar að Evrópumálum kemur,“ sagði Stegner enn fremur. Stjórnmálaskýrendur í Þýska- landi hafa velt vöngum yfir því hvort Schäuble muni segja af sér embætti en hann hefur þó sjálfur hafnað því. Í viðtali við Der Spiegel sagði Schäuble að hann hefði ólík- ar hugmyndir en Merkel í mörgum málum, en að margbreytilegar skoð- anir væru hluti af lýðræðinu. Schäuble hafnaði einnig hug- myndinni um þýsk yfirráð í Evrópu. „Þýskaland ræður ekki yfir Evrópu- sambandinu. Hagkerfi Þýskalands er sterkt, því neitum við ekki, en öfugt við Frakkland og Bretland er Þýskaland ekki með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er ekki hægt að segja að Þýska- land sé í yfirburðastöðu,“ sagði Schäuble. Fjármálaráðherrann skaut einnig föstum skotum á Gabriel. „Allir flokkar hafa sín vandamál,“ sagði Schäuble. „En í samsteypustjórn þarf að sýna hinum flokknum til- litsemi. Þú reynir ekki að leysa þín eigin vandamál með ónákvæmum ásökunum í garð annarra.“ Þýski þingmaðurinn Hans Michel bach úr flokki Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem styður ríkisstjórn Angelu Merkel, studdi við bakið á Schäuble í gær. „Við þörfnumst Schäuble nú meira en nokkurn tímann áður,“ sagði hann. „Schäuble leyfir röddum þeirra sem efast um Evrópusam- bandið að heyrast.“ stefanrafn@frettabladid.is thorgnyr@frettabladid.is Jafnaðarmenn ósáttir við ummæli fjármálaráðherra Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi er ósáttur við kristilega demókrata sem starfa með þeim í ríkisstjórn. Formaður og varaformaður segja hugmyndir fjármálaráðherra um brotthvarf Grikkja vera ósanngjarnar. TITRINGUR Ummæli Wolfgang Schäuble um brotthvarf Grikkja úr evrusvæðinu valda jafnaðarmönnum áhyggjum. NORDICPHOTOS/AFP -Toppurinn á ísnum með karamellufyllingu og ristuðum möndlum NORÐUR-KÓREA „Við erum augljós- lega kjarnorkuveldi og kjarnorku- veldi gæta eigin hagsmuna,“ segir í yfirlýsingu sem norðurkóreska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær. Samkvæmt tölum Alþjóða- öryggis- og vísindastofnunarinn- ar búa Norður-Kóreumenn trúlega yfir um 30 kjarnaoddum. Ráðamenn í landinu hafa ekki áhuga á samningi svipuðum þeim sem stórveldi heimsins, Banda- ríkin, Rússland, Bretland, Kína, Frakkland, Þýskaland og Evrópu- sambandið, gerðu við Írana í síð- ustu viku. Í þeim samningi segir að Íranar megi ekki þróa kjarn- orkuvopn en á móti verði viðskipta- banni Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins á landið aflétt. „Það er órökrétt að bera stöðu okkar saman við stöðu Írana þar sem við erum ávallt fórnarlömb ögrandi hernaðaraðgerða Banda- ríkjamanna, til að mynda risavax- inna hernaðaræfinga og kjarnorku- ógnarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við höfum engan áhuga á við- ræðum sem hefðu það markmið að afsala okkur kjarnorkusprengjum okkar,“ segir enn fremur. Líkt og á Írana hafa Bandaríkin, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópu- sambandið sett strangt viðskipta- bann á alla verslun við Norður- Kóreu. - þea Utanríkisráðherrann hafnar öllu tali um samkomulag við stórveldin svipað því sem gert var við Írana: Norður-Kórea vill ekki kjarnorkusamning KJARNORKUVELDI Ríkisstjórn Kim Jong-Un hyggst ekki afsala sér kjarn- orkuvopnum sínum. NORDICPHOTOS/AFP Herra Schäuble hefur ögrað Jafn- aðarmanna- flokknum. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands.LEIÐRÉTT Rangt var farið með föðurnafn Páls Þórhallssonar, formanns stjórnar- skrárnefndar, og hann sagður Þor- steinsson. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að þeir Norður-Kóreumenn sem ekki kjósa verði líflátnir. Hið rétta er að þeir verða sendir í vinnubúðir. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að lög- fræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- maður í knattspyrnu, Guðni Bergsson, fagnaði fimmtudagsafmæli sínu í gær. Það er ekki rétt því Guðni fagnaði að sjálfsögðu fimmtugsafmæli sínu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. SVONA ERUM VIÐ 31 prósent fanga sat inni vegna fíkniefnabrota árið 2013. Árið 1993 voru 8 prósent fanga í fangelsum vegna fíkniefnabrota. NEYTENDUR Kaupás hefur, í sam- ráði við matvælaeftirlit Reykja- víkur, innkallað First Price Naan- brauð vegna myglu. Um er að ræða pakkningu með tveimur stykkjum af naanbrauð, annars vegar hefðbundið naan- brauð og hins vegar hvítlauks- naanbrauð. Dreifiaðilar brauðsins eru verslanir Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals um land allt. Við- skiptavinum sem hafa keypt vöruna í framangreindum versl- unum er bent á að skila þeim í viðkomandi verslun. - fbj Hægt að skila í verslanir: Innkalla mygl- að naanbrauð EVRÓPUMÁL Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samn- ingaviðræðum milli EFTA- ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabil- ið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014. Í frétt á vef utanríkisráðuneytis- ins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýj- un samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávaraf- urðir frá Íslandi inn á markað ESB. Niðurstaða samninga inniheldur meðal annars að hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3 prósentum, sem er í takt við verðlagsbreyting- ar frá árinu 2009. Þá felur niðurstaða samninga í sér að árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1.000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2.000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorsk- lifur upp á 2.500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár, eða frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021. - ngy Samningar um uppbyggingarsjóð EES eru í höfn: Framlög Íslands hækka um 11% KARFI Niðurstaðan felur í sér að tollfrjálsir kvótar fyrir fersk karfaflök fara úr 850 tonnum í 2.000 tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -4 A 7 C 1 7 5 2 -4 9 4 0 1 7 5 2 -4 8 0 4 1 7 5 2 -4 6 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.