Fréttablaðið - 22.07.2015, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 22. júlí 2015 | SKOÐUN | 11
Sem ungur hjúkrunarfræð-
ingur efaðist ég ekki um að
hafa valið rétta starfið fyrir
lífstíð. Í dag hefði ég valið
á annan hátt. Heilbrigðis-
kerfinu okkar hefur hnign-
að mjög síðustu 20 ár vegna
sparnaðar og hagræðingar.
Verst hefur mér þótt hversu
mjög hefur verið sparað í
starfsfólki. Fyrir hrun var
byrjað að fækka starfsfólki
á vöktunum og eftir hrun
var haldið áfram að fækka.
Svo var farið að spara klukkustund
hér og klukkustund þar og vakt-
irnar styttar. Þrátt fyrir að nægur
tími og umhyggja sé það sem oftast
skiptir skjólstæðingana hvað mestu
máli.
Í dag kvíða margir heilbrigðis-
starfsmenn vinnudögunum enda
náum við sjaldan að hlaupa nógu
hratt til að sinna þörfum heimilis-
fólksins eins vel og við vildum. En
að hafa starfsfólk sem vinnur meira
og hleypur hraðar fyrir léleg laun
kemur sér vel fyrir ráðamenn sem
halda áfram að herða sparnaðar-
ólina.
Við svona vinnuálag og virðingar-
leysi fer óánægjan að krauma og
vinnugleðin þverr. Gæðastundum
fækkar, mórallinn verður neikvæð-
ur, bök bresta, veikindadögum
fjölgar og góðir starfsmenn kulna
í starfi. Faglærðu hjúkrunarfólki
hjúkrunarheimila fækkar, sem er
mjög slæmt að öðru starfsfólki
ólöstuðu. Á sumarleyfistíma fastra
starfsmanna eru ófaglærðar ungar
skólastúlkur í meirihluta. Þær eru
reynslulausar en koma með ferskan
blæ, kappsemi, dugnað, jákvæðni,
falleg bros og hafa góð áhrif á alla í
kringum sig.
Dagurinn í dag hefur verið
erfiður, deildin þung og heimilis-
menn þurfa mikla hjúkrun. Okkar
viðfangsefni er lifandi fólk. Ekki
pakkar í hillum eða seðlar í skúff-
um. Ég gleypi í mig morgunmat
klukkan hálftólf og sé fram á að
sleppa hádegismatnum. Það mun
spara tíma og koma sér vel
fyrir deildina.
Eftir stutt rapport spyr
ég ungu stúlkurnar hvernig
þeim líði í vinnunni. Svörin
flæða fram og ég skrifa þau
hjá mér; það er alltof mikið
að gera, mér líður svo illa
að geta ekki sinnt öllu eins
vel og ég vildi, þegar ég
kem heim – vá þá er ég svo
þreytt og get ekki hætt að
hugsa um vinnuna, það er
svo leiðinlegt að þurfa að
segja bíddu aðeins þegar fólkið
biður um eitthvað, mér finnst sumir
aðstandendur halda að við séum
ekki að vinna vel. Ein þeirra bætir
við: ég vildi óska þess að hjúkrunar-
fræðingarnir hefðu meiri tíma fyrir
sín störf, þær hafa alltof mikið að
gera og það er slæmt fyrir alla.
Þegar ég kem heim sest ég niður
og byrja að skrifa. Starf mitt hefur
markað líf mitt og ég er ekki lengur
ung. Að vinna sem hjúkrunarfræð-
ingur við þessar aðstæður gerir mig
sorgmædda og mér finnst eins og
gamli neistinn í hjartanu hafi horf-
ið með niðurskurðinum.
Álag á hjúkrunarheimilum er
alls staðar svipað. Mér þykir vænt
um minn ágæta vinnustað. Þar er
mjög gott starfsfólk sem vinnur
vel. En ég deili á þá sem forgangs-
raða fjármunum þjóðfélagsins án
þess að huga betur að þeim sem
minna mega sín. Það hlýtur að vera
hægt að spara annars staðar. Mér er
næst að halda að þrátt fyrir mikla
umfjöllun geri hvorki ráðamenn né
almenningur sér grein fyrir ástand-
inu í heilbrigðiskerfinu sem er oft
óboðlegt bæði fyrir skjólstæðinga
og starfsfólk.
Stjórnendur og millistjórnend-
ur heilbrigðiskerfisins ættu að
standa betur með þeim sem vinna
á gólfinu, þeirra skyldur eru ekki
bara að framfylgja skipunum að
ofan um sparnað. Þetta fólk getur
sagt hingað og ekki lengra og
stuðlað að því að snúa þróuninni
við.
Hvernig líður okkur í vinnunni?
Styttri vinnudagur barna er ein
af megináherslum Bjartrar fram-
tíðar í Hafnarfirði. Aukin sam-
fella í skóladeginum, frístunda- og
félagsstarfi auk annarrar virkni á
borð við listnám eða íþróttir, er að
okkar mati lykill að þessu mark-
miði. Fagleg, góð og hagkvæm
þjónusta við börn og fjölskyldur
þeirra er okkur hjartans mál sem
við stefnum að með öllum færum
leiðum.
Nýlega samþykkti bæjarstjórn
Hafnarfjarðar breytt skipurit bæj-
arins, sem felur meðal annars í sér
tilfærslu íþrótta- og tómstunda-
mála til baka frá fjölskyldusviði til
fræðslusviðs. Í því felst að rekstur
frístundaheimila verður samþætt-
ur við annað starf skólanna. Rétt
er að árétta að endanleg útfærsla
á umræddum breytingum er ekki
búin, þar sem eftir er að fjalla um
þau mál jafnt á vettvangi stjórn-
sýslu sem kjörinna fulltrúa í við-
eigandi ráðum og nefndum.
Ný vinnubrögð
Nýútkominni úttekt ráðgjafa-
fyrirtækjanna Capacent og R3
á rekstri Hafnarfjarðarbæjar
fylgir fjöldi tillagna um skipu-
lags- og rekstrarbreytingar
af ýmsu tagi. Úrvinnsla þess-
ara ábendinga stendur nú fyrir
dyrum innan stjórnkerfis bæjar-
ins. Skiljanlegt er að þessi vinnu-
brögð geti, og hafi, valdið mis-
skilningi, þar sem tillögurnar
eru birtar í heild sinni með opnum
hætti áður en endanleg ákvörðun
á grunni þeirra hefur verið tekin.
Með þeim hætti er aðgengi íbúa
að ferlinu opnað, í samræmi við
stefnu Bjartrar framtíðar um
opna stjórnsýslu.
Í fullkomnum heimi væru
umræður um tillögur ráðgjafanna
lausar við verðmiða og kostn-
aðarvitund. Staða mála er hins
vegar sú að bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar verður að finna leið til að
létta rekstur bæjarins. Markmið-
ið í þeim efnum er að finna svig-
rúm upp á 5-600 milljónir króna.
Þetta verðum við að hafa hugfast
í þeirri úrvinnslu á niðurstöðum
rekstrarúttektar sem fram undan
er.
Þessi nauðsyn til að mæta
slæmri fjárhagsstöðu eykur enn
mikilvægi þess að ferlið sé opið
gagnvart íbúum, enda brýnt að
hlustað sé á vilja bæjarbúa og leit-
ast við að mæta óskum þeirra eins
og hægt er.
Breytingar– ógn eða tækifæri?
Björt framtíð leggur megináherslu
á að tilfærsla á rekstri frístunda-
heimila í skólunum frá fjölskyldu-
sviði til fræðslusviðs hafi ekki
áhrif á faglegt starf nema þá til
eflingar. Áfram verði forstöðu-
menn á hverjum stað, auk þess
sem fagstjóri starfi áfram í mið-
lægri stjórnsýslu. Þessar áherslur
eru í samræmi við vinnu þverpóli-
tísks starfshóps sem fjallað hefur
um frístundastarfið undanfarna
mánuði. Skýr greinarmunur er
gerður á rekstrarlegri stjórnun og
faglega þættinum.
Fjölmörg tækifæri fylgja
breyttu skipuriti. Meðal annars
er tækifæri til að draga úr starfs-
mannaveltu með því hugsan-
lega að geta boðið starfsfólki frí-
stundaheimila lengri starfsdag og
hærra starfshlutfall. Þá er tæki-
færi til að auka samfellu í vinnu-
degi barnanna okkar með því að
tryggja að stoðþjónusta sé sam-
felld og fleira mætti nefna. Málið
snýst á endanum um að efla vellíð-
an og þroska barna okkar.
Horft verður til reynslu annarra
sveitarfélaga á sambærilegu fyrir-
komulagi, þ.e. að fella rekstur frí-
stundaheimila inn í heildarstarf
skólanna. Við erum t.d. meðvit-
uð um það að gæta þarf að fjár-
veitingum til frístundamálanna
svo þau verði ekki afgangsstærð í
heildarrekstrinum.
Ræðum málin til enda
Frá því tillögur ráðgjafa voru birt-
ar á vef bæjarins hafa þær verið
túlkaðar með ýmsum hætti, meðal
annars af hálfu minnihlutans í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þess-
ar tillögur eru grunnur að ákvarð-
anaferlinu sem fram undan er,
þær ber ekki að túlka sem endan-
lega niðurstöðu, fyrst þurfa þær
umfjöllun.
Við vonumst eftir víðtækri þátt-
töku í því samtali og munum sjálf
hafa að leiðarljósi að finna sem
best jafnvægi milli óumflýjan-
legrar leiðréttingar á slæmri fjár-
hagsstöðu og áframhaldandi upp-
byggingar á öflugri þjónustu við
bæjarbúa. Það verkefni mun vafa-
laust kalla á útsjónarsemi og því
kjósum við að nálgast það með
opnum hug og bjartsýni, í anda
Bjartrar framtíðar.
Faglegt æskulýðsstarf í Hafnarfi rði
Yfirlýsingar Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráð-
herra, um að áformað sé
að fella niður tolla á fötum
og skóm um næstu áramót
og tolla af öllum öðrum
vörum nema matvöru fyrir
árið 2017, marka mikil
tímamót í íslenzkri verzl-
unarsögu.
Þessi áform stjórnvalda
eru til marks um að þau
átti sig á því hversu skað-
legir tollar og önnur höft
á alþjóðaviðskiptum eru.
Í fréttatilkynningu fjármála-
ráðuneytisins um þessi áform
segir réttilega: „Tollar hafa haml-
andi áhrif á viðskipti og draga úr
alþjóðaviðskiptum í heild sinni.
Þegar tollur er lagður á innflutta
vöru hækkar verðið sem inn lendir
neytendur þurfa að greiða fyrir
vöruna sem aftur dregur úr eftir-
spurn eftir henni. Afnám tolla
lækkar vöruverð til neytenda,
bætir samkeppnishæfni seljanda
og eykur skilvirkni á innlendum
markaði.“
Þessar setningar eru teknar upp
úr skýrslu starfshóps um endur-
skoðun tollskrár og þar er orða-
lagið raunar enn afdráttarlaus-
ara; starfshópurinn bendir á að í
skjóli tollmúra geti innlendir fram-
leiðendur hækkað verð umfram
heimsmarkaðsverð og allir tapi;
aukning tekna hins opinbera verði
minni en tap neytenda og fram-
leiðenda.
Mótsagnakennd stefna
Í ljósi þessarar afdráttarlausu
afstöðu fjármálaráðuneytisins til
skaðsemi tolla skýtur vissulega
skökku við að fjármálaráðherr-
ann hafi ekki einu sinni ámálgað
að gera breytingar á matartollum.
Alþjóðaviðskipti með matvöru lúta
ekki öðrum hagfræðilegum lög-
málum en viðskipti með allar aðrar
vörur. Starfshópurinn sem vann
skýrsluna sem tillögur ráðherrans
byggjast á var hins vegar ekki einu
sinni beðinn að skoða afnám matar-
tolla.
Stefna ríkisstjórnarinnar í þess-
um málum er mótsagnakennd á
ýmsa lund. Á sama tíma og fjár-
málaráðherrann boðaði
afnám allra annarra tolla
skrifaði landbúnaðarráð-
herrann upp á að tollar á
mat, sem fluttur er inn á svokölluð-
um WTO-tollkvóta, skyldu hækka
um rúmlega 7% á milli ára!
Hreint engin fásinna
Mjög mikilvægt og fordæmis-
gefandi skref varðandi breyting-
ar á matartollum er þó stigið með
áformum fjármálaráðherra. Með
þeim er viðurkennt að ekkert er
því til fyrirstöðu að lækka tolla ein-
hliða. Því hefur gjarnan verið hald-
ið fram að það sé ekki hægt; Ísland
verði að semja við önnur ríki og fá
eitthvað í staðinn fyrir að lækka
tolla á innflutningi. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra uppástóð til dæmis á Bún -
aðar þingi í marz síðastliðnum að
það væri „hrein fásinna“ að tala um
að afnema tolla einhliða án þess að
fá neitt á móti. Með því væri samn-
ingsstöðu Íslands kastað á glæ.
Nú hefur fjármálaráðherrann
komizt að allt annarri niðurstöðu
en forsætisráðherrann; það er í
góðu lagi að afnema eða lækka
tolla einhliða. Það hefur raunar
verið gert áður hvað matvöru varð-
ar, þegar tollar á innfluttu gróður-
húsagrænmeti voru felldir niður
árið 2002. Afleiðing þeirrar tolla-
lækkunar var veruleg verðlækkun
og jafnframt aukin sala bæði inn-
lends og erlends grænmetis. Inn-
lend grænmetisframleiðsla hefur
blómstrað síðan og unnið stórvirki
í nýjungum og vöruþróun.
Nú hefur verið höggvið myndar-
lega í tollmúrana. Þess getur ekki
verið langt að bíða að verndar-
múrarnir sem reistir hafa verið
um innlenda matvælaframleiðslu
molni líka niður.
Einhliða tollalækkun
er engin fásinna
Guðlaug
Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi
Bjartrar framtíðar í
Hafnarfi rði
Matthías Freyr
Matthíasson
formaður íþrótta- og
tómstundanefndar í
Hafnarfi rði
ÆSKULÝÐS STARF
KJARAMÁL
Elínborg
Angantýsdóttir
hjúkrunar fræðingur
EFNAHAGSMÁL
Ólafur
Stephensen
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
í tileFni dAgsinS
– alLa dagA
með vaNillubrAgðI með súKkulaðIsósU hneTuís Með karaMellusósU -Toppurinn á ísnum
ÍSinn Með
Gula LokinU
RR
\\\
TBW
A
TBW
TBWBWBWWW
A
AA
• S SÍAA
SÍA
SÍA
•• 15
016
4
15
016
4
5
016
5
016
Liggurðu á skoðunum
þínum? Það er algjör
óþarfi . Sendu greinina
þína á greinar@visir.is
og við komum henni á
framfæri hið snarasta.
➜ Fagleg, góð og hag-
kvæm þjónusta við börn
og fjölskyldur þeirra er
okkur hjartans mál sem
við stefnum að með öllum
færum leiðum.
➜ Nú hefur fjármála-
ráðherrann komizt að
allt annarri niður-
stöðu en forsætis-
ráðherrann; það er í
góðu lagi að afnema
eða lækka tolla ein-
hliða.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
1
-1
8
5
C
1
7
5
1
-1
7
2
0
1
7
5
1
-1
5
E
4
1
7
5
1
-1
4
A
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K