Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 16

Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 16
 | 2 22. júlí 2015 | miðvikudagur MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ Hagstofan – Mánaðarleg launa- vísitala FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ Össur – Uppgjör annars ársfjórð- ungs 2015 Hagstofan – Vísitala neysluverðs MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ Icelandair – Uppgjör annars árs- fjórðungs ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER Hagstofan – Nýskráningar og gjaldþrot í júní Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 141,1% frá áramótum ÖSSUR 4,4% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TM -18,6% frá áramótum ICELANDAIR -0,2% í síðustu viku 12 1 3 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 124,00 19,2% 0,0% Eik fasteignafélag* 6,82 0,3% 2,4% Eimskipafélag Íslands 226,50 -4,4% 0,0% Fjarskipti (Vodafone) 39,50 12,9% 1,2% Hagar 37,40 -7,5% 0,8% HB Grandi 41,70 23,4% 0,0% Icelandair Group 25,10 17,3% -0,2% Marel 191,75 38,9% 1,5% N1 39,45 70,0% 2,6% Nýherji 12,49 141,1% 3,1% Reginn 15,70 15,9% 2,1% Reitir* 68,80 7,7% 3,3% Sjóvá 11,14 -6,8% 4,1% Tryggingamiðstöðin 21,40 -18,6% 0,9% Vátryggingafélag Íslands 8,40 -7,2% 1,2% Össur 501,00 38,8% 4,4% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.478,27 14,8% 0,9% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 28,00 23,9% 6,9% Sláturfélag Suðurlands 1,40 -24,3% 0,0% *Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi). ÁFORM fjármálaráðherra um afnám tolla, annarra en tolla á matvæli, fyrir árið 2017 eru jákvæð tíðindi fyrir íslenska neytendur. Það er mjög miður að matvælatollar skuli ekki einnig lækkaðir þar sem afnám þeirra er líklega mikilvægasta kjara- bót sem hægt er að færa íslenskum heimilum. EN tollaafnámið er ekki fyrir íslenska neytendur. Það er fyrir verslunina í landinu. Hennes & Mauritz er með ráðandi markaðshlutdeild á íslensk- um fatamarkaði þrátt fyrir að hér á landi sé engin H&M-versl- un. Íslendingar versla í H&M í útlöndum. ÞESSA verslun vill ríkisstjórn- in færa inn í landið með því að afnema tolla. Auknar tekjur af virðisaukaskatti vega upp á móti tekjutapi ríkisins af tollalækk- un. Heildsalar og verslunin í landinu hagnast líka og það dregur úr ójöfn- uði milli þeirra Íslendinga sem versla erlendis og hinna sem ekki hafa efni á að ferðast til útlanda. ÞAÐ ER dapurlegt að á 21. öld skuli íslensk stjórnvöld halda dauðahaldi í úrelt landbúnaðarkerfi sem byggt er á fyrirkomulagi sem komið var á snemma á 20. öld. Innfl utnings- bönn og verndartollar á innfl utt matvæli bitna hart á neytendum og leika bændur sjálfa grátt. Þrátt fyrir afnám tolla eiga þessir verndartollar að lifa. ÍSLENSKIR bændur hanga margir á horriminni. Þetta er afl eiðing aldar- langrar miðstýringar og hafta. Í stað þess að sjá tækifæri í markaðslausn- um í landbúnaði einblína stjórnvöld á skrattann sem hagsmunaaðilar í landbúnaði mála á vegg. Hagsmunir einokunarmilliliða ganga gegn hags- munum bæði neytenda og bænda. LANGT fram yfi r miðja síðustu öld voru ferðalög með fl ugvélum til útlanda munaður sem einungis efnað fólk gat leyft sér. Ungir, áræðnir menn stofnuðu Loftleiðir og hleyptu samkeppni inn á íslenskan fl ug- markað. Loftleiðir gerðu ekki aðeins Íslendingum kleift að ferðast ódýrar en fyrr. Fólk beggja vegna Atlants- ála nýtti sér lág fargjöld félagsins til ferðalaga yfi r hafi ð. SAMKEPPNIN í fl ugi stækkaði mark- aðinn og enn sér ekki fyrir endann á því. Nú fl júga fjölmörg erlend fl ug- félög til og frá Íslandi og afkoma íslensku félaganna hefur aldrei verið betri. Hvernig ætli íslenskri ferða- þjónustu vegnaði nú, ef í fl ugmálum hefði verið fylgt sömu verndar- og einokunarstefnu og gert er í landbún- aði? Ætli ríkisfl ugfélagið skilaði jafn góðri afkomu og Icelandair gerir nú? Værum við að taka á móti 1,2 millj- ónum ferðamanna á þessu ári? LANDBÚNAÐUR var stærsta atvinnu- grein þjóðarinnar fyrir hundrað árum. Nú kemst hann ekki á verð- launapall þrátt fyrir umfangsmikla og dýra ríkisvernd. Íslensk fl ugfélög hafa þurft að keppa í harðri alþjóð- legri samkeppni og eru nú hluti af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar. Ef flugið væri rekið eins og landbúnaður Nánast tvöfalt fl eiri sólarstundir voru á tímabilinu 1. júní til og með 19. júlí í ár miðað við á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi voru þær 305 í ár en 163 á sama tímabili í fyrra. Ísframleiðendur segja að þessi niðurstaða hafi mikil áhrif á framleiðslu þeirra. „Það er töluvert mikið meiri sala núna. Það helgast af því að við erum með góða veðrið sunnan heiða,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss. Hún segir að í fyrra og hittiðfyrra hafi verið gott veður fyrir norðan og austan og salan þar eftir því. „En þar bara vant- aði fólkið. Þegar við fáum ekki þessa góðu daga á höfuðborgar- svæðinu þá fi nnum við gríðarlega fyrir því,“ segir Guðrún. Það ári því miklu betur hjá íssölum núna. „Þó að það sé kalt. Það er sólríkt og það er þurrt og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Guðrún og bætir því við að salan sé um það bil 15-20 prósentum meiri í ár en í fyrra. Guðrún segir að Kjörís taki um helminginn af ársveltunni inn á sumarmánuðunum þremur. „Við bara lifum á sumrinu og þegar höktir í því og höktir á veðrinu þá kemur það niður á okkur og við náum því ekkert upp með öðru móti,“ segir Guðrún. Ragnar Birgisson hjá Emmess ís segir, eins og Guðrún, að þetta sumar sé miklu betra en í fyrra. „Síðustu fi mm vikur hafa verið mjög góðar. En það er líka vegna þess að við höfum verið með nýjar vörur,“ segir Ragnar og bætir því við að markaðssetning þeirra hafi skipt máli. Hann segir áhrif veð- urs á íssölu vera mjög mikil. „Hiti hefur rosalega mikið að segja. Ef þú færð gott hitastig þá virkar það betur en ef það kemur sól en bull- andi rok,“ segir Ragnar, en bætir því við að góða veðrið hafi komið seint. „Eins og bændurnir segja, þá erum við þremur vikum á eftir áætlun.“ jonhakon@frettabladid.is Helmingur íss selst á sumrin Sólarstundir eru næstum tvöfalt fleiri í sumar en á sama tíma í fyrra. Ísframleiðendur segja þetta hafa mikil áhrif á sölu þeirra. Helmingur framleiðslu Kjöríss seldur á sumrin. Í SUMARFRÍI Ferðamenn streyma til landsins á sumrin og margir þeirra fá sér ís þegar heitt er í veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lánshæfi smatsfyrirtækið Stand- ard & Poor´s hækkaði lánshæf- ismat stóru viðskiptabankanna þriggja í fjárfestingafl okk í gær. Lánshæfi smat þeirra er hækkað í framhaldi af því að S&P hækk- aði lánshæfismat ríkissjóðs á föstudaginn úr BBB- í BBB. Ein- kunn ríkissjóðs til skamms tíma var einnig hækkuð úr A-3 í A-2 og horfur stöðugar. Í tilkynningu frá S&P kom fram að hækkun lánshæfi smats ríkissjóðs byggist á trúverðugri aðgerða- áætlun stjórnvalda til losunar fjár- magnshafta. - jhh Bankarnir í fjárfestingaflokk: S&P hækkar lánshæfismat STANDARD & POOR’S Telja bjartara fram- undan á ÍSlandi. NORDICPHOTOS/GETTY Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu Gæða viftur - margar gerðir Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -C A D C 1 7 5 2 -C 9 A 0 1 7 5 2 -C 8 6 4 1 7 5 2 -C 7 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.