Fréttablaðið - 22.07.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 22.07.2015, Síða 26
USD 134,82 GBP 209,54 DKK 19,74 EUR 147,25 NOK 16,60 SEK 15,74 CHF 140,58 JPY 1,09 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6.769,07 -19,62 (-0,29%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur 7,1% HÆKKUN Krefjast gagna frá ráðuneytinu Magntollar sem lagðir eru á matartolla hækka um 7,1-7,5% milli ára. Þetta kemur fram í bréfi Félags atvinnurekenda til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem krafist er upplýsinga um tollana. Í bréfinu er vísað til upplýsingalaga og farið fram á að ráðuneytið afhendi öll gögn og útreikninga sem liggja að baki þessari tollahækkun, þar með talið afrit af öllum inn- og útsendum erindum og upp- lýsingum sem aflað var. 15 MILLJARÐAR Rýr arður af raforku Þótt ekkert land í heiminum framleiði jafn mikla raforku á mann og Ísland og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu sé óvíða hærra er beinn arður Íslendinga af raforkuframleiðslu rýr. Í nýjum Markaðspunktum Greiningadeildar Arion banka er bent á að þetta endurspeglast í því að langstærsti raforkufram- leiðandi landsins, Landsvirkjun, hefur í 50 ár greitt samtals um 15 milljarða króna í arð að núvirði. 17.07.2015 „Þegar við keyptum okkar fyrsta húsnæði tókum við 90% lán. Við áttum nánast ekkert eigið fé. Það þurfti lítið áfall til þess að við stæðum ekki undir afborgunum. Það var reyndar stórt áfall í mínu tilviki, ég missti vinnuna. Maður hugsaði eftir á, kannski átti ég að bíða lengur, leggja fyrir. Við erum að búa til leið fyrir fólk til að leggja til hliðar, en við vitum líka að það er fullt af fólki sem er ekki í stöðu til þess.“ Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Stjórnarmaðurinn tók á dögun- um á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í ÞETTA SKIPTIÐ höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfið- ara að fá leigubíl fyrir utan flug- stöðina. Þá fannst þeim hærra hlut- fall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborð- ið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. MARGIR ÍSLENDINGAR virðast þó ekki nálgast ferðamannaflaum- inn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í mið- bænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með til- heyrandi kostnaði fyrir skattgreið- endur. ÁSTANDIÐ virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú les- endum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálf- stæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ÁR áætla stjórnvöld að ferða- mannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. ÞAÐ er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjór- um árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja inn- viðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sér- staklega fyrir aðgang að ferða- mannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborg- inni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunarað- gerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gull- foss? ALLT SAMAN eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hug- rekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. STAÐAN er sú sem hún er, og stað- reyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu. Útikamar við Gullfoss TÓNLISTARSJÓÐUR AL DI MEOLA, ROBBEN FORD BJÖRN THORODDSEN, PEO ALFONSI, BRYNHILDUR ODDSDÓTTIR OFL. INTERNATIONAL GUITARFEST HÁSKÓLABÍÓ 3. OKTÓBER KL. 20 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -A 3 5 C 1 7 5 2 -A 2 2 0 1 7 5 2 -A 0 E 4 1 7 5 2 -9 F A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.