Fréttablaðið - 22.07.2015, Síða 34

Fréttablaðið - 22.07.2015, Síða 34
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 365.is Sími 1817 STJARNAN – CELTIC Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka á móti skosku meisturunum í Celtic í undankeppni meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta er leikur sem þú einfaldlega vilt ekki missa af! Í DAG KL. 19:00 FÓTBOLTI Stjarnan tekur á móti Cel- tic í seinni leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar- innar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn 1-0 í Skotlandi. Norðmaðurinn Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, tók við lið- inu í fyrra og mætti KR á sama stigi keppninnar í sínum fyrsta mótsleik síðasta sumar. „Ég er spenntur fyrir þessum leik. Kringumstæðurnar eru allt öðruvísi hjá okkur núna en í fyrra þegar allt var nýtt. Það er svolítið fyndið að vera búinn að stýra lið- inu í eitt ár og snúa aftur til nán- ast sömu borgar. Ég hlakka bara til leiksins því liðið er að bæta sig mikið og tímabilið verður spenn- andi,“ sagði Deila á blaðamanna- fundi í gær. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálf- ari Stjörnunnar, fékk nóg af spurn- ingum um gervigrasið frá skosk- um blaðamönnum. Deila hefur ekki sömu áhyggjur af því enda þjálfaði hann Strömsgodset í Noregi sem spilar á gervigrasi. „Þið vitið að ég er hliðhollur gervigrasi. Það er betra að spila á góðum gervigrasvelli en slæmum grasvelli. Best er þó auðvitað að spila á góðu grasi eins og á Celtic Park,“ sagði Deila sem telur sína leikmenn klára í gervigrasslaginn: „Góð lið sigra sama á hvaða velli þau spila,“ sagði Deila. - tom Á sama tíma ári síðar Fyrsti leikur knattspyrnustjóra Celtic var á Íslandi. STÓRVELDI Eftir fall Rangers situr Celtic eitt að skosku fótboltakrúnunni. Leikmenn liðsins æfðu á Samsung-vellinum í gær fyrir leikinn í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINO SPORT BARÁTTA Rakel Hönnudóttir, marka- skorari Blika, í harðri baráttu gegn Aftureldingu í leik liðanna á Kópavogs- velli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA ÞÓR/KA - ÞRÓTTUR 5-1 1-0 Klara Lindberg (6.), 2-0 Sandra María Jessen (49.), 3-0 Kayla Grimsley (66. víti), 4-0 Anna Rakel Pétursdóttur (78.), 4-1 Madison Sarah Solow (83.), 5-1 Kayla Grimsley (88.). VALUR - KR 3-1 1-0 Elín Metta Jensen (17.), 2-0 Katia Maanane (18.), 3-0 Katia Maanane (64.), 3-1 Sigríður María S Sigurðardóttir (70.). BREIÐABLIK - AFTURELDING 1-0 1-0 Rakel Hönnudóttir (70.). STAÐAN Breiðablik 11 10 1 0 32-2 31 Stjarnan 11 9 0 2 29-6 27 Valur 11 7 0 4 25-23 21 Selfoss 11 6 2 3 19-10 20 Þór/KA 11 5 3 3 27-18 18 ÍBV 11 5 1 5 22-16 16 Fylkir 11 5 1 5 17-21 16 KR 11 1 3 7 1-25 6 Þróttur 11 0 2 9 2-32 2 Afturelding 11 0 1 10 5-34 1 NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 26. júlí: 16.00 Afturelding - Þór/ KA. Þriðjudagur 28. júlí: 18.00 Þróttur - ÍBV, 19.15 KR - Breiðablik, Fylkir - Valur, Selfoss - Stjarnan. FÓTBOLTI Rakel hetja Breiðabliks Rakel Hönnudóttir tryggði toppliði Breiðabliks sigurinn, 1-0, gegn Aftur- eldingu í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna í gær. Blikar spiluðu manni færri eftir að Telma Hjaltalín var rekin út af á 46. mínútu leiksins. KÖRFUBOLTI „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamað- ur standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópu- mótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM. „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tap- aði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó alveg heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“ Auðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauða- riðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarn- ir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auð- mjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sann- leikurinn,“ segir Jón Arnór. Var alltaf skemmtilegast Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfubolta- stjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meist- ari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálf- ur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfubolt- ans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði.“ tomas@365.is Enn þá allt svolítið furðulegt Jón Arnór Stefánsson hefur æfi ngar með körfuboltalandsliðinu nokkrum dögum á eft ir hinum strákunum eft ir erfi tt tímabil á Spáni. Hann segir það afrek ef liðið vinnur einn leik á EM en hlakkar mikið til. SMÁ FRÍ Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -7 6 E C 1 7 5 2 -7 5 B 0 1 7 5 2 -7 4 7 4 1 7 5 2 -7 3 3 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.